Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1997, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1997, Blaðsíða 22
42 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 1997 Afmæli Jenný Lovísa Einarsdóttir Jenný Lovísa Einarsdóttir hús- móðir, Aðalgötu 5, Keflavík, er átta- tíu og fimm ára í dag. Starfsferill Jenný fæddist að Grund í Miðnes- hreppi og ólst þar upp. Hún bjó sín fyrstu búskaparár 1 Sandgerði en 1942 flutti hún, ásamt manni sínum og börnum, til Keflavíkur og bjó lengst af á Suðurgötu 16. Nú hin síð- ustu árin hefur hún búið að Aðal- götu 5. Jenný starfaði í sjálfstæð- iskvennafélaginu Sókn og í Kvenfé- lagi Keflavikur. Fjölskylda Fyrri maður Jennýjar var Einar Haukur Jónsson, f. 1906, d. 1935, bíl- stjóri. Hann var sonur Jóns Einars- sonar, bónda og útgerðarmanns að Brunnastöðum á Vatnsleysuströnd, og k.h., Margrétar Pét- ursdóttur húsfreyju. Seinni maður Jennýjar var Árni Þorsteinsson, f. 1908 d. 1986, skipstjóri. Hann var sonur Þor- steins Árnasonar, tré- smiðs í Keflavík, og k.h., Guðnýjar Helgu Vigfús- dóttur húsmóður. Börn Jennýjar og Ein- ars Hauks eru Jóna Mar- grét f. 1930, d. 1931; Anna Margrét f. 1932, verslun- armaður í Njarðvík, en maður hennar er Lárus Guðbrands- son og eru börn þeirra Jenný Lovísa, Guðbrandur, Árni Þór og Hulda Dagmar; Einarína Sigurveig f. 1934, húsvörður, búsett í Keflavík en maður hennar er Helgi Guðleifs- son og eru börn þeirra Einar Hauk- ur, Þorbjörg Ágústa, Ólöf Sveinhild- ur og Vilhjálmur; Haukur, f. 1935, verkstjóri á Akureyri en börn hans og Anneyjar Jóhannsdótt- ur eru Jóna Margrét, Alda Ósk og Einar Hauk- ur. Böm Jennýjar og Árna eru Þorbjörg Ágústa, f. 1937 d. 1955; Guðný Helga f. 1937, kennari við Laugagerðisskóla á Snæ- fellsnesi en maður henn- ar er Höskuldur Goði Karlsson og eru dætur þeirra Þorbjörg Ágústa, Ásdis Þrá, Hallveig Björk og Halldís Hörn; Inga Eygló, f. 1938, stöðvarstjóri hjá SAS í Seattle í Bandaríkjunum en sonur Ingu og Jan Erik Mustad er Arn- stein; Þorsteinn, f. 1940, skipstjóri í Keflavík en kona hans er Guðrún Ólöf Guðjónsdóttir og eru þeirra dætur Sólveig, Jenný Lovísa og Irmý Rós; Brynja, f. 1944, kennari í Keflavík en maður hennar er Helgi Hólm og eru þeirra böm Hrannar, Jenný Lovísa Einarsdóttir. Hlín, Hilma og Hrund; Guðrún, f. 1948, húsmóðir í Keflavík en maður hennar er Ragnar Gerald Ragnars- son og em þeirra börn Ragnheiður Guðný, Inga Birna, Ámi og Einar; Árni, f. 1957, bílstjóri í Keflavík en dóttir Árna og Þórdísar Gunnars- dóttur er Jenný Lovisa. Á þessum tímamótum eru afkom- endur Jennýjar orðnir sjötíu og níu, þar af eru fjörutíu langömmubörn. Systkini Jennýjar voru Þorbjörg, f. 1894, d. 