Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1997, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1997, Side 26
34 FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1997 Afmæli Gísli Júlíusson Gísli Júlíusson verkfræðingur, Akraseli 17, Reykjavík, er sjötugur i dag. Starfsferill Gísli fæddist í Hafnarfirði. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1947, fyrrihlutaprófi i verkfræði frá HÍ 1950 og lokaprófi í raforkuverkfræði frá DTH í Kaupmannahöfn 1953 og hefur A-löggildingu Rafmagnseftir- lits ríkisins til rafvirkjunar við há- spennu- og lágspennuvirki. Gísli var verkfræðingur hjá Raf- magnsveitu Reykjavlkur 1953-54, hjá rafvirkjadeild Sameinaðra verk- taka á Keflavíkurflugvelli 1954-56, rak eigin verkfræðistofu, Land- stólpa hf., í Reykjavík, ásamt öðrum 1956-1957, starfaði hjá íslenskum að- alverktökum 1957-1958, hjá flugher (síðar sjóher) Bandarikjanna á Keflavíkurflugvelli 1958-1965, þar af deildarverkfræðingur yfir raf- magnsverkfræðideild 1962-65, vann hjá Vélsmiðju Njarðvíkur 1965-68, þar af framkvæmdastjóri frá 1967, vann að undirbúningi sameiningar vélsmiðja á Suðumesjum 1966-67, var stöðvarstjóri BúrfeUsstöðvar 1968-72, deildarverkfræðingur í rekstrardeild Landsvirkjunar 1972-75, deildarverkfræðingur i verkfræðideild 1975-83 og deildar- verkfræðingur og síðan yfirverk- fræðingur í tækniþróun- ardeild. Gísli var fulltrúi Landsvirkjunar í Land- vernd til 1984, í stjóm Landvemdar frá 1984 og varaformaður frá 1989. Hann hefur tekið þátt í störfum orkuspámefndar frá upphafi, hefur setið í áætlunamefnd og í um- hverfis- og rekstramefnd Nordel, var formaður raf- magnsverkfræðinga- deildar VFÍ 1974-75 og í aðalstjóm VFÍ, í orðanefnd rafmagnsverkfræð- ingadeildar VFÍ frá 1974, var próf: dómari við verkfræðideild HÍ 1973-77, í rafveitunefnd Njarðvíkur 1961-68 og formaður 1965-68, for- maður í félagi sjáifstæðismanna í Skóga- og Seljahverfi í Reykjavík 1986-95, sat í hreppsnefnd Gnúp- verjahrepps 1969-73, félagsforingi í skátafélaginu Víkverjum í Njarðvík 1965-68, í stjóm Félags áhugamanna um Fjölbrautaskólann í Breiðholti frá 1978 og formaður frá 1981-90, fé- lagi í Lionshreyfingunni frá 1962, formaður Lk Selfoss 1971-72 og fjöl- umdæmisritari 1975-76. Þá var hann ritstjóri Fréttabréfs Lands- virkjunar frá upphafi 1983-93 og hef- ur skrifað fjölda greina í blöð og tímarit, íslensk og erlend, um ýmis verkfræðileg efni. Fjölskylda Gísli kvæntist 13.12. 1949 Jónínu Jónsdóttur, f. 30.9. 1929. Hún er dóttir Jóns Bergssonar, kaupmanns í Reykjavík, og k.h., Guð- bjargar Finnbogadóttur Amdals, sjúkrasamlags- forstjóra í Hafnarfirði. Gísli og Jónína skildu. Böm þeirra em Jón f. 22.10. 1949, mælingamað- ur; Margrét, f. 25.1. 1956, innanhússarkitekt og ljósmyndari; Júlíana, f. 9.11. 1957, viöskiptafræð- ingur. Gísli kvæntist 31.5. 1967 seinni konu sinni, Helgu Kristófersdóttur, f. 31.5.1927. Hún er dóttir Kristófers Oliverssonar, skipstjóra í Sand- gerði, og k.h., Þuríðar Gísladóttur. Böm Gísla og Helgu era Þuríður, f. 10.10. 1960, örverufræðingur og framhaldsskólakennari; Ólafúr, f. 2. 