Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1997, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1997, Blaðsíða 6
26 MÁNUDAGUR 9. JÚNÍ 1997 Hestar Frábær árangur á Hellu- þrátt fyrir slæmt veður Kynbótahross voru dæmd á Rangárbökkum i síðustu viku. Út- koman var mjög góð og fengu hross góðar einkunnir þrátt fyrir rok og á stundum regn. Veðrið var afar slæmt mest allan tímann en verst í yfirlitssýningunni á laugardeginum en rykmökkur gekk eftir vellinum úr norðri svo knapar og hross urðu að halda í sér andanum þar til komið var á braut- arenda sitt hvorum megin. Hækkunarmöguleikar voru litlir því erfitt var að hita hrossin upp og þau fóru beint inn á brautina í hnút og hömdust illa í vindinum. Oft reyndist einnig erfitt að greina hrossin í rykmekkinum. Þrátt fyrir það hækkuðu mörg hrossanna á yfirlitssýningunni, sér- staklega þau sem voru í efri kantin- um. Fimm vetra hrossin voru mörg, jöfn og góð og tvær hryssur fengu verðlaun fyrir afkvæmi. Glókolla frá Kjarnholtum I fékk heiðursverðlaun fyrir 10 dæmd af- kvæmi samkvæmt nýja BLUP-kerf- inu með 133 stig en skráð eru 14 af- kvæmi hennar. Hún hefur áður fengið heiðursverðlaun eftir gamla mælikvarðanum.________________ Fetræktunin komin á stökk Brynjar Vilmundarson á Feti getur verið ánægður sem sín hross. Hann átti hæst dæmdu hryssuna í fimm vetra flokkun- um og í fjögurra vetra flokknum átti hann fjórar af sex hæst dæmdu hryssunum. Hann var með um það bil 15 hross í dómi. „Þarna kemur einn, á hann ekki aö vera brúnn?" sögöu áhorfendur þegar kynbótahrossin komu úr rykmekkinum. DV-mynd E.J. Hrönn frá Kolkuósi, 27 vetra, fékk 1. verðlaun og 114 stig fyrir 5 dæmd afkvæmi og 11 skráð. Fulldæmdir voru 46 stóðhestar og fengu 10 þeirra hærri aðaleinkunn en 8,00. í sex vetra flokknum stóð efstur Glaður frá Hólabaki undan Garði frá Litla Garði og Lýsu frá Hólabaki með 8,41 í aðaleinkunn. Hann fékk 8,25 fyrir byggingu og 8,57 fyrir hæfileika. Heljar frá Hofi undan Eldi frá Stóra Hofi fékk 8,10 og Glæsir frá Litlu Sandvík 8,03. Margir hestar voru sýndir í fimm vetra flokknum og fengu 4 þeirra hærri aðaleinkunn en 8,00 en 11 milli 7,75 og 8,00. Hamur frá Þóroddstöðum stóð langefstur með 8,32 í aðaleinkunn. Hann er undan Galdri og Hlökk frá Laugarvatni og fékk 8,30 fyrir bygg- ingu og 8,33 fyrir hæfileika. Gýmir frá Skarði undan Ófeigi frá Flugumýri fékk 8,07 og Álfur frá Akureyri undan Gassa frá Vorsabæ fékk 8,03 Fjögurra vetra hestamir fengu góða dóma og eru mjög efnilegir. Ögri frá Háholti stóð efstur með 8,10 í aðaleinkunn. Hann er undan Stormi frá Stórhóli og Kylju frá Há- holti og fékk 8,20 fyrir byggingu og 8,00 fyrir hæfileika. Frami frá Svanavatni, undan Sá elsti sigraði í skeiði Töluverð þátttaka var í gæðinga- keppni Harðar í Mosfellsbæ. í A-flokki atvinnumanna stóð efstur Váli sem eigandinn Elías Þór- hallsson sýndi og fékk 8,62 í ein- kunn. Þeir voru einnig valdir glæsi- legasta par mótsins. í áhugamannaflokknum sigraöi Frami með 8,17 en knapi hans var eigandinn Catrin Engström. í B-flokki atvinnumanna stóð efst- ur Goði þeirra Haraldar Sigurgeirs- sonar og Sævars Haraldssonar með 8,61 en Sævar var knapi. í áhugamannaflokknum sigraði Garpur með 8,46 og var knapi hans Vilhjálmur H. Þorgrímsson en hann er eigandi hestsins. Magnea R. Axelsdóttir sigraði á enn einu Harðarmótinu, i unglinga- flokki á Vafa og fékk 8,64 í einkunn. Kristján Magnússon sigraði í bamaflokki á Rúbín með 8,40 en hann fékk einnig ásetuverðlaun ungknapa. I tölti áhugamanna sigraði Nína Múller á Spuna en í flokki atvinnu- manna Halldór Svansson á Ábóta. Töltkeppnin var opin og er Halldór í