1960, húsmóðir í Sand- gerði; Jóhann Kristinn, f. 1905, d. 1917; Jóhanna Kristín, f. 1917, d. 1997, húsmóðir í Sandgerði. Foreldrar Jennýjar voru Einar Jónsson, frá Ystaskála undir Eyja- fjöllum, og Anna Soffia Jósafatsdótt- ir, frá Litlu-Ásgeirsá í Húnavatns- sýslu. Jenný tekur á móti gestum í sal Karlakórs Keflavíkur, milli klukkan 16.00 og 20.00. Sigurður Hallvarðsson -> Sigurður Hallvarðsson, starfsmaður Rafiðnaðar- sambands íslands, Bú- staðavegi 55, Reykjavík, er sextugur í dag. Starfsferill Sigurður fæddist í Vestmannaeyjum og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Iðnskólann í Vestmannaeyjum, lærði rafvirkjun hjá Erlingi Ágústssyni, lauk sveinsprófi 1962 og öðlaðist lágspennulöggildingu 1967. Sigurður starfaði við rafvirkjun hjá Erlingi Ágústssyni, rafvirkja- meistara í Vestmannaeyjum. Hann flutti frá Vestmannaeyjum 1962 og starfaði á Raftækjavinnustofu Sig- urðar Bjarnasonar, hjá Ólafl Jensen rafvirkjameistara, Bræðrunum Ormsson hf. og Þórði Finnbogasyni rafvirkja- meistara. Sigurður hóf störf hjá Rafiðnaðarsambandi ís- lands 1975 og hefur starf- að þar síðan. Þá var hann stundakennari við Iðn- skólann í Reykjavík 1975-80. Sigurður var varamaður í trúnaðarráði Félags ís- lenskra rafvirkja 1965-68, gjaldkeri Félags ís- lenskra rafvirkja 1969-78, aðalfull- trúi á þingum Rafiðnaðarsambands íslands frá 1970, aðalfulltrúi á þing- um ASÍ 1972-88, í miðstjórn Rafíðn- aðarsambands íslands sem gjaldkeri 1978-93, varaformaður Félags ís- lenskra rafvirkja 1978-87, varamað- ur í trúnaðarráði Félags íslenskra rafvirkja 1988-93, sat í sveinsprófs- Sigurður Hallvarðsson. nefnd Félags íslenskra rafvirkja, 1 fræðslunefnd rafiðna, var fulltrúi Félags íslenskra rafvirkja í stjórn Iðnráðs Reykjavíkur, í stjórn orlofs- byggða félaga ASÍ í Ölfusborgum, að Illugastöðum og í Vatnsfirði og í út- hlutunarnefnd atvinnuleysisbóta. Fjölskylda Sigurður kvæntist 4.10. 1958 Mál- hildi Þóru Angantýsdóttur, f. 2.7. 1938, sjúkraliða. Hún er dóttir Ang- antýs Guðjónssonar, verkstjóra í Reykjavík, og k.h., Dóru Sigríðar Halldórsdóttur húsmóður. Böm Sigurðar og Málhildar Þóru era Angantýr, f. 10.1. 1959, tækni- fræðingur í Reykjavík, kvæntur Erlu Björk Gunnarsdóttur og eiga þau tvö böm; Hallvarður, f. 11.9. 1959, rafvirki í Vestur-Landeyjum, kvæntur Önnu Margréti Ingólfsdótt- ur og eiga þau fjögur börn; Elín Fríða, f. 11.1.1966, viðskiptafræðing- ur í Reykjavík en maður hennar er Davíð Þór Óskarsson og eiga þau tvö börn. Systur Sigurðar eru Guðbjörg, f. 4.5. 1935, hjúkrunarfræðingur í Hafnarfirði; Ingibjörg, f. 15.4. 1936, húsmóðir á Akureyri; Ásta, f. 25.6. 1939, húsmóðir á Svalbarðseyri; Hrefna, f. 2.6. 