10. 1961, raforkuverkfræðingur og tölvunarfræðingur. Böm Helgu af fyrra hjónabandi eru John, f. 9.8. 1948, húsasmíða- meistari; Kristín, f. 10.7. 1949 hús- móðir; Kristófer, f. 1.7.1951, múrari. Systkini Gísla era Sigurður, lög- giltur skjalaþýðandi í frönsku og ensku; Kristín, kennari; Hallgeir, verkfræðingur. Foreldrar Gísla: Júlíus Sigurðs- son, skipstjóri í Hafnarfirði, og k.h., Margrét Gísladóttir húsmóðir. Ætt Faðir Júlíusar var Sigurður, b. á Melshúsum á Akranesi, Jónsson, b. á Melshúsum, Ásbjömssonar. Móð- ir Sigurðar var Ambjörg Sigurðar- dóttir, b. á Bakka í Melasveit, Þórð- arsonar, systir Þórðar á Fiskilæk, föður Ágústar Flygenring, alþm. í Hafharfirði, og Mattíasar Þórðar- sonar þjóðminjavarðar. Móðir Júlí- usar var Kristín Ámadóttir Veld- ing, sjómanns í Hafnarfirði, Frið- rikssonar, Veldings, sjómanns í Hafnarfirði, Kristjánssonar, Veld- ings, verslunarskrifara í Hafnar- firði. Faðir Margrétar var Gísli, hafn- sögumaður og vitavörður í Hafhar- firði, Jónsson, hafnsögumanns í Hafnarfirði, Guðmundssonar, b. í Brúarhrauni í Hafnarfirði, Jónsson- ar. Móðir Gisla var Margrét Krist- jánsdóttir Velding, sjómanns í Hafh- arfirði, bróður Friðriks sjómanns. Móðir Margrétar var Hallgerður Torfadóttir, sjómanns í Hafnarfirði, Jónssonar, tómthúsmanns í Hafhar- flrði, Jónssonar og Kristínar Krist- jánsdóttur Velding. Gísli og Helga era erlendis. Gfsli Júlíusson. Brynjar Vilmundarson Brynjar Vilmundarson, fiskverk- andi og hrossaræktandi, Lækja- braut 8, Hellu, er sextugur í dag. Starfsferill Brynjar fæddist i Háaskála í Ólafsfirði, sleit þar bamsskónum og lauk þaðan bamaskólaprófi. Hann fór fljótt að vinna fyrir sér, var í sveit á Kvíabekk hjá Kristjáni föð- urbróður sínum, afa og ömmu á hverju sumri frá sex ára til fimmt- án ára aldurs og fór fyrst til sjós fjórtán ára gamall. Brynjar flutti með foreldrum sín- um tÚ Keflavíkur á fimmtánda af- mælisdegi sínum. Þar stundaði hann netagerð, beitingu, verka- mannavinnu, akstur á Keflavíkur- flugvelli og fleira sem til féll. Hann stofnaði og rak Netaverk- stæði Suðumesja með öðram ásamt útgerð, saltfiskvinnslu og skreiðar- verkun í Norðurvör. Þegar eignum var skipt eignaðist Brynjar Norður- vör einn. Þar rak hann fyrirtækið í sama farvegi um árabil en breytti því í ferskfiskvinnslu og útflutning fyrir tíu árum. Hann átti þátt í stofnun Fiskmarkaðar Suðumesja og var jafnframt einn af fyrstu starfsmönnum hans. Árið 1975 hóf Brynjar sauðfjárbúskap ásamt vini sínum, Jónasi Ingimundcirsyni. Fyrsta veturinn var féð haft i litlum skúr við Hringbraut í Keflavík en vorið 1976 tóku þeir á leigu jörðina Miðkot á Stafnesi. Þar eiga þeir enn sauðfé sem Jónas hefur annast hin síðari ár. Brynjar fékk brennandi áhuga á hestum 1978 og hefur átt hesthús í Keflavík frá 1980. Árið 1990 keypti hann hluta af jörðinni Efri-Rauða- læk í Rangárvallasýslu sem hann nefnir Fet. Þar hefur hann ræktað hross fram á þennan dag. Brynjar stundaði golf með góðum árangri frá 1961 til 1978. Fjölskylda Brynjar kvæntist 29.7. 1960 Kristínu Torfadótt- ur, f. 18.1. 