Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1997, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1997, Blaðsíða 24
M G ; 44 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 1997 Skjaldborg okkar brestur ekki „Skjaldborg okkar brestur ekki. Nú reynir á það hvort Vest- flrðir verða verbúð fyrir útlend- inga eða heimamenn geti starfað áfram.“ Lilja Rafney Jónsdóttir, verkalýðs- leiðtogi á Suðureyri, í DV. Grátkór? „Ég er ekki tilbúinn að svara því hvort gatan sé gengin á enda. Það fer hins vegar í taugarnar á mér að okkur sé stillt upp sem einhverjum grátkór." Kristín Halldórsdóttir, þingkona Kvennalistans, í Degi-Tímanum. Ummæli Er svo gaman „Þetta hefur verið svo gaman, að maður kvíðir fyrir því að frumsýna og hætta að æfa.“ Árni Ibsen, um æfingar á nýju leikriti hans, í DV. Stefna ráðherra „Ef ráðherrann ætlar sér að hverfa af braut hagkvæmni og hagræðingar og láta hið nýja trú- boð sitt um skattbyrði byggðanna ganga upp hlýtur hann að stefna að bæjarútgerðum og byggða- kvóta. Annars er sýningin bara blöff.“ Svanfríður Jónasdóttir þingkona, í Alþýðublaðinu. So What leikur á Hótel Borg. Ljúf rauð- vínstónlist Hótel Borg býður upp á mikla tónlistarveislu í sumar þar sem sumir tónleikar verða með klass- isku yfirbragði og aðrir þar sem djassinn er í fyrirrúmi. í kvöld er það hljómsveitin So What sem leikur ljúfa rauðvínstónlist á Borginni kl. 22.30. Á sunnudags- kvöld mun svo Pétur V. Péturs- son leika á gítar frá kl. 20.00. Ölkjallarinn í kvöld og annað kvöld verður opið til kl. 03. Boðið verður upp á partistemningu með fjörugum lögum í bland við ljúfa tóna. Papar á The Dubliner Papar snúa aftur til staðarins sem dregur það besta fram hjá þeim og munu þeir leika í kvöld og annað kvöld á The Dubliner. Skemmtanir Ragnar og Stefán á Mímisbar í kvöld og annað kvöld munu þeir félagar Stefán Jökulsson og Ragnar Bjarnason skemmta á Mimisbar, Hótel Sögu. Á laugar- dagskvöld verður svo í Súlna- salnum skemmtisýningin Alla- baddarí. Léttir sprettir í Kringlukránni Hljómsveitin Léttir sprettir skemmtir frá kl. 22 á Kringluk- ránni í kvöld og annað kvöld. I Leikstofunni er trúbadorinn Rúnar Þór bæði í kvöld og ann- að kvöld. Slydduél fyrir norðan Yfir Bretlandseyjum er víðáttu- mikil 990 mb lægð og frá henni lægðardrag til vestnorðvesturs fyrir sunnan land. Yfir Grænlandi er 1026 mb hæð. Veðrið í dag í dag verður norðlæg átt, gola eða kaldi. Sums staðar dálítil slydduél norðanlands, en víða léttskýjað syðra. Hiti 0 til 4 stig um norðan- vert landið, en 3 til 8 stig syðra. Á höfuðborgarsvæðinu verður norðangola eða kaldi og léttskýjað. Hiti 3 til 8 stig. Sólarlag í Reykjavík: 22.18 Sólarupprás á morgxm: 04.29 Síðdegisflóð í Reykjavík: 20.17 Árdegisflóð á morgun: 08.43 Veðrid kl. 6 í morgun Veðriö kl. 6 í morgun: Akureyri rigning 1 Akurnes skýjaö 5 Bergstaöir alskýjað 1 Bolungarvík snjóél 1 Egilsstaðir þoka í grennd 1 Keflavíkurflugv. léttskýjað 3 Kirkjubkl. léttskýjað 4 Raufarhöfn þoka 1 Reykjavík léttskýjað 1 Stórhöfði léttskýjað 5 Helsinki skýjað 7 Kaupmannah. rigning 4 Ósló skýjað 9 Stokkhólmur skýjað 6 Þórshöfn léttskýjað 7 Amsterdam skúr 9 Barcelona léttskýjaö 11 Chicago alskýjað 11 Frankfurt rigning 6 Glasgow þoka í grennd 2 Hamborg léttskýjað 7 London hálfskýjað 6 Lúxemborg skýjaó 7 Malaga léttskýjaö 12 Mallorca skýjað 9 París skýjað 8 Róm heiðskírt 11 New York rigning 10 Orlando heiðskírt 19 Nuuk alskýjað 0 Vín skýjað 10 Washington rigning 12 Winnipeg heiðskirt 0 Jóhannes Viðar Bjarnason veitingamaður: í Hafnarfirði eigum við okkar eigin víkingasveit „Fjörukráin í Hafnarfirði er nú orðin sjö ára gömul og ætlar að halda upp á áfangann með mikilli afmælisveislu annað kvöld. Veit- ingastaður þessi hefur nokkra sér- stöðu meðal íslenskra veitinga- húsa því þar er víkingahefðin í há- vegum höfð og blótað að þeirra sið og maturinn er að sjálfsögðu rammíslenskur. Veitingamaður- inn í Fjörukránni er Jóhannes Viðar Bjarnason og stofnaði hann staðinn fyrir sjö árum: „Þegar ég tók við þessu gamla, virðulega húsi í Hafnarfirði var það í niður- níðslu. Það var því mitt fyrsta verk að koma því í stand, síðan