Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1997, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1997, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 12. MAÍ 1997 Mosfellsprestakall Lágafellssókn Aöalfundur safnaöarins veröur haldinn í safnaöarheimil- inu þriöjudaginn 13. mai, kl. 20.30. Venjuleg aöalfundarstörf Sóknarnefnd Menntamálaráöuneytiö Laus staða deildarsérfræðings í háskóla- og vísindadeild Menntamálaráöuneytiö auglýsir til umsóknar tímabundna stööu deildar- sérfræðings í háskóla- og vísindadeild á skrifstofu menntamála og vísinda til allt að þriggja ára. Viðkomandi skal hafa þekkingu á háskóla- og rannsóknarstarfsemi. Góö tungumálakunnátta er nauösynleg og reynsla af stjórnsýslustörfum æskileg. Laun greiöast samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Starfsmaður- inn þarf aö geta hafið störf eigi síöar en 1. ágúst nk. Nánari upplýsingar veitir Stefán Baldursson, skrifstofustjóri skrifstofu menntamála og vísinda. Umsóknir meö upplýsingum um menntun og starfsferil skulu sendar menntamálaráöuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 25. maí nk. NÝKOM 10 Teg. 7001 Svart nubukleður stærð 36-4! V«ti kr. 4.350 Teg. 6001 Svart nubukleður Stærð 36-41 Verð kr. 4,350 .Skóverslun ÞÓRRAR GÆÐI & ÞjÓNUSTA Laugavegl 40 • s. 551 4181 FORVAL F.h. Rafmagnsveitu Reykjavíkur er auglýst eftir áhugasömum framleiðendum til að taka þátt í forvali vegna lokaðra útboða í eftir- farandi verk.: 1. 36 kV aflrofabúnað fyrir aöveitustöö í Mosfellsbæ. Um er aö ræða gaseinangraöan (SF6) hólfaöan rofabúnaö, með 5 stk. aflrofaeiningum. Safnteinar veröa einfaldir. Rofabúnaöinum skal fylgja stafræn liðavernd. 2.12 kV aflrofsbúnað fyrir aðveitustöð í Mosfellsbæ. Um er aö ræöa 12 stk. hólfaöa aflrofaskápa meö tvöföldum safnteinum. Rofabúnaöinum skal fylgja stafræn liðavernd. 3. Nesjavallalínu, 145 kV jaröstrengur ásamt tengiefni og tengi- vinnu. Um er aö ræöa 1 500 mm2 álstreng meö XLPE einangr- un og PE hlífðarkápu. Áætlaö magn er 3 x 15.500 m, samtals 46.500 m. 4. Nesjavallalínu, stálmöstur fyrir háspennulínu. Um er aö ræöa 41 stk. stöguð möstur úr ferstrendum stálprófílum (112 tonn) og 10 stk. stálturna (65 tonn). Útboöin fara fram á EES-markaöi. Forvalsgögm fást afhent á skrifstofu vorri aö Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Væntanlegir bjóðendur sem áhuga hafa og telja sig uppfylla þær kröfur sem fram koma í forvalsgögnum þurfa aö skila inn umbeðnum upplýsingum fyrir föstudaginn 13. júní 1997 á skrifstofu vora. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sfmi 552 58 00 - Fax 562 26 16 Ástandiö var bágborið meðal þeirra sem komust lífs af úr jaröskjálftanum í íran á laugardag. Á myndinni er kona aö hlúa aö ungum börnum sínum sem slösuðust í hamförunum. Simamynd Reuter Jarðskjálfti, 7,1 á Richter, skók austurhluta írans: 2400 fórust og 200 þorp urðu að rústum Geysiöflugur jarðskjálfti, sem mældist 7,1 á Richter, skók austur- hluta írans seinni partinn á laug- ardag. Taliö er að um 2400 manns hafi farist í skjálftanum sem lagði 200 þorp í rúst. Hjálparstarfsmenn leituðu í rúst- um þorpanna allan daginn í gær en lítil von var til að fmna nokkum á lífi. Örvinglaðir ættingjar hjálpuðu við leitarstörfm og grófu í rústun- um með berum höndum. Um miðj- an dag í gær var tala látinna komin í 2.396 en talið er að um sex þúsund manns hafi slasast. Ali Mohammad Besharati innan- ríkisráðherra óskaði í gær eftir að- stoð Sameinuðu þjóðanna til að að- stoða fórnarlömb skjálftans. Hann sagði við útvarpið í Teheran að leit- arflokkar hefðu leitað á stórum hluta skjálftasvæðisins í gær og vonaðist til að þeir mundu ljúka störfum seint í gærkvöld. Tjón af völdum skjálftans