Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1997, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1997, Page 15
FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1997 15 Um einsýni Úr kvikmyndinni Á hverfanda hveli. - Endirinn á myndinni líkist heimin- um eins og hann er en ekki kvikmyndaheiminum, segir m.a. í greín Ár- manns. Ég hafði lengi furðað mig á vinsældum kvik- myndarinnar Á hverf- anda hveli (Gone with the Wind) þegar ég fékk hugljómun: Það er endirinn sem er or- sökin. Sem alkunna er lýkur myndinni á því að karlhetjan, Rhett Butler, yfirgefur kven- hetjuna, Scarlett O’Hara, og segir örlög hennar sig engu skipta. Þetta eru sjaldgæf endalok á bandarískri bíómynd. Raunar svo sjaldgæf að ef sagan væri kvikmynduð nú væri endinum eflaust breytt, skötuhjúin næðu saman og þreyttir kvik- myndahúsagestir þyrftu ekki að hafa áhyggjur af. Þetta er ekki getgáta. „Framhald" myndarinn- ar er til þar sem væmnum klisju- endi er skeytt við hana. Sömu menn myndu eflaust skeyta við Grettissögu endi þar sem Grettir reyndist enn á lífi, risi upp frá dauðum og sallaði þrjótinn Öngul og menn hans niður með vélbyss- unni sinni. Allt á að gerast hratt Á hverfanda hveli varð vinsæl af því að fólk er ekki alveg jafn- heimskt og menn sem gera kvik- myndir halda. Endirinn á mynd- inni líkist heiminum eins og hann er, ekki kvikmyndaheimin- um. Það hefur fólk kunnað að meta. Hann er tvísýnn en kvik- myndir einkennast því miður oft af einsýni. Að sjá góða kvik- mynd er sennilega ein besta menntun sem til er. En þá verður hún að vera tvísýn. Því miður herja á kvikmynda- húsin einsýnar myndir. Sem sam- eina það að vera svarthvítar og í lit- um. Vissulega geta slíkar kvikmyndir verið ágæt skemmt- un. En þeir sem horfa á þær ein- vörðungu verða einsýnir, ímynda sér að veruleikinn sé eins. Einsýni er einn helsti kvillinn sem hrjáir opinbera umræðu. Hún er afar sjaldan frjáls þó að fjölmiðlar eigi að heita frjálsir. í stað þess að láta aðra fiötra sig fiötra þeir sig sjálfir. Það gera þeir með því að allir sem taka tn máls gefa sér fyrirfram stað- reyndir sem þó ættu ekki að vera gefnar og umræð- unni er fyrirfram beint í tiltekinn farveg. í Qölmiðlum á allt að gerast hratt. Fréttir eiga að vera stuttar og hnitmiðaðar og skiljast þegar í stað. Því miður er einfaldasta leiðin til þess að tala í klisjum. Á hóp stjórnmálamanna er klínt heitinu umbótasinnar, burtséð frá því hvort þeir eru að bæta eitthvað eða ætla sér það. Þá er hægur vandi að kalla alla and- stæðinga þessara manna harð- línumenn eða eitthvað þvíumlíkt þó að þeir kunni að vera fiöl- skrúðugur hópur. Kýklópsauga einsýninnar Allt má draga í dilka með slík- um klisjum. Einn er með stóriðju og Evrópusambandinu. Þá hlýtur annar, sem er andvígur stóriðju, einnig að vera andvígur Evrópu- sambandinu. Einn sósíalisti er ekki frjálslyndur. Þar með er gef- ið að enginn sósíalisti sé frjáls- lyndur. Þannig má horfa á heim- inn með kýklópsauga einsýninn- ar. Sérstök tegund einsýnna manna kallast stjórnmálamenn. Sá sem andmælir þeim er and- stæðingur þeirra og þar með á móti öllu sem þeir styðja. Allt er þá miðað við manninn en ekki við sjálfar hugmyndimar, hversu merkilegar sem þær annars eru. Það er gott að fara á James Bond- mynd þar sem allt er svart og hvítt, klippt og skorið. En verra ef menn halda að lífið sé James Bond-mynd. Þá ættu þeir frekar að sjá Á hverfanda hveli. Og læra eitthvað af. Ármann Jakobsson Kjallarinn Ármann Jakobsson íslenskufræöingur „Einsýni er einn helsti kvillinn sem hrjáir opinbera umræðu. Hún er afar sjaldan frjáls þó að fjöl• miðlarnir eigi að heita frjálsir. í stað þess að láta aðra fjötra sig fjötra menn sig sjáifir.