Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1997, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1997, Blaðsíða 24
32 Sviðsljós Söngkonan Sade kemur fyrir rétt Söngkonan Sade sem er íslend- ingum að góðu kunn á yfir höfði sér dóm fyrir glannaakstur og að óhlýðnast lögreglunni. Söngkonan sem ættuð er frá Ní- geríu heitir í raun Helen Folsade. Hún var á ferð í febrúar og fannst lögreglunni ástæða til að stöðva kellu þar sem hún brunaði áfram á ógngarhraða. Það gekk hins vegar brösuglega vegna þess að söngkon- an var ekkert á því að stöðva bíl sinn. Þegar lögreglunni tókst loks að fá hana til að stöðva bílinn lét hún ófriðlega og lét miður falleg orð falla í garð lögregluþjónanna. Sade kemur fyrir rétt í Montego Bay og það er spuming hvort hún reynir að milda dóm sinn með því að syngja eitt af vinsælii lögum sín- um „Smooth Operator." FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ 1997 I>V Henríetta særð vegna viðvörunar Fergie Andrés prins hætti skyndilega við fyrstu sameiginlegu ferð sína til útlanda með bræðrum sínum vegna heimilisvandamála. Andrés aflýsti á síðustu mínútu ferð sinni til Noregs þar sem kóngafólk Evrópu er í strandsiglingu með norsku kon- ungshjónunum í tilefni 60 ára af- mælis þeirra. Að sögn erlendra slúðurblaða neyddist Andrés til að fresta ferð- inni vegna orrahríðar milli kvenn- anna tveggja í lífi hans. Nýja ástin i lífi Andrésar, Henríetta Peace, er æst og sár vegna þess að Fergie, fyrrum eiginkona Andrésar, neitar að flyfja út úr húsi prinsins. Henríetta, sem hefur verið á fostu með Andrési, varð sérstaklega sár þegar Fergie varaði hana nýlega við því að koma of nálægt Andrési. Talið er víst að Elísabet Eng- landsdrottning hafi ekki verið ánægð með að Andrés skyldi þurfa að hætta við Noregsferðina af per- sónulegum ástæðum. Hún hafði vonast til að Karl, Andrés og Ját- varður gætu saman haft áhrif í þá átt að bæta ímynd bresku konungs- íjölskyldunnar. Henríetta er ekki ánægð meö viövaranir Fergie um aö hún eigi ekki aö koma of nálægt Andrési prins. Haft er eftir vinum Henríettu að Fergie beiti hana miklum þrýstingi. „Henríetta vill vera nálægt Andr- ési en þykir það erfitt vegna þess hve miklum tíma hann ver með fyrrverandi eiginkonu sinni.“ í sjónvarpsþætti í Argentínu I síð- asta mánuði sagði Fergie að ást sín og Andrésar væri alveg sérstök. Að- spurð hvað henni þætti um nýju vinkonuna hans Andrésar sagði Fergie að sér væri sama. Hún mætti hins vegar ekki koma of nálægt. Aðalvandamálið er að Fergie neit- ar að flytja frá Sunningham Park. Hún flutti þangað aftur í febrúar síðastliðnum þar sem hún kvaðst ekki hafa efni á að greiða húsaleigu annars staðar vegna skulda. Þá var sagt að Fergie myndi aðeins dvelja í húsi Andrésar í nokkrar vikur. Nú eru hins vegar liðnir fjórir mánuðir frá því að Andrés og Fergie tóku að búa aftur undir sama þaki. Margir velta þvi nú fyrir sér hvort ástæðan fyrir flutningi Fergie til Sunningham Park hafi frekar verið vinátta hans og Henríettu en slæmur fjárhagur hennar sjálfrar. Henríetta hefur dvalið um helgar í húsinu hjá Andrési þegar Fergie hefúr verið fjarverandi. Þeir sem kunnugir eru málunum segja aö Henríetta sé ósátt við stöðu mála. George Clooney, einn af aðalleikurunum í Leöurblökumanninum, heldur hér blítt utan um unnustu sína, Celine Baiitran, á Bourget-flugvellinum viö París. Kalli og Camilla á fyrsta opinbera stefnmnótið Karl Bretaprins og hjákona hans, Camilla Parker Bowles, eiga sitt fyrsta opinberlega stefnumót í byrj- un júlí og liggur leið þeirra á við- hafnarsýningu í Konunglegu óper- unni. Vinir hjónaleysanna segja þau ekki vera búin að útiloka hugmynd- ir um að ganga í það heilaga en þau vonast til að njóta stuðnings nýja forsætisráðherrans, Tonys Blairs, í þeim málum. Camilla verður fimmtug í júlí og ætlar Karl að halda henni veislu. ’IMMI Flækjufótur Mummi Siggi Lísa og Láki Andrés önd Gíssur gullrass tlvutti Hroiiur rarzan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.