fór Maður dagsins ég að vera með ýmsar uppákomur og það má segja að ári síðar vor- um við komin niður á fast þegar við opnuðum sumarstað við hlið- ina á húsinu og byrjuðum með víkingakvöldin." Jóhannes segir að fljótt hafi þetta farið að hlaða utan á sig: „Það var síðan fyrir fjórum árum að farið var að undirbúa víkinga- Jóhannes Viðar Bjarnason. hátíð, sem nú er haldin á tveggja ára fresti. Þá fór ég að kynnast er- lendum víkingum, kom mér upp samböndum og á síðustu víkinga- hátíð komu hingað til lands 500 víkingar og við áætlum að á kom- andi víkingahátíð í sumar verði ekki færri þátttakendur. Nú stönd- um við íslendingar betur gagnvart erlendum víkingum á víkingahá- tíðinni, sérstaklega hvað varðar þátttöku í víkingabardögum, þar sem við fengum tvo erlenda þjálf- ara til að þjálfa íslenska víkinga og eigum við i Hafnarfirði orðið okkar eigin víkingasveit, víkinga- sveit sem mun ekkert standa að baki þeim erlendu í bardagalist- inni í sumar.“ Jóhannes segir að mikið sé um að erlendir ferðamenn komi í Fjörukrána: „Þeim finnst forvitni- legt að fá rammíslenskan mat. Við bjóðum hákarl og harðfisk í for- rétt, lambakjötið í aðalrétt og skyr á eftir. AUt er þetta borið fram í trogum og svo fá gestimir íslenskt brennivin í hornum." Fjörukráin er nú að færa út kví- arnar í starfseminni: „Við erum að opna hér við hliðina hand- verkshús víkinga. Þar hafa aðset- ur einstaklingar og fyrirtæki sem sérhæfa sig í handverki og fram- leiðslu muna sem tengjast víkinga- tímanum. Þessi starfsemi verður opnuð á afmælisdaginn." Jóhannes er lærður fram- reiðslumaður. Þegar hann var spurður um áhugamál sagði hann þau engin vera: „Vinnan er áhuga- málið." -HK Myndgátan Lausn á gátu nr. 1800: DV Gestur (Egill Ólafsson) ræöir við Soffíu (Guðrúnu Ásmundsdóttur). Dómínó í kvöld verður sýning á Dó- mínó eftir Jökul Jakobsson sem Leikfélag Reykjavíkur hefur að undanfornu sýnt í Borgarleik- húsinu við miklar vinsældir. Dó- mínó gerist i rótgrónu hverfi í Reykjavík á svipuðum tima og leikritið er skrifað, eða í kring- um 1970-1973. Varla er hægt að tala um einhverja atburðarás í venjulegum skilningi. Hér er brugðið upp mynd af fjölskyldu úr vel efnaðri og rótgróinni borgarastétt og þeim áhrifum sem gestur einn hefur á hana. Eins og oft í leikritum Jökuls koma til sögu kynslóðirnar þrjár: æskan, miðaldra hjónin svo og ellin. Leikhús í helstu hluverkum eru Egill Ólafsson, Hanna María Karls- dóttir, Guðrún Ásmundsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir og Egg- ert Þorleifsson. Leikstjóri er Kristín Jóhannesdóttir. Bridge Blindum er yfirleitt ætlað alger- lega að draga sig í hlé að loknum sögnum og skipta sér ekkert af spilamennskunni þar til að næsta spili kemur. í þessu tilfelli gat blind- ur hins vegar ekki stillt sig um að leiðrétta yfirlýsingu austurs að loknu spilinu. Sagnir gengu þannig, enginn á hættu og austur gjafari: é Á74 * ÁG962 * Á93 * K8 * G102 •* D * DG86 * 97632 * D5 * 108753 * K104 * 1054 Austur Suður Vestur Norður 1 Grand pass pass Dobl 2 * 3 pass 4 * p/h Grandopnun austurs var veik, lýsti 12-14 punktum og gat innihald- ið 5 spil í hálit. Útspil vesturs var spaðagosinn, sagnhafi setti lítið spil úr blindum, austur drap á kónginn og spilaði áfram spaða. Sagnhafi var enginn aukvisi og fullnýtti mögu- leika sína. Hann átti slaginn á spaðadrottningu, spilaði hjarta á ás- inn og henti tígli í spaðaás. Siðan komu kóngur og ás í tígli, tígull trompaður og hjarta spilað. Austur var inni, átti ekkert nema spaða og lauf og varð að gefa sagnhafa tíunda slaginn. Spilið kom fyrir á bridgehá- tíð í ísrael í febrúarmánuði síðast- liðnum og að loknu spilinu sagði austur „Eftir spaðagosa út, er ekki hægt að hnekkja spilinu, en öðru máli gegnir ef vestur hittir á lauf út“. Blindur, sem hafði verið þögull fram að þessu eins og vera ber, gat ekki stillt sig um að skipta sér af málinu. „Spilið er alltaf niður, ef þú tekur ekki fyrsta slaginn á spaða- kónginn“. Að athuguðu máli kom í ljós að það var rétt, en þeir eru ekki margir sem fundið hefðu þá vörn við borðið. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.