Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1997, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1997, Síða 16
Ragnheiöur Arngrímsdóttir er af miklu flugfólki komin. Hún segir þaö hafa legið beint við aö fara í flugnámið þótt hún geti vel hugsaö sér aö læra eitthvað annað til þess aö hafa í bakhöndinni. DV-mynd PÖK Flaug sína fyrstu ferð sem flugmaður á breiðþotu í vikunni: Þú ert bara stelpa - Ragnheiður Arngrímsdóttir hafði allt eins ætlað sár í viðskiptafræði eða heimspeki „Eldra fólkið miklar þetta svolítið fyrir sér. Því finnst þetta miklu meira mál. Ég veit að ömmu minni, sem nú er nýlátin, fannst þetta al- veg æðislegt og ég vildi að ég hefði fengið tækifæri til þess að fljúga með hana á svona stórri vél. Fólki á miðjum aldri fínnst þetta allt að því eðlilegt og jafnaldrar mínir spá varla í þetta. Tímarnir eru sem bet- ur fer að breytast og okkur konun- um í þessum eiginlegu karlastörfum er alltaf að fjölga," segir Ragnheiður Arngrímsdóttir sem fór sína fyrstu ferð sem flugmaður á Tri-Star-breið- þotu Atlanta nú í vikunni. Af litlum í stórar Ragnheiður er hógværðin upp- máluð og vill sem minnst tala um sérstöðu þess að hún skuli vera eina konan hér á landi sem flýgur svona stórum vélum. Hún segist hafa farið svolítið óvenjulega leið í þessu. Flestir byrji á litlu vélunum og stækki svo smátt og smátt við sig. Hún hafi hins vegar byrjað á þess- um litlu, tekið próf á 737-vél fyrir ári, þá gengin sex mánuði og því orðið að hætta. Hún hafði því ekk- ert flogið fyrr en nú að hún flaug breiðþotunni í vikunni. Sambýlis- maður Ragnheiðar er Steinarr Bragason, flugmaður hjá Flugleið- um, og saman eiga þau Amgrím Braga. Aðspurð hvort það hafi alltaf átt fyrir henni að liggja að fara í flugið segir hún það einhvern veginn hafa komið af sjálfu sér. Foreldrar henn- ar, Arngrímur Jóhannsson og Þóra Guðmundsdóttir hjá Atlanta, hafi eðli málsins samkvæmt verið á kafi í þessu og hún hafi sem lítil stelpa farið með pabba sínum vítt og breitt. Hann hafi endalaust verið að skoða þessa vél, sjá hina lenda, prófa þá þriðju og hún hafi smitast og bara byrjað í þessu. Stóra landakortið „Ég byrjaði sem flugfreyja og í því starfi er maður alltaf annað veif- ið að koma fram í flugstjórnarklef- ann. Mér fannst strax alveg yndis- legt að virða fyrir mér það sem fyr- ir augu bar. Útsýnið þegar upp úr skýjunum er komið er engu líkt og þegar bjart er þykir mér gaman að virða fyrir mér löndin fyrir neðan okkur. Stóra landakortið fyrir neð- an er mjög merkilegt." Ragnheiður segir að í raun hafi hún ætlað sér að fara í Háskólann, í viðskiptafræði eða heimspeki. Því hafi í nokkur skipti verið skotið á frest og það er enn í frestun. Hún er þó allt eins á því að læra meira. „Það er ekkert öruggt í þessu starfi. Flugmenn þurfa að fá mjög góða læknisskoðun til þess að fá að fljúga og því má lítið út af bera. Ég stefni vitaskuld að því að fljúga sem lengst en það getur verið gott að hafa eitthvert nám í bakhöndinni ef eitthvað kemur upp á,“ segir Ragn- heiður. Þegar Ragnheiður er spurð hvort fólki þyki óvenjulegt að hafa konu í þessu brosir hún út að báðum, greinilega vön þessari. Hún segir að hér áður fyrr hafi flugmenn þurft að beita kröftum til þess að fljúga og því hafi þetta frekar verið karla- starf. Hún segir að enn i dag sé það útbreiddur misskilningur að kraftar séu nauðsynlegir. Nú sé þetta fyrst og fremst spurning um nákvæmni og yfirvegaðar hreyfingar og þess vegna alls ekki síður fyrir konur en karla. Hvað þá með fordóma? Neitaði að fljúga með mér „Fæstir fárast yfir því að ég skuli vera að fljúga svona ung. Það hefur þó komið fyrir að fólk hefur neitað að fara með mér í vél. Ég hef verið að kenna á tveggja sæta vélar og unnið sem flugmaður á vélum í út- sýnisflugi. Ég man einu sinni eftir því að eldri kona neitaði að fara með í útsýnisflug. Hún sagði að ég væri of ung. Ungir strákar litu ein- hvem tímann á mig og sögðu: Hún er bara stelpa." Ragnheiður segist alls ekkert vera óeðlilega ung í þessu starfi. Fólk megi byrja að læra að fljúga um tvítugt, síðan sé þetta bara spuming um aðstæður hvers og eins hversu hratt hann aflar sér þeirrar reynslu sem þarf. Hún seg- ist enn sem komið er aðeins geta verið aðstoðarflugmaður en flug- stjórinn sé í augsýn, bóklega námið búið og nú sé þetta bara spurning um tíma. Hún segir vissulega mikla ábyrgð felast í því að fljúga vél með um 360 farþega en það sé þó ábyrgð sem hún treysti sér alveg til þess að axla. Móðurhlutverkið „Þetta em alltaf sömu gmndvall- aratriðin sem maður þarf að hafa í huga þegar maður er að fljúga, hvort sem um er að ræða litla eins hreyfils vél eða eða breiðþotu, fulla af fólki. Maður hugsar um að koma vélinni á loft og lenda henni svo far- sællega á áfangastað. Þetta er nú ekki flóknara en svo.“ Aðspurð segist Ragnheiður vera búin að ná því sem hún hafi stefnt að í sambandi við flugið. Hana hafi dreymt um að fljúga breiðþotunni og nú sé sá draumur uppfylltur. „Það er sérstaklega gaman að fljúga þessari þotu hjá Atlanta. Það er svo fallegt á henni nefið. Þær eru afskaplega ólíkar, vélarnar, og hver hefur sinn karakter,“ segir Ragn- heiður Arngrímsdóttir. Að hverju stefnir hún næst? „Ég á lítinn strák sem ég reyni að vera eins mikið með og ég get. Ætli ég reyni ekki bara að standa mig vel í móðurhlutverkinu.“ -sv ■ c “" 'X AV'ft. A-\VA\V\a Tri-Star-þota Atlanta er gríöarlega stór og mörgum þykir merkilegt aö sjá unga stúlku í fiugmannssætinu. Mynd Binni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.