Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1997, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1997, Qupperneq 22
LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1997 22 [Grstæð sakamál ■ ■ Orlög nunnunnar Sófía Sófrónía. Einhvers staðar í skógum Krítar er sögð hafast við óhamingjusöm kona sem leitaði á sinum tima burt frá skarkala hversdagslífsins en lenti þess í stað í hörmungum sem hafa orðið ýmsum umfjöllunarefni eftir að þær voru opinDeraðar fyrir rétti í Grikklandi. í raun má segja að konan hafi orðið að útlaga í eig- in landi. Þó var hún nunna. Sófla Sófrónía var aðeins tvítug þegar hún ákvað að yfirgefa heima- ey sína, Krít. Stúlkan var fógur, og sumir sögðu hafa útlit kvikmynda- stjömu. Hún var fædd og uppalin á Krít en viidi kynnast lífinu á gríska meginlandinu, eins og títt er um ungt fólk sem býr í þorpum og til sveita. Þegar hún yfirgaf eyjuna var móðir hennar, eini ættingi hennar þar, nýlátin og því hélt ekki margt i hana. Sófia vonaðist til að fá fasta vinnu uppi á landi en hún lenti í hringiðu stórborgarinnar. Henni leið illa og taldi fáa kosti góða í þessum „frumskógi". Hún leitaði því til kirkjunnar og skömmu síðar gekk hún í nunnureglu sem rak spítala i Kerati. I hendur harðskeyttrar konu Hafi Sófia haldið að hún myndi nú finna frið, kærleik og umhyggju- semi varð henni ekki að von sinni. Abbadísin í klaustrinu sem hún bjó í þegar hún var ekki að störfum á spítalanum var hörð í hom að taka og nefndu sumir hana kvenútgáf- una af Raspútín. Abbadísin var í nánum tengslum við munka sem búið höfðu í algerri einangrun á At- hos-fjalli, en til mótvægis við það fá- breytta líf fóm þeir að halda svall- veislur. Abbadisin neyddi Sófiu til að taka þátt í þeim og þar voru um hönd höfð fíkniefni. Þeir sem tóku Klefi fööur Evdókímos. þátt í veislunum vom beðnir um að skrifa undir yfírlýsingar um að þeir afsöluðu sér öllum veraldlegum eig- um og létu þær renna til klausturs- ins. Eftir nokkurn tima komst upp um þetta athæfi. Abbadísin var handtekin, dregin fyrir rétt og dæmd til langrar fangelsisvistar. Sófía, sem var mjög vonsvikin yfir því að hafa ekki fundið það sem hún leitaði eftir þegar hún gekk í regl- una, hélt aftur til Krítar. I munkaklaustri Eftir nokkum tíma á Krít kynnt- ist Sófia, sem var enn nunna, föður Evdókímos, vinalegum munki. Hann var í reglu sem hafði aðsetur í klaustri frá sextándu öld. Evdókímos hlustaði á sögu nunnun- ar ungu, en sagði síðan að hann skyldi hjálpa henni til að finna frið og öryggi. Hún skyldi koma í klaustrið með sér, þar sem hann skyldi skjóta yfir hana skjólshúsi þar til viðunandi lausn fyndist á vandamálum hennar. Þessu tilboði tók Sófia feginsamlega. Hún fór með munkinum, en það átti eftir að koma í ljós hvað beið hennar. Evdókímos sagði Sófíu að þar eð klaustrið væri eign munka yrði hann að fela hana í klefa sínum. Um annan kost væri ekki að velja. Og hún taldi sig ekki eiga í önnur hús að venda. Munkinum tókst að koma henni óséðri inn í klaustrið og inn í klefann sem hann hafði fyrir sig. Erfið nótt Það leið að kvöldi þessa fyrsta dags í klaustrinu, en þegar gengið var til náða kom í ljós að Evdókímos hafði ekki stjórn á hvöt- um sínum. Hann afklæddist munkakuflinum og afklæddi Sófiu síðan. Að svo búnu nauðgaði hann henni. Næsta morgun skildi hann hana eina eftir í klefanum og sagði henni að hafa hægt um sig. Hann færði henni mat og drykk, en um kvöldið fór allt á sömu leið. Evdókímos var ákveðinn í að svala hvötum sem hann hafði ekki fengið útrás fyrir um langan tíma, ef þá nokkru sinni, og þannig gekk þetta fyrir sig nokkrar næstu nætur. En það reyndist föður Evdókímos um of að þegja yfir því við félaga sína hver væri í klefanum sínum og hvaða lystisemda hann nyti þar um nætur. Þetta vakti skörp viðbrögð munkanna sem hann trúði fyrir leyndarmálinu. Ekki þó af því að þeir hefðu svo mikla áhyggjur af synd hans, heldur af því að þeir öf- unduðu hann af því að geta verið með Sófiu. Allt fer úr böndunum Er hér var komið hefði næstum hver sem er getað sagt sér að til slæmra tíðinda myndi draga. Kvöld eitt þegar Evdókímos lá og kastaði mæðinni eftir að hafa verið með Sófíu var hurðinni á klefa hans svipt upp og inn gengu þrir munk- ar. Fremstur fór þar sjálfur ábótinn, faðir Díónýsus. Evdókímos hafði ekki tíma til að búast til varnar og nokkrum augnablikum síðar hafði einn munkanna þriggja slegið hann í höfuðið með exi. Lést hann sam- stundis. Það sem gerðist á eftir kom fram í rétti og þótti ein voðalegasta lýs- ing á atburði