Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1997, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1997, Blaðsíða 46
54 t^Hfmæli "W •#• LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 1997 T>V Vladimir Ashkenazy Vladimir D. Ashkenazy, píanó- leikari og hljómsveitarstjóri, til heimilis í Sviss, veröur sextugur á morgun. Starfsferill Vladimir fæddist í Gorki í Sovét- ríkjunum (nú Nizhny Novgorod) en flutti meö fjölskyldu sinni til Moskvu 1943 þar sem hann skömmu síðar hóf nám í píanóleik. Hann lærði fyrst við Central School of Music og síðan við Moscow Conservatoire. Vladimir vakti fyrst verulega at- hygli er hann vann önnur verðlaun í Chopin-keppninni í Varsjá 1955 og síðan fyrstu verðlaun í tónlistar- keppni Elísabetar drottningar í Brussel 1956. Hann hafði öðlast heimsffægð sem píanóleikari 1962 en þá vann hann fyrstu verðlaun í annari Tchaikovsky-tónlistarkeppn- inni i Moskvu. Næstu þrjá áratugi kom Vladimir fram í öllum virtustu tónleikahús- um heimsins sem einleikari, með og án hljómsveit og við flutning kamm- erverka. Auk þess að hafa verið talinn í hópi fremstu píanóeinleikara um árabil, er Vladimir jafnffamt einn Olafur Guðmundsson 1977, nýstúdent ffá MS, í foreldra- húsum. Hálfsystkini Ólafs eru Helgi Þór Sigurðsson, f. 10.11. 1935, bifvéla- virki í Keflavík; Elín Karlsdóttir, f. 3.6.1938, starfsmaður við mötuneyti, búsett í Hafnarfirði. Alsystir Ólafs er Sigurbjörg Guð- mundsdóttir, f. 6.7. 1951, skrifstofu- maður í Reykjavík. Foreldrar Ólafs voru Guðmundur Jóhann Ólafsson, f. 15.6. 1916, d. 17.10. 1974, bóndi að Skíðastöðum í Lýtingsstaðahreppi, og Anna Helga- dóttir, f. 20.5. 1913, d. 15.10. 1974, bóndi að Skíðastöðum og síðar starfskona við þvottahús Hrafnistu í Reykjavík. Ólafur Guðmunds- son, rannsóknarlög- reglumaður hjá Lögregl- unni i Reykjavík, Stóra- teigi 18, Mosfellsbæ, er fimmtugur í dag. Starfsferill Ólafur fæddist að Skíðastöðum í Lýtings- staðahreppi i Skagafirði og ólst þar upp og í Laugarneshverfinu i Reykjavík. Hann stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík, lærði húsasmíði hjá Áma Guðjónssyni, lauk sveinsprófi í þeirri iðngrein 1970 og lauk prófi frá Lögregluskóla iikibhiS 1974. Ólafur starfaði hjá Áma Guðjónssyni í tré- smiðjunni, Súðavogi 7, í Reykjavík, til 1971 er hann hóf almenn lög- reglustörf hjá Lögregl- unni í Reykjavík. Ólafur sinnti fyrst al- mennum lögreglustörf- um, var síðan í umferð- ardeild lögreglunnar og hefúr nú starfað í for- vamardeild. Ólafur starfar með Lögreglufélagi Reykjavikur og er formaður Félags fikniefnalögreglu- manna, en hann hefur unnið mikið að forvömum gegn fikniefnum. Fjölskylda ÓMur kvæntist 14.9. 1968 Sigríði Sæmundsdóttur, f. 25.12. 1946, stuðn- ingsfulltrúa við Varmárskóla í Mos- fellsbæ. Hún er dóttir Sæmundar Jónssonar sem nú er látinn, og Mínervu Gísladóttur sem nú dvelur á dvalarheimili aldraðra á Sauðár- króki, en þau voru bændur að Bessastöðum í Sæmundarhlíð í Skagafirði. Dætur Ólafs og Sigríðar em Elva Ösp Ólafsdóttir, f. 24.3. 