Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1997, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1997, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 12. MAÍ 1997 15 Veiðigjald og réttlæti „Veröur veiöileyfagjald efnahagslífinu til framdráttar eöur ei?“ Nú á dögunum var kynnt ný skýrsla Hag- fræðistofnunar sem samin var að beiðni sjávarútvegsráðherra um áhrif veiðigjalds á skattbyrði landshlut- anna. Það er skemmst frá því að segja að skýrslan hefur vakið hörð viðbrögð og skýrsluhöfúndar, Hag- fræðistofmm, og það sem með ólíkindum er, Háskóli íslands hafa legið undir ámæli fyrir að hafa reynt að svara þeirri einföldu spurningu hvernig skattbyrði landshlutanna gæti hugsanlega breyst í kjölfar upptöku veiði- gjalds. Jafnframt hefur því verið haldið fram að skýrslan sé sett fram sem rök fyrir því að taka ekki upp veiðileyfagjald. Þetta er ekki rétt. Skýrslan fjallar aðeins um breyt- ingu á skattbyrði ólíkra byggðar- laga á íslandi ef gjaldinu yrði kom- ið á. í skýrslunni er á engan hátt gefið í skyn að veiðigjald sé óæski- legt. Ákveönar skoðanir Þegar hugurinn er leiddur að því að þorri íslendinga hefur mjög ákveðnar skoðanir á þvi hvort leggja eigi veiðileyfagjald á is- lenskar útgerðir eður ei má undr- un sæta að ekki hafi verið gerð fullkomin þjóðhagfræðileg úttekt á áhrifum gjaldsins á íslenskt efna- hagslif. Almenningur, stjómmála- menn og sér- fræðingar virð- ast í fljótu bragði hafa myndað sér skoðun á mál- inu án þess að vönduð úttekt á kostum og ókostum liggi fyrir. Undirrit- aður hefur ekki gert upp hug sinn þar sem flestar for- sendur til þess vantar. Hvaða áhrif hefur veiði- gjald t.d. á raungengi samkeppnis- stöðu atvinnu- greina byggðamynstur, vinnufram- boð, neyslu, fjárfestingu, tekjudreifingu, skattbyrði kynslóðanna, vexti, hagvöxt o.s.frv.? Hvernig verður að- lögun efnahagslifsins frá nú- verandi kerfi yfír í nýtt kerfi þar sem útgerðarfyrirtæki búa við veiðigjald? Verð- ur veiðigjald efnahagslífinu til framdráttar eður ei? Spyr sá er ekki veit. Málið virðist fyrst og fremst vera rekið áfram af réttlæt- iskennd hlutað- eigandi. En eíns og alþjóð veit er réttlæti ekki hugtak sem allir eru sammála um hvemig skuli skil- greina. Það sem ég kalla réttlæti getur sært réttlætiskennd þína, lesandi góður. Er t.d. jöfn tekju- skipting réttlát? Háð gildismati Vegna þess hve hugtakið rétt- læti er gildishlaðið og afstætt er það tæpast nothæft þegar taka á ákvörðun um jafn veigamikið mál og hvort taka eigi upp veiðileyfa- gjald. Rannsaka þarf efnahagslega kosti og ókosti til að mynda þekk- ingargrunn fyrir stjómmálamenn til að byggja endanlegar ákvarðan- ir sínar á. Þeir sem lesa skýrslu Hagfræðistofnunar með opnum hug og fordómalaust munu kom- ast að því að sneitt er hjá hugtak- inu réttlæti og að persónulegar skoðanir skýrsluhöfunda koma hvergi fram, þó svo að flestum séu þær kunnar. Þetta er einkenni vandaðra vísindalegra vinnu- bragða. Hugsanlega má færa rök fyrir því að spurningin sem skýrslunni er ætlað að svara sé ekki sú sem er mest brennandi en það er einnig háð gildismati. Verkkaupi - sjávarútvegsráðherra - hlýtur að vera fullfær um að ákvarða hvaða spurningum hann vill fá svör við og við hvaða forsendur. Jafnframt er hann í fullum rétti til þess. Þessi réttur ráðherrans er það sem ég kalla réttlæti en vandamálið er eins og áður: sumir gætu kallað það óréttlæti. Aðrir gætu viljað leita svara við spumingum af öðrum toga. Ráð- herra bað um könnun á tilteknum atriðum en ekki allsherjarúttekt. Lítum á hliðstætt dæmi: Hver yrðu áhrif þess að hækka fast- eignaskatt og lækka tekjuskatt í staðinn? í fyrstu umferð lendir hækkunin að mestu leyti á eig- endum fasteigna. Þetta er hluta- greining. Til langframa geta þeir selt eignir sínar, velt skattbyrð- inni yfir á aðra o.s.frv. Athugun á þessu er allsherjargreining. Hér