1952, húsmóðir og starfstúlka á Akureyri. Foreldrar Sigurðar voru Hall- varður Sigurðsson, f. 14.5. 1902, d. 15.8.1967, verkamaður í Vestmanna- eyjum, og k.h., Sigríður Guðjóns- dóttir, f. 26.7. 1910, d. 7.2. 1995, hús- móðir. Sigurður verður með móttöku fyrir ættingja og vini i Kiwanishús- inu, Engjateigi 11, Reykjavík, i dag milli kl. 17.00 og 19.00. Úlfar Öm Harðarson Hl hamingju með afmælið 9. maí 75 ára Kristín Sigurðardóttir, Ólafsvegi 9, Ólafsfirði. Birna Björnsdóttir, Skólabraut 5, Seltjamarnesi. Kristinn Helgason, Grundargerði 9, Reykjavík. 70 ára Ámi Sigurðsson, Melaheiði 7, Kópavogi. Valdimar Kristjánsson, Keilufelli 33, Reykjavík. Sigurður B. Þorbjömsson, Langholtsvegi 32, Reykjavik. 60 ára Friðbjörn Hólm, Bólstaðarhlíð 10, Reykjavík. Kristján Helgi Sveinsson, Blómsturvöllum, Glæsibæjar- hreppi. 50 ára Stefanía Halla Hjálmtýs- dóttir, Austurgötu 28, Hafnarfirði. Erlendur Sigxu'ður Baldurs- son, Barmahlíð 50, Reykjavík. Þórstína Benediktsdóttir, Kleppsvegi 4, Reykjavík. Hún er að heiman. Björg Guðmundsdóttir, Álftamýri 50, Reykjavík. Sverrir Jónsson, Miðtúni 2, Sandgerði. Þórarinn Gíslason, Sjónarhóli við Vatnsveituveg, Reykjavík. 40 ára Sonja Ofeigssen Slagter, Skarðshfið 16 D, Akureyri. Stefán Ragnar Hjálmarsson, Rauðagerði 61, Reykjavík. Þórður Björnsson, Suðurgötu 77, Siglufirði. Hermann Ingi Arason, Austurströnd 12, Seltjarnar- nesi. Anna Kolbrún Þórmunds- dóttir, Tryggvagötu 26, Selfossi. •t Úlfar Örn Harðarson verktaki, Smárarima 116, Reykjavík, er fimm- tugur í dag. Starfsferill Úlfar fæddist í Reykjavík og ólst þar upp, í Kleppsholtinu. Hann byrj- aði tólf ára i sumarvinnu hjá föður sinum og gegndi síðan ýmsum störf- um. Árið 1974 gerðist Úlfar félagi í Vörabílstjórafélaginu Þrótti við Borg- artún. Hann hefur síðan stundað RÁÐGJÖF FYRIR FÓLK í FJÁRHAGSERFIÐLEIKUM MEÐ ÞVÍ AÐ LEITA SÉR AÐSTOÐAR ER HÆGT AÐ LEYSA ÚR FJÁRH AGSERFIÐLEIKUM... YFIRLEITT Fyrirgreiðslan eina fyrirtækið á sínu sviði sem veitir alla þá þjónustu sem hægt er að veita fólki í fjárhagserfiðleikum. En Fyrirgreiðslan gerir meira en að veita aðstoð og ráðgjöf. Við sjáum einnig um að semja við lánadrottna og vinna úr aðkallandi byrjunarvandamálum. Þekking og reynsla starfsfólks Fyrirgreiðslunnar síðast liðin 8 ár opnar ýmsa möguleika til að koma fólki í fjárhagserfiðleikum til aðstoðar. Lögð er áhersla á ráðgjöf fyrir fólk sem komið er í þrot með fjármál sín og engum er neitað um aðstoð. FYRIR Fyrirgreiðslan - Fjárhagsleg endurskipulagning ehf. Skúlagötu 30 »101 Reykjavík • Sími 562 1350 GREIÐSLAN verktakastörf af ýmsu tagi en hann lagði m.a. hita- veitu fyrir Akraneskaup- stað. Þá hafa þeir feðgar séð um niðurrif gamalla húsa og flutt mörg af elstu húsum Reykjavíkur af sín- um upphaflega stað og i Árbæjarsafn. Úlfar sat í stjórn og trúnaðarráði Þróttar, sat í stjóm sjúkrasjóðs félagsins og átti sæti í stjórn Borgar- Úlfar Örn Harðarson. taks frá stofnun þess fé- lags. Fjölskylda Úlfar kvæntist 30.12. 