1972, nemi við Þroskaþjálfaskóla íslands, búsett í Reykjavík en unnusti hennar er Örn Sölvi Halldórsson rafvirki og er dóttir þeirra Andra Anna Amar- dóttir;íris Eik Ólafsdóttir, f. 19.11. Ólafur Guömundsson. virtasti hljómsveitar- stjóri samtímans. Hann var aðal hljómsveitar- stjóri Sinfóníuhljóm- sveitar íslands um skeið, var fyrsti gesta- stjómandi Konunglegu filharmóniuhljómsveit- arinnar í London til 1987, listrænn stjóm- andi Konunglegu fil- harmóníuhljómsveitar- innar í London 1987-94, hefúr verið aðalhljóm- sveitarstjóri og listrænn stjómandi Þýsku sinfón- íuhljómsveitarinnar í Berlín (áður Útvarpssinfóníuhljómsveitarinnar í Berlín) frá 1989 og var í síðasta mán- uði ráðinn aðalstjórnandi Tékk- nesku fílharmóníuhljómsveitarinn- ar en hann mun taka formlega við því starfi í ársbyrjun 1998. Auk þess var hann fyrsti gestastjórnandi Cleveland-hljómsveitarinnar og hef- ur verið gestastjórnandi ýmissa virtustu hljómsveita veraldarinnar, s.s. Fílharmóníuhljómsveitarinnar í Berlín, Sinfóníuhljómsveitarinnar í Boston, Fílharmóníusveitarinnar í Los Angeles og Sinfóníuhljómsveit- arinnar í San Francisco. Þá hefur hann á síðustu ámm átt töluvert samstarf við Fílharmóníuhljómsveit- ina í St. Pétursborg. Vladimir hefur verið í samningsbundu sam- starfi við hljómplötufyr- irtækið Decca í rúm þrjátíu ár en fyrirtækið hefur hljóðritað og gefið út gríðarlegan fjölda hljómplatna og diska með flutningi hans á klassískum verkum. Má þar nefna flest helstu verk sem hann hefúr haft á efnisskrá sem píanóein- leikari. Hljóðritaður flutningur hans á heildarkonsertum og öðrum verkum eftir Mozart, Beethoven, Chopin, Rachmaninov og fleiri hafa oft orðið að gmndvallarviðmiðim al- þjóðlegra lista yfir sígilda tónlist á geisladiskum. Helstu samstarfsfélagar Vla- dimirs á sviði kammertónlistar hafa verið Itzhak Perlman, Pinchas Zu- kerman og Lynn Harrell. Vladimir var búsettur í Sovétríkj- unum til 1963 er þau hjónin fengu dvalarleyfi i Bretlandi.Þau fluttu síðan til íslands þcir sem þau áttu heima á fyrri hluta áttunda áratug- arins. Vladimir vann þá mjög fyrir listahátíðir í Reykjavík með því að fá hingað fjölda heimsfrægra lista- manna. Hann er nú heiðursfélagi Listahátíðar. Þau hjónin em nú bú- sett í Sviss en era íslenskir ríkis- borgarar frá 1972. Fjölskylda Vladimir kvæntist 1961 Þórunni Ashkenazy Jóhannsdóttur, f. 18.7. 1939, píanóleikara, húsmóður og að- stoðarmanni eiginmanns síns. Hún er dóttir Jóhanns Tryggvasonar, pi- anóleikara og tónlistarkennara í Englandi, og k.h., Klöru Tryggva- son. Börn Vladimars Ashkenazy og Þórunnar em Vladimir S. Ashken- azy, f. 24.11. 1961; Nadia Ashkenazy, f. 11.10. 1963; Dimitri Þór Ashken- azy, f. 8.10.1969; Sonia Edda Ashken- azy, f. 10.10. 1974; Alexandra Inga Ashkenazy, f. 31.1. 