Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1997, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 09.07.1997, Qupperneq 22
42 MIÐVIKUDAGUR 9. JULI 1997 Afmæli Guðjón Runólfsson Guðjón Runólfsson, bókbands- meistari, til heimlis að Minni- Grund, Blómvallagötu 10, Reykja- vík, er níræður í dag. Starfsferill Guðjón fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík, lærði bókband hjá foður sínum og lauk sveinsprófi 1931. Þá stundaði hann framhaldsnám í Fagskólanum í Kaupmannahöfn 1937. Guðjón starfaði hjá Sophus Serensen í Kaupmannahöfn 1937 en eftir að hann kom heim hóf hann störf við Landsbókasafnið þar sem hann starfaði síðan allan sinn starfsaldur. Guðjón var gjaldkeri ÍR 1938, rit- ari Félags bókbandsiðnrekenda í eitt ár og sat í prófnefnd í bókbandi um árabil og var formað- ur hennar. Fjölskylda Guðjón kvæntist 16.5. 1931, Kristínu Maríu Gísladóttur, f. 1.9. 1909, d. 31.8.1972, húsmóður. Hún var dóttir Gísla Kaprasí- ussonar trésmiðs, og Guðnýjar Eiríksdóttur húsmóður. Börn Guðjóns og Krist- ínar Maríu eru Gísli Hauksteinn, f. 12.7. 1931, flugumferöarstjóri í Garðabæ, kvæntur Þuríði Jónsdóttur, umsjón- arkonu Listdansskóla íslands og eiga þau fimm böm; Margrét, f. 19.8. 1932, húsmóðir í Reykjavík, gift Herði Ágústssyni, verkstjóra við ál- verið í Straumsvik og eiga þau sex böm; Runólfur, f. 13.11. 1935, forstjóri í Vogum á Vatnsleysuströnd en kona hans er Inger Gréta Stefánsdóttir húsmóðir og á hann tvö böm frá fyrra hjónabandi með Steinþóru Jóhannesdótt- ur. Systkini Guðjóns: Guð- mundur Runólfsson, f. 6.6. 1906, d. 23.8. 1966, lengst af trésmiðameist- ari í Reykjavík en síðast á ísafirði; Sigriður Sól- veig Runólfsdóttir, f. 16.5. 1909, d. 1967, búsett á ísafirði og í Reykja- vík; Guðný Runólfsdóttir, f. 3.10. 1913, d. 2.2. 1980, húsmóðir í Reykja- vik; Unnur Runólfsdóttir, f. 19.5. 1918, búsett í Reykjavík; Sigurbjörg Runólfsdóttir, f. 4.2. 1921, búsett í Reykjavík. Foreldrar Guðjóns voru Runólfur Guðjónsson, f. 7.4. 1877, d. 23.2.1942, bókbindari og forstöðumaður í Reykjavík, og k.h., Margrét Guðrún Guðmundsdóttir, f. 4.2. 1880, d. 5.6. 1942, húsmóðir. Ætt Foreldrar Runólfs vom Guðjón Jónsson, bóndi í Laxárholti og í Hjörsey á Mýrum, og f.k.h., Guðný Jóhannsdóttir. Foreldrar Margrétar vom Guð- mundur Guðmundsson, b. á Brúar- enda, og k.h., Sigríður Eyjólfsdóttir frá Snorrastöðum en þau bjuggu í Melshúsum í Reykjavík. Guðjón verður að heiman á af- mælisdaginn. Guðjón Runólfsson. Sigurður Óskarsson Sigurður Óskarsson, lög- giltur fasteigna- og skipa- sali, Stakkhömmm 17, Reykjavík, er sextugur í dag, Starfsferill Sigurður fæddist að Seljavöllum undir Austur- Eyjafjöllum og ólst þar upp til sextán ára aldurs. Hann lauk landsprófi frá Héraðs- skólanum að Skógum 1953, stundaði nám í Finnlandi 1955-56, lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurlands 1990 og prófi sem löggiltur fasteigna- og skipasali 1993. Sigurður stundaði verslunarstörf hjá Kaupfélagi Rangæinga og Kaup- félagi Hafnfirðinga 1956-61. Hann stofnaði þá, ásamt Sigurði Marinós- syni, Sælgætisgerðina Mónu, og var fram- kvæmdastjóri hennar til 1965. Þá flutti Sigurð- ur á Hellu á Rangárvöll- um þar sem hann stofn- aði og rak