Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1997, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1997, Blaðsíða 4
24 25 + Iþróttir MÁNUDAGUR 9. JÚNÍ 1997 MÁNUDAGUR 9. JÚNÍ 1997 DV DV íþróttir Úrslit Blak karla-lokastaða 1. Kýpur 2. San Marínó 3. Andorra Blak kvenna 1. Kýpur 2. ísland 3. San Marínó Körfubolti karla - lokastaóa 1. Kýpur 2. Malta 3. ísland Körfubolti kv. - lokastaða 1. ísland 2. Lúxemborg 3. Malta. Sund karla 1500 metra skriðsund 1. Tom Stoltz, Lúx.....16:39,35 2. Diego Mularoni, SMR . . . 16:43,21 3. Ómar S. Friðriksson, ísl. . 16:58,13 400 metra fjórsund 1. Luc Decker, Lúx . 4:40,58 2. Örn Amarson, ísl . 4:40,61 3. Arnar Freyr Ólafsson, ísl . 4:46,29 4x100 metra skriðsund 1. ísland . 3:33,43 2. Kýpur . 3:35,43 3. Lúxemborg . 3:38,20 Sund kvenna 800 metra skriðsund 1. Maria Demetriou, Kýp .... 9:41,41 2. Nicoletta Michaelidou, Kýp 9;42,79 3. Sunna D. Ingibjargard. . . . 9:47,99 400 metra fjórsund 1. Meritexell Sabate, And . . . 5:15,36 2. Lára H. Bjargardóttir, ísl . . 5:15,73 3. Gail Rizzo, Malta.......5:18,49 4x100 metra skriösund: 1. Lúxemborg .............4:02,25 2. íslánd .................4:03,19 3. Mónakó.................4:12,81 Frjálsar karla Sleggjukast 1. Charles De Ridder, Lúx...59,78 2. Bjarki Viðarsson, ísl....59,58 3. Guðmundur Karlsson, tsl. . . 59,28 Þrístökk 1. Yiannis Papadopoulos, Kýp. . 15,38 2. Xavier Montane, And.......15,09 3. Sigtryggur Aðalbjömss., ísl .. 13,58 4x100 metrar boöhlaup 1. ísland . 42,06 2. Lúxemborg . 43,00 3. Malta . 43,42 4x400 metra boöhlaup 1. Lúxemborg 3:28,52 2. ísland 3:29,37 3. Mónakó 3:29,87 Frjálsar kvenna 100 metra grind 1. Guðrún Amardóttir, ísl. . .. 13,20 2. Marilia Gregoriou, Kýp.....13,76 3. Helga Halldórsdóttir, ísl. . .. 13,87 200 metra hlaup 1. Guðrún Arnardóttir, ísl. . . . 23,66 2. Sandra Felten, Lúx.........24,74 3. Guðný Eyþórsdóttir, ísl. . . . 24,82 1500 metra hlaup 1. Christa Salt, Lúx........4:48,53 2. Carol Galea, Möltu ......4:49,83 3. Bima Björnsdóttir, ísl. . . . 4:54,36 4x100 metra boöhlaup 1. ísland.....................48,03 2. Kýpur .....................49,64 3. Malta......................49,79 Verðlaunaskipting 1. ísland 33 32 31= 96 2. Kýpur 29 25 14= 68 3. Lúxemborg 24 23 19= 66 4. Mónakó 7 6 14= 27 5. Malta 5 10 12= 27 6. San Marínó 3 5 11= 19 7. Andorra 3 5 10= 18 8. Liechtenstein 2 3 3= 8 Lokadagurinn í frjálsum: Kuldaboli beit gestina - glæsilegir sigrar í boðhlaupunum í lokin Þaó var ekki sérstaklega íþróttavænt veðrið sem máttarvöldin buðu upp á á lokadegi frjálsíþróttakeppn- innar á Laugardalsvelli á laugardaginn. Strekkingsvind- ur og kuldi og sjá mátti suma keppendur komna i ullar- sokkana og lopahúfuna. Hvorki keppendur, áhorfendur né mótshaldarar voru hins vegar á þeim buxunum að láta kuldabola spilla fyrir sér og mættu til leiks með bros á vör. Guðrún meö fjögur gull íslensku spretthlauparamir vom atkvæðamiklir á hlaupabrautunum í Laugardal í þessari keppni og sóp- uðu til sín verðlaunum. Enginn þeirra var þó eins af- kastamikill og Guðrún Arnardóttir sem mætti geysilega sterk til leiks og stóð ávallt á hæsta palli við verðlauna- afhendingu. „Ég er mjög ánægð með afraksturinn og 200 m hlaupið var sérstaklega gott,“ sagði Guðrún eftir að hafa tekið við verðlaunum sínum fyrir 200 m hlaupið þar sem hún náði mjög góðum tíma þrátt fyrir nístings- kulda. Guðný Eyþórsdóttir náði bronsinu í 200 m hlaup- inu líkt og Helga Halldórsdóttir í 100 m grind. Boð- hlaupssveitirnar náðu allar á verðlaunapall og hlutu gullverðlaun í 4x100 m karla og kvenna og öðru sætinu í 4x400 m karla. Aldrei áöur svona kalt! Jón Amar Magnússon, sem nýlega bætti íslandsmet sitt i tugþraut á móti í Austurríki, sýndi styrk sinn og virtist ekki standa mikil ógn af öðrum keppendum. „Þetta hefur gengið vonum framar og uppskeran gull í 200 m og 4x100 m. Mótið hefur verið mjög gott nema þá kannski veðrið en einn útlendu keppendanna sagði við mig skjálfandi fyrir boðhlaupið að honum hefði aldrei verið jafnkalt á ævi sinni!