Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1997, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1997, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1997 Fréttir ^ Ofbeldisgengi í Garðabæ: Atta piltar kærðir fyrir hrottalegar líkamsárásir - þremur fórnarlömbum misþyrmt á hálfum mánuði Átta piltar á aldrinum 15-19 ára hafa verið kærðir fyrir hrottalegar líkamsárásir og skemmdarverk í Gcirðabæ að undanfornu. Aðfaranótt sl. sunnudags fóru piltamir, átta saman, að húsi í Há- hæð í Garðabæ og börðu þar að dyrum. Húsráðandinn, maður á sex- tugsaldri, kom til dyra. Piitamir sögðust komnir til að gera upp sak- ir við son hans. Þeir hótuðu öllu illu og m.a. að drepa soninn. Húsráð- andinn reyndi að verjast en piltanir réðust á hann í anddyrinu og mis- þyrmdu honum þar. Þeir fóru því næst út fyrir og frömdu skemmdar- verk á bíl húsráðanda. Árásin og skemmdarverkin vom kærð. Piltamir vom yfirheyrðir í kjölfarið en síðan sleppt. Húsráð- andinn hlaut töluverða áverka í andliti, á hálsi og á baki. Fleiri ofbeldisverk Þrír piltanna réðust síðan í fyrra- kvöld á 16 ára gamlan pilt fyrir utan þrekmiðstöðina á Garðatorgi. Þeir slógu hann í götuna og spörkuðu í hann liggjandi. Lögreglan handtók árásarmennina síðar um kvöldið. Fjöldi vitna var að árásinni. Fómar- lambið hlaut töluverða áverka. Árásarpiltamir gáfu þá skýringu við yflrheyrslur hjá lögreglunni að þeir hefðu átt sökótt við báöa piltana þar sem þeir hefðu vísað þeim öllum út úr samkvæmi að kvöldi sl. laugardags. Þar með er ekki öll saga piltanna sögð. Fyrir hálfum mánuði réðust tveir þeirra á húsvörð á Garðatorgi, lömdu hann og spörkuðu í kynfæri hans. Maðurinn hlaut slæma áverka af völdum árásarinnar. Auk þess hafa þeir fengið fleiri kærur á sig vegna líkamsárása og margar vegna skemmdarverka. Þeir frömdu meðal annars stórfelld eignaspjöll um síðustu áramót á Garðatorgi. Flest afbrot sín hafa piltarnir unnið á Garðatorgi og í ná- grenni þess. Sá yngsti 15 ára Piltamir em flestir 17-19 ára en sá yngsti er aðeins 15 ára gamall. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu hefur hann komið við sögu í þremur áðumeftidum líkamsárás- um. Sex piltanna em búsettir í Garðabæ, einn er með lögheimili í Reykjavík og einn í Hafnarfirði. Hrottalegar árásir „Það er ekki hægt að kalla þetta annað en hrottalegar og tilefnislaus- ar árásir. Þessir piltar hafa vaðið uppi i Garðabæ með ofbeldi, líkams- meiðingum og skemmdarverkum. Þeir em með nokkrar kærur á bak- inu, bæði fyrir líkamsárásir og skemmdarverk. Þeir em átta saman í þessu gengi en 4-5 þeirra virðast aðallega hafa gengið fram í þessum ofbeldisverkum," segir Eðvarö Ól- afsson, rannsóknarlögreglumaður í Hafnarfirði. Fólk er hrætt viö þá „Það gerist ekki annað en piltun- um verður sleppt aftur út á götuna. Við getum ekki haldið þeim. Við emm búnir að ljúka þessum málum hér og þau fara til saksóknara. Nú verður að bíða og vona að kerflð taki á þessu sem það hreinlega verð- ur að gera. Það verður