með lýsi ég eftir vandaðri úttekt á þjóðhagfræðilegum áhrif- um veiðigjalds á efnahagslíf á ís- landi til að ég, og fleiri, geti myndað mér skoðun reista á traustum grunni á þessu veiga- mikla máli. Tryggvi Þór Herbertsson Kjallarinn Tryggvi Pór Herbertsson forstöðumaður Hag- fræöistofnunar Háskóla íslands „Þeir sem lesa skýrslu Hagfræöi- stofnunar með opnum hug og for- dómalaust munu komast að því að sneitt er hjá hugtakinu réttlæti og að perónulegar skoðanir skýrslu- höfunda koma hvergi fram.u Verða tölvur ritskoðaðar? Merkilegt mál kom upp á siðasta þingi Evrópuráðsins. Frakkinn Masseret mælti öðru sinni fyrir þingsályktunartillögu um aðgerðir hins opinbera gagnvart þróun á upplýsingasviðinu (tölvur, Intemet og fleira). í fyrra skiptið sem Mass- eret mælti fyrir tillögunni var hann gerður afturrækur með hana. Nú birtist hún eitthvað breytt. Efn- islega felur hún í sér tilmæli til einstakra þjóðríkja Evrópuráðsins og ýmissa nefnda ráðsins um að fylgjast vel með þróuninni á upp- lýsingahraðbrautinni og grípa til nauðsynlegra aðgerða - ekki síst af siðferðis-, trúarlegum og félagsleg- um ástæðum. Athygli vekur að í rökstuðningi með tillögunni er rak- in þróunin á sviði tölvumála og samskiptatækni og bent á hversu frjálst og óhindrað upplýsinga- streymið er orðið, óbundið landa- mærum. Segja má hins vegar að grunn- tónninn í röksemdarfærslunni einkennist af ótta við tæknilega nýjung og f raun ugg yfir stjórn- leysi hins nýja samskiptamiðils. Öðrum þræðinum er bent á mögu- leika tækninnar en hins vegar birtist óttinn við hina öm þróun og áhrif hennar á einstaklinginn. Viðbrögðin em í raun hin argasta forsjárhyggja í fullkominni and- stöðu við frjálsa tjáningu og eðli- lega þróun. Að velja og hafna Á þingi Evrópuráðsins talaði Tómas Ingi Olrich fyrir hönd hægri manna gegn tillögunni og undirritaður lagði fram skriflega ræðu á sömu nótum og tefldi fram rökum sem rædd höfðu verið í Liberal-hópnum (Framsóknarmenn Evrópu). Bentum við meðal annars á rök sem liggja að baki stefnumót- un ríkisstjórnar íslands um upplýs- ingasamfélagið. Segja má að stuðn- ingsmenn tillög- unnar hafi óbeint afhjúpað sama ótta og birtist á dögum Guten- bergs þegar prent- tæknin var að ryðja sér til rúms og hinir forsjálu óttuðust að missa tökin á tjáninga- og skoðanamynd- un. Sagan segir okkur að slíkar til- raunir, hvort heldur eru á vegum kommúnista eða fasista, hafa allar verið dæmdar til að mistakast. Miklu nær er að líta á þá mögu- leika sem felast í nýrri samskipta- tækni. Má segja að þjóð eins og íslend- ingar hafi færst nær þjóðum heimsins og því sem þar er að ger- ast á öllum svið- um. Því er eðlilegt að ýta undir tölvu- læsi almennings og aðgang að ver- aldarvefnum þannig að allir geti nýtt sér mögu- leika hans. Vissulega er ýmislegt óæskilegt á sveimi, t.d. á Intemetinu. Þá er þar ákveðin hætta á að glæpamenn notfæri sér sam- skiptatæknina til fólskuverka. Þetta er I rauninni sama hætta og er fyrir hendi utan tölvu- heimsins en upplýsingastreymið er miklu hraðara, nær og óbundnara landamærum. Þess vegna er svo mikilvægt að skólakerfið og foreldrar efli gagn- rýna hugsun einstaklinga þannig að þeir hafi nægan siðferðilegan styrk til að velja og haíha sjálfir úr því mikla og ólíka efni sem streym- ir um upplýsingahraðbrautina. Á því munu framfarirnar byggja. Tillagan var samþykkt. Merkilegt nokk, þá var tillaga Masseret samþykkt! Drjúgur meiri- hluti þingmanna Evrópuráösins sýndi andstöðu sína með því að vera ekki í þingsalnum þegar at- kvæðagreiðsla fór fram. Tel ég það reyndar hið mesta ábyrgðarleysi. Hins vegar brá svo við að fulltrúar Evrópukrata (Socialists) komu skipulagðir til atkvæða- greiðslunnar og studdu hana dyggilega. Sam- þykktin felur í sér tilmæli til ráðherranefndar og þaðan áfraih til einstakra þjóðþinga á þeim nótum sem hér