“ Fjórar krónur fyrir barn í ágúst ákvað ríkisstjórnin að hækka bætur almannatrygginga um 2,5 prósent eftir harða gagn- rýni frá öldruðum og stjómarand- stöðunni í kjölfar úrskurðar kjara- dóms. Þeir sem þarna fá örlitla hækkun á framfærslu sinni eru flestir einna verst settir í samfé- laginu. Þetta em ellilífeyrisþegar, sem hafa framfærslu sína að mestu eða öllu leyti frá Tryggingastofnun ríkisins, og öryrkjar, sem eru í sömu stöðu eða jafnvel verri. Margir þeirra hafa ekki átt þess kost að safna sér rétt- indum í lífeyrissjóðum eins og margir aldraðir hafa getað gert um æfina. Þetta eru einnig einstæðir foreldrar, sjúklingar sem í veikindum sínum fá greidda sjúkradagpeninga eða slysadagpeninga hafi þeir misst starfsgetu sína tímabundið eftir slys. Rausnarleg ríkisstjórn? Ég hef margoft bent á hræðilega stöðu þeirra sjúklinga sem fá greidda sjúkradagpeninga ein- göngu frá Tryggingastofnun. Þeir fá nú greiddar 620 krónur á dag til framfærslu þann ttma sem þeir eru óvinnufærir. Á þessari upp- hæð geta sjúklingar þurft að fram- fleyta sér í allt að eitt ár, þ.e. þar til þeir ná heilsu eða em metnir til örorku. Séu þeir með bam á framfæri kemur nú 168 króna viðbótar- greiðsla daglega. Þetta eru allar framfærslutekjur sjúklings sem ekki á rétt á greiðslum úr sjúkra- sjóði stéttarfélags en ýmis fiöl- menn stéttarfélög em ekki með neina sjúkrasjóði. Þeir sjúklingar, sem ekki vom í fullu starfi fyrir veikindin, fá aðeins helming þess- arar upphæðar, þ.e. 310 krónur á dag, jafnvel þótt þeir hafi verið í yfir 90% starfi áður en þeir veikt- ust. Ráðherrar í ríkisstjóminni hafa verið að beija sér á brjóst fyrir að hafa hækkað bætur almannatrygg- inga um þessi 2,5% í ágúst. En gera þeir sér grein fyrir hversu mikiö þeir vora að hækka greiðslumar til einstakra hópa? Ég efa það stórlega. Ég geri hér að um- talsefni sjúklingana að þessu sinni en full ástæða er til að beina augum að fleiri hóp- um, s.s. þeim öldrað- um og öryrkjum sem eru fastir i fátæktar- gildra tekjutenging- arreglna trygginga- kerfisins. Sjúkradag- peningar sjúklings hækkuðu um 15 krónur á dag, úr 605 krónum í 620 krónur. Heilar 15 krónur, hvílík rausn! Svo era það blessuð börnin, sem era svo óheppin að eiga for- eldra í þessari stöðu, framfærslan til þeirra hækkaði um svo mikið sem 4 krónur, úr 164 krónum í 168 krónur. Hafa þeir Davíö Oddsson og Friðrik Sophusson svör við því hvemig hægt er að framfæra bam á 164 krónum á dag og hvemig 4 krónur til viðbótar gera gæfumun- inn? Ég leyfi mér að efast um að þeir treysti sér til að fæða barn og klæða fyrir 168 krónur á dag 1 heilt ár, hvað þá ef þeir ættu við heilsu- leysi að stríða og hefðu 19.000 krónur á mánuði í tekjur, eins og þeir sjúklingar sem standa í þessum sporum. Bætum velferöar- kerfiö Rikisstjóm