Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1997, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.1997, Blaðsíða 28
Vinningstölur miðvikudaginn 7. 05.'97 11 13 "14 123 138 145 Vinnin$&upphœð |K íieildarvinnin. innninqsupphœð 41.823.334 rr Á Mlnndi 1.743.334 ____ "•'ýbiff- •'"-- I K I N G A MITTV iaÆite FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FOSTUDAGUR9. MAI1997 Jtm^r ^r r, ,1,1 . i.,.jh...i Baud kerfinu " - byrginn f **"¥•¦ • Fyrir Itoniirii.ir Utverðlr 1 skalandí Helgarblað DV: Bauð kerfinu <» byrginn í helgarblaði DV á morgun er birt mjög opinskátt viðtal við Kolbrúnu Sverrisdóttur sem missti sambýlis- mann og fbður í Æsuslysinu i fyrra. Hún lýsir þeirri lífsreynslu sinni og baráttunni við kerfið um að fá upp- lýst um orsakir slyssins. Viðtal er við sendiherrahjónin í Þýskalandi, þau Ingimund Sigfús- son og Valgerði Valsdóttur, og um- fjöllun um nýtt sendiráð íslands í Berlín. Þá eru í blaðinu 20 leiðbein- '•tngar handa konum um hvernig þær eigi að fá karla til að gera hvað sem þær vilja, jafnvel þótt þeir vilji það ekki! -bjb/em Samúðarverkföll Stjórnir og trúnaðarmenn verka- mannafélaganna Dagsbrúnar í Reykjavík og Hlífar í Hafnarfirði eru að undirbúa aðgerðir til stuðnings verkalýðsfélögunum á Vestfjörðum sem eru í verkfalli. Sigríður Ólafsdóttir, varaformaður Dagsbrúnar, sagði DV í morgun að stjórnir Dagsbrúnar og Hlífar hefðu ákveðið að félagsmenn gengju ekki í störf vestfirskra verkamanna með því að afgreiða skip sem ætla að landa d(HLfla á hófuðborgarsvæðinu í stað heimahafnar. Um frekari aðgerðir af hálfu félaganna vildi Sigríður ekki rjá sig og sagði að þær kæmu í ljós. SÁ Veðurspá tefur Veðurspáin á Everest er síður en svo hagstæð fyrir næstu daga. Gert er ráð fyrir 70-90 hnúta vindi í 9000 metra hæð og nú er staðan varðandi ferð á toppinn orðin óljós. Ljóst er að Islendingarnir munu ekki leggja af stað áleiðis upp fyrr en í fyrsta lagi á morgun. Hópurinn er klár í slaginn en bíður færis. í vikunni hrapaði sherpi í fjallinu og beið bana. Slysið hefur ekki áhrif á ferð •Æolendinganna -sv ( BRAVÓ! ENGINN >j l SÍMI FRÁ TENGPÓ I L O K I Rannsókn Æsuslyssins Aftari oliutank ar Æsu tómir - „heilög regia að brenna aldrei úr fremri olíutönkunum" V-Badudal: Enn hafa sjópróf ekkert leitt í Ijós um orsakir slyssins þegar skelbát- urinn Æsa fórst í Arnarfirði í blíð- skaparveðri 25. júlí í fyrra. Getum er leitt að þvi að stöðugleika skips- ins hafi verið ábótavant. Sjópróf sýna að lítil olía var í bátnum sem hefur veruleg áhrif á stöðugleikann. í gögnum um sjópróf vegna slyssins kemur fram að aftari tankar skips- ins hafi verið orðnir tómrr og brennt hafi verið olíu úr þeim fremri í þrjá daga. Samvæmt upp- lýsingum DV tók Æsan alls 27 tonn af gasolíu. í fremri tönkunum rúm- uðust 10 tonn og gera má ráð fyrir að allt að helmingur þeirrar olíu hafi verið búinn. Þannig hafi verið í skipinu aðeins rúm 5 tonn af olíu þegar það fðrst Rúnar Garðarsson, sem starfaði lengi sem skipsrjóri á Æsu, sagði í samtali við DV að meðan hann var með skipið hafi hann ætíð gætt þess að næg olía væri á tönkum skipsins til að tryggja stöðugleika þess sem hafi verið afar lélegur. „Það var heilög regla meðan ég var um borð að brenna aldrei úr fremri tönkum skipsins. Þetta skip var