Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1997, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1997, Qupperneq 17
DV LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1997 17 Þrír miðlar segja nunnur fylgja Jónasi Jónassyni: Ég er mikill efasemdamaður - segir útvarpsmaðurinn en segist þó þekkja aðra þeirra Miölar segja tvær nunnur fylgja Jonasi Jónassyni, útvarpsmanninum góökunna. Hann þekkir aöra þeirra frá því að hann var nemandi í Landakoti sem barn. DV-mynd Pjetur „Það sem ég vildi fá að vita var hvort hann sæi eitthvað í húsinu. Ég hafði í raun engan sérstakan áhuga á því að fara að blanda sjálf- um mér inn í þetta en viðurkenndi fyrir hon- um að aðrir miðlar hefðu sagt það sama um nunnumar,“ segir Jónas Jónasson útvarps- maður í Scimtali við DV. Kvöldgestur Jónasar í Ríkisútvarpinu fyrir rúmri viku var miðillinn Hiimar Guðmunds- son, maður sem sér fleira en fólk almennt ger- ir. Jónas þekkir útvarpshúsið vel og segir að mörgum þyki erfitt að vera einir á ferð á neðstu hæðum hússins. Jónas vildi því fá að vita hvort gesturinn sæi eitthvað í hljóðstof- unni, eitthvað sem honum sjálfum væri fyrir- munað að sjá. Það eina sem maðurinn nefndi voru tvær nunnur sem hann sagði greinilega fylgja Jónasi. Systir Clementía „Tveir aðrir miðlar hafa sagt þetta sama um nunnumar. Fyrir löngu var ég að drekka kafft hjá Þórunni Maggý Guðmundsdóttur miðli. Við vorum bara að rabba saman og þar sem ég er forvitinn maður að eðlisfari spurði ég: Hvað sérðu núna, elskan? Þá talaði hún um nunnu. Mér datt strax í hug yndisleg syst- ir sem kenndi mér í Landakoti þegar ég var barn.“ Jónas segist í raun aldrei hafa vitað nein sérstök deili á þessari konu. Hann heldur að hún hafi heitið Margrét en í Landakoti var hún kölluð systir Clementía. Nunna þessi reyndist Jónasi afskaplega vel, m.a. þegar sprakk í honum botnlanginn og hann var mik- ið veikur um tíma. Jónas er sannfærður um að margir muni eftir þessari góðu konu, hún hafi haft svo fallega útgeislun. Umkomulaus í skólanum „Ég varð vitanlega nokkuð forvitinn um hver hún væri þessi kona og spurði Þórunni Maggý hvort veriö gæti að þetta væri systir Clementía. Hún brosir núna, sagði hún þá.“ Jónas segir að systir Clementía hafi viljað koma boðum til sín í gegnum miðilinn. Þau voru eitthvað á þá leið að hann hefði alltaf verið hálfumkomulaus í skólanum og því hefði hún ákveðið að taka hann að sér. „Þannig var þetta og ég get ekki séð hvern- ig Þórunn Maggý ætti að vita það. Þessi góða nunna sagðist síðan fylgja mér til þess að geta haldið áfram að annast um mig.“ Hin nunnan er að sögn Jónasar úr gamalli ítalskri reglu. Það var Kristin Þorsteinsdóttir miðill sem minntist fyrst á hana við hann. Nunnan er sögð vera frá mjög gamalli tíð og er einhvem veginn þama til þess að vanda um fyrir honum, gera hann að betri manni. „Erum við ekki alltaf að reyna að verða betri menn?“ spyr Jónas. IMeita engu Aðspurður hvort hann trúi á þetta segist hann vera mikill efasemdamaður. Hann segist þó hafa verið alinn upp á heimili spíritista og aldrei fundist hann hafa efni á því að neita einu eða neinu. „Ég er síspyrjandi og á það til að fá köst þar sem ég efast um að nokkur vitglóra sé í tilver- unni.“ Jónas segir mörgu svo misskipt hér hjá okkur. Sumir deyi ungir en aðrir lifi lengur eins og frænka hans ein, Halldóra Bjarnadótt- ir, sem varð 108 ára. Þegar hún var 82 ára hót- aði hún honum að hún ætlaði að verða minnst 110 ára. Jónas lofaði þá um leið að koma og dansa við hana á afmælisdaginn. „Uss, þú verður löngu dauður þá,“ sagði þá gamla kon- an. „Það hlýtur að vera einhver ástæða fyrir því að þessu er svona misskipt. Börn deyja án þess að hafa nokkuð fengið að lifa og það seg- ir mér að einhvers staðar sé kerfi í þessu sem við ekki skiljum, Ég vil trúa því að það geti ekki verið að ég sé hér til þess eins að vinna í útvarpinu," segir Jónas Jónasson. -sv í kortaviðskiptum í frá og með 8. júlí DEBETKORT Þú þarft að slá inn PIN-númerið þegar þú greiðir með kredit- eða debetkorti í bensínsjálfsölum Til samræmis við alþjóðlegar öryggisreglur í kortaviðskiptum hafa íslensku greiðslukortafyrirtækin ákveðið í samráði við olíufélögin að frá og með 8. júlí skuli persónulegt leyninúmer korthafa (PIN-númer) notað í viðskiptum með greiðslukortum í bensínsjálfsölum hér á landi.* * PIN-númer vegna VISA-korta fást endurútgefin hjá viðskiptabönkunum, sparisjóðunum og VISA ef þörf er á. PIN-númer vegna Eurocard-korta fást endurútgefin hjá Europay á íslandi. VISA ÍSLAND ÁLFABAKKA 16, 109 REYKJAVÍK sími 525 2000 - fax 525 2020 EUROPAY I s l a n d KREDITKORT HF. ÁRMÚLI 28-30 • 108 REYKJAVÍK Sími: 550 1500 • Fax: 550 1515

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.