Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1997, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1997, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 9. MAI 1997 13 Gott hjá Sighvati i Um helgina hélt Sighvatur Björgvins- son, formaður Al- þýöuflokksins, merka ræðu á Akureyri. Ræðan var flutt á fundi hjá Jafnaðar- mannafélagi Eyja- fjarðar í kjölfar þess að fundur í sama fé- lagi hafði samþykkt að ganga til viðræðna við Alþýðubandalagið um samvinnu A- flokkanna á Akur- eyri. í þessari ræðu svarar Sighvatur þeim spurningum sem helst hefur verið spurt varðandi sam- starf jafnaðarmanna: Hvers vegna? Um " hvað? Hvernig? Spurningar og tillögur aö svörum Undanfarin ár hefur umræðan um samstarf jafnaðarmanna verið mikil og aldrei meiri en eftir myndun núverandi ríkisstjórnar. Sú spurning hefur orðið áleitnari hvort það sem hefur sundrað jafn- aðarmönnum eigi enn að ráða stjórnmálaþróuninni á íslandi, þótt það hafi verið dæmt á rusla- hauga sögunnar. Þeir eru þó til sem láta sér fátt um finnast og hafa í umræðunni spurt um ástæður, tilgang og aðferð. Þeir hinir sömu hafa gjarnan þóst vita, og stundum gefið sér, að fátt væri um svör. Þannig hefur umræðunni verið fundið það til foráttu að ekki væri ljóst til hvers núverandi stjórnarandstöðufiokk- ar ættu að sameina krafta sina. Því er rækilega svarað í nefndri ræðu. Þá hefur þótt á skorta að pólitík væri nægjanlega í for- grunni í umræðunni um samstarf jafnaðarmanna. í ræðunni eru sett fram tíu áhersluatriði sem gætu verið grundvöllur málatilbúnaðar jafnaðarmanna. Og hvernig á síðan að ná fylk- ingum saman? Þessari spurningu er stundum fylgt eftir með efa- semdum um að þessi eða hinn samþykki að vikja fyrir öðrum. í ræðu Sighvats er bent á mikilvægi þátttöku fjöldans við val á fram- bjóðendum í sameiginlegu fram- boði jafnaðarmanna þannig að Kjallarinn Svanfríður Jónasdóttir þingmaður jafnaöar manna hver listi verði listi fólksins sjálfs, búinn til fyrir atbeina þess. Samstarf jafnaö- armanna um allt Undanfarna mánuði hefur þeim sem óþol- inmóðastir eru þótt hægt ganga við þróun hugmynda í þágu samstarfs jafnaðar- manna. Samt er allt á fljúgandi ferð og nú fyrst og fremst á vett- vangi sveitarstjórn- anna. Enda er það eðlilegt þar sem kosn- ingar til sveitar- stjórna eru næstar á dagskrá. Þar er líka ýmislegt nýtt og spennandi á dagskrá og ber hæst viðræður A-flokka fólks í stærstu kaupstöðum lands- ins, sunnanlands og norðan. Unga fólkið hefur heldur ekki setið auð- um höndum og stofnaði nú síðast Grósku á Norðurlandi á glæsileg- um fundi á Akureyri 1. maí. Á öllum þessum vígstöðvum, „Af vilja og víðhorfum Grósku og sveitarstjórnarmanna getum við dregio ýmsa lærdóma. Þó fyrst og fremst þá að mikill vilji er fyr- ir því að samfylkja fyrir kosning- ar, að semja og sættast og gefa kjósendum kost á að kjósa um sáttina, að mynda meirihlutann fyrirfram." immmmmwmmmmmmmmmm bæði Grósku og sveitarstjórnanna, fer fram mikil hugmyndagerjun varðandi málefni og vinnubrögð. Af vilja og viðhorfum Grósku og sveitarstjórnarmannanna getum við dregið ýmsa lærdóma. Þó fyrst og fremst þá að mikill vilji er fyr- ir því að samfylkja fyrir kosning- ar, að semja og sættast og gefa ____________. kjósendum kost á að kjósa um sáttina, að mynda meiri- hlutann fyrir- fram. Það er mikilvægt til að vinna traust þjóðarinnar og trú á að stjórn- arandstöðu- flokkarnir geti starfað saman með ahnanna- hagsmuni að leiðarljósi. Til að ná umræð- unni betur yfir á landsmálasviðið líka var ræða Sighvats gott og tímabært innlegg. Svanfríður Jónasdóttir „Ekki hefur verið setið auöum höndum. Nú síðast stofnuð Gróska á Norðurlandi á glæsiiegum fundi á Akureyri l.maí." Hvað er tvítyngi? Jafhvel hinir ábyrgustu mál- varnarmenn hafa verið að tala um það á hátíðastundum að undan- förnu að íslensk börn verði innan tíðar tvityngd. Þau muni auk móð- urmálsins hafa mögnuð tök á ensku. Þetta hljómar ágætlega. Öllum virðist bera saman um að ensk tunga sé ein mikil höfuðtunga og þar með hljóti það að vera tyngd- ur á slíku máli að jafngilda gulln- um lykli að sjálfri framtíðinni. Þegar menn séu svo þaraðauki tyngdir á ís- lensku eigi þeir lausnar- stein sem vísi á hina glæstu fortíð, og von að spurt sé: Seg mér, hvað viltu meir? Það er bara þetta: Það er eitthvað við þessa hug- takanofkun sem mér finnst ekki sérlega heppi- legt, jafnvel fremur til þess fallið að leiða á villi- götur. Tvítyngi Ég hef alla tíð skilið það svo að sá sem væri tvítyngdur væri jafn- vígur á tvær tungur. Samkvæmt því merkir tyngi það að hafa fullt vald á tungumáli. Ég hef kynnst fáeinum einstaklingum sem ég gæti kallað tvítyngda. Það gildir til dæmis um einn og einn af vin- um mínum í Finnlandi, fólk sem býr og er alið upp á sænska mál- svæðinu þar, en hefur ræktað finnskukunnáttu með slíkri kost- gæfhi að það hefur náð fullum tök- um á þeirri merkilegu tungu. En þetta fólk er undantekningar. Hins vegar þekki ég hvergi nokkurs staðar til þjóðar sem er tvítyngd. Þar sem tvö ríkismál eru „Engilameríski yfírgangurinn á menningarsvæði okkar (ásamt með íslenskum undirlægjuhætti) er kominn á það stig að nýtt tungumál er að troða sér inn í sjálfgefna vitund íslenskra barna." viðurkennd - eins og í Finnlandi eða Belgíu - skapast einmitt vandamálin af því að þjóðirnar eru ekki jafnvígar á bæði málin. Vinnumál Hins vegar þekki ég vitanlega fullt af fólki sem hefur lært erlent mál að þvl marki að það geti not- að það sem vinnumál (þetta hugtak kenndi Jóhann S. Hannesson mér, einn þessara fáu sem virtist jafnvígur á tvö mál). Vinnumálið þarf maður oftast að kunna mjög vel á þröngu sviði, því sem snertir vinnuna sjálfa, ___, og starfi maður á þessu máli á hinu þrönga sviði nokkurt skeið eru yfir- gnæfandi líkur til að það hafi þau áhrif að á sama þrönga sviði verði móðurmálið fátækt. Mað- ur nennir einfaldlega ekki að standa í því að vera sí- fellt að þýða vinnuna sína á heimilismálið. Þetta þekkja til dæmis flestir íslenskir læknar sem stundað hafa sérnám sitt erlendis. Þegar íslensk börn reynast skilja talsvert og jafnvel allmikið í ensku áður en þau hefja nám í henni í skólanum þá er það Kjallarinn vissulega athyglis- vert og hugsanlega gott mál (um það veit svosem enginn neitt með fullri vissu, breyturnar eru svo margar). En ég held það sé ekki til marks um að þjóðin sé að verða tvítyngd. Það er einfaldlega staðfesting þess að engilameríski yfir- gangurinn á menn- ingarsvæði