Efhagerðina NeU til 1971. Sigurður varð fram- kvæmdastjóri verka- lýðsfélaganna í Rangár- vaUasýslu 1974, var for- maður Verkalýðsfélags- ins Rangæings 1986-92 og formaður Alþýðu- sambands Suðurlands 1986-91. Hann rekur nú, ásamt fjölskyldu sinni, fasteingasöluna Eignaval, Suðurlandsbraut 16. Sigurður sat í miðstjórn ASÍ 1988-92, var fyrsti varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurlands- kjördæmi 1979-83, sat í miðstjóm flokksins 1978-89, var m.a. formaður Verklýðsráðs Sjálfstæðisflokksins 1978-89, formaður atvinnumála- nefndar RangárvaUasýslu 1977-87 og situr í stjórn HoUustuvemar ríkisins frá 1988. Fjölskylda Eiginkona Sigurðar er Eygló Guð- mundsdóttir, f. 23.9. 1935. Hún er dóttir Guðmundar Magnússonar, bónda i Austurhlíð í Biskupstung- um, og k.h., Elínar Ólafsdóttur hús- freyju. Synir Sigurðar og Eyglóar eru Sveinn Óskar, f. 27.7. 1968; Elís Ant- on, f. 15.3. 1971, báðir búsettir í Reykjavík. Synir Sigurðar af fyrra hjóna- bandi era Stefán, f. 25.1.1957, búsett- ur í Garðabæ og á hann tvo syni; Róbert Friðþjófur, f. 18.9. 1960, bú- settur á Akureyri og á hann tvær dætur. Stjúpbörn Sigurðar era Guð- mundur Ingi, f. 31.3.1954, búsettur í Reykjavik og á hann fimm böm; Ragnheiður Guðný, f. 12.4. 1960, bú- sett i Reykjavík og á hún þrjú böm. Bræður Sigurðar: Rútur, f. 3.3. 1930, nú látinn; Jón, f. 11.6.1932, bú- settur á Hellu; Ásbjörn Rúnar, f. 12.3. 1946, búsettur í Fosstúni undir Austur-Eyjafjöllum; Ástvar Grétar, f. 22.4.1950, búsettur að Seljavöllum. Foreldrar Siguröar vora hjónin Óskar Ásbjörnsson, f. 11.9. 1902, bóndi á Seljavöllum, og Anna Jóns- dóttir, f. 16.10.1907, húsfreyja. Sigurður verður að heiman á af- mælisdaginn. Sigurður Óskarsson. Agnar Þór Hjartar Agnar Þór Hjartar, sölustjóri hjá Bílanausti hf., Hvassaleiti 157, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Starfsferill Agnar fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Smáíbúðahverfinu. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Réttarholts- skóla, stundaði síðan nám við Versl- unarskólann og lauk þaðan prófum. Agnar hóf störf hjá Véladeild SÍS í Ármúla 1965 og starfaði hjá SÍS í tuttugu og sjö ár, lengst af sem deildarstjóri i varahlutadeild. Hann starfaði síöan skamma hríð hjá Vél- um og þjónustu, síðan hjá Bilaumboðinu, stund- aði eigin rekstur um skeið en hóf síðan störf hjá Bílanausti hf. þar sem hann starfar enn. Fjölskylda Agnar Þór kvæntist 19.4. 1969 Guðrúnu Önnu Antonsdóttur, f. 21.12. 1948, bankastarfsmanni við Landsbanka íslands. Hún er dóttir Antons Högnasonar sem lést 1973 og Önnu Katrínar Jónsdóttur, hús- móður í Reykjavík. Synir Agnars Þórs og Guðrúnar Önnu era Hörður, f. 14.8. 1969, raf- virki í Reykjavík; Hauk- ur, f. 21.6. 1977, mennta- skólanemi i Reykjavík. Hálfsystur Agnars Þórs, sammæðra, búsettar hér á landi, eru Magnea Sig- rún, f. 18.4. 1951, búsett i Kópavogi; Hanna Þórunn, f. 7.7. 1966, búsett í Reykjavík; Áróra Hrönn, f. 5.10. Agnar Þór Hjartar. 1970, búsett í Reykjavík. Þá á hann tvo hálfbræður og eina hálfsystur, samfeðra, sem búsett eru í Bandaríkjunum. Foreldrar Agnars Þórs: William R. Catron, f. 14.8.1926, d. í nóvember 1962, tannlæknir frá Kentucky í Bandaríkjunum, og Birna Björns- dóttir, f. 16.9. 