1979. Foreldrar Vladimirs Ashkenazy: David Ashkenazy, f. 1915, píanóleik- ari af rússneskum gyðingaættum, og Evstolia, f. Plotonova 1916, húsmóð- ir, en hún er af rússneskum ættum. Vladimir D. Ashkenazy. Guðni Geir Jóhannesson Guðni Geir Jóhannesson bifreiða- stjóri, Mánagötu 5, ísafirði, verður fimmtugur á mánudaginn. Starfsferill Guðni fæddist í Reykjavík og ólst þar upp til sjö ára aldurs er hann fluttist til ísafjaröar. Hann og eig- inkona hans reka þar fyrirtækið, Ferðaþjónusta Margrétar og Guðna ehf. Fjölskylda Guðni kvæntist 21.11.1981 Mar- gréti Jónsdóttur. Hún er dóttir Jóns B. Jónssonar, skipstjóra á ísafirði, og Helgu Engilbertsdóttur húsmóð- Svavar Ottósson, forstöðumaður Eimskipafélags íslands í Færeyjum, Fannafold 186, Reykjavík, varð fimmtugur í gær. Starfsferill Svavar fæddist að Giljum í Hvol- hreppi og ólst þar upp. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Héraðsskólanum að Skógum, stundaði nám við Iðn- skólann á Selfossi og lauk þaðan prófi í vélvirkjun, stundaði nám við Odense Teknikum frá 1980 og lauk þaðan prófi í véltæknifræði 1984. Svavar stundaði iðnaðarstörf hjá Kaupfélagi Rangæinga 1964-70, var bifreiðastjóri hjá Vegagerð ríkisins 1970-73, var landmælingamaður hjá ur. Synir Guðna og Margrétar em Jón Helgi Guðnason, f. 24.7. 1980 nemi; Jóhannes Geir Guðnason, f. 9.2. 1985 nemi. Dóttir Guðna af fyrra hjónabandi er Sólveig Sigríður Guðnadóttir f. 17.7.1967, maki Viktor Pálsson og er sonur þeirra Guðni Páll f. 18.7.1987, búsett á Þingeyri. Böm Margrétar af fyrra hjóna- bandi em Ásthildur Gestsdóttir, f. 22.9.1967, maki Haraldur ísaksen og eiga þau þrjú böm; Ólafur Gestur f. 6.4. 1967, er í sambúð með Söndm Gunnarsdóttur og er sonur hans. Marías Halldór Gestsson, f. 7.9.1973. Systkini Guðna, sam- mæðra, eru Gylfi Þór Einarsson, f. 24.3. 1950; Aldís Bára Einarsdóttir, f. 13.8. 1953; Jóhann Baldursson, f. 7.2. 1956; Helga Margrét Baldurs- dóttir, f. 19.9. 1957; Elsa- bet Baldursdóttir f. 11.6. 1959; Sædís Kristjana Baldursdóttir f. 29.1. 1968. Systkini Guðna sam- feðra eru Halldóra Jó- hannesdóttir, f. 20.4. 1951; Jón Jóhannesson, f. 10.7. 1954; Þorbjöm Jóhannesson f . Guöni Geir Jóhannesson. 24.8. 1956. Foreldrar Guðna eru: Jóhannes Guðni Jóns- son, f. 16.11. 1928, fram- kvæmdastjóri á ísa- firði, og Hulda Gígja, f. 29.8. 1925, húsmóðir í Reykjavík. Eiginkona Jóhannes- ar Guðna er Guðríður Matthíasdóttir. Guðni tekur á móti vinum og ættingjum laugardaginn 5.7. 1997 í Skíðaskálanum í Selja- landsdal. Svavar Ottósson Vegagerðinni 1973-80, framleiöslusljóri hjá Traust hf. 1984-87, framkvæmdastjóri fyr- irtækisins Vaifoss hf. og Scanvers hf. 1987-89, deildarstjóri tækni- deildar Eimskips 1989-97 en var ráðinn forstöðumaður Eim- skips í Færeyjum 1.7. Fjölskylda Svavar kvæntist 9.4. 1994 Hólm- fríði Pálsdóttur, f. 6.12.1961, fulltrúa hjá Eimskip. Hún er dóttir Unu Sig- ríðar Ásmundsdóttur frá Siglufirði. Sonur Svavars og Hólmfríðar er Sindri Svavarsson, f. 19.11. 