1937, húsmóður. Hún er dóttir Torfa Karls Eggerts- sonar, f. 1893, d. 1951, og Guðrúnar Brandsdóttur, f. 1898, d. 1972. Kristín og Brynjar hófú sambúð í Keflavík aðeins sextán ára. Börn Brynjars og Kristinar era Brynja, f. 30.10. 1954, skrifstofu- maður, búsett í Keflavík en böm hennar era Brynjar Ólafsson, Magn- ús Daníel Ólafsson og Þóra Kristín Ottósdóttir; Lára, f. 21.6. 1956, verkakona, í Grindavík, gift Róberti Tómassyni branaverði og era böm þeirra Guðrún Lára Róbertsdóttir og Vilmundur Karl Róbertsson en synir Lára auk þess era Kristinn Már Bjamason og Hermann Rúnar Helgason; Guðlaug Vilborg, f. 27.12. 1959, býr i Danmörku en börn hennar era Láras Friðrik Guðmundsson og Elín Þorvarðardóttir; Guðmundur Karl, f. 18.3. 1966, skólaprestur í Reykjavík, kvæntur Kamillu Hildi Gisladóttur kennara og eru böm þeirra Kristin Gyða Guð- mundsdóttir og Felix Am- kell Guðmundsson. Hálfsystur Brynjars eru Sigríður Eygló Gísla- dóttir, f. 9.8. 1929; Pollý Gísladóttir, f. 2.4. 1931. Foreldrar Brynjars: Vilmundur Stefán Rögnvaldsson, f. 29.8. 1906, d. 10.10. 1985, kennari, netagerðar- meistari og afgreiðslumaður, og Lára Guðmundsdóttir, f. 4.2. 1909, húsmóðir. Lára var áður gift Gísla Vilhjálmssyni sjómanni en missti hann 1933. Brynjar verður að heiman á af- mælisdaginn. Brynjar Vilmundarson. Páll Þormar Garðarsson Páll Þormar Garðars- son verkamaður, Ásgötu 17, Raufarhöfn, er fimm- tugur í dag. Starfsferill Páll fæddist i Reykja- vik og ólst þar upp en stundaði nám við Austur- bæjarskólann í Reykja- vik. Páll byrjaði ungur til sjós og stundaði síðan sjómennsku á togurum og fiskibátum. Hann flutti til Raufarhafnar 1969 þar sem þau hjónin hafa búið síðan. Páll starfar nú hjá SR-mjöli á Raufarhöfn en þar hóf hann störf fyrir rúmu ári. Páll hefur tekið virkan þátt í fé- lagsmálum á Raufarhöfn auk þess sem hann sinnir þar einkum íþróttamálefnum. Hann er nú hreppsnefndarmaður á Raufarhöfn. Fjölskylda Páll kvæntist 29.4. 1973 Angelu Ragnarsdóttur, f. 8.1. 1950, verka- konu. Hún er dóttir Ragnars Sandholt Björg- vinssonar, trésmiðs á Raufarhöfn, og k.h., Kristinar Einarsdóttur, fiskvinnslukonu og Ijós- móður. Börn Páls og Angelu eru Kristín Þormar, f. 28.9. 1971, verkakona á Rauf- arhöfn, en maður henn- ar er Hörður Ingimar Þorgeirsson útgerðar- maður og eru böm þeirra Páll Þormar, f. 6.5. 1988 og Þorgeir Brimir, f. 31.8. 1994; Ragnar Þormar, f. 16.2. 1973, sjómaður í Hafnarfirði en kona hans er Ásta Helgadóttir húsmóðir og er sonur hennar Helgi Hlyns- son, f. 1.6. 1991; Þór Þormar, f. 12.12. 1975, sjómaður á Akureyri, en kona hans er Berglind Helga- dóttir nemi og er dóttir Þórs Telma Hrund, f. 22.10. 1994; Ægir Þormar, f. 12.12. 1975, sjómaður á Akureyri en kona hans er Guðriður Sturlu- dóttir; Jón Þormar, f. 22.1. 1980, nemi; Garðar Þormar, f. 28.3. 1983, nemi. Synir Páls frá því fyrir hjóna- band era Grétar Þór, f. 13.2. 1967, verkamaður á Raufarhöfn, en kona hans er Sóley B. Sturludóttir hús- móðir og eiga þau tvö böm; Guðni, f. 1971, verkamaður í Reykjavík. Sonur Páls frá fyrra hjónabandi var Garðar Þormar sem lést ung- ur. Systkini Páls era Sigfús Þormar