að stöðva þetta því hér er um að ræða alvar- lega og hrottalega glæpi. Við vorum að gæla við að geta sett þá í ein- hverja brotagæslu en það var ekki mögulegt. Sumir þeirra eru undir lögaldri og það veitir þeim meiri vemd. Yfirgangurinn og hrottaskap- urinn í þeim er þvílíkur að fólk er mjög hrætt við þá. Ég veit um fólk sem hefur hreinlega ekki þorað að kæra þá af ótta við hefnd,“ segir Eð- varð. -RR 16 ára krafinn um tæpa milljón fyrir líkamsárásir Ríkissaksóknari hefur ákært 17 ára pilt fyrir tvær líkamsárásir, eignarspjöÚ, þjófnað og skjalafals þar sem hann er krafinn um á ní- unda hundrað þúsund krónur í skaða- og miskabætur. Við þinghald í Héraðsdómi Reykjavíkur i gær viðurkenndi hann að mestu það sem honum er gefið að sök. Hann mótmælti hins vegar stærstu bóta- kröfunum sem ákæruvaldið lagði fram fyrir hönd þolenda. Flest brotin áttu sér stað á seinni hluta síðasta árs þegar pilturinn var 16 ára. 20. ágúst veittist hann að 14 ára pilti við inngang Tollstöðvar- innar i Tryggvagötu, felldi hann í jörðina og sparkaði í andlit hans. Afleiöingamar urðu augnáverkar, skuröir og fleiri höfúðmeiðsl fyrir þolandann. Pilturinn krefst 797 þús- unda króna í skaðabætur. Rúmum mánuði eftir árásina í Tryggvagötu veittist ákærði að karl- manni á sjötugsaldri við Frostafold í Grafarvogi, samkvæmt sakargiftum. Eftir að hafa sparkað í framljós bíls réðst hann á manninn með hnefa- höggum og spörkum og henti honum siðan á vélarhlíf bifreiðar. Hinn roskni maður hlaut áverka á rif, hrufl á hné og eymsl yfir rófubeini. Sakborningurinn er jafnframt ákærður fyrir að hafa í félagi við annan pilt farið inn í tvo bíla í þeim tilgangi að stela útvarpstækjum og þjófnaö á skjalatösku. Hann er auk þess ákærður fyrir viðskipti með falsaða tékka. -Ótt Hátt á fimmta þúsund tónleikagesta lögðu leiö sfna í Laugardalshöllina í gærkvöld til aö hlýöa á breska popparann Sting flytja tónlist sína ásamt hljómsveit. Söngkonan Anna Halldórsdóttir hitaöi upp á sviöinu fyrir stórpopparann. Tónieikagestir voru flestir komnir eitthvaö yfir tvftugt og ekki bar á ölvun eöa óspektum þrátt fyrir fjöldann. 70 manna gæsla Væringja og fleiri mótorhljólaklúbba ásamt starfsmönnum ÍTR hélt uppi lögum og reglu á staönum. Þá var og 16 manna sjálfboöaliöasveit ungmennadeildar Rauöa kross Reykjavfkur f viöbragösstööu og sinntu þeir einu yfirliði f þrengslunum viö sviöiö. Sting átti góöa tónleika f Höllinni f gærkvöld. DV-mynd Hilmar Þór Ólafsflörður skuldar rúmar 400 milljónir króna: Alvarleg skuldastaða - erum þó ekki komin í gjörgæslu, segir Þorsteinn Ásgeirsson, forseti bæjarstjórnar „Skuldastaða bæjarsjóðs er vissu- lega mjög slæm, það er ekki hægt að loka augunum fyrir því. Við ætlum ekki að fela okkur á bak við eitt né neitt hvað það varöar. Við ætlum að taka á þessu máli af fullri einurð,“ sagöi Þorsteinn Ásgeirsson, forseti bæjarstjórnar Ólafsfjarðar, í samtali við DV. Reikningar bæjarins voru kynntir á bæjarráðsfundi í vikunni. Þorsteinn segir að heildarskuldir