Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1997, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1997, Page 25
JjV LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1997 25 Hfóik Skrýtnar tilviljanir á þremur klukkutímum: Hann fótbrotnaði en hún missti vatnið Dagurinn var annasamur hjá þeim hjónum. Hann fótbrotnaöi og hún missti vatnið þegar hann var á leiö heim á sjúkrabílnum sem hún þurfti einmitt á aö halda. DV, Ólafsfirii:_________________________ Það var skrýtinn dagur I lífi hjón- anna Hilmars Kristjánssonar og Bimu Óskarsdóttur miðvikudaginn 18. júni síðastliðinn. Með þriggja tíma millibili afrekuðu þau að brjóta fótlegg og vera síðan flutt inn á fæðingardeild sjúkrahússins á Ak- ureyri, þar sem þau lágu bæði sam- an yfir nóttina. Hilmar var að mála húsið að utan þegar hann féll skyndilega niður og fótbrotnaði. Bima, konan hans, brá skjótt við og hringdi í tengdafóður sinn, Kristján Jónsson, fram- kvæmdastjóra heilsugæslustöðvar- innar í bænum. Kristján fór með son sinn til læknisins sem myndaði hann og ákvað í kjölfarið að senda hann inn á Akureyri hið snarasta, þar sem maðurinn væri fótbrotinn. Hilmar var lagður í körfu og til Ak- ureyrar fóm þeir fegðar á sjúkra- bílnum. Þegar þetta gerðist var klukkan langt gengin í þrjú. Missti vatnið Á Akureyri var Hilmar fluttur inn á slysavarðstofu, myndaður á nýjan leik, og settur í gifs. Hilmar var rúma tvo klukkutíma á slysa- varðstofúnni þar sem beinasérfræð- ingur skoðaði hann. Bima Óskarsdóttir var kasólétt þegar þetta gerðist og bjóst við að fæða bamið daginn eftir. Hún beið ein heima á meðan eiginmaðurinn var fluttur inn á Akureyri í sjúkra- bílnum, sem faðir hans ók. „Ég var sallaróleg mestallan tím- ann sem ég beið eftir þeim,“ segir Bima. „En mig var farið að lengja eftir fréttum af þeim. Það er ekki fyrr en klukkuna vantar tíu mínút- ur í sex að Kristján hringir frá sjúkrahúsinu á Akureyri og segir mér hvað hefur gerst hjá honum. Hann sagðist vera kominn í gifs og vera á leiðinni heim, þeir væru að fara að leggja af stað. Ög þá segi ég í símann: Viljiði í guðs bænum flýta ykkur heim, ég er að missa vatnið. Og það gerðist einmitt þá, á meðan ég var að tala við hann.“ „Og þá stukkum við upp í bíl og gáfum í!“ segir Hilmar sposkur á svip og neitar að gefa upp hversu fljótur þeir vom heim, en viður- kennir þó að þeir hafi verið „fljótari en venjulega, enda settum við blikk- ljósin á fullt!" Lagðist í körfuna Hilmar stökk út úr sjúkrabílnum, fótbrotinn maðurinn, og hökti á hækjunum inn í hús til ófrískrar konunnar, sem beið heima í stofu, búin að missa vatnið. Bima segist hafa verið frekar róleg þegar þeir komu, hún hafi bara gengið að sjúkrabllnum og lagst í körfuna, sem Hilmar var í nokkram andartök- um áður. „Og inn eftir fór- um við aftur, ég og pabbi,“ segir Hilmar og er ekki laust við að hann hlægi. „Við fórum á fæðingar- deildina en verkirn- ir byrjuðu samt ekki fyrr en við komum þangað. Verkirnir héldu áfram alveg til hálf ellefu um kvöldið og þá steinhættu þeir. En þá var ég mjög kvalinn af verkjum, lagður í sjúkrarúm, og allir að stumra yfir mér.“ „En enginn sinnti mér svo ég fór bara að sofa,“ segir Bima. „Ég var látin fara af stað klukkan hálfellefu um morg- uninn og það fædd- ist drengur rétt fyr- ir klukkan þrjú.