Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1997, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1997, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 9. JÚLÍ 1997 Utlönd Stuttar fréttir x>v Óttast átök Hinn róttæki armur Irska lýð- veldishersins, INLA, hótaði í gær að ráðast til atlögu gegn meðlim- um Óraniureglunnar, láti þeir verða af áformum sínum um að marsera niður Lower Ormeau-veg í Belfast nk. sunnudag. Þeir lýstu einnig yfir ábyrgð sinni á nokkrum skotárásum á breska lögregluþjóna og hermenn. Tveir lögreglumenn hafa særst en eng- inn hefur látist. Ráðherra írlandsmála, Mo Mowlam, sætti í gær mikilli gagn- rýni kaþólikka eftir að upplýsing- um úr skjali frá ráðuneytinu vai- lekið í Qölmiðla. Reuter YAMAHA Leiðtogar nýrra Nato-ríkja fagna: Akvörðun sem stuðlar að öryggi Leiðtogar fyrrum þriggja Varsjár- bandalagsríkja, Póllands, Tékklands og Ungverjalands, brostu breitt í gær þegar það var tilkynnt á leið- togafundi Atlantshafsbandalagsins, Nato, í Madrid í gær að þeim hefðu verið boðnar viðræður um aðild. „Við lýsum yfir ánægju okkar með boðið. Þetta er söguleg ákvörð- un sem stuðlar að meiri stöðugleika og öryggi í Evrópu," sagði Vaclav Havel, forseti Tékklands. Havel, Hom, forsætisráðherra Ungverja- lands, og Kwasniewski, forseti Pól- lands, kváðust vera stoltir yfir því að breytingar í löndum þeirra hefðu gert þau hæf til inngöngu í Atlants- hafsbandalagið. Pólska stjórnin, sem var ánægð með að hafa fengið boð um aðild að Atlantshafsbandalaginu, Nato, á leiðtogafundi þess í Madrid í gær, hvatti í gær til að dyrnar stæðu áfram opnar. Leiðtogar þriggja nýrra Nato-ríkja, Kwasneswski, forseti Póllands, Havel, forseti Tékklands, og Horn, forseti Ungverjalands. Símamynd Reuter Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut. Kopavogi, simi 567-1800 Löggild bílasala Nissan Terrano 2,4 SLX ‘95, blágrænn, 5 g., ek. 43 þús. km, álfelgur, rafdr. rúður. Bílalán getur fylgt. Sem nýr bíll. V. 2.050 þús. Toyota Corolla XLi hatchback ‘95, rauður, 5 g., ek. 29 þús. km. V. 1.090 þús. Nissan Sunny 2,0 GTi ‘92, rauður, 5 g., ek. 84 þús. km. sól- lúga, allt rafdrifið, ABS bremsur, álf. o.fl. V. 990 þús. Grand Cherokee V-8 ‘95, rauð- ur, ssk., m/öllu, ek aðeins 24 þús. km. V. 3.3 millj. Nissan Micra LX ‘96, 3 d., 5 g., ek. 20 þús. km. V. 940 þús. VW Golf 1,4i station ‘96, blár, ek. 27 þús. km. V. 1.240 þús. Dodge Daytona V-6 IROC ‘92, rauður, 5 g., ek. 100 þús. km, sól- lúga, spoiler, álf. hraðastillir, loft- púöar o.fl. V. 1.290 þús. Suzuki Vitara JLXi ‘92, ssk., 3 d., blár, ek. 95 þús. km. Fallegur jeppi. V. 1.090 þús. Toyota Corolla XLi 1,6 sedan ‘94, vínrauður, 5 g., ek. 40 þús. km, álfelgur, loftpúðar, nýryðvar- inn. V. 1.050 þús. Opel Astra 1,4i station ‘95, ssk., ek. 39 þús. km, rafdr. rúður, o.fl. V. 1.260 þús. Fjórhjóladrifinn sportbíll! AMC Eagle Taion Doch turbo ‘90, 16v. 4x4, svartur, 2000 vél, 5 g., ek. 100 þús. mílur, álfelgur, allt rafdrifið. V. 1.350 þús. Þýskur eðalvagn, BMW 735 iA ‘92, ssk., ek. 142 þús. km. allt rafdrifið, sóllúga, álfelgur, spól- vörn, ABS o.fl. V. 2.850 þús. Ford Econoline 150 dísil turbo ‘87,4x4, ssk., ek. 160 þús. km. (vél nýupþt.). Vel innréttaður húsbíll m/leðurinnr. gást. o.fl. V. 1.780 þús. Subaru Legacy 2,2 sedan ‘96, ssk., ek. aðeins 5 þús. km. rafdr. í öllu, álfelgur o.fl. V. 2.090 þús. Viöskiptavinir: lltvegum ástands- skoðun á mjög hagstæðu verði. Suzuki Sidekick JLX Sport ‘96, rauður/grár, ssk., ek. 22 þús. km, ABS, rafdr. rúður o.fl. V. 2.080 þús. Ford Escort 1,4 CLX station ‘96, 5 g., ek. 42 þús. km. V. 1.190 þús. (Góð lán geta fylgt.) Fiat Uno 45 arctic ‘93, 5 d., grænn, 5 g., ek. 79 þús. km. Ný tímareim, kúpling o.fl. V. 460 þús. Plymouth Grand Voyager ‘93, 7 manna, ssk., V-6 (3,3 I), sérhann- aöir barnastólar i aftursætum o.fl. V. 1.790 þús. Sk. áód. VW Golf GT ‘92, 5 d., rauður, 5 g., ek. 46 þús. km, álfelgur, spoil- ero.fl.V. 1.150 þús. Leiðtogar Nato-ríkjanna gátu þess í gær að Rúmenía og Slóvenía auk Eystrasaltsríkjanna kæmu til greina þegar frekari stækkun yrði í austur. Framkvæmdastjóri Nato, Solana, sagði það takmark samtakanna að nýju aðildarríkin fengju formlega inngöngu 1999 þegar samtökin verða 50 ára. Búist hafði verið