Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1997, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 26.06.1997, Blaðsíða 32
> c=j o FRÉTTASKOTIÐ Ö= cZD LJLJ SfMINN SEM ALDREI SEFUR s: in «=c S Hafir þú ábendingu e.öa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. OO C-1 1— LT3 1— 550 5555 Frjálst,óháð dagblað FIMMTUDAGUR 26. JÚNÍ1997 EM í bridge: Hrikalegt tap Eftir góðan sigur á sterkri sveit Dana, 20-10, í opna flokknum í 26. umferð á EM í bridge á Ítalíu í gær varð íslenska sveitin fyrir miklu áfalli. Tapaði 6-24 fyrir Spáni - því landi sem langmest hefur komið á óvart í keppninni. FéO niður í 8. sæti 35 þjóða. Möguleikar á sæti í heimsmeist- arakeppninni í Túnis í haust minnkuðu verulega. Þó er það ekki útilokað því allar efstu sveitirnar - nema ísland - eiga eftir að spila marga leiki innbyrðis og enn eru 200 stig eftir í pottinum. Staðan eftir 27 umferðir: Ítalía 527,5, Spánn 503, Pólland 502,5, Frakkland 496, Noregur 493, Hol- land 484, Danmörk 478 og ísland 476,5 stig. Ítalía hlaut flest stig efstu þjóð- ■* anna í gær, 50 stig af 50 mögulegum. Spánn hlaut 47, Pólland og Frakk- land 39, Noregur 36, Holland 33, ís- land 26 og Danmörk 24. í 27. umferðinni hlaut Ítalía 25 stig gegn Ungverjalandi, Frakkland 25 stig gegn Þýskalandi, Pólland 19 stig gegn Bretlandi, Noregur og Danmörk 14 stig gegn Austurríki og Rússlandi. í dag spilar ísland við Króatíu, San Marínó og Líbanon. íslenska kvennasveitin er í 20. sæti eftir 17. umferðir. Vann Tyrki i gær, 19-11, en tapaði fyrir Austurríki, 12-18. -hsím Norsk loðnuskip: Rannsókn væri óheillaspor - segir Audun Marák „Það væri mikið óheillaspor næðu íslendingar að knýja fram rannsókn á smámisferlum sem þeir létu áður viðgangast átölulaust," segir Audun Marák, formaður sam- taka norskra bátaútvegsmanna, ^ vegna kröfu íslendinga um að 73 brot norskra loðnuskipa verði rann- sökuð. Krafa um rannsóknina var sett fram á fundi íslenskra og norskra embættismanna í gær. Helgi Ágústsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneytinu, segir norsku sendinefndina hafa tekið kröfunni vel. Fundur íslendinga og Norð- manna í gær stóð stutt. -GK/-rt Húsavík: Kosið í dag I dag verður kosið um innan- hússtillögu ríkissáttasemjara í sjúkrahússdeilunni á Húsavík. í ^ gær skrifuðu fulltrúar deiluaðila nöfn sín undir tillöguna og mæla með henni. -S.dór Ákæra lögð fram í hellusteinsmálinu úr Austurstræti: Hellusteininum hent af afli í höfuð mannsins - fórnarlambið hlaut taltruflanir og máttur minnkaði „Stórfelld líkamsárás! Það finnst mér einum of hart,“ sagði annar sakbominganna í svoköll- uðu hellusteinsmáli í gær þegar Sverrir Einarsson héraðsdómari spurði hann um efni ákæm þar sem þeim er gefið að sök að hafa ráðist á 43 ára karlmann á mótum Pósthússtrætis og Austurstrætis 27. apríl síðastliðinn. „Kannastu þá við að vera sekur um minni háttar líkamsárás?" spurði Sverrir Einarsson hér- aðsómari að bragði. „Já,“ svaraði pilturinn, sem er liðlega tvítugur. Félagi hans er ári eldri. Hann fær þyngri sakargiftir - ákærður fyrir að kasta hleðslusteini af afli í höf- uð fórnarlambsins. Hann tjáði sig ekki um efni ákærunnar í gær þar sem verjandi hans var ekki við- staddur þingfestingu í gær. Rétt- arhöld hefjast með vitnaleiðslum á morgun, föstudag. Ákæran á hendur piltunum er á þá leið aö þeim er báðum gefin að sök stórfelld líkamsárás - að ráðast tilefhislaust á fómarlambið. Þannig hafi annar þeirra gengið að manninum og rekið öxlina í hann í þeim tilgangi einum að fá hann til að slást. Maðurinn reyndi að losna frá piltinum og tókust þeir því á. Hann reyndi