Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1997, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1997 Reynsluakstur Daihatsu Move: Lítill, lipur, vel búinn og dálítið fyndinn Útlenda orðið „minivan“ nær yfir fjölbreytt úrval bíla sem við höfum stundum freistast til að kalla „fjöl- notabila". Þetta eru yfirleitt bílar með öðruvísi fyrirkomulagi á inn- anrými en hefðbundnir fólksbílar, auðvelt að breyta nýtingu þeirra og flutningsgetu. Þessir bilar hafa komið á markað í ýmsum stærðum og gerðum en einn sá sérstæðasti var frumsýndur hjá Brimborg á dögunum. En það Daihatsu Move, raunverulegur „minivan", sem býð- ur upp á fjölbreytt notagildi. Daihatsu Move byggist á smábíln- um Cuore sem hefur um árabil ver- ið mjög vinsæll smábíll í Japan og kom fyrst á markað á árinu 1976, lipur smábíll með 3ja strokka vél. 4 d. Honda Civic LSi ’93, ssk., silfurl., ek. 61 þús. km. Verð 1.050.000. 4 d. Renault 19 RT ’94, ssk., rauður, ek. 48 þús. km. Verð 990.000. Tegund Árg. Ekinn km Verð 3 d. Honda Civic DX, ssk. '90 78 þ. 570 þ. 3 d. Honda Civic GL, 5 g. '90 110 þ. 580 þ. 3 d. Honda Civic DX, 5 g. '91 143 þ. 520 þ. 4 d. Honda Civic GL, ssk. '91 90 þ 680 þ. 4d. HondaAccordEX, 5g. '86 160 þ 360 þ. 4 d. Honda Accord EX, ssk. '88 120 þ 540 þ. 4d. HondaAccordEX, ssk. '90 124 þ 850 þ. 4 d. Honda Accord EX, ssk. '91 51 þ 1.050 þ. 4d. HondaAccordLSi, ssk. '96 17 þ 1.970 þ 5 d. Honda shutlle, 7 manna '96 20 þ 2.500 þ. 4 d. Toyota Corolla XL, ssk. '88 95 þ. 470 þ. 5 d. Toyota Corolla XL, 5 g. '88 150 þ. 390 þ. 5 d. Toyota Corolla XL, ssk. '91 75 þ. 730 þ. 5 d. Cherokee Laredo 4,0, ssk.'90 99 þ. 1.500 þ 3 d. Suzuki Fox, langur, 5 g. '88 135 þ. 390 þ. 4 d. Nissan Sunny SLX, ssk. '92 60 þ. 870 þ. 4 d. MMC Lancer GLX, ssk. '92 68 þ. 840 þ. IjHONDA NOTAÐIR BÍLAR Vatnagörðum 24 Sími 568-9900 Félag löggiltra bíiasala Daihatsu Move er sérstæður smábíll með mikla flutningsgetu og sérlega lipur í þröngri innanbæjarumferðinni. Kubbsleg hönnunin sést vel frá hlið. DV-myndir E.ÓI. Cuore kom í breyttri gerð sumarið 1985 og síðar með enn breyttum vél- um og búnaði, en nokkrir slíkir hafa ratað hingað til lands á liðnum árum. Sárstætt útlit Nú hefur Daihatsu bætt um betur og hannað Move á grunni Cuore og hönnuðimir hafa svo sannarlega fengið að leika sér því útlitið er harla sérstætt, bíllinn er hár og mjór og bæði fram- og afturendi með mjög sérstæðum svip. Kubbs- legur framendinn er eins og skorið hafi verið framan af bílnum með brauðhníf og að aftan er eins og hann hafi verið þjappaður saman. í heild er svolítið fyndið yfirbragð á bílnum, eins og myndimar hér á síðunni sýna vel. Gott pláss Þetta rúmgóður bíll að flestu leyti. Hann er með sætum fyrir íjóra, fótarými er mjög gott bæði í fram- og aftursætum, en hægt er að renna aftursætunum til og breyta hallastillingu á baki á sama hátt og á framsætunum. Þetta gerir það að verkum að hægt er að nýta plássið í bílnum