Sjálf- stæðisflokks og Fram- sóknar ætti að kynna sér aðstæður þess fólks sem þarf að treysta á almanna- tryggingamar til framfærslu áður en hún hreykir sér af því að hafa af gæsku sinni hækkað greiðslum- ar um 2,5%. Prósentur segia ekki allt. í þessu kerfi þarfnast margt leið- réttingar við og nauðsynlegt er að einfalda og gera endurbætur á regl- um velferðarkerfisins svo enginn þurfi í heilsuleysi og tímabundnum veikindum að búa við þau kjör sem lýst er hér að framan. Ásta R. Jóhannesdóttir „Hafa þeir Davíð Oddsson og Friðrik Sophussn svör við því hvernig hægt er að framfæra barn á 164 krónum á dag og hvernig 4 krónur til viðbótar gera gæfumuninn?u Kjallarinn Ásta Ragnheiöur Jóhannesdóttir alþingismaöur Með og á móti Á að afhenda 16 og 17 ára unglingum Fríkort? Páll Þór Armann, framkvæmdastjóri Fríkorta ehf. Unglingar eru kröfu- harðir neytendur „Já, mér finnst alveg sjálfsagt að bjóða 16-17 ára unglingum þátttöku í Fríkortinu. Ungling- arnir eru yfir- höfuð, ekki síð- ur en aðrir, kröfuharðir neytendur sem geta að minu viti fyllilega gert þann sam- anburð sem felst i þvi að nýta sér kosti Fríkortsins. Með því að segja að unglingar geti ekki dæmt um það af skynsemi hvort þeir vilji nýta sér kosti korfsms erum við að segja að forsendur þeirra til þess samanburðar séu ekki nægilegar. 16 og 17 ára unglingar fá í þjóð- félaginu í dag ýmis réttindi. Til dæmis geta 17 ára unglingar tek- ið bílpróf og virkan þátt í um- ferðinni en því fylgir jú mikil ábyrgð. Þessir sömu unglingar hafa að mínu viti fulla þekkingu til þess að velja og hafha þeim til- boðum sem í hoði eru á hveijum tíma. Unglingarnir eru víða að taka verulega virkan og ábyrgan þátt í þjóðmálum og má þar til dæm- is nefna jafningjafræðsluna. Slíkt er að mínu mati klár vísbending um að unglingar vilja vera full- gildir þátttakendur í þessu þjóð- félagi og ég sé ekki að Frikortið sé einhver undantekning frá því.“ Tilræði við heilbrigða samkeppni „Ég tel þetta fráleitt það sem Frikortsmenn eru að gera núna. Ég bendi á í fyrsta lagi að þarna er verið að af- henda ósjálf- ráða ung- mennum Fríkort. Ég dreg það mjög í efa, með fullri virðingu fyrir ungling- um á þessum aldri, að þeir hafi í raun þá reynslu og þá þekkingu sem þarf til þess að taka þátt í viðskiptalífinu á þennan máta. Þetta gæti hins vegar orðiö til þess að börnin verði viljugri til að fara út í búð fyrir foreldra sína í þeirri von að þeir fái ókeypis miöa í bió eða pitsu- sneið. En valið mun fyrst og fremst grandvallast á þessari gul- rót, sem bíómiðinn og pitsusneið- in er, en ekki á sjálfstæðri og gagnrýnni hugsun unglinganna. Þarna er í raun verið að draga unglingana á þann bás sem Fríkortsmenn vilja hafa ungling- ana og þetta er eitt tilræðið enn hjá Fríkortsmönnum við heil- brigða samkeppni í landinu. Okkur hjá Neytendasamtök- unum þykir gagnrýnivert hversu langan tíma samkeppnis- yfirvöld hafa verið að fialla um Fríkortið. Þetta útspil Fríkorts- manna gerir þá kröfu á hendur samkeppnisyfirvalda að þau ljúki nú þegar athugun sinni á hvort Fríkortin starfi á eðlilegan máta innan ramma samkeppnis- þjóðfélagsins." -ST Jóhannes Gunnars- son, framkvæmda- stjóri Neytenda- samtakanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.