Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1997, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1997, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1997 7 DV Ölfusá: Préttir 10 manns hafa drukkn- að undanfarin 22 ár Björgunarsveitarmenn leita aö líkum mannanna tveggja sem létust þegar bíll, sem þeir voru í, lenti í Ölfusá áriö 1990.Tvær konur björguöust þá giftusamlega. Alls hafa 10 manns drukknaö I Ölfussá sföan 1975. DV-mynd BG Enn eitt dauðsfallið varð í Ölfusá aðfaranótt sl. sunnudags þegar 17 ára piltur féll í ána og drukknaði. Annar piltur lenti einnig í ánni sömu nótt en var dreginn upp úr ómeiddur á síðustu stundu. Þykir mikil mildi að hann skyldi sleppa lifandi úr ánni. Síðan 1975 hafa 10 manns drukknað í Ölfusá þar sem áin fell- ur í gegnum Selfoss. Flest dauðs- föllin hafa verið skráð hjá lögreglu sem sjáifsvíg. Alla vega fjórir hafa farist af slysfönnn samkvæmt skrá lögreglunnar á Selfossi. Árið 1979 drukknaði siglingamaður í ánni eftir að kajak, sem hann var á, hvolfdi. Árið 1990 létust tveir menn eftir að bíll sem þeir voru í lenti í ánni. Tvær konur björguðust giftu- samlega úr bílnum. Lögreglan hef- ur túlkað nýjasta dauðsfallið sem slys. Þrátt fyrir mörg dauðsföll í Ölf- usá telja bæjaryflrvöld og lögregla girða ána af á þessum kafla sem liggur í gegnum bæinn. Ég tel að hættan sé ekkert meiri hér í Ölfusá en t.d. í höfninni á Eyrarbakka eða í Þingvallavatni," sagði Tómas Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Selfossi, aðspurður um málið. Ekki þörf á að girða „Það hefur ekki verið talin þörf á því að setja upp girðingu þarna. Ég held að það gengi heldur ekki upp að girða allt svæðið af með mann- heldri girðingu. Flest dauðsfóllin þama hafa verið sjálfsvíg. Þegar fólk ætlar sér þessa hluti þá er eng- in girðing sem getur komið í veg fyrir þaö. Það hafa verið settir upp stólpar á þeim stað sem bíllinn fór út af árið 1990. Það vamar því að ökutæki fari út í ána á þeim stað,“ sagði Helgi Helgason bæjarritari. - RR á Selfossi ekki þörf á að girða svæðið af. Siglingar bannaöar „Við höfum bannað allar smá- bátasiglingar á ánni eftir að sigl- ingamaður drukknaði í ánni 1979. Það hafa mörg óhöpp orðið hjá sigl- í Ölfusá Ölfusá flBP ingamönnum í ánni. Oft hefur þeim verið bjargað á síðustu stundu. Við höfum fylgt þessu banni eftir af miklum krafti. Ég tel hins vegar að það sé engin lausn að Norska ríkið tap- aði þorskastríði DV; Ósló: Þvermóðska norskra stjórn- valda á sér engin takmörk sem kunnugt er en þó gerist það af og til að ríkisstjórnin í Ósló verður að játa sig sigraða. Það gerðist nú á dögunum þegar Oddmundi gamla Antonssyni var boðin hálf önnur milljón íslenskra króna í bætur fyrir sex ára málarekstur vegna 300 kílóa af þorski. Odd- mundur var þá kominn með þorskastríð sitt til mannréttinda- nefndarinnar í Strasbourg. Oddmundur reri til fiskjar á fógrum vordegi árið 1991 og rót- fiskaði. Hann fékk nægan fisk til ársins fyrir sig og kerlu sína og vom þá eftir 300 kíló sem hann gaf dóttur sinni og syni. Þeim þorsktittum hefði hann betur kastað því ríkið sagði að Odd- mundur hefði bara mátt veiða fyrir sjálfan sig og konuna en ekki bömin ef þau væm flutt að heiman. Oddmundur var dreginn fyrir dóm en vann í undirrétti. Ríkið skaut málinu til hæstaréttar og þar var sá gamli dæmdur til að greiða þúsundkall í skaðabætur. Svo slysalega tókst til í þorska- stríðinu að Oddmundi var ekki sagt að nú ætti að dæma hann. Hann fékk því ekki komið við vömum og ákvað að leita mann- réttinda sinna í Strasbourg. Eftir fimm ára bið var röðin loks komin að Oddmundi en þá gafst norska ríkið upp og bauð sættir. Oddmundur tók boðinu en segir að það gildi bara um mála- reksturinn í Strasbourg. Hann ætlar að fa mál sitt tekið upp að nýju í Noregi og þá má búast við að þorskamir hans Oddmundar fari með sporöaköstum um norska dómskerfið fram á næstu öld. -GK Sumartilboð 10-20% afsláttur af ■ öllum bakpokum Cortina Sport Skólavöröustfg 20 - Sfmi 552-1555 Smóauglýtlngar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.