er talið nema um 5 milljörðum íslenskra króna. Þetta er stærsti jarðskjálfti sem orðið hefur í Iran frá 1990. Þá fórust hátt í 35 þúsund manns. í gær höfðu 4.300 hjálparstarfs- menn sett upp 9 þúsund tjöld sem hýsa eiga um 10 þúsund heimilis- lausar fjölskyldur. íranar báðu Sameinuðu þjóðimar um matvæli, lyf, tjöld, fatnað, vatnstanka og far- artæki með drifi á öllum hjólum til að auðvelda leitarstörf í fjallahéruð- unum. Frakkar og Bandaríkjamenn tilkynntu að þeir væru reiðubúnir að hjálpa. Um 130 eftirskjálftar skóku jarð- skjálftasvæðið sólarhring eftir að stóri skjálftinn reið yfir. Ibúar Mas- hhad, næststærstu borgar írans, fundu fyrir skjálftanum en hún er einungis í 370 kílómetra fjarlægð frá upptökum hans. Skjálftinn olli því að veggur á spítala í Herat í vesturhluta Afganistans hrundi og flmm menn létust. Jarðskjálftar ollu víðar usla. Þannig reið jarðskjálfti, sem mældist 5,8 á Richter, yfir norður- og miðhluta Kólumbíu. Engar frétt- ir bárust hins vegar um tjón eða mannskaða. Reuter Chirac öruggur samkvæmt skoðanakönnunum: Sigurviss meðal stjarna í Cannes Jacques Chirac, forseti Frakklands, heimsótti kvikmyndastjörnurnar á kvikmyndahátíöinni í Cannes í gær og fagnaði um leið góðri útkomu úr skoöanakönnunum. í nýrri könnun sem birt er í Le Figaro í dag vinnur ríkis- stjómin 338-370 þingsæti í kosningunum sem fram fara 25. maí til 1. júní með- an vinstri flokkarnir vinna einungis 183-213 þingsæti. Þjóðfylkingu Le Pens er spáð 1-3 sætum. Samkvæmt könnuninni munu 41,5 prósent kjósa vinstri flokkana, 39,5 pró- Jacques Chirac ásamt Isabellu Adjani, leikkonu og formanni kvik- myndadóm- nefndar, í Cannes í gær. Símamynd Reuter sent hægri flokkana og 14 prósent Þjóðfylkinguna. í seinni umferð kosning- anna munu kjósendur Þjóðfylkingarinnar hins vegar styðja hægri flokk- ana og tryggja öruggan þingmeirihluta þeirra. Svipaðar niðurstöður mátti sjá í annarri könnun í síðustu viku. Athygli vakti að 31 pró- sent aðspurðra í könnun- inni sögðust kannski mundu skipta um skoðun og ríflega 60 prósent sögðu að úrslit kosninganna mundu hafa afar takmörk- uð áhrif á líf þeirra. Reuter Djúpblá malaði Kasparov Skáktölvan Djúpblá hafði sigur í sjöttu og síðustu skák sinni við Garrí Kasparov, heimsmeistara í skák meðal mannanna. Er Djúpblá fyrsta tölvan sem vinnur ríkjandi heimsmeistara í skák. Hlaut Djúp- blá þrjá og hálfan vinning á móti tveimur og háifum vinningi Kasparovs. Sigraöi tölvan í annarri og sjöttu skákinni og náði þremur jafnteflum. Eftir klukkutíma taílmennsku og aðeins 19 leiki varð Kapsarov að játa sig sigraðan. Voru skáksér- fræðingar furðu lostnir yfir yfir- burðum tölvunnar. Kasparov, sem hafði svart, var brugðið þegar hann gaf skákina og lyfti höndum í undrun þegar hann gekk úr saln- um. Reuter Stuttar fréttir Langl í frið Benjamin Netanyahu, forsæt- isráðherra ísraels, spáir því að það muni taka sendifulltrúa Bandaríkjanna nokkurn tíma að fá ísraela og Palestínumenn að samningaborðinu á ný. Mannrán Hópi rússneskra sjónvarps- manna var rænt í Tsjetsjeníu. Er það talið spilla andrúmsloft- inu fyrir fvmd sem aðskilnaðar- sinnar mimu eiga með Boris Jeltsín. Bað um frið Jóhannes Páll páfi lauk vel heppnaðri ferð sinni til Lí- banon með því að hvetja til frið- ar og fulls sjálfstæðis Líbanons sem lýðræðisríki. Heræfingar Þúsundir íranskra hermanna stunduðu heræfingar í lofti og á sjó. Yfirmaður í her Banda- rikjamanna sagðist mundu verja Hormuzsund yrði því ógn- að af írönum. Hótar banni John Bruton, forsætisráð- herra írlands, hótaði að banna allar viðræður ráðherra viö Sinn Fein þar til írski lýðveld- isherinn hefði lýst yfir vopna- hléi. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.