Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1997, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.1997, Page 4
36 LAUGARDAGUR 17. MAÍ 1997 DV Alfa Romeo 156. Alfa Romeo 156 kemur í haust Alfa Romeo 156 er heitið á nýjum millistærðarbíl sem Aifa Romeo sendir á markaö i otó- ber. Við ætluðum aö birta mynd af þessum nýja bíl hér á síðum DV-bíla síöasta laugardag en þá uröu myndavíxl og því birtum við mynd af rétta bílnum í dag. Aödáendur Alfa Romeo geta hins vegar strax skoðaö nýjan Alfa 146 Ti sem var frumsýndur hjá ístraktor í Garðabænum á dögunum og hefur vakið mikla athygli. Varahlutir fyrir sjálfskiptingar Sendum um allt land. NP VARAHLUTIR Smiðjuvegi 24, græn gata Sími 587-0240, fax 587-0250 BREMSURYKHLÍFAR ÁMARGAR GERÐIR BÍLA 3.577 KR.PARIÐ ** Hbílar ------------------------------ Áttunda kynslóðin á leiðinni: Ný Toyota Corolla í sumar gjöf vinnuhóps frá Evrópu. í byijun mun nýja Corollan koma frá Japan en frá hausti 1998 mun Lift- back-gerðin koma frá verksmiðjum Toyota í Bumaston á Englandi. Sem dæmi um breyttar áherslur má nefna að ný nöfn munu einkenna búnaðarstig bílanna. „Linea Terra“ eða jarðlínan er grunngerðin en „Linea Lima“ eða tungllínan er nafh- ið á betur búnu bilunum. Ein af nýjungunum í áttundu kyn- slóð Toyota Corolla er ný sportleg gerð sem þeir munu kalla G6. Þetta er 3ja hurða hlaðbakur í sportlegri út- fræslu. Vélin er 1300 cc og gírkassinn er sex gíra. Með G6 ætlar Toyota greinilega að setja stefhuna á yngri kaupendur. En það er ekki von á þessum nýja bíl hingað til lands fyrr en á miðju sumri og við munum fjalla nánar um hann þegar nær dregur og meiri upp- lýsingar liggja fyrir. -JR Breytingar á mótorhjólamenningu Nýr Toyota Corolla sem birtast mun á markaði í sumar. Þetta er áttunda kyn slóðin af þessum vinsæla bfl og greiniiegt er að útlitseinkennin er að ein- hverju leyti sótt til Celica-sportbflsins. Ný kynslóö af vinsælasta bíl allra tíma, Toyota Corolla, veröur kynnt í sumar hjá Toyota-umboðinu, P. Sam- úelssyni, en þetta er áttunda kynslóð- in af Corolla sem kemur á markað. Toyota Corolla hefur verið mest seldi billinn á íslandi allar götur frá 1987 eða síðastliðin tíu ár og eru nú um 11.000 Corolla-bifreiðar á götun- um hér á landi. Fyrsta kynslóð Toy- ota Corolla kom á markaðinn á ís- landi árið 1967 og á hún því 30 ára af- mæli um þessar mundir. Nýja Corollan, sem kynnt verður hjá Toyota-umboðinu um mitt sumar, verður töluvert breytt í útliti og sæk- ir margt í útliti til annarra bíla frá Toyota á borð við Celica eins og sést á meðfylgjandi mynd. Töluverð leynd hefur hvílt yfir þessum nýja bíl fram til þessa en hulunni var svipt af 8. maí. Útlitið er greinilega með evrópsku yfirbragði og hjá Toyota hefur nú ver- ið breytt um áherslur því í stað þess að framleiða „heimsbíl" sem er alls staðar sá sami þá er nú lögð áhersla á að mæta hverju markaðssvæði með bíl sem mætir óskum kaupenda á því svæði. Þessi nýja „evrópska" Corolla er hönnuð heima í Japan en með ráð- Á vorin fer mótorhjólafólk að sjást á götunum eftir langa hvíld um vet- urinn. í ár er fyrsta árið í langan tíma sem ekkert götumótorhjól kem- ur nýtt á götuna af árgerð 1997. Þetta er ekki vegna þess að verðið sé of hátt eða tryggingar séu of dýrar, því verð á mótorhjólum hefur ekki verið betra í langan tíma og svo hafa Snigl- amir náð góðum árangri í samning- um við Tryggingamiðstöðina hvað varðar tryggingar á mótorhjólum. Það er eins og mótorhjólamenn- ingin sé að breytast og eru mótor- hjólamenn æ meir að fara út í svokölluð torfæruhjól eða „endur- ohjól". Á undanfomum árrnn hefur nokkuð veriö flutt til landsins af slíkum