síðan að forða sér undan báöum piltunum inn í Póst- hússtræti í átt að Austurvelli. Pilt- arnir veittu honum þá eftirfor. Þegar þarna var komið sögu tók annar þeirra upp hellustein og kastaði honum af miklu afLi í höfuð fómarlambsins sem féll við það í götuna utan viö Café Paris. Piltarn- ir spörkuðu þá báðir af miklu afli í manninn, m.a. í höfuð hans, þar sem hann lá ósjálfbjarga í götunni. Tilfefnislaus árás Afleiðingar hinnar tilefnislausu árásar voru þær að fómarlambið hlaut 4ra sentímetra langan stjömulaga skurð vinstra megin á höfði með tættum brúnum og 5 sentímetra fyrir ofan vinstra eyra. Fyrir innan höfuðleðrið var innkýlt stjömulaga brot í höfuð- kúpunni - hluti af beinbrotum gekk 3 sentímetra inn. Við þetta rofnuðu heilahimnur, sár kom í heilann og blæðing undir og kringum brotið. Sárið sem maðurinn fékk á heilabörkinn olli því að hann missti mál og síðan miklar tal- tmflanir. Kraftur hans og tilflnn- ing minnkaði einnig í hægri hluta líkamans. Mennh-nir hafa báðir setið inni frá því að árásin átti sér stað. Annar þeirra er reyndar að af- plána dóm fyrir annað brot. Búast má við að dómur gangi í hellu- steinsmálinu í júlí. -Ótt Sakborningarnir tveir úr hellusteinsmálinu leiddir inn í dómsal Héraðsdóms Reykjavíkur í gær. Þeir hafa báð- ir setið inni frá því í lok apríl þegar hin tilefnislausa árás átti sér stað. DV-mynd Pjetur SKALLAPOPPAR- ARNIR HAFA FENGIPl STING í SIG! Veðrið á morgun: Rigning vestanlands Á fóstudag verður sunnankaldi eða stinningskaldi og rigning vestanlands en hægari og bjart veður austan til. Hiti á bilinu 8 til 18 stig, hlýjast austan til. Veðrið í dag er á bls. 37 Þyrlan sótti slasaðan mann Maður slasaðist alvarlega á handlegg í vinnuslysi á Grund- artanga í gær. Maðurinn var að vinna við færi- band í járnblendiverksmiðjunni á Gmndartanga þegar slysið varð. Ósk- að var eftir aðstoð þyrlu Landhelgis- gæslunnar og sótti hún manninn. Þyrlan lenti við Sjúkrahús Reykja- víkur klukkan hálfþrjú í gær. Mað- urinn var í aðgerð þar í gærkvöld en að sögn lækna var ástand hans betra en á horfist í fyrstu. -RR Trillu hvolfdi: Á Óla lífið að launa - segir Jón Einarsson „Það kom stór alda aftan á bátinn og sveiflaði honum til. Síðan lagðist hann skyndilega á hliðina. Ég var inni í húsi og komst naumlega út. Þá lenti ég beint í sjónum," segir Jón Einarsson frá Rifi en hann bjargaðist giftusamlega eftir að trilla, sem hann var á, Hvítá MB2, hvolfdi um 22 sjómílur norður af Hellissandi um klukkan hálfsjö í gærkvöld. „Ég var stutta stund í sjónum en náði síðan að komast upp á kjöl bátsins sem maraði í kafi. Ég var blautur og kaldur og það gekk sjór yfir mig öðm hvoru. Það var kaldi og um 5 vindstig. Mér leist ekki á blikuna og var orðinn ansi smeykur um að mér yrði ekki bjargað. Eftir 5-10 mínútur sá ég bát vera að dóla í nokkurri fjarlægð frá mér. Ég veif- aði af öllum mætti og eftir um 10 mínútur sá hann mig. Ég get ekki lýst því hversu feginn ég var þegar ég sá hann taka stefnuna í áttina til mín,“ segir Jón. Það var trillan Örkin frá Sauðár- króki sem kom Jóni þama til bjarg- ar. Þaðan var Jón fluttur yfir í Darra sem var á leiðinni til Rifs. Bátum sem komu að slysstað tókst að koma taug í Hvítá þar sem bátur- inn maraði í kafi. Steinunn SH tók bátinn í tog til hafnar í Ólafsvík. „Ég vil þakka Óla á Örkinni kær- lega fyrir björgunina. Ég á honum lífið að launa,“ segir Jón. -RR Fjórhjóladrifinn fjöIskyIdubíll - hannaður fyrir íslenskar aðstæður CR-V Sjálfskiptur með tveimur loftpúðum kostar frá 2.270.000,- (H) HONDA S: 568 9900

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.