Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1997, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1997, Blaðsíða 22
30 MÁNUDAGUR 12. MAÍ 1997 uijmmiCEUiiiijai ovaia aiciuimi opuuimyu. Fundu út að alheimur- inn er 13 milljarða ára Breskir stjarnfræðingar segjast hafa fimdið svarið við einni mest brennandi spurningu allra tíma: Hversu gamall er alheimurinn? Og svarið er: Þrettán milljarðar ára. Þeir Simon Goodwin og John Gribbin, sem starfa við Sussexhá- skóla, notuðu mælingar sem gerðar voru af hinum ómetanlega Hubble geimsjónauka sem er á sporbaug umhverfis jörðina. Vísindamenn hafa lengi brotið heilann um raunverulegan aldur al- heimsins, eða allt frá því aö kenn- ingin um Miklahvell kom fram. Samkvæmt henni byrjaði þetta allt með einni sprengingu sem fæddi af sér stjömuþokurnar, fastastjörn- umar og reikistjömumar sem nú em í alheimsgeimi. Mælingar benda til að þessi sprenging haldi enn áfram og að jörðin og annað í alheiminum sé enn á fleygiferð frá upphafspunktin- um. Eðlisfræðingar og stjarnfræðing- ar álíta að ef þeir gætu mælt hraða þessarar þenslu, gætu þeir þar með Þessi mynd var tekin úr Hubble-geimsjónaukanum og sýnir fjarlægar vetrarbrautir. Slæmar fráttir fyrir reykjandi konur: Dauðsföllum af völdum reykinga fjölgar mjög Hættan á dauðsfóllum af völdum sígarettureykinga hefur aukist til muna frá því landlæknirinn í Bandaríkjun- um sendi frá sér fyrstu •> skýrslu sína 'Um málið árið 1964. Einkum eru konur í meiri hættu nú, seg- ir í nýlegri skýrslu bandarísku krabbameins- stofnunarinn- ar. Fimm lang- tímarann- sóknir á áhrifum reyk- inga á heilsu- far voru greindar upp á nýtt og kom í ljós að hættan á dauða af völdum reykinga og fylgikvilla þeirra jókst bæði með- al karla og kvenna, þó meiri meðal kvenna. Meðal sjúkdómanna voru lungnakrabbi og aðrar tegundir krabbameins, hjartveiki, heilablóð- fall og þrálátir lungnasjúkdómar. Áður en fyrsta skýrsla landlækn- Sólar- & öryggisfilma, glær og lituð, stórminnkar sólarhitann, ver nær alla upplitun. Gerír gleríð 300% sterkara, brunavamarstuðull. Setjum á bæði hús og bíla. Skemmtilegt hf. Sími 567 4727 is birtist árið 1964, gátu um þrjátíu prósent reykingamanna vænst þess að deyja fyrir aldur fram af völdum tóbaksnotkunar sinnar. Donald Shopland, sem starfar hjá krabbameins- stofnuninni, segir að nú um stundir deyi lið- lega helmingur reykingamanna fyrir aldur fram. Karlar voru áður í miklu meiri hættu en konur á að fá ýmsa sjúkdóma af völdum reyk- inga. Núna er jafnræði milli kynjanna þegar ótímabær dauði er annars vegar. Shopland segir að nú sé tvisvar sinnum meiri hætta á að karlar sem reykja deyi úr lungnakrabba fyrir aldur fram en gerðist fyrir árið 1964. Hjá konum er hættan hins veg- ar orðin fjórum til fimm sinnum meiri nú en var þá. Hættan á dauða af völdum ann- arra reykingatengdra sjúkdóma hef- ur á sama tíma aukist um tuttugu til fimmtíu prósent. Áður en landlæknir varaði fyrst við skaðsemi tóbaksreykinga, gátu 40 prósent karla sem reyktu gert ráð fyrir því að deyja fyrir aldur fram en aðeins 18% kvenna. Núna er tal- an 57% hjá körlum og 48 prósent hjá konum. Ástæðan , fyrir þessari auknu áhættu hjá konum kann að vera sú að þegar fyrstu rannsóknimar voru gerðar á sjötta áratugnum hafi kon- umar sem tóku þátt í þeim líklega reykt skemur, aðallega vegna þess að reykingar kvenna voru ekki eins vel séðar. fundið út hvenær hún byrjaði. Mat manna nú er að upphafið hafi verið fyrir 10 til 15 milljörðum ára. Svo undarlega sem það nú kann að hljóma, þá eru til nákvæmari mælingar á aldri fastastjarnana. Sumar þeirra eru að minnsta kosti 12 milljarða ára gamlar. Margar mælinganna sem stjarn- fræðingar hafa byggt allt sitt á era rangar vegna þeirra vandkvæða sem fylgja því að rýna upp i geim- inn í gegnum andrúmsloft jarðar. Hubble geimsjónaukinn hefur hins vegar gerbreytt öllum aðstæðum til slíkra rannsókna. „Það er aðeins á undanförnu ári sem gögnin frá Hubble hafa gert þetta kleift. Ég er ákaflega ánægð- ur með það,“ seg- ir John Gribbin. Rannsóknar- hópur Gribbins beitti einfaldri tækni. Hversu stór stjörnuþoka, eða vetrarbraut, sýnist vera velt- ur á því hversu stór hún er i raun og veru og hversu langt í burtu hún er. Fjarlægðir hafa verið