sérlega vel. Ef flytja þarf meiri farangur er einfaldlega hægt að renna aftari sætunum framar og fá þannig aukið farangursrými, sér- staklega ef böm eru í aftursætun- um, en þau þurfa yfirleitt minna fótarými. Þá er hægt að velta hvoru aftursæti fram og fá þannig aukið rými. Flutningsgetan er 225 litrar með aftursætið í miðstillingu en fer upp í 560 lítra þegar sætinu er velt fram. Heildarfærslan á framsætun- um er 195 mm og á aftursætunum 135 mm. Það er aðeins vegna þess hve bíllinn er mjór að axlarými er heldur i minna lagi ef fullorðið fólk í stærri kantinum situr hlið við hlið í framsætunum. Höfuðrýmið er hins vegar yfirdrifið og hávaxnir menn gætu jafnvel verið með pípu- hatt án vandræða. Afturendinn er hár og gefur bílnum þetta sérstæða samanþjappaða yf- irbragð sem vakti mikla athygli í umferðinni. Hægt er að breyta nýtingu farmrým- isins með því að færa aftursætin til eða velta þeim fram. Hægt er að leggja bak allra sæt- anna niður og sofa i bílnum ef svo ber undir. Vel búinn Miðað við stærð og verð er þetta sérlega vel búinn bíll. Meðal staðalbúnaðar er loftpúði eða líknarbelgur í stýri, samlæsingar, rafknúnar rúðuvindur í framhurð- um, höfuðpúðar jafht á fram- og aftur- sætum og gott útvarp með segul- bandi. Sætin eru með ágætu tauáklæði og fara vel með ökumann og farþega í akstri. Mælaborð er hefðbundið en án snúningshraðamælis. Stillingar á miðstöð eru með rennilokum. Dyr eru allar vel stórar og veita ágætt aðgengi að farþegarýminu. Aft- urhurðin opnast til hliðar og gefur lipmrt aðengi að farmrýminu. Vara- hjól er undir gólfi farmrýmisins. Bestur í bæjarumferð Move er í essinu sínu í þröngri innanbæjarumferðinni. Þar kemur lipurðin best fram, stýrið er kvikt og lipurt, snúningshringur bílsins er aðeins 9 metrar og það er auðvelt að skjótast á milli akreina eða stinga honum í stæði. Gluggar eru stórir og gefa góða yfirsýn út í umferðina. Að sjálfsögðu var farið í stuttan þjóðvegaakstur og eins var hæfnin í akstri á malarvegi reynd til þraut- ar. Það var greinilegt að hönnuðir Vélin er þriggja strokka, 850 rúm- sentímetrar og gefur 42 hestöfl sem er ágætt afl fyrir bíl sem er aðeins 745 kíló. Það er rúmt um ökumann og far- þega hvað varðar höfuð- og fóta- rými en það er í minni kantinum þegar kemur að axlarýminu. Mæla- borð og stjórntæki eru hefðbundin og heldur skorin við nögl en hvað annan búnað varðar er bíllinn stór- vel búinn. Daihatsu Move Lengd: 3.310 mm. Breidd: 1.395 mm. Hæð: 1.695 mm (með vindkljúf að aftan). Hjóiahaf: 2.295 mm. Sporvídd: f/a. 1.230 mm. Minnsta hæð frá jörðu: 145 mm. Þyngd: 745 kg. Vél: Þverstæð 3ja strokka, 847 cc, 42 hö (31 kW) v/5.300 sn. Snúningsvægi 67 Nm v/3.700 sn. Gírkassi. 