við að ekki fengju fleiri en þrjú ríki inngöngu i fyrstu lotu. Þar með fékk Clinton Bandaríkjaforseti eins og hann vildi. Hann fékk stuðning frá Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og flórum öðrum Nato-leiðtogum sem töldu að of hröð stækkun gæti veikt samtökin. Rússnesk yfirvöld fordæmdu í gær stækkunina og sögðu hana mestu mistök sem gerð hefðu verið í Evrópu síðan síðari heimsstyrjöld- inni lauk. Reuter Nýr héraösstjóri Hong Kong, Tung Chee-hwa, þurfti aö fá aöstoö er hann fór um borð í kínverskan eftirlitsbát í morgun. Sfmamynd Reuter Kambódía: Konungssinnar óttaslegnir Nokkrir af forvígismönnum kon- ungssinna í Kambódíu fóru í felur i gær eftir að kollegi þeirra var tekinn af lífi af hermönnum sem styðja Hun Sen, sem nú sljómar höfuðborg landsins, Phnom Penh. Allt hefur verið með kyrrum kjör- um síðan valdarán Hun Sen átti sér stað um helgina en óttast fréttaskýr- endur að það sé aðeins lognið á undan storminum. Segja þeir að mikið vanti upp á að valdaránið verði til þess að koma á lýðræði í landinu og að um mikil mistök hafi verið að ræða. Ranariddh prins, sem flúði til Frakklands sl. föstudag, hvatti þjóðir heims til að viðurkenna ekki Hun Sen sem forsætisráðherra landsins en Ranariddh gegndi því embætti. Hann sagði að miklar líkur væru á því að borgarastyrjöld brytist út ef Hun Sen féllist ekki á að hann tæki við embætti sínu aftur. Yfir 800 manns, aðallega Taílend- ingar, voru fluttir frá höfuðborg Kambódíu í gær en 200 ferðamenn og starfsmenr hjálparstofnana tepptust í bænura Siem Reap vegna bardag- anna un helgina og bíða enn eftir að jitthvað verði hægt að gera í þeirra málum. Talið er að 58 manns hafi látist í átökunum um helgina og 200 manns særst. Reuter Flugverkfall í Bretlandi Ferðir þúsunda flugfarþega raskast í dag vegna verkfalls flug- liða hjá British Airways. Er þetta fyrsta verkfallið af nokkrum boð- uðum þriggja daga verkföllum. Lögregla afvopnuð Friðargæsluliðar frá Bandaríkj- unum hafa gert upptækan fjölda vopna, skotfæra og og sprengju- efna hjá sérsveitum lögreglu Bosn- íuserba. Jeltsín veiðir vel Borís Jeltín Rússlandsforseti hefur veitt vel í fríinu sínu i Kar- elíu, að sögn Nainu konu hans. „Fyrsta daginn veiddum við næstum ekk- ert. En í gær fengum við um 20 fiska. Sumir voru litlir en samt mjög bragðgóð- ir,“ sagði forsetafrúin í gær. 43 þúsund ára jurt Grasafræðingar í Ástralíu kváð- ust í gær hafa fundið jurt sem þeir telja vera 43 þúsund ára gamla. Kampavín í hafi Kafarar hafa bragðað á 90 ára gömlu kampavíni sem þeir náðu úr skipsflaki í Eystrasalti. Sögðu þeir vínið bragðast ágætlega. Sprengjuárás á lest Að minnsta kosti 33 létu lífið og 66 særðust þegar sprengja sprakk um borð í farþegalest i Punjap á Indlandi í gær. Bosníuferð Rauði krossinn í Bretlandi vis- aði í gær á bug fréttum frá Sara- jevo um að Díana prinsessa væri hætt við ferð til Bosníu þar sem hún kynni mögulega að hitta eigin- konu stríðs- glæpamannsins Radovans Kar- adzics. Sagði Rauði krossinn að ekki væri búið að taka endanlega ákvörðun um ferðina. Le Pen fyrir rétt Jean-Marie Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar i Frakklandi, kemur fyrir rétt í nóvember fyrir meinta árás í kosningabaráttunni á frambjóðanda Sósíalistaflokks- ins. Fangauppreisn Átta manns létu lífið i fanga- uppreisn í Tyrklandi í gær. Fang- arnir mótmæltu slæmu ástandi og meðferð. Mótmæli í Kina Tugir Pekingbúa efhdu í morg- un til mótmæla vegna sorpstöðvar sem þeir segja menga andrúms- loftið. Ekki ákærður Saksóknari ákvað í gær að fella niður ákærur á hendur Michael Kenn- edy fyrir að hafa haft mök við barnapíu fjöl- skyldunnar. Meint fórnar- lamb neitaði að bera vitni. Mich- ael er sonur Ro- berts Kennedys öldungadeildar- þingmanns. Framkvæmd viðunandi Önnur umferð kosninganna í Albaníu fór fram sl. sunnudag. Sögðu eftirlitsmenn Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu að framkvæmd þeirra hefði verið viðunandi en fjarri því að vera fullkomin. Njósnað um herinn Fyrrum innanríkisráðherra Tyrklands, Meral Aksener, við- urkenndi í gær að lögreglan hefði njósnað um herinn til að komast að undirbúningi þeirra um mögulegt valdarán. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.