Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1997, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1997, Side 20
40 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 1997 Tiiboö Uppþvottavé! á borð eða til að byggja inn í skáp. Stærð 50x50x50 sm. Tekur borðbúnað fyrir 6 manns, 4 þvottakerfi + hraðkerfi. Tvöfalt skolunarkerfi. v/Fellsmúla - sími 588 7332 Opiö 9-19 mán.-föst. og 10-14 lau. Bílasalan Höfði Bíldshöfða 12 sfmi 567-3131 Bíllinn er aðeins ekinn 30.000 km. (Verð 6.200.000) Bíll: Ford Econoline E-250. Breyttur hjá Bílabúð Benna. Vél: 7,3 TURBO disilvél - Banks Turbo. Hestöfl: Ca 220. Sjálfskipting: 4AOD Ford Automatic með aukakæiingu og tölvu frá GaleBanks sem stjórnar skiptingunni. Millikassi: 1356 B&W aðalmillikassi og tveir milligírar (203NP og 1256 B&W) Framháslng: Dana 60 með yfirliggjandi pinjón / 35 rillu öxlar / 4,88:1 drifhlutfall. Driflæsing: ARB-loftlæsing. Afturhásing: Dana 60 35 rillu / 4,88:1 drifhlutfall. Driflæsing: ARB loftlæsing. Framfjaðrir: Mercedes-Benz. Afturfjaðrir: Std fjaðrir, með Rancho-aukablöðum. Demparar: Rancho RS9000. Ný gerð stillanleg inni i bíl. Stýristjakkur: (vökvaknúinn frá stýrismaskínu). Breytingar á yfirbygglngu: Hjólahaf var aukið, framhjól voru færð fram um 5 cm og afturhásing færð aftur um 10 cm. Viking T-V upphækkunartoppur var settur á. Hækkun á yfirbyggingu: 2”. Felgur: Weld Racing 16,5x14 með soðinni brún. Dekk: Dick Cepek Fun country 44". Ökuljós: IPF SUper Rally multi control system 930,170 w hár geisli, 100 w lágur geisli, 2 stk. á framstuðara. Þokuljés: IPF 85 w Super Projector 400 með gulllinsu, 2 stk. Hljómflutningstæki: Af fullkomnustu gerð. Tónjafnari og átján hátalarar. Síml: Bílasími með teimur símtólum. Stélar: Leðurklæddir Wieland Design (4 stk. ,,Captain"-stólar og bekkur sem hægt er að leggja niður). Snúningsmæli: Auto Meter. Hitamællr: Auto Meter. Olfuhitamæll: Auto Meter. Spil: Warn XD9000. Rafgeymar: Optima 850 ofurgeymar o.f.l, o.fl. Fréttir Vaxandi harka í verkfalli fiskverkafólks: Stöðug verkfallsbrot hindra samninga - segir Pétur Sigurðsson, forseti ASV Dy ísafjarðarbæ: „Stöðug verkfallsbrot atvinnurek- enda hindra þá vinnu okkar að búa til heillega tillögu að samningi. Við veltum því fyrir okkur að neita að ræða við þá fyrr en þessu linnir,“ segir Pétur Sigurðsson, forseti Al- þýðusambands Vestfjarða, um stöð- una í kjaradeilunni á Vestfjörðum. Allt situr enn fast og er fjöldi verkfallsvarða á ferð og flugi um Vestfirði í því skyni að stöðva meint verkfallsbrot. Átök urðu á nokkrum stöðum á ísafirði í gær þegar reynt var að hreyfa bíla Gámaþjónustu Vestfjarða og ísa- fjarðarleiðar. Verkíallsvörðum tókst að stöðva atvinnurekendur í báðum tilvikum. Á Þingeyri, þar sem ekki er verkfall, er frystihús Fáfliis vaktað allan sólarhringinn í því skyni að hindra atvinnurekend- ur í því að nálgast ís til kælingar á fiski. Þegar hafa verkfallsverðir vís- að nokkrum bílum frá vegna þessa. Þegar DV átti leið um Þingeyri í gær voru Trausti Ágústsson og Ása Lára Þorvaldsdóttir á vaktinni. Þau sögðu nokkuð um að reynt væri að laumast fram hjá þeim. „Við vísuðum einum frá í morg- un. Það er allt reynt til að brjóta á okkur,“ segja þau. Hiti í fólki Á Þingeyri var í gær verið að landa úr frystitogaranum Sléttanesi