“ „Og ég hökti í kringum hana allan tímann á öðrum fætinum," bætir Hilmar við bros- andi. Drengurinn var rétt tæpar 16 merk- ur, 53 sentímetrar á lengd. Bima lá á FSA aðeins tvo daga. Hún var komin heim á laugardegi. „Ég komst heim í tæka tíð fyrir leik Leifturs við Hamburger. Ég mátti ekki missa af honurn," segir Birna. -HJ Fjölskyldan á góöri stund, Birna meö óskíröan soninn, þá Ingi Freyr, Óskar, Sigríöur Þóra og loks pabbinn í gipsinu. DV-mynd H.J. Krakkaí! -f ) I / I I r ) i 1 ____/ i ’l I 4 1 i I j 4 J I J f 1 f íJ Jtsit í tilefni af 5 ára afmæii Tígra verða afhentir Kjöríshlunkar og Tígra-skyggni hjá eftirtöldum umboðsmönnum DV: Auglýstur tími umboðsmanna DV: Akranes: Akureyri: Bakkafjöröur: Bíldudalur: Blönduós: Bolungarvík: Borgarfjöröur eystri: Borgarnes: Breiðdalsvík: Búöardalur: Dalvík: Djúpivogur: Drangsnes: Egilsstaðir: Afhent hjá: Eskifjöröur: Eyrarbakki: Fáskrúðsfjöröur: Flateyri: Grenivík: Grindavík Grímsey: Grundarfjörður: Hafnir: Hauganes: Hella: Hellisandur/Rif: Hofsós: Hólmavík: Hrísey: Húsavík: Hvammstangi: Hveragerði: Afhent hjá: Hvolsvöllur: Höfn: ísafjörður: 7. júlí kl. 13-16 7.-11. júlíkl. 13-18 7. júlíkl. 17-19 7. júlí kl. 18-20 8. júlíkl. 13-16 7. júlíkl. 16-18 7. júlí kl. 17-19 9. júl( kl. 13-15 Hafið samband við umboðsmann. 10. júlíkl. 16-17 7. júlíkl. 12-16 Hafið samband við umboðsmann. 9. júlíkl. 17-19 9. júlíkl. 14-18. Innrömmun. og speglagerð, Hafið samband viö umboðsmann. 8. júlí kl. 15-17 8. júlíkl. 17-19 7. júlí kl. 13-14 Hafið samband við umboðsman 9. júlí kl. 14-16 Hafið samband við umboðsmann. 9. júlí 17-19 7. júlí kl. 15-17 Hafið samband við umboðsmann. 10-júlí 13-17 8. júlíkl. 16-19 10. júlíkl. 14-16 8. júlí ki. 18-21 8. júlíkl. 19-21 8. júlíkl. 19-21 8. júlí kl. 13-15 9. júlí kl. 13-18 Verslunin Imma, Breiðumörk 2 Hafið samband við umboðsmann. 8. júlf kl. 13-15. Afhent í Hornabæ. 8. júlí kl. 17-19 WBm. Krakkar: Komið og fáið ykkur hlunk og Tígraskyggni. Keflavík: Kirkjubæjarklaustur: Kópasker: Laugar: Laugarvatn: Neskaupstaður: Njarðvík: Ólafsfjörður: Ólafsvík: Patreksfjörður: Raufarhöfn: Reyðarfjörður: Reykhólar: Reykjahlíð: Rif: Sandgerði: Sauðárkrókur: Selfoss: Seyðisfjörður: Siglufjörður: Skagaströnd: Stokkseyri: Stykkishólmur: Stöðvarfjörður: Súðavík: Suðureyri: Svalbarðseyri: Tálknafjörður: Vestmannaeyjar: Vík: Vogar, Vatnsleysustr.: Vopnafjörður: Þingeyri: Þórshöfn: Þorlákshöfn: Afhent hjá: 9. júlf kl. 17-19. Hringbraut 71 og Hringbraut 55. 11. júlí. Afhent í Skaftárskála. 8. júlí kl. 11-12 11. júlí kl. 13-18. Afhent hjá: Bókabúð Rannveigar 7. júlíkl. 18-19 8. júlí kl. 14-15 8. júlíkl. 13-15 10. júlí kl. 13-15 9. júlíkl. 17-18 7. júlf kl. 17-19 8. júlí kl. 13-14 7. júlí kl. 18-19 10. júlíkl. 21-22 8. júlí kl. 19-21 10. júlfkl. 16-19 7. júlí kl. 19-20 9. júlí kl. 16-18 9. júlfkl. 13-16 Hafið samband við umbd 7. -11. júlí kl. 14- 18. Afhent í Sölut., Aöalgötu 23. Hafið samband við umboðsmann. 9. júlí kl. 14-15 8. júlíkl. 17-19 7. til 11. júlí kl. 14-17 8. júlfkl. 13-15 7. júlí kl. 16-18 7. júlíkl. 14-18 7. júlíkl. 17-19 7. og 8. júlí kl. 16-19 11. júlí kl. 19-21 8. júlí kl. 14-15 8. júlí kl. 20-21 8. júlí kl. 14-18 Hafiö samband við umboðsmann. 9. júlf kl. 14-18. Kerlingakot, Óseyrarbraut 12. .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.