Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1997, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1997, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 9. JÚNÍ 1997 27 Iþróttir Enn ólga í herbúðum KR-inga varðandi þjálfaraskiptin hjá meistaraflokki: Leikmenn KR mættu ekki á æfingu í gærkvöldi Áður en DV fór í prentun í gærkvöldi stóð yfir stjóm- arfundur í knattspymudeild KR vegna ágreinings sem upp kom á milli leikmanna meistaraflokks og stjórnar í kjölfar uppsagnar Lúkasar Kostic, þjálfara liðsins, fyrir helgina. Leikmenn meistara- flokks hafa ekkert æft siðan þá og fyrirhuguð æfing í gærkvöldi féll niður. „Við í stjórninni munum setjast niður og skoða málin. Leikmenn lögðu fram ákveð- in skilyrði sem við ætlum að ræða um. Liðið átti að æfa í gærkvöldi en af því varð ekki. Við áttum stuttan fund með leikmönnum þar sem þeir lögðu fram ákveðin skilyrði. Meira hef ég ekki að segja á þessu stigi máls- ins,“ sagði Haukur Gunnars- son, varaformaður knatt- spyrnudeildar KR, í samtali við DV í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum DV leggja leikmenn ekki endilega til að Lúkas verði ráðinn í sitt fyrra starf. Þó er vitað að stór hluti leik- manna vill fá hann aftur. Við starfi hans hefur tekið Haraldur Haraldsson eins og fram hefur komið. -JKS Jason Ólafsson er á meðal sterkustu handknattleiksmanna landsins og sést hér í kröppum dansi meö iiöi sínu, Lautershausen, í þýska handboltanum á síðasta leiktímabili. Jason leikur á ný meö Aftureldingu næstu tvö árin. Jason heim - leikur á ný með Aftureldingu Englendingar stefna á sigur Enska landsliðið í knatt- spymu hefur tryggt sér sigur á Frakklandsmótinu. Um helgina sigruðu Englendingar lið Frakka, 1-0, í Montpellier og skoraði Alan Shearer sigur- markið fimm mínútur fyrir leikslok. Brasilía og Ítalía gerðu jafntefli, 0-3. Staðan á mótinu er þessi England 2 2 0 0 3-0 6 Brasilía 2 0 2 0 4-4 2 Frakkland 2 0 111-2 1 ítalía 2 0 113-5 1 England og Brasilia leika annað kvöld og á miðvikudag lýkur mótinu með leik Frakka og ítala. -JKS Bjarki til Noregs? Bjarki Gunnlaugsson, sem er á mála hjá þýska liðinu Mannheim, gæti verið á leiðinni til norska liðsins Molde. Tilboð hefur ekki borist í hann en umboðsmaður hans hefur tilkynnt honum að norska liðið hafi mikinn áhuga. Bjarki er samningsbundinn Mannheim næstu tvö árin en falli liðið, sem miklar líkur eru á, verður Bjarki laus allra mála. -JKS Jason Ólafsson, landsliðsmaður í handknattleik, hefur skrifað undir tveggja ára samning við 1. deildar- lið Aftureldingar í Mosfellsbæ. Jason lék með Aftureldingu fyrir þremur árum en síðan þá hefur hann leikið með ítalska liðinu Brixen og .sl. vetur lék hann með þýska liðinu Lauterhausen við góð- an orðstir. „Við erum mjög ánægðir meö að vera búnir að fá Jason til baka. Við þekkjum piltinn vel og hann styrkir okkur mikið í baráttunni næsta vet- ur. Við lögðum mikla áherslu á að fá hann því okkar vantaði tilfinnan- lega örvhenta skyttu. Jason kemur ábyggilega til með að falla vel inn í hópinn því hann hefur leikið með stærstum hluta leikmanna liðsins áður,“ sagði Jóhann Guðjónsson, formaður handknattleiksdeildar Aftureldingar, í samtali við DV í gærkvöldi. Jason átti mjög gott tímabil með þýska liðinu Lautershausen og var jafnan með bestu leikmönnum liðsins. Hann var í landsliðshópi íslands á HM í Kumamoto en fékk lítið að spreyta sig þar. Jason er einn besti handknattleiksmaður landsins og mun styrkja lið Aftureldingar gífurlega fyrir komandi átök. Islandsmótið í holukeppni í golfi: Ragnhildur og Þorsteinn - landsliðið valið fyrir EM Ragnhildur Sigurðardóttir, GR, og Þorsteinn Hallgrímsson, GR, urðu í gær íslandsmeistarar i holukeppni í golfi. Þorsteinn Hallgrímsson lék til úrslita gegn Emi Ævari Hjartar- syni, GS, og sigraöi 4-2. í kvenna- flokki varð Ragnhildur Sigurðar- dóttir meistari eftir að hafa sigrað Ólöfu Maríu Jónsdóttur, GK, í úr- slitum 1-0. Fyrir íslandsmótið í holukeppn- inni fór fram 36 hola höggleikur til að fá fram þá 16 bestu sem síö- ar kepptu til úrslita um íslands- meistaratitilinn í holukeppninni. Hjá körlunum náði Björgvin Sigurbergsson, GK, bestu skori, lék hringina tvo á 152 höggum. Sigurpáll Sveinsson, GA, og Þor- steinn HaUgrímsson, GR, léku á Ragnhildur Siguröardóttir, GR. 153 höggum. í kvennaflokki lék Ólöf María Jónsdótth', GK, best eða á 155 höggum. Þórdís Geirsdóttir, GK, var á 166 höggum og Ragnhildur Sigurðardóttir, GR, kom næst á 170 höggum. Landsliðið fyrir EM valið Ragnar Ólafsson, landsliðsein- valdur í golfi, valdi í gær þá sex kylfinga sem leika fyrir ísland á Evrópumóti landsliða á írlandi í lok júní. Þessir skipa liöið: Björg- vin Sigurbergsson, Björgvin Þor- steinsson, Þorsteinn Hallgríms- son, Öm Ævar Hjartarson, Þórður Emil Ólafsson og Kristinn G. Bjarnason. Sigurpáll Sveinsson er fyrsti varamaður. -SK Þorsteinn Hallgrímsson, GR.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.