ÍS sem fær undanþágu frá verkfall- inu vegna þess að skipið hefur feng- ið alla þjónustu á Þingeyri hingað til. Þrátt fyrir að skipið sé í eigu Básafells hf. þá fá önnur skip fyrir- tækisins ekki sömu þjónustu. Á verkfallsvaktinni á ísafirði var hiti í fólki þegar DV leit þar inn. „Við erum tilbúin í þriggja mánaða verkfall ef því er að skipta. Það eru nægir peningar í verkfallssjóðum," sagði einn verkfallsvarðanna. Reiði var meðal fólks vegna þeirra landana sem átt hafa sér stað sunn- anlands úr vestfirskum skipum og talað var um svik Hafnfirðinga við vestfirskt verkafólk. -rt Bjór fæst nú keyptur í stykkjatali í verslunum ÁTVR. Ekki er hins vegar vitað til þess að hægt sé að kaupa kaldan bjór í stykkjatali annars staðar en í Ríkinu við Dalveg í Kópavogi. Vandi Þingeyringa: Bjartsýn í augnablikinu £re:DV; Þingeyri: Aukinnar bjartsýni gætir meðal Þingeyringa eftir að Byggðastofnun samþykkti á fundi sínum í gær að nýtt eignarhaldsfélag tæki við eign- um Fáfnis. „Ef ekkert gerist í málunum hér áður en septembermánuður rennur upp þá er vá fyrir dyrum hér. Ég trúi ekki öðru en eitthvaö verði komið til áður en það gerist,“ segir Valdís Bára Kristjánsdóttir, formað- ur Verkalýðsfélagsins Brynju á Þingeyri, um ástandið á Þingeyri þar sem 60 til 80 manns hafa gengið atvinnulausir að undanfomu vegna lokunar Fáfnis hf. Hún vísar til þess að bótaréttur verkafólksins rennur út í september og þá hafi fólk ekkert lifibrauð. „Það verða þá engir eftir hér nema nokkrir ellilífeyrisþegar og öryrkjar. Ég trúi þó ekki öðru en hjólin fari að snúast á ný. Við erum allavega bjartsýn í augnablikinu og væntum þess að eitthvað gerist fljót- lega,“ segir Valdís Bára. - rt Utandagskrárumræða um Áburðarverksmiðjuna: Slælega stutt við starfsemina - sagði Svavar Gestsson á Alþingi „Staðreyndin er sú að það hefur verið haldið þannig á málum að flest bendir til þess að það eigi helst að loka Áburðarverksmiðjunni," sagði Svavar Gestsson við utandag- skrárumræðu um Áburðarverk- smiðjuna í Gufunesi á Alþingi í gær. Svavar sagði að verksmiðjan væri, þrátt fyrir að hinu gagnstæða væri haldið fram, eitt umhverfis- vænsta fyrirtæki á landinu. Verk- smiðjan væri mjög hagkvæm i rekstri en framleiðslukostnaður á hvert tonn áburðar hefði lækkað um 50% síðan 1985. Þá væri hún hagkvæm fyrir landbúnaðinn og þjóðarbúið í heild. Hann gagnrýndi landbúnaðar- og umhverfisráðherra og stjórn verksmiðjunnar fyrir að standa slæ- lega við bakið á verksmiðjunni og leita henni nýrra verkefna og allt stefndi í það að henni yrði lokað. Ef svo færi yrði að flytja inn verri áburð í miklum mæli til landsins og þótt innfluttur áburður væri ódýr nú myndi það snarlega breytast þeg- ar samkeppni innanlands væri ekki lengur til staðar. Auk þess myndu 70-100 manns missa störf sín, eða heldur fleiri en starfa við stækkun álversins i Straumsvík. Guðmundur Bjamason landbún- aðar- og umhverfisráðherra sagði við umræðuna að þrátt fyrir mikla hagræðingu hjá verksmiðjunni væri hún rekin með tapi, en áburð- arsala hefði mjög dregist saman. Reynt hefði verið að finna henni ný verkefni en samtímis hefði verið at- hugað um sölu á hlutabréfum í verksmiðjunni sem öll væru í eigu ríkisins. Ekkert væri óeðlilegt við það. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.