Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1997, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1997, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1997 T^>V dagur í lífi Jón Guðmundsson var í undirbúningsnefnd afmælis Egilsstaðabæjan Gamli kaupfélagsstjórinn ánægður með græna litinn „Undirbúningur afmælis Egils- staða hefur staöið í langan og strangan tíma og nú virðist sem ósk afmælisnefndarinnar um gott veður ætli að rætast (við gerðum þá kröfu til máttarvalda að þau gæfu okkur gott veður í afmælis- gjöf). Það er fimmtudagurinn 26. júní, úti sól og blíða og hiti um 15 gráður þegar undirritaður reis úr rekkju sinni á Hallormsstað. Þetta var góðs viti því í dag átti ég von á listakonunni Finnu B. Steinsson til að mála listaverk á aðalgötu Eg- ilsstaða, Fagradalsbrautina. Ég ók í Egilsstaði rétt fyrir kl. 8, hélt rakleiðis til Þráins og Gunn- hildar í Héraðsprenti til að ná í nokkur eintök af afmælisblaði Eg- ilsstaða sem ég þurfti að koma í póstinn sem allra fyrst svo íbúar dreifbýlisins fengju nú dagskrá væntanlegra hátíðarhalda í tíma. Þráinn prentari var syfjulegur enda lagt nótt við dag að undan- fömu. Ég varð að hafa hraðann á því von var á flugvélinni frá Reykjavík á hverri stundu með Finnu innanborðs. Málaði bláar brýr Við aðalinngang flugstöðvarinn- ar voru ýmsir mætir menn. Ámi ísleifs og Vernharður Linnet voru t.d. mættir til að kveðja þann fræga fiðlusnilling, Sven Asmus- sen, sem leikið hafði á opnunartón- leikum tíundu Jazzhátíðar Egils- staða kvöldið áður. Þeir sneru all- ir andliti til sólar og voru famir að taka lit. Okkur fannst tilvalið að fá Finnu B. Steinsson til að skreyta Egilsstaðabæ á 50 ára afmælinu. Hún hefur á undanförnum áram vakið mikla athygli og umtal, gerði t.a.m. tilraun til þess að telja hina óteljanlegu Vatnsdalshóla og málaði gömlu brýmar í Norðurdal í Borgarfirði bláar. Upp úr hádegi var undirbúningi lokið svo við Finna hófum gerð listaverksins, íklædd hvítum mál- aragöllum og skærgrænum örygg- isvestum frá Vegagerðinni. Við byrjuðum á Eiðavegi og fikruðum okkur síðan inn á Fagradalsbraut- ina. Það er viss lífsreynsla að starfa úti á miðjum þjóðvegi og betra að hafa augun opin. Þótt flestir ökumenn hafi verið tillits- samir við okkur götumálarana voru nokkrir sem einhverra hluta vegna áttu erfitt með að hægja á sér. Nennti varla á fund Finna var búin að reikna út að við þyrftum að mála yfir þrjú hundruð þríhyrninga, samtals um 64 fermetra. Eftir um klukkustund- arvinnu voru þríhymingarnir orðnir eitthvað á þriðja tuginn þannig að með sama hraða yrðum við að fram á nótt. Helgi Halldórsson, bæjarstjóri og formaður afmælisnefndar, leit við hjá okkur upp úr mðjum degi á sínum græna Renó og dró mig inn á fund með afmælisnefndinni. Ég nennti tæpast en skyldan kallaði. Eftir fundinn fann ég að ég var orðinn svangur enda ekkert borð- að síðan snemma um morguninn. Sigrún Lárusdóttir afmælisnefnd- armaður aumkaði sig yfir mig og bauð mér og listamanninum í mat. Hafi hún þökk fyrir. Egilsstaðamaraþon Klukkan var átta og ekki nema þriðjungur Vaxtarbroddanna, verkið hét það, hennar Finnu hafði litið dagsins ljós. Nú var aö taka til hendinni og sem betur fer barst góður liðsauki. Skriður komst á málið. Ýmsir vegfarendur gáfu sig á tal við okkur og spurðu m.a. hvort við værum að auðkenna hlaupaleiðina fyrir Egilsstaðamaraþon. Þegar við sögðumst hins vegar vera að mála listaverkið Vaxtarbrodda kom spekingslegur svipur á marga. Flestir lýstu yfir ánægju sinni, fannst verkið flott. Aðrir ypptu öxlum en Þorsteinn, fyrrverandi kaupfélagsstjóri, brosti út undir eyru, svo ánægður var hann með græna litinn. Verkinu lauk upp úr klukkan eitt í dýrlegri miðnætursól. Þá var orðið nokkuð dregið af listamönn- unum en umhverfislistaverkið Vaxtarbroddar teygði sig eins langt og augað eygði eftir Fagra- dalsbrautinni. Það var tilkomu- mikil sjón. Heim var ég kominn upp úr klukkan tvö að nóttu og svaf vel á mínu græna eyra til morguns." Jón Guðmundsson vann ötullega aö undir- búningi afmælis Egils- staðabæjar. Hér er hann að mála umhverfislista- verkiö Vaxtarbrodda. DV-mynd Sigrún Björg- vinsdóttir. Finnur þú fimm breytingar? 418 Þú ert rekinn, Jensen, en ég skal gefa þér mín bestu meðmæli ef þú ert til í aö fá þér starf hjá helsta keppinaut okkar. Nafn:______________________________________■______________________ Heimili:---------------------------------------------------------- SÖ39 Vinningshafar fyrir fjögur hundruðustu og sextándu getraun reyndust vera: Ómar Valgeirsson, Hallbjöm V. Rúnarsson, Norðurvangi 20, Hólagötu 4, 220 Hafnarfjöröur. 245 Sandgerði. Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kem- ur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum verið breytt. Finnir þú þessi frnim atriði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigurvegar- anna. 1. verðlaun: Kalimar-Spirit AF, 35 mm myndavél ffá Radíóbæ, Ármúla 38, að verðmæti 3.995 kr. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr. 1570, Sekur eftir Scott Turow og Kóli- brísúpan eftir David Parry og Patrick Withrow. Vinningamir verða sendir heim. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 418 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.