hefur verið greint frá. Vert er að ítreka það að íslendingar hafa þegar mótað sína stefnu varð- andi upplýsingasamfélag- ið. Þá má draga mjög í efa hvort lagasetning nái að stöðva þá þróun sem hér um ræðir. Ég tel all- ar líkur benda til að til- raunir til að hefta frjálst upplýsingastreymi landa á milli muni mistakast, meðal annars vegna þeirrar öru þróunar sem fylgir upplýsinga- tækninni. Tilfinning mín var sú að þeir sem tjáðu sig stuðningsmenn tillög- unnar á Evrópuþinginu hefðu ekki mikla reynslu af tölvuvinnslu og væru í raun hræddir við þá tækni sem upplýsingasamfélagið býður upp á - hræðslan við hið óþekkta. íslendingar eru líklega komnir lengra en mörg Evrópuríki í al- mennri notkun og skilningi á möguleikum upplýsingahraðbraut- arinnar. Og sennilega eigum við eftir að njóta ávaxtanna ríkulega í framförum hérlendis. Skilyrði þess eru almennur aðgangur að tækn- inni, frelsið til að nýta hana og gagnrýnin hugsun sjálfstæðra og ábyrgra einstaklinga. Hjálmar Árnason „Öðrum þræðinum er bent á mögu- leika tækninnar en hins vegar birt- ist óttinn við hina öru þróun og áhrif hennar á einstaklinginn. Við- brögðin eru í raun hin argasta for- sjárhyggja í fullkominni andstöðu við frjálsa tjáningu..." Kjallarinn Hjálmar Árnason alþingismaöur Með og á móti Birgir Ármannsson, lögfræöingur Versl- unarráðs Isiands. Sala bjórs í stykkjatali Þjónusta við viðskiptavini Það er að mínu mati eðlilegt að ÁTVR komi til móts við óskir viðskiptavina sinna eins og hægt er. Ef viðskiptavinirnir vilja kaupa sér bjórdósir í stykkjatali í stað þess að kaupa heilar kipp- ur eða kassa er ekki nema sjálfsagt að fyr- irtækið bregð- ist við þvi með jákvæðum hætti. Raunar er gamla regl- an um að óheimilt sé að selja bjór nema í kippum eða kössum aðeins eitt af fjölmörgum dæmum um þær sérkennilegu og forneskju- legu reglur sem hafa gilt á þessu sviði hér á landi. Ég fæ ekki séð að þessi breyting muni hafa nein sérstök áhrif á neysluna og tel ástæðulaust fyrir menn að hafa áhyggjur af þeim þætti í þessu sambandi. Stjórn ÁTVR hefur lýst því yfir að hún hyggist beita sér fyr- ir ýmsum breytingum hjá fyrir- tækinu með það að markmiði að bæta þjónustu þess. Þetta er að sjálfsögðu jákvætt en breytir ekki því að framtíðarstefnan í þessum málum hlýtur að vera sú að afnema einkaleyfi ríkisins til að reka áfengisverslanir, leggja ÁTVR niður og selja eignir fyrir- tækisins. Ríkið á ekki að hafa með höndum atvinnustarfsemi sem einkaðilar eru fullkomlega færir um að sinna. Líkur á auk- inni drykkju ungs fólks Ekki eru ýkja mörg ár síðan bannað var að selja sígarettur í stykkjatali. Menn töldu augljóst að unglingar, jafnvel börn, sem ekki hefðu mikið fé undir hönd- um, keyptu fremur nokkrar sí- garettur í einu en fulla pakka. Heilbrigð skynsemi segir manni að það sama hljóti að gilda um áfengi. Vitað er að ýmsir ve- salingar láta hafa sig i að kaupa áfengi fyrir unglinga innan lögaldurs. Auðveldara er fyrir félítil ungmenni að öngla saman í eina eða tvær bjórdósir en heila kippu. Þess vegna er ljóst að likur eru á aukinni drykkju ungs fólks ef það getur keypt eöa látið kaupa áfengi fyr- ir lágar upphæðir. Ekki þykir mér ólíklegt að svo- kölluð stjóm ÁTVR hafi fundið upp á þessu snjallræði og gangi í þessu sem öðrum tillögum sínum erinda innflytjenda áfengis og framleiðenda þess. Mætti þó flestum vera ljóst að brýna nauð- syn beri til að taka upp að nýju sölu vindlinga í stykkjatali ef þessi ákvörðun um áfengissöl- una er byggð á öðru en hinu ei- lífa hagsmunapoti þess fólks sem makar krókinn á framleiðslu og sölu eina vímuefnisins sem leyft er að selja á íslandi. -jáhj ión K. Gu&bergs- son, fulltrúi hjá Áfonglsvarnarrá&i. Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á netinu. Netfang ritstjómar er: dvritst@centmm.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.