1994. Systkini Svavars eru Georg Ottósson, f. 1951, garðyrkjubóndi á Jörfa á Flúðum; Sólveig Ottós- dóttir, f. 1954, deildar- stjóri hjá Kaupfélagi Ár- nesinga á Hvolsvelli; Óli Kristinn Ottósson, f. 1960, bóndi að Eystra- Seljalandi undir Eyja- fjöllum; Sigurður Grétar Ottósson, f. 1962, bóndi að Ásólfsskála undir Eyjafjöllum. Foreldrar Svavars eru Ottó Ey- flörð, f. 19.8.1928, afgreiðslumaður á Hvolsvelli, og Fjóla Guðlaugsdóttir, f. 3.6. 1930, húsmóðir á Hvolsvelli. Ætt Ottó er sonur Óla Kristins Frí- mannssonar, b. í Lundi í Stiflu, af Stóru-Brekkuætt Steinssonar. Móð- ir Óla var Halldóra Friðriksdóttir. Móðir Ottós var Sólveig Eysteins- dóttir, í Hildisey og á Torfastöðum Gunnarssonar. Guðrún Fjóla er dóttir Guðlaugs, b. í Giljum í Hvolhreppi Bjamason- ar, og Láru Sigurjónsdóttur. Svavar Ottósson. Tll hamingju með afmælið 5. júlí 90 ára____________________ Sigríður Hallgrímsdóttir, Reykhúsum 4 B, Eyjafjarðarsveit. Þórður Sigurðsson, Hlif I, Torfnesi, ísafirði. 85 áxa Höskuldur Kristjánsson, dvalarheimilinu Skjaldarvík, Glæsibæjarhreppi._________ 80 ára Þorvaldur Guðjónsson, Hríseyjargötu 17, Akureyri. Þorgerður Diðríksdóttir, Hátúni 4, Reykjavik._____ 75 ára Rannveig Jónsdóttir, Kleppsvegi 6, Reykjavík. Guðrún Guðmundsdóttir, Smáraflöt 42, Garðabæ. Jakobína Erlendsdóttir, Þrúðvangi 31 E, Hellu. 70 ára Þormóður Snæbjömsson, Borgargerði 6, Reykjavík. Kona hans er Sigurborg Helgadóttir. Þormóður verður með heitt á könnunni á afmælisdaginn. Þorbjörg Sigtryggsdóttir, Flókagötu 21, Reykjavík. Guðrún Marta Jónsdóttir, Grenilundi 8, Garðabæ. Haukur Haraldsson, Freyjugötu 36, Sauðárkróki. Magnús Magnússon, Skólavegi 33, Vestmaimaeyjum. Margrét Sveinsdóttir, Fannafold 43, Reykjavik. Karitas Geirsdóttir, Rofabæ 29, Reykjavik._____ 60 ára Edda Magnúsdóttir, Suðurbraut 1, Kópavogi, 50 ára Ingibjörg Þorgilsdóttir, Krummahólum 8, Reykjavík. Regína Péhu-sdóttir, Skarðshlíð 30 B, Akureyri. Þórdís Guðmundsdóttir, Urðarvegi 26, ísafirði. Pétur Jökull Hákonarson, Brávöllum, Mosfellsbæ. Ólafia Kristín Jónsdóttir, Kleifarási 14, Reykjavík. Garðar Svavarsson, Ystabæ 9, Reykjavik._________ 40 ára Rannveig Rúna Tryggvadóttir, hársnyrtifræð- ingur, Jakaseli 28, Reykjavík, varð fertug 1.7. sl.. Maöur hennar er Gunnar Þórðarson framreiðslumaður. Þau taka á móti gestum að heimili sínu, laugardaginn 5.7. frá kl. 18.00. Kjartan Sæmundsson, Vesturbergi 70, Reykjavík. Dis Kolbeinsdóttir, Birkigmnd 18, Kópavogi. Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, Borgarvík 14, Borgamesi. Jón Þór Kristmannsson, Safamýri 46, Reykjavik. Ásta Gunnarsdóttir, Þrastarhólum 10, Reykjavík. Valdís Viðarsdóttir, Vestursíðu 36, Akureyri. Steinar Ástráður Jensen, Selásbletti 8 A, Reykjavík. Smári Gissurarson, Reykjavikurvegi 22, Hafnarfirði. Ólafur Karl Óttarsson, Vesturbergi 55, Reykjavík. Kolbrún Jónsdóttir, Lyngbarði 1, Hafnarfirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.