mældar mjög nákvæm- lega með því að notast við þekkt- ar fastastjörur sem ganga undir nafninu sefitar. Þær em ein teg- und sveiflu- stjama með mjög reglulega birtu- sveiflu. Nafn sitt draga stjörnur þessar af stjörnumerkinu Sefeus, en stjarnan Delta í því merki er af þessu tagi. Hópur Gribbins reiknaði út með- alstærð meira en þrjú þúsund vetr- arbrauta og komst að því að Vetrar- brautin okkar er nokkuð nærri meðallagi. Með mælingum á hraða stjörnu- þokanna reiknaðist vísindamönn- unum til að alheimurinn væri að minnsta kosti þrettán milljarða ára gamall. „Þrettán milljarðar ára er það allra yngsta," segir Gribbin. ratar rétta leið með hjálp sólar Það em ekki bara skátar og dátar sem geta stuðst við sólarganginn til að rata rétta leið um heimsins lönd og höf. Fiðrildi eru einnig þessum hæfileikum gædd, að því er vísinda- menn segja, og styðja með rann- sóknum. Tilraunir sem gerðar voru á kóngaflðrildum sýna að þau nota sólina sem áttavita þegar þau fljúga fjögur þúsund kilómetra leið frá æxlunarstöðvum sínum í Banda- ríkjunum austan- __________________verðum alla leið suð- ur til Mexíkó. Tilraun bandarisku vísindamann- anna, undir stjórn Söndru Per- ez við þróunarlíf- fræðideild Arizonaháskóla fólst í þvi að afstilla innri líkamsklukku hluta fiðrildanna með því að halda þeim í eilífu myrkri. Samkvæmt tilgátu vísindamann- anna áttu fiðrildin að ruglast heldur betur í ríminu og fara villur vega þar sem sólin væri ekki á réttum stað á himninum, miðað við þann tíma dagsins sem þau héldu aö væri. Og það er einmitt það sem gerðist, segja vísindamennirnir í bréfi til vísindaritsins Nature fyrir skömmu. „Viö hlupum á eftir þeim og und- ir þeim með handheldan áttavita til að áætla stefnuna sem þau héldu í fimmtán sekúndur eöa lengur,“ skrifa vísindamennimir. Fiörildin sem búið var að rugla svona í ríminu villtust af leið, eins og búist hafði verið við. „Kóngafiðr- ildið er því komið í þann litla hóp dýra- tegunda sem sannað hefur verið með til- raunum að noti sólina sem áttavita," stend- ur skrifað þar. Hvað gerist þá þegar skýin hylja sólina, villast kóngafiðrildin þá líka? Nei, það gera þau reyndar ekki. Það þykir benda til að þau búi yfir eins konar varaflugleiösögu- kerfi, t.d. seguláttavita. Froskur í lausu lofti Það em fleiri en helgir menn úr Austurlöndum sem geta svif- ið í lausu lofti. Froskar geta það líka. Að vísu bara með aðstoð vísindamanna. Fyrir skömmu sagði New Sci- entist tímaritið frá því að vís- indamenn frá Bretlandi og Hollandi hefðu fengið frosk einn til að svífa í lausu lofti með ■ hjálp sterks segulsviðs. Hugsan- lega væri hægt að leika sama leik með mannskepnuna. Vís- indamönnunum hefur einnig tekist að fá plöntur, engisprett- ur og fiska til að svífa um. Að sögn vísindamannanna virðist sem froskinum hafi ekki orðið meint af þessari flugferð sinni. Pillan ekki hættuleg hjartanu Konur þurfa ekki að óttast blóðtappa í hjarta í kjölfar dag- legrar notkunar á getnaðarvarn- arpillunni, segir í niðurstöðum nýrrar rannsóknar á vegum Al- þjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Það er að segja, ef ekki em aðrir áhættuþættir fyrir hendi. Neil Poulter, prófessor við University College í London, segir að blóðtappi í hjarta sé afar sjaldséður hjá konum sem taka pilluna og eru yngri en 35 ára og reykja ekki. Hættan er enn minni ef blóðþrýstingurinn er kannaður áður en byrjað er að taka pilluna og á meðan. Nýja rannsóknin leiðir í Ijós að hættan á blóðtappa eykst lít- illega við notkun pillunnar hjá þeim konum sem hafa aðra þekkta áhættuþætti og hjá þeim sem ekki fóru í læknisskoðun áður. Frá þessu er skýrt í lækna- blaðinu Lancet. Kornrækt úti í geimnum Geimfarar framtíðarinnar þurfa ekki að óttast matarskort. Að minnsta kosti ættu þeir að geta haft nóg af brauði, því bandarískir vísindamenn hafa nefnilega þróað sérstaka hveiti- tegund sem hægt er að rækta úti i geimnum. Þúsundir hveititegunda hafa lagt til genin í þessa nýju geim- hveititegund sem gefur af sér fimm sinnum meira magn en hveititegundir á jörðinni. Ástæðan er m.a. sú að geim- hveitiö er í eilífri dagsbirtu og meira koltvíildi er í andrúms- loftinu þar sem það vex en er á jörðinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.