1927, húsmóðir, Agnar Þór og Guðrún Anna era erlendis á afmælisdaginn. Einar Sigurjón Bjarnason Einar Sigurjón Bjamason flug- virki, Tungubakka 12, Reykjavík, er fertugur í dag. Starfsferill Einar Sigurjón fæddist í Reykja- vik. Hann stundaði barnaskólanám í Kársnesskóla, lauk gagnfræðaprófi frá Þinghólsskóla í Kópavogi, stund- aði nám í málmiðnaðardeild Iðn- skólans I Reykjavík í eitt ár, stund- aði nám í flugvirkjun við Spartan School of Aeronautics í Tulsa í Bandaríkjunum og lauk þaðan próf- um 1979. Einar Siguijón var til sjós 1973, Nýr umboðsmaður Skagaströnd Kjartann Bjarnason - Eyri - Sími 452-2636 1974 og 1979, starfaði í Bandaríkjunum að námi loknu til 1981, vann í hlaðdeild Flugleiða 1981- 82, var flugvirki hjá Landhelgisgæslunni 1982- 86, var tlugvirki hjá Flugleiðum 1986-89 og siðan aftur hjá Landhelg- isgæslunni 1989 þar sem hann hefur starfað síðan. Fjölskylda Eiginkona Einars er El- ín Þóra Sverrisdóttir, f. 24.5. 1959, húsmóðir og starfsmaður Reykja- víkurborgar. Hún er dóttir Sverris Gíslasonar múrarameistara og Ólaf- íu B. Bjarnadóttur húsmóður. Börn Einars og Elínar Þóru era Birna María Einarsdóttir, f. 1981; Einar Sigurjón Bjarnason. Karen Inga Einarsdóttir, f. 1985; Bjami Einarsson, f. 1988;Einar Valur Ein- arsson, f. 1991. Systkini Sigurjóns eru Ingibjörg Bjarnadóttir, f. 1952, skrifstofumaður, búsett í Kópavogi; Amdís Bjarnadóttir, f. 1955, sjúkraþjálfari, búsett í Reykjavík; Guðrún Björk Bjarnadóttir, f. 1962, hjúkrunarfræðingur í Kópavogi; Ásmundur Bjamason, f. 1966, tölvun- arfræðingur í framhalds- námi í Álaborg. Foreldar Einars Sigurjóns: Bjami Einarsson, f. 1923, d. 1990, leigu- bífreiðastjóri hjá BSR, og María Sig- urjónsdóttir, f. 1928, sjúkraliði í Kópavogi. Til hamingju með afmælið 9. júlí 85 ára Soffia Þorsteinsdóttir, Birkimel 6 A, Reykjavík. Lára Ágústsdóttir, Lönguhlíð 3, Reykjavík. 75 ára Björn G. Bergsson, Austurbyggð 17, Akureyri. 70 ára Sigursteinn Marinósson, Faxastíg 9, Vestmannaeyjum. Þóra Þorvaldsdóttir, Suðurhólum 4, Reykjavík. Haukur Ingimarsson, Engimýri 4, Akureyri. Guðmundur Bjarnason, Hólabraut 4, Höfn í Homafirði. Sigríður Þórðardóttir, Bergstaðastræti 73, Reykjavik. 60 ára Fanney Sumarliðadóttir, Víkurbakka 4, Reykjavík. Bjarnar Kristjánsson, Skipholti 9, Reykjavík. Katrín Björk Friðjónsdóttir, Hraunsvegi 13, Njarðvík. Magnús Ólafsson, Grundargötu 2, ísafirði. 50 ára Ólafur V. Sigurðsson, Asparfelli 8, Reykjavík. Sigurður Þórðarson, Álfheimum 28, Reykjavík. Gígja Snædal, Dagverðareyri, Glæsibæjarhreppi. 40 ára Úlfur Þórarinn Ólafsson, Barmahlíð 35, Reykjavík. Kristján Björn Bjamason, Grænumýri 4, Akureyri. Sigurjóns Ámason, Dalalandi 8, Reykjavík. Benedikt Hjartarson, Freyjugötu 42, Reykjavik. Gunnar Jakobsson, Stapasíðu 15 E, Akureyri. Hafdis Hrönn Ottósdóttir, Lækjarhjalla 16, Kópavogi. Oddur Ólafsson, Skipasundi 69, Reykjavík. Sigríður Sigurðardóttir, Mánatröð 5, Egilsstöðum. Eygló Haraldsdóttir, Akurholti 14, Mosfellsbæ. Marel Nycz, Kríuhólum 4, Reykjavík. Þorsteinn Karl Eyland, Vitastíg 11, Reykjavík. staögreiösiu- og greiðslukorta- afsláttur og stighœkkandi birtingarafsláttur Smáauglýsingar 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.