í klaustri sem fólk hafði heyrt. Hana gaf Sófia, en hún sagði svo frá að eftir að Evdókímos var allur hefðu munkanir þrír nauðgað sér, hver á eftir öðrum, og hefði þaö tekið þá lengstan hluta nætur að svala fýsnum sínum. Og allan tímann sem það hefði staðið yfir hefði blóðugt líkið af fóður Evdókímos legið úti í horni í klefan- um. Sófia var enn um hríð í klaustr- inu og komst hvergi, en hún hugði á flótta og þar kom, nokkrum dög- um síðar, að henni tókst að komast burt. En þá höfðu munkamir þrír komið fram vilja sínum við hana hvað eftir annað. Sagan sögð Það var Sófiu efst í huga að kom- ast til yfirvalda til að segja frá því sem gerst hafði. Þegar henni hafði tekist að flýja gekk hún í hálfgerðu móðursýkiskasti niður grýtta fjalls- hlíðina sem klaustrið stóð í og til næsta þorps. En þegar hún hafði sagt lögreglunni allt af létta var henni sagt að saga hennar þætti ótrúleg í mesta lagi og hún var sett í varðhald meðan rannsókn færi fram. Lögreglan hélt i klaustrið og fékk staðfestingu á því að faðir Evdókím- os hafði verið myrtur. En það vafð- ist fyrir rannsóknarmönnunum að finna á því skýringu hvemig munk- arnir þrír hefðu komist inn í klefa hans, því lykillinn stóð í skránni innanverðri. Þrátt fyrir að þesssari spumingu þætti ósvarað ákvað saksóknari að ákæra munkana þrjá og Sófíu. En réttarhaldið tók íljótlega á sig furðu- Öxin. legan blæ, því sá sem sótti málið beitti Sófiu mestri hörku. Hann benti kviðdómendum á að hún hag- aði sér ekki í öllu sem nunna. Við þennan kross í fjöllum Krítar segist hirðir hafa séð gamla, svart- klædda konu krjúpa í bæn. Þannig bæri hún silfurkross í stað- inn fyrir viðarkross, sem venjan væri að fátækar nunnur bæru. Þá bar hann brigður á frásögn hennar og líkti henni við Svörtu ekkjuna, kóngulóna sem drepur maka sina að lokinni mökun. Efasemdir Lítill vafi er á því að tilhneiging- ar hefur gætt hjá saksóknara til að líta svo á að nunna sem færi í munkaklaustur væri undantekning og ástæða væri til að draga frásögn hennar um aðdraganda þess í efa. Engu að síður mátti öllum sem þekktu til þess sem drifið hafði á daga hennar vera ljóst að hún hafði verið í nunnuklaustri sem komist hafði í fréttir fyrir svallveislur og tilraunir til að hafa fé af fólki með óeðlilegum aðferðum. í raun var þvi erfitt að draga nokkuð af því sem Sófia sagði í efa. Og sú fullyrðing að hún segði ekki satt af því lykillinn að klefa Evdókímos hefði staðið í innan- verðri hurðinni var í sjálfu sér eng- in sönnun, því hver sem var gat hafa stungið honum í þeim megin eftir að Sófíu tókst að flýja, og ástæða var til að ætla að hún segði frá því sem gerst hafði. Þá kom ekki fram nein skýring á því hvemig Sóf- ía hafi átt að komast yfir exi, þar sem henni var haldið fanginni í klefa Evdókimos. Ólíklegt mátti telja að hann geymdi slíkt áhald í klefa þar sem hann tæki stúlku nauðuga á hverju kvöldi. Sófia hélt því statt og stöðugt fram í réttinum að hún væri sak- laus. Hún hefði sagt rétt frá. Hún hefði ekki opnað klefann innan frá fyrir munkunum þremur til þess að losna við manninn sem hefði þjáð hana og þjakað hverja nótt síðan hún kom í klaustrið. Dómar, en ný ráttarhöld Réttarhöldin yfir Sófiu og munk- unum þremur stóðu í níu daga og komust í heimsfréttimar. Tilraunir saksóknarans til að sýna fram á sekt Sófiu runnu út í sandinn. Kvið- dómendur trúðu frásögn hennar og munkarnir þrír fengu allir þrettán til fimmtán ára fangelsisdóma. Sófia var aftur á móti sýknuð og bjuggust flestir við því að hún yrði látin laus, en forseti réttarins lét setja hana í varðhald á ný því hann lýsti þeirri skoðun sinni að hún hefði sagt ósatt. Það væri hún sem hefði opn- að dymar fyrir munkunum þremur. Þessi ákvörðun dómsforseta vakti athygli, en kallaði á ný réttarhöld, og þegar málið hafði verið tekið fyr- ir aftur átta mánuðum síðar komust kviðdómendur enn að þeirri niður- stöðu að Sófia væri saklaus. Hún hefði orðið fómardýr munka sem hefðu skyndilega séð leið til að svala bældum fýsnum. Meðan Sófía Sófrónía sat í fang- elsi bárust henni hundrað stuðn- ingsbréfa frá mörgum löndum, en hún svaraði engu þeirra. Það var sem hún teldi sig litla sem enga von eiga um að geta fundið þann frið og það öryggi sem fékk hana í fyrstu til að hverfa frá hinu veraldlega vaf- stri. Þegar hún fékk loks frelsið flúði hún upp í fjöll á Krít, þar sem ýmsir segja hana enn vera, því af og til er hún sögð leita niður í þorpin ef mikill skortur á lífsviðurværi gerir vart við sig.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.