okkar (ásamt með is- lenskum undir- __^___ lægjuhætti) er kominn á það stig að nýtt tungumál er að troða sér inn í sjálfgefna vitund íslenskra barna. Þeim er dag út og dag inn færður heim sannurinn um að enska sé nauð- synleg, flott og töff, að ensku tali allir menn í hehninum nema þessir molbúar sem tala íslensku - og að enska sé mál framtíðar- innar, íslenska tunga fortíðar- innar. Það er ekki leiðin til að hér vaxi upp tvítyngd þjóð held- ur eintyngd þegar tímar renna. Heimir Pálsson Heimir Pálsson íslenskufræðingur Með og á móti Á ísland að ganga í Al- þjöða hvalveiðiráðið á ný? Þýðir ekki að vera í fýlu „Ég tel að við eigum að ganga í Alþjóða hvalveiðiráðið á ný þar sem það er sá alþjóðavett- vangur þar sem umræða um hvalveiðimál fer fram. Við hljót- um að vera þátttakendur á þeim vettvangi sem umræðan fer fram. Annað sem mælir með inngöngu er sú ákvörðun ráðs- ins að kaupa ekki hvalaaf- urðir af þeún sem eru utan ráðsins. Þess vegna er það alveg ljóst að meðan við erum utan- veltu getum við ekki selt veiðar hefjast ástæða sem son alþingismaour. hvalaafurðir ef á ný. önnur mælir með inn- göngu er sú að ef við ætlum að héyja þetta árððursstríð sem stendur um hvalveiðar og reyna að koma einhverju viti í umræð- una um málið, þá þýðir ekkert fyrir okkur að loka okkur af úti í horni og vera í fýlu yfir því að einhverjir útlendingar trúa því að hvalir geti hugsað og vilji ættleiða þá og þar fram eftir göt- unum. Það gengur ekki að ástunda einhvern molbúahátt og híma í skúmaskoti og tala ekki við fólk af þvi það er ekki sam- mála okkur. Hvalveiðimálið byggir allt miklu meira á tilfinn- ingum en skynsemi og við verð- um að taka þátt í umræðu um það og reyna að snúa henni til betri vegar. Þannig eru alþjóða- samskipti einfaldlega og því verðum við að kyngja. Ekki endilega Meginatriðið er ekki það að ganga í hvalveiðiráðið heldur það að íslendingar eiga að hefja hvalveiðar sem fyrst. Andstæð- ingar hvalveiða hafa ekki bent á haldbær rök gegn hvalveiðum. Þegar hvalur var veiddur við ís- land í andstöðu við mörg ríki innan Alþjóða ÆBmh iön Gunmirsson, formnður samtak- anna Sjávarnytja. hvalveiðiráðs ins á árunum 198&-1989 voru körftug mót- mæli höfð í frammi af svoköltaðum náttúruvernd- arsamtökum án þess að hægt sé að benda á skaða á fiskmörkuð- um eða í ferðaþjónustu. Þvert á móti var mikil og góð aukning í þessurjl atvinnugreinum á tíma- bilinu; Markaðshorfur fyrir hvalaafurðir eru góðar. Sjávar- útvegsráðherra tilkynnti að Jap- anir væru reiðubúnir að kaupa af okkur afurðir ef við værum innan Alþjóða hvalveiðiráðsins og það eru einu rökin fyrir því að ganga þar inn aftur. Alþjóða hvalveiðiráðið hefur algjörlega brugðist hlutverki sínu og stofh- samþykkt með þeim vinnu- brögðum sem þar eru viðhöfð. Jafnvel þingmenn tala um að við séum bundin af alþjóðalög- um vegna samþykktar ráðsins. Þar er ekki um nein lög að ræða heldur samþykkt ráðs sem við erum ekki aðilar að. í ráðinu eru tveir hópar þjóða; þær sem samþykktu núllkvóta á hval og þær sem mótmæltu. Við inn- göngu í ráðið hljótum við að þurfa að taka afstöðu með öðr- um hvorum hópnum og sú af- staða okkar er skýr. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.