Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1997, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1997, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1997 9 r Whitewatermálið: Kohl kanslari Saksóknari kannar kvennamál Clintons Lögmaður Bills Clintons Banda- rikjaforseta og stuðningsmenn hans í Demókrataflokknum fordæma sak- sóknarann í Whitewatermálinu svo- kallaða fyrir að kanna hvort forset- inn hafi haldið fram hjá konu sinni. Washington Post greindi frá því að bandaríska alríkislögreglan og starfsmenn saksóknarans hefðu ný- lega yfirheyrt lögreglumennn í Ark- ansas til að komast að því hvort Clinton hefði haldið fram hjá Hill- ary eiginkonu sinni á meðan hann var ríkisstjóri í Arkansas. Starfs- menn saksóknarans hafa ekki neit- að fullyrðingum Washington Post. Stuöningsmenn Clintons segja saksóknarann vera að reyna að Kjólar Díönu prinsessu selj- ast á metverði Kjólar Díönu prinsessu renna út eins og heitar lummur á góðgerðar- uppboði í New York og eru kaup- endur að borga milijónir dollara fyrir kjólana. Uppboðshaldarar sögðu að um metverð væri að ræða á uppboði sem þessu. Alls eru 79 kjólar af prinsessunni á uppboðinu. Þetta eru kjólar sem prinsessan ferðaðist með til fjar- lægra staða, s.s. Japan, Pakistan, Suður-Kóreu og í Hvíta húsið en kjólamir tilheyra því 15 ára tíma- bili sem hjónaband hennar og Karls Bretaprins stóð yfir. Diana var í London á meðan upp- boðið fór fram og var hin rólegasta. Hún bað um að ekki yrði hringt í sig seint að kvöldi til að tilkynna hve mikið hefði komið í kassann. Það mætti bíða til morguns. Blár flauelsmjúkur silkikjóll af prinsessunni seldist fyrir tæpa 230 þúsund dali. Kjólnum skartaði hún i kvöldverðarboði í Hvíta húsinu í boði Ronalds Reagans auk þess sem hún steig í honum léttan dans með leikaranum John Travolta. Það er metverð á klæðnaði á uppboði. Met- ið var 145 þúsund dalir en á því verði fór klæðnaður sá er John Tra- volta skartaði í kvikmyndinni Sat- urday Night Fever. Yfirlýsing um bann við jarð- sprengjum Alls hafa 62 ríki skrifað undir yf- irlýsingu um bann við jarðsprengj- um og helmingi fleiri hafa gefið lof- orð um undirskrift sína. Belgískir embættismenn greindu frá þessu í gær en fúlltrúar frá 115 þjóðum eru í Brussel til að ræða alheimsbann við framleiðslu, geymslu, dreifingu og notkun jarðsprengna. „Nú þegar hafa 113 af þeim 115 ríkjum sem sitja ráðstefhuna sagt að þau muni skrifa undir yfirlýs- inguna. Ráðstefnan hefur aðeins staðið yfir í tvo daga og nú þegar hafa 62 lönd skrifað undir hana, sagði belgískm- embættismaður í gær. Yfirlýsingin er hugsuð sem und- irbúningur fyrir bindandi alþjóða- samning um bann við jarðsprengj- um. Stefnt er að þvi að alþjóða- samningur um slíkt bann verði undirritaður í Ottawa í Kanada i lok þessa árs. Reuter grafa upp hneykslismál þar sem hann hafi ekki nægar sannanir í Whitewatermálinu sem snýst um misferli í sambandi við fasteigna- viðskipti. Fréttin í Washington Post birtist aðeins tveimur dögum eftir að hæstiréttur úrskurðaði að Hvíta húsið yrði að afhenda athugasemdir sem voru teknar niður í samræðum Hillary og lögmanna Hvíta hússins eftir að hún kom fyrir kviðdóm 1996 og eftir sjálfsmorð Vincents Fosters, ráðgjafa Hvíta hússins. Starfsmönnum Hvíta hússins hef- ur verið bannað að tjá sig um frétt- ina í Washington Post en sumir gátu ekki annað en lýst vanþóknun Biil Clinton Bandaríkjaforseti. sinni á saksóknaranum. „Mér sýn- ist sem hann sé ráðþrota. Starfsmenn saksóknarans yfir- heyrðu einnig nokkrar konur, þar á meðal Glennifer Flowers, fyrrum næturklúbbssöngkonuna, sem held- ur því fram að hún hafi átt í löngu ástarsambandi með Clinton. Paula Jones, sem sakað hefur forsetann um kynferðislega áreitni, var einnig spurð spjörunum úr. Lögreglumennimir kváðust hafa greint frá því að þeir hefðu ekið Clinton eða útvegað honum ferðir til fúndar við sjö eða átta kvenn- anna á lista saksóknara á meðan Hillary var ekki í bænum eða lá sof- andi. Reuter Forseti Serbíu, Slobodan Milosevic, var á kosningaferðalagi í Kosovo í gær. Hann heilsar hér stuðningsmönnum sín- um. Slmamynd Reuter Aitken hættir sem ráðgjafi drottningar - sætir lögreglurannsókn Jonathan Aitken, fyrrum ráð- herra i