hjólmn. Á árunum 1980 til 1990 vom nær eingöngu flutt inn hjól frá Japan en upp úr 1990 var farið að flytja inn ítölsk hjól og á síðustu árum hjól frá Austurríki sem heita KTM og hafa þau verið nokkuð vin- sæl. Það nýjasta í torfæruhjólum hér á landi eru hjól frá Sviþjóð sem heita Husaberg og em þegar komin þrjú til landsins. Við litum inn hjá tveimur hjólamönnum sem vora að setja saman hjól- in sín fýrir nokkra og fórum með öðrum þeirra í fyrstu ferðina og feng- um að reyna fák- inn. Vélin malaði létt og virtist vinna jafiit á lág- um snúningi sem háum. Gírkassi var sérlega skemmtilegur. Fyrsti gír sérstaklega hægur sem hentar vel fyrir mikið brölt, aörir gírar vora eins og á öðrum hjólum, enda er gír- kassinn 6 gíra. Hjóliö er mjög létt, eða aðeins 108 kíló. Bremsur era hreint frábærar og ijöðrun einnig. Einn er þó galli, ef svo skyldi kalla, Husaberg FE 400, hjói Torfa Hjálm- arssonar, í fyrsta túrnum. Heimir Barðason og Torfi Hjálmars- son að skrúfa saman fyrstu enduro- hjólin frá Husaberg í Sviþjóð. því bensíntankurinn tekur aðeins 8,5 lítra. Frágangur mætti vera betri á ýmsum hlutum, límmiðar með lausum brúnum, boltar mættu vera meira rúnn- aðir ásamt öðru smávægilegu. í það minnsta era 16 torfæru- hjól (endurohjól) komin eða á leiö- inni til landsins í ár og era flest þeirra seld. Verð- ið er frá kr. 650.000 en þetta era allt hjól með vélarstærð frá 300 cc upp í 500 cc, 3 Husaberg, 2 KTM, 4 Honda, 3 Kawasaki og 4 Suzuki. Auk þess er alltaf eitthvað um að menn flytji sjálfir inn notuð hjól og ný. Ástæðan fyrir auknum áhuga á þessum hjólum er kannski sá að far- ið er að keppa á þessum hjólum í endurokeppnum á svipaðan-hátt og í bílaralli. Á síðasta ári voru haldnar tvær enduro-keppnir, önnur á Akur- eyri og hin við Litlu kaffistofuna á síðasta hausti. Alls voru keppendur í þessum keppnum 43. í ár er ætlunin að halda tvær end- uro-keppnir og verður sú fyrri á Ak- ureyri um verslunarmannahelgina og hin síðari við Litlu kaffistofuna þann 27. september. Þó svo að enginn formlegur klúb- bur tilheyri þeim flokki mótorhjóla- manna sem stundar enduro þá hitt- ast þeir reglulega og er ætlunin að hittast næst næstkomandi laugar- dagskvöld, 24. maí, í Kaffistofunni Lóuhreiðri á Laugavegi 59 kl. 20.00. -H Istraktor: Kynning á vinnuvélum og vörubílum Bíla- og vélaumboðið ístraktor veröur með kynningu á vinnuvél- um og vörubilum frá Schaeff og Iveco í dag, laugardaginn 17. maí, í og við aðsetur fyrirtækisins aö Smiðsbúð í Garðabæ. Einnig verður ný fólksbílalína Fiat kynnt. Sýndir verða Fiat Mar- ea Weekend skutbílar með bæði 1600- og 2000-vélum. Er sú síðar- nefnda 5 strokka, 20 ventla og 147 hestöfl. Fiat Bravo/Brava, bílar árs- ins 1996 í Evrópu, verða einnig til sýnis með 1600- vélum. Allir bílamir frá Fiat og Alfa Romeo era með tvo loftpúða og ABS- læsivöm á hemlum sem stað- albúnað. Opiö verður í dag, laugardag, kl. 13 til 17_ ístraktor kynnir vinnuvéiar og vörubfla í dag ásamt fólksbflum frá Fiat. Ford Bronco XLT 302 ’92, svartur, ek. 128 þ. km, leður- innr., allt rafdr. Verö 1.750.000. Dodge Stratus 2,4 I, ssk., '96, hvítur, ek. 19 þús. km, sóllúga, allt rafdr. Verð 1.980.000. Ford Ranger STX 4 I ’93, rauður, ek. 63 þús. km, plast í skúffu. Verö 1.550.000 Jeep CJ-7 ’84, hvltur, sérsmfðuð 350 vél, 38” dekk, No spin framan og aftan. Verö 750.000. Chevrolet Blazer 4,3 I, ssk., ’88 svartur, ek. 120 þús. km, allt rafdrifið. Verö 1.000.000. 350 LT 1 GM vél ’95, ek. 5.300 mílur, álhedd, 300 hö. Verö 320.000. JEPPASPORT Bílainnflutningur - varahlutir - sérpantanir Krókhálsi 5b, s. 587 6660

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.