1965 Helgu Magnúsdóttur, f. 3.4. 1945, húsmóður. Hún er dóttir Magnúsar Gislason- ar, múrara í Reykjavík, og Ferelinu S. Ásmundsdótt- ur húsmóður. Synir Úlfars og Helgu eru Hörður Rúnar Úlfarsson, f. 3.6. 1966, vinnuvélastjóri í Reykjavík, og á hann eina dóttur; Vilberg Úlfarsson, f. 11.3. 1971, flokksstjóri hjá Vatnsveitu Reykjavíkur. Foreldrar Úlfars: Hörður Runólfs- son, f. 7.4.1911, verkstjóri í Reykjavík, og Sigrún Steinsdóttir, f. 1.5. 1916, d. 18.12. 1988, húsmóðir. Úlfar og Helga ætla að taka á móti ættingjum og vinum að heimili sínu, Smárarima 116, i kvöld, kl. 19.00. Páll Egilsson Páll Egilsson bifreiðastjóri, Hris- holti 23, Selfossi, varð fimmtugur í gær. Starfsferill Páll fæddist á Selfossi og hefur átt þar heima alla tíð. Hann lærði bif- reiðasmíði við Iðnskólann á Selfossi og lauk sveinsprófi 1967. Páll var vélamaður við byggingu Búrfellsvirkjunar 1967-69, var bif- reiðastjóri hjá Landsvirkjun við Búr- fellsvirkjun 1969-73, var bifreiðastjóri hjá Gunnari Gunnarssyni hf. 1973-89 en hefur síðan starfrækt eigin dráttar- vélaútgerð. Fjölskylda Páll kvæntist 14.10.1974 Hönnu B. Bjamadóttur, f. 30.11.1955, aðstoðar- manni við Sólvallaskóla á Selfossi. Hún er dóttir Bjarna Guðmundssonar sem lést 1995, og Bjarnfríðar Ein- arsdóttiu’ húsmóður. Böm Páls og Hönnu eru Guðrún Pálsdóttir, f. 2.9. 1975, nemi við HÍ; Kristjana Pálsdóttir, f. 25.2. 1977, nemi við Fjöl- brautaskóla Suðurlands; Sigurður S. Pálsson, f. 11.8. 1982, nemi við Sól- vallaskóla. Systkini Páls eru Sveinborg Egilsdóttir, f. 6.1. 1946, ljósmóðir á Selfossi; Guð- jón Egilsson, f. 18.12. 1952, fram- kvæmdastjóri á Selfossi; Stefán Eg- ilsson, f. 3.10. 1954, vélstjóri á Sel- fossi; Pálmi Egilsson, f. 14.10. 1956, framkvæmdastjóri á Selfossi; Gunn- ar Egilsson, f. 10.11. 1957, skipstjóri á Selfossi; Guð- ríður Egilsdóttir, f. 3.10. 1960, matreiðslumeistari á Selfossi; Sigrún Egils- dóttir, f. 9.4. 1962, fóstra í Svíþjóð; Sigríður Egils- dóttir, f. 23.2. 1964, hár- greiðslumeistari og bóndi að Vatnsleysu í Biskups- stungum. Foreldrar Páls voru Egill Guðjónsson, f. 15.1. 1921, d. 16.2.1994, bifreiðastjóri á Selfossi, og Guðrún Pálsdóttir, f. 20.8. 1924, d. 1.3. 1983, húsmóðir. Páll tekur á móti ættingjum og vinum í Frímúrarahúsinu að Hrís- mýri 1, Selfossi, í dag, föstudaginn 9.5. kl. 20.30-23.30. Páll Egilsson. 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.