bresku ríkisstjóminni sem um skeið var talinn líklegasti arf- taki Majors í íhaldsflokknum, hefur hætt störfum sem ráðgjafi Elísabet- ar Englandsdrottningar. Fyrir nokkmm dögum féll Aitken frá ákæra vegna meintra ærumeiðinga. Atiken hætti við ákærana gegn dagblaðinu Guardian og Granada- sjónvarpinu í síðustu viku eftir að verjendur kváðust hafa fundið ný gögn sem vora honum í óhag. Aitken ætlaði í mál vegna fullyrð- inga frá 1995 um að hann væri fjár- hagslega háður auðugum Sádiaröb- um sem hann hefði útvegað gleöi- konur. Hann var einnig sagður hafa skipulagt vopnasölu til íraks á með- John Aitken. an stríðið milli íraks og írans stóð sem hæst. Aitken vísaði sömuleiðis á bug fuUyrðingum um að hann hefði lát- ið Sádiaraba borga fyrir sig gistingu á Ritzhótelinu i París þegar hann var ráðherra og að hafa síðar logið að embættismönnum um málið. Talið er að Aitken sé nú í Banda- rikjunum. Hann missti þingsæti sitt í kosningunum í maí. Aitken varð sjálfkrafa einn af ráðgjöfum drottn- ingar þegar hann varð einn af ráð- herrum Johns Majors fyrir þremur árum. Venjulega er um æviráðningu að ræða þegar menn fá sæti í ráðgjafa- nefnd drottningar. Lögreglan rann- sakar nú hvort Aitken sé sekur um meinsæri. Reuter skilar gjöfum Kohl, kanslari Þýskalands, ætlar að skila aftur forláta Rolex-úri sem hann fékk að gjöf á leiðtogaráðstefh- unni í Denver í síöustu viku. Kohl hefur þegar skilað kúrekastígvélum sem Bill Clinton, forseti Bandarík;- anna, gaf honum og nú ætlar hann að skila úrinu til síns heima en það er gjöf frá Rolex-fyrirtækinu. „Kanslarinn ætlar sér ekki að þiggja þessa gjöf og mun senda það til baka,“ sagði talsmaður í Bonn við fréttamenn og átti þá við glæsiúr sem hinir svissnesku framleiðendur sendu Kohl og öðrum þjóðarleiðtogum. Á ráðstefhunni í Denver neitaði Kohl að ferðast milli staða með svörtum Mercedes og kádilják líkt og aðrir leiðtogar. Hann kaus þess í stað að taka venjulega rútu. Fangelsaður fyrir að hóta ríkasta manni í Svíþjóð Tuttugu og fimm ára maður fékk tveggja ára fangelsisdóm fyrir að hóta ríkasta manni í Svíþjóð, Stefan Persson. Persson rekur hina þekktu verslanakeðju Hennes & Mauritz. I mai á þessu ári kom maðurinn með hótunarbréf í höfuðstöðvar verslunarkeðjunnar. í bréfinu hótaði hann að sprengja Persson og fjöl- skyldu hans i loft upp ef hann yrði ekki við kröfum hans. Maðurinn fór fram á að Persson borgaði honum 10 milljónir sænskra króna. Maðurinn vai- handtekinn stuttu síðar en sagði þá að hann væri aðeins sendill og vissi ekkert um innihald bréfsins. Sagðist hann fá fimm þúsund sænsk- ar krónur fyrir að afhenda bréfið. Allt benti hins vegar til þess að mað- urinn væri sekur og þarf hann að sitja bak við lás og slá næstu tvö árin. Bandaríkin fá ákúrur á umhverf- isráðstefnunni Bandaríkin sæta gagnrýni frá Evrópuríkjum og ríkjum þriðja heimsins á umhverfisráðstefiiu Sam- einuðu þjóðanna sem nú stendur í New York. Fulltrúar þessara þjóða eiga ekki von á því að Bill Clinton, forseti Bandarikjanna, svari þessari gagnrýni én hann ávarpar ráðstefh- una í dag. „Það kæmi á óvart ef hann setti fram tillögur að meiri háttar breyt- ingum hvað varðar efhahagsmál og tækniþróun í þriðja heims löndum,“ sagði umhverfisráðherra Noregs, Torbjorn Berntsen. „Ef iðnrikin bjóða ekki fram hjálp þá verður ekki framþróun. Ég á hins vegar ekki von á neinum skilaboðum frá Clinton." Ráðstefnunni lýkur á föstudag og þá eiga markmið hvað varðar um- hverfismál í heiminum fyrir 21. öld- ina að vera skýr. Jeltsín vissi um gufubaösferöir ráðherrans Boris Jeltsín, forseti Rússlands, rak dómsmálaráðherrann Valentin Kovalyov í gær á meðan rannsókn fer fram á myndum sem birtust af ráðherranum og nöktrnn konum í gufubaði í næturklúbbi. Talsmaður í Kreml sagöi að Jeltsín hefði mjög líklega vitað af hneykslinu áður en það varð opinbert. Innanríkisráðherrann, Anatoly Kulikov, var spurður fyrir nokkru ívort þessar myndir væru ekta og )á sagðist hann hafa sagt forsetan- um af tilvist myndanna í Apríl. Kovalyov, sem er 53 ára að aldri, hefúr haldið því fram að myndband- ið sé falsað en hann baðst sjálfur lausnar frá embætti sínu til að geta hreinsað nafn sitt. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.