alltaf afar lélegt sjóskip og það hvarflaði ekki að mér að ganga á stöðugleika þess með þvi að eyða úr fremri tönkum þess, segir Rúnar sem gjörþekkir skipið. Hann segist aldrei hafa verið kall- aður fyrir sjórétt og hann hafi að- eins verið lauslega spurður út úr af framkvæmdastjóra Sjóslysanefndar. Samkvæmt heimildum DV er leiðangri bresku kafaranna um borð í Óðni ætlað að ná upp skel- plógi skipsins og er það væntanlega gert til að kanna hvort eitthvað hafi verið í honum af skel sem þannig hafi bagað stöðugleika skipsins. Kolbrún Sverrisdóttir, ekkja skip- stjórans af Æsu, gagnrýnir í helgar- viðtali við DV á morgun harkalega alla framkvæmd rannsóknarinnar á Æsuslysinu sem hún segir hafa ein- kennst af hálfkáki og sleni. Síðustu fréttir 1 morgun voru þær að kafararnir fóru niður að Æsu klukkan átta. Þeir komust inn í brúna til að mynda þar. Ætluniner að skoða myndbandið í dag. -rt Þeir létu fátt koma sér úr jafnvægi drengirnir sem DV hitti á Bíldudal í vikunni. Strákamir, eða púkarnir eins og það heitir fyrir vestan, eru allir 9 og 10 ára og heita Snorri, Hávaröur, Matthías, Pálmi og Jón Trausti. Þeir segjast allir vera frændur. Meö þeim er hundurinn Máni. DV-mynd Hilmar Þór Veðrið á morgun: Á morgun verð- ur norðlæg átt, gola eða kaldi Sums staðar verða dálítil slydduél norðanlands en létt- skýjað syðra. Hiti 0-4 stig um norðanvert landið, en 3-8 stig sunnan til. Veðrið í dag er á bls. 44 Flugklúbbur Mosfellsbæjar ákvað á miövikudag að greiöa 25 þúsund króna sekt fyrir Örn Johnson „snerti- lendingarflugmann". Því kom ekki til þess að hann færi í varðhald í Hverfis- steini í gærmorgun. Stjórn klúbbsins lýsti því yfir að flugmálayfirvöld hefðu farið offari í málinu - að fá menn dæmda fyrir flug undir 500 fetum. Á myndinni eru Hjörtur ingólfsson, for- maður klúbbsins, og Örn Johnson við Hverfisstein í gærmorgun. DV-mynd S Víða sambands- laust „Það er heilkmikið af símum hingað og þangað á höfuðborgar- svæðinu, Suðurnesjum og víðar um land sem eru sambandsláusir. Það er vitað um nokkrar strengbilanir og sumir hafa ekki getað fengið flutta síma. Það eru mörg fyrirtæki og einstaklingar sem eru í vandræð- um af þessum sökum. Þetta eru bil- anir sem væri búið að gera við ef ekki væri verkfall," segir Bergþór Halldórsson, framkvæmdastjóri fjarskiptanefndar Pósts og síma. Guðmundur Gunnarsson, formað- ur Rafiðnaðarsambandsins, segir að deilan eigi eftir að harðna og kröf- urnar hækka. -RR Hestamenn ætla dóm- stólaleiðina DV, Akureyri: „Það var geysilegur hiti í mönn- um, sumir vildu fara strax í þær að- gerðir að rífa niður þessar girðing- ar en niðurstaðan varð sú að fela lögmanni okkar að leita réttar okk- ar fyrir dómstólunum, við munum lögsækja bóndann," sagði Sigfús Ólafur Helgason, formaður Hesta- mannafélagsins Léttis á Akureyri, eftir fjölmennan fund hestamanna á Akureyri í gærkvöld. í odda skarst í vikunni milli hestamanna og Eiríks Helgasonar, bónda á Ytragili í Eyjafjarðarsveit, en bóndinn lokaði reiðleiðinni frá Akureyri fram að Melgerðismelum með girðingum við þjóðveginn við báða enda jarðar sinnar, eftir að hestamenn höfðu misst rekstur hrossa inn á tún hans. -gk Verðfrá 1.199.000. Bílheimar ehf. tQli Scevorhöfba 2a Sími:52S 9000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.