“ sagði Jón Arnar í lokin og hafði greinilega gaman af skjálfandi keppinautum sín- um. Þrátt fyrir að íslensk veðrátta hafi gert sitt ýtrasta til þess að stríða frjálsíþróttafólkinu og skipuleggjendum leikanna má segja að flest annað hafi verið eins og best verður á kosið á glæsilegum Laugardalsvellinum. Fjöl- mennt starfslið hélt vel og skipulega á málum, tímaáætl- anir stóðust nokkuð vel og ekki að sjá að íslendingar hafi verið að halda sitt fyrsta „stóra“ mót! -ÖB Bestir íslenska karlasveitin með sigurbros á vör eftir glæsilegan yfirburöasigur í 4x100 metra boðhlaupi karla. DV-mynd Hilmar Þór ■ V'"' Keppnin í sleggjukastinu var endaslepp: Mistök kostuðu ísland gullverðlaun Þau alvarlegu mistök urðu við framkvæmd sleggjukastskeppninnar á laugardag að ein sleggjan, sem stóð keppendum til boða, reyndist vera við nánari athugun einu kílói of létt. „Því miður urðu þessi mannlegu mistök í sleggjunni sem ég tel stafa af mjög erfiðum starfsskilyrðum okk- ar á Laugardalsvelli," sagði Birgir Guðjónsson, kast- stjóri leikanna. „Þetta uppgötvaðist í þriðju umferð þegar Guð- mundur Karlsson bað um að sleggjan yrði skoðuð þar sem honum fannst athugavert hversu langt hann kastaði. Þegar í ljós kom að viðkomandi sleggja var ólögleg var það krafa Luxemborgara að endurtaka tvær umferðir sem var og gert með samþykki allra keppenda, skriflega sem munnlega, eftir að við höfðum ráðfært okkur við okkar tæknilega ráðgjafa. Þar sem síðan aðrar greinar voru komnar í fullan gang á vell- inum urðum við af öryggisástæðum að færa þessar tvær aukaumferðir upp á kastæfingasvæðið fyrir utan völlinn," „Ég er mjög ósáttur við hvemig leyst var úr þessu máli. Fyrir utan þá vitleysu að bæta við tveimur köst- um í keppninni er út í hött að færa keppnina í annan kasthring og ég samþykkti aldrei þessa vitleysu. Ég mun krefjast nánari skýringa á þessu máli eftir helg- ina,“ sagði Guðmundur Karlsson, hinn gamalreyndi sleggjukastari, sem kom óvænt inn í keppnina vegna forfalla. Guðmundur tók ekki þátt í aukaumferðunum og endaði því í þriðja sæti og Bjarki Viðarsson, sem var efstur eftir hin hefðbundnu sex löglegu köst, varð að sætta sig við silfrið og horfa á eftir gullinu til Lúx- emborgar. „Þetta varð nú hálfdapurt en ég er ánægður með mig persónulega. Ég náði þvl besta á árinu og er á upp- leið,“ sagði Bjarki Viðarsson eftir þessa sögulegu sleggjukastskeppni. -ÖB Stúlkurnar fjórar sem tryggðu íslandi gullverðlaunin í 4x1 oo metra boðhlaupi kvenna. Lengst til vinstri er hlaupadrottningin Guðrún Arnardóttir sem náði hreint frábærum árangri á leikunum. DV-mynd Hilmar Þór Smáþjóðaleikunum slitið: - lokaathöfnin færð í Laugardalshöll Lokaathöfn smáþjóðaleikanna, sem fara átti fram á Laugardals- velli eftir að frjálsíþróttakeppn- inni var lokið, var færð inn í Laugardalshöllina vegna kulda og strekkingsvinds. Flestir gestanna voru líklega fegnir því að komast inn í hlýjuna og úr kuldagallanum. Gott skipulag Björn Bjamason menntamála- ráðherra og Ellert B. Schram, for- maður ÍSÍ og Ólympiuneíndar ís- lands, héldu ræður þar sem þeir lögðu báðir áherslu á nauðsyn leikanna fyrir þátttökuþjóðirnar og hrósuðu mótshöldurum hér fyr- ir góða frammistöðu. Ellert afhenti síðan formanni ólympíunefndar