Gusti. Hrafntinna kom best út í tamn- ingu unghrossa og var knapi henn- Váli og Elías Þórhallsson sigurvegarar i A-flokki og glæsilegasta parið hjá Heröi í Mosfellsbæ. DV-mynd E.J. ar Sveinn Steinarsson. Tangó og Axel Geirsson náðu bestum tíma í 150 metra skeiði 15,73 sek., en eigandi hans er Tryggvi Geirsson. í 250 metra skeiði var skjótastur Þrymur, sem hinn aldni höfðingi og landpóstur, Kristján Þorgeirsson, á og sat á 24,6 sek. Hann var lang elsti knapinn, á áttræðisaldri. í 250 metra stökki sigraði Hríma Sigrúnar Guðjónsdóttur, sem Þor- valdur Helgason sat á 24,2 sek. í 300 metra brokki sigraði Fiðr- ingur, sem Ásgerður Þráinsdóttir á og sat á 41,16 sek. Vantar ritara Landsliðsnefnd vantar sjálf- boðaliða sem ritara á úrtöku fyr- ir heimsleikana í Noregi. Úrtakan verður haldin í Mos- fellsbæ 18., 19., 21. og 22. júní. Aðalkosturinn er að ritarar fá gott tækifæri á að vinna með dómurum og læra vinnubrögðin. Kolfinni frá Kjamholtmn 1 fékk 8,09 og Erpur-Snær frá Efsta-Dal II, undan Svarti frá Unalæk fékk 8,03. Fulldæmdar vom 189 hryssur og fengu 15 þeirra hærri aðaleinkunn en 8,00 og 123 hærri aðaleinkunn en 7,50 sem gerir 65% sem er mjög góð útkoma. Fimm vetra hryssumar stóðu sig hvað best bæði hvað varðar háar einunnir og millieinkunnir. í sex vetra flokknum stóð efst Viðja frá Síðu, imdan Hrannari frá Kýrholti og Sinnu frá Sauðárkróki með 8,21 í- aðaleinkunn. Hún fékk 8,10 fyrir byggingu og 8,33 fyrir hæfileika. Næstar henni komu Linda frá Hvammi undan Leisti frá Álftagerði með 8,15 og Vera frá Holtsmúla I undan Toppi frá Eyjólfsstöðum með 8,05. í fimm vetra flokknum stóð efst Lokkadís frá Feti með 8,22 í aðalein- kunn. Hún er undan Orra frá Þúfu og Sneglu frá Sigríðarstöðum og fékk 8,13 fyrir byggingu og 8,31 fyr- ir hæflleika. Henni næstar komu Tinna frá Kálfholti undan Viðari frá Viðvik með 8,19 og Spönn frá Árbakka, undan Stíganda frá Hvolsvelli með 8,12. Hæst dæma fjögurra vetra hryss- an var Lokkadís frá Brattholti, und- an Kraflari frá Miðsitju og Perlu frá Kjartansstöðum með 8,03 í aðalein- kunn. Lokkadís fékk 7,93 fyrir bygg- ingu og 8,14 fyrir hæfileika. Þerna frá Feti, undan Orra frá Þúfu fékk 8,01 og Kólga frá Feti, undan Kraflari frá Miðsitju 7,94. Snjókoman sló á rykið hjá Geysi Samhliða kynbótasýningunni á Hellu héldu Geysismenn gæð- ingakeppni og kappreiðar. Þeir lentu í miklum hremmingum með veðrið, aðallega roki og snjó- komu auk kulda. Snjókoman var þó velkomin þvi hún sló á rykiö. Keppt var í bama- og unglinga- flokki auk atvinnu- og áhuga- mannaflokkimi í A- og B-flokki. I B-flokki atvinnumanna sigr- aði Lótto með 8,32 í einkunn en knapi og eigandi er Kristjón Kristjánsson. í áhugamannaflokknum stóð efst Blökk með 8,27 en knapi og eigandi er Guðný Eiríksdóttir. í bamaflokki sigraði Andri L. Egilsson á Léttingi með 7,98 í ein- kunn. Hann kom inn með fimmtu hæstu einkunnina i úrslitin en vann sig upp í fyrsta sæti. í unglingaflokki sigraði Laufey G. Kristinsdóttir á Kosti með 8,26 í einkunn. í A-flokki atvinnumanna sigr- aði Kraki sem Logi Laxdal sýndi og fékk 8,33 í einkimn en eigend- ur hans em Bjöm Ástmarsson og Guðmundur Jóhannsson. í áhugamannaflokknum sigr- aði Glaður með 7,95. Knapi hans er Júlíus Ævarsson en eigandi Gísli Sveinsson. Lúta og Þórður Þorgeirsson era snörpust í 150 metra skeiði um þessar mundir og sigruðu á 14,10 sekúndum. Logi Laxdal er mikill skeið- knapi og sigraði í 250 metra skeiði á 23,50 sekúndum, en núna á Elvari, ekki Sprengju-Hvelli. í 350 metra stökki sigraði Lýs- ingur á 28,00 sek., en knapi var Erlendur Ingvarsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.