bæjarsjóðs Ólafsfjarðar séu rúmar 400 milljónir króna. íbúar bæjarins eru um 1200 þannig að skuld á hvem íbúa nemur um 330 þúsund krónum. Þetta er með því allra hæsta sem gerist í landinu. í Árbók sveitarfélaga 1991 kemur fram að skuldir Ólafsfjarðarbæjar voru þá 146 milljónir króna. Skuld- imar hafa því vaxið um rúmar 250 milljónir króna síðan. „Ég tel ekki að við séum komnir í gjörgæslu þótt staðan sé þetta erfið og þungt fyrir fæti hjá okkur," sagði Þorsteinn. Hann segir höfuðástæðuna fyrir skuldaaukningunni vera byggingu nýs íþróttahúss. Þá koma félagslegu íbúðfrnar inn í reikningana nú þótt sú skuld hafi verið fyrir hendi. Þar hafi staðan verið verri en menn ætl- uðu. „Þá hafa tapast háar upphæðir vegna framlaga til atvinnumála í bænum. Þar er meðal annars um að ræða ábyrgðir vegna Sævers og einnig hafa tapast peningar vegna Glits hf.,“ segir Þorsteinn. Hann bendir hins vegar á að eftir erfitt atvinnuástand um nokkum tíma séu hjól atvinnulífsins farin að snúast aftur af fullum krafti á Ólafs- firöi. Það muni auka tekjur fólks og fyrirtækja og um leið tekjur bæjar- ins. Þess vegna sé útlitið nú bjart- ara en oft áður, þrátt fyrir allt. -S.dór Fréttir Dýrir matsmenn Veiðifélögum laxveiðiáa finnst að kostnaður við að meta verðmæti ánna hafi hækkað verulega undan- farin ár. Veiðifélag Norðurár vill að dómstóll yfirfari reikninga fyrir slíkt mat. RÚV sagði frá. Klerkar í klípu Prestastefnunni tókst ekki að afgreiða tillögu um að prestar vígðu sambúð samkynhneigðra. Fresta varð málinu til næstu stefnu. Skiptar skoðanir era um málið. RÚV sagði frá. Snakk fyrir Frakka Snakk sem búiö er til úr fisk- roði hefur fengið góðar viðtökur í Frakklandi og víðar. Úlfar Ey- steinsson matreiðslumaður, framleiðandi þess, bindur vonir við að markaðssetning takist vel, en hráefni i það sé meira en nóg. RÚV sagði frá. Bíða kjaradóms Forseti íslands, handhafar for- setavalds, ráðherrar, þingmenn, dómarar og nokkrir æðstu embætt- ismenn ríkisins bíða nú úrskurðar Kjaradóms um laun sín. Búist er við að þau hækki í takt við almenna kjarasamninga. RÚV sagði frá. Jóni Bald. lagt Grandi ætlar að hætta að gera út ísfisktogarann Jón Baldvinsson frá lokum júlímánaðar. Búið er að segja áhöfninni upp. Ástæðan er minni veiðiheimildir og að útgerð- in er hætt að sigla utan með óunn- inn ísaðan fisk. RÚV sagði frá. Skjálfti vegna Jóhanns Bæjarstjórnarmeirihlutinn f Hafharfirði er ótraustur eftir aö Jóhann Bergþórsson bæjarfull- trúi keypti sjálfur atvinnúhús- næði við Strandgötu, sem sam- starfsaðilar hans í bæjarstjóm ætluðu bænum að kaupa. Stöð 2 sagði frá. Vextir lækkuðu Vextir á spariskírteinum lækk- uðu um fjórðung úr prósenti í út- boði í gær og hafa ekki verið lægri í tvö ár. Stöð 2 sagði frá. Frelsi í fiugi Öll sérleyfi á innanlandsflug- leiðum falla úr gildi í næstu viku og það stefhir í harða sam- keppni, einkum milli Flugfélags íslands og íslandsflugs, að sögn Stöðvar 2. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.