5 gíra handskipting eða 3ja þrepa sjálfskipting. Fjöðrun: Sjálfstæð MacPherson gormafjöðrun á öllum hjólum. Hemlar: Diskar framan, skálar aftan. Handhemill á afturhjól. Hjól: 145/65R13. Verð: Kr. 938.000, handskiptur, 998.000 með sjálfskiptingu. Umboð: Brimborg hf. Daihatsu hafa ekki tekið tillit til ís- lenskra malarvega við hönnun Move. Þar er bíllinn frekar laus í rásinni og ef hraðinn var aukinn þurfti að gæta sín vel. Hann er hins vegar í toppformi á malbikinu og það þótt ekið væri á þeim götum sem koma hvað verstar undan vetri, með hólum og hæðum. Sprækur Þriggja strokka vélin suðar létt og lipurlega í akstrinum og aflið er ágætt, raunar svo gott að bíllinn átti það til að spóla af stað á malbikinu ef gefið var of mikið inn. Sá sem við vorum með í reynsluakstrinum var með handskiptum gírkassa. Skipt- ingar eru nokkuð langar og ekki nægilega markvissar því ekki vildi hann alltaf rata í þriðja gírinn. Move er hins vegar einnig i boði með lipurri þriggja þrepa sjálfskipt- ingu og þannig á bíllinn að vera að mati undirritaðs því þá skilar lip- urðin í innanbæjarumferðinni sér til fulls. Sjálfskiptingin kemur líka á mjög svo góðu verði því verðmun- urinn á milli bílanna er aðeins 60.000 krónur. Sá handskipti kostar 938.000 en sá sjálfskipti 998.000 og er það vel af sér vikið hjá Brimborgar- mönnum að geta boðið sjálfskiptan bíl með þessa möguleika á verði sem lendir réttum megin við millj- ónina. Bæjarbíll framtíðarinnar? Sérstætt útlit Move og margþætt notagildi leiðir hugann að þvi hvort þetta sé talandi dæmi um bæjarbíla framtíðarinnar. Japanar hafa hann- að marga bíla í þessum stærðar- flokki bíla, ökutæki sem flytja fólk og farangur á hinn hagkvæmasta hátt á milli bæjarhluta. Evrópsku bílaframleiðendumir em óðum að fikra sig inn á þetta svið, sem sést best á nýja litla A-bílnum frá Benz og hugmynd BMW-manna að nýjum Mini sem kynnt var í Genf í vetur. Allir þessir bílar byggjast á góðri nýtingu á innanrými og mikilli spameytni en samkvæmt mælitöl- um Automobil Revue í Sviss er eyðslan á handskipta bílnum aðeins 5.3 til 7,1 lítri á hundraðið (síðari talan á við um innanbæj arakstur) en sá sjálfskipti eyðir frá 6,3 upp í 8.3 á hundraðið. En það þarf svolítinn kjark til að kaupa Move. Bíllinn er öðruvísi, hann er að mati sumra ljótur, ann- arra jafnvel fallegur, en örugglega geta allir verið sammála um að hann sé sérstæður. -JR MMC Pajero Wagon V-6 ’91, hvítur, 5 g., ek. 96 þús. km, upph., 31”, brettak. Verð 1.540.000. Tilboð 1.290.000. Daihatsu Rocky SE, dfsil, ’95, 2,8 turbo, intercooler, ek. 36 þús. km, upph., 32” dekk, álfelgur, allt rafdr., 5 g. Verð 2.410.000. Tilboð 2.190.000. Toyota Corolla special series ’95, grásans., ek. 35 þús. km, þjófavörn, CD, álfelgur. Verð 1.150.000. Renault Megané 1,6 E ’97, vínrauður, ek. 4 þús. km, ssk., allt rafdr., þjófavörn, álfelgur, 5 d. Verð 1.640.000. Tilboð 1.495.000. MMC Lancer GLX ’89, laxableikur, 5 g., rafdr. rúð- ur, contr., ek. 134 þús. Verð 550.000. Tilboð 460.000. Sérpantanir Aukahlutir- Varahlutir Jeppabreytingar ^MNr BFGoodrícH Vagnhöfða 23 Sími 587-0-587

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.