Liechtenstein fána smáþjóðaleikanna en áttundu smáþjóðaleikarnir munu fara fram þar í landi eftir tvö ár. Þar með koma allar þátttökuþjóðir leikanna til með að hafa haldið þá einu sinni og hringurinn byrjar að nýju. Kýpverjar prúöir Sérstök prúðmennskuverðlaun leikanna voru veitt við athöfnina. Prúðasti einstaki keppandinn var júdómaður frá Lúxemborg, körfuknattleikslið karla frá Möltu var valið prúðasta liðið og Kýpur- búar voru álitnir prúðasti hópur leikanna. Það vom hins vegar íslensku keppendurnir sem unnu til flestra verðlaunanna á leikunum og hlutu alls 93 verðlaunapeninga, 31 gull, 31 silfur og 31 brons. -ÖB Átján gullverðlaun - til íslendinga í sundinu. Margir upprennandi og efnilegir sundmenn íslenskir sundmenn gerðu það gott á smáþjóðaleikunum sem lauk á laugar- daginn var. 18 gullverðlaun féllu í skaut sundmanna og verður sú upp- skera að kallast nokkuð góð. í heild vann íslenska lið 44 verðlaun, 18 gull, 16 silfur og 10 brons. Á næstsíðasta keppnisdeginum áttu menn innst von á betri árangri en engu að síður stóðu sundmenn okkar sig vel eins og fyrri daginn. Elín Sigurðardóttir lenti í öðru sæti í 50 metra skriðsundi og Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir í þriðja sæti. Ríkarður Ríkarðsson varð í öðru sæti í 50 metra skriðsundi en hann stóð sig mjög vel á leikunum og verður gaman að fylgjast með þessum efnilega pilti á næstum árum, mikið efni þar á ferð sem tilbúinn er að leggja mikið á sig til að ná árangri. Halldóra Þorgeirsdóttir stóð sig einnig vel í einstaklingsgreinunum og á fóstudagskvöldið vann hún sannfær- andi sigur í 200 metra bringusundi og hin efnilega Ragnheiður Möller úr Njarðvík lenti þar i þriðja sæti. Silfurverðlaun unnust í 200 metra bringusundi karla þegar Hjalti Guð- mundsson lenti í öðru sæti eftir harða og jafna keppni við sundmann frá Mónakó. Eydís Konráðsdóttir varð i öðru sæti í 200 metra skriðsundi og Lára Hrund Bjargardóttir innbyrti bronsverðlaun I sama sundi. Arnar Freyr Ólafsson sigraði með miklum yfirburðum í 200 metra skrið- sundi karla. íslenska kvennasveitin setti íslands- og leikamet í 4x100 metra fjórsundi. Sveitina skipuðu þær Eydís Konráðs- dóttir, Halldóra Þorgeirsdóttir, Lára Hrund Bjargardóttir og Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir. Karlasveitin vann einnig sama afrek í 4x100 metra fjórsundi. í sveitinni voru Öm Amarson, Hjalti Guðmunds- son, Ríkarður Ríkarðsson og Arnar Freyr Ólafsson. Gullverðlaun unnust þegar karla- sveitin sigraði í 4x100 metra skrið- sundi á lokadegi leikanna og setti glæsilegt íslandsmet. Sveitina skipuðu þeir Arnar Freyr Ólafsson, Magnús Konráðsson, Ríkcu-ður Ríkarðsson og Öm Amarson Kvennasveitin lenti í öðru sæti í 4x100 metra skriðsundi á eftir sveitinni frá Lúxemborg. Stúlkumar settu Is- landsmet en í sveitinni vora þær Elín Sigurðardóttir, Eydís Konráðsdóttir, Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir og Lára Hrund Bjargardóttir. Sundmenn geta vel unað við sinn ár- angur á smáþjóðaleikunum. Gott upp- byggingarstarf á síðustu ámm er farið að skila sér. Innan um em bráðefnileg- ir sundmenn sem vert verður að vekja athygli á á næstu misserum. -JKS Eydís Konráðsdóttir náði ágætum árangri á smáþjóðaleikunum. Hart er þó að henni sótt og í dag eigum við efniiegar sundkonur sem líklegar eru til að ógna henni verulega í framtíðinni. DV-mynd Hilmar Þór íslenska sundfólkið stakk sér varla tii sunds í sundkeppni smáþjóðaleikanna öðruvísi en að fá verðlaun um hálsinn að keppni lokinni. Árangurinn undirstrikar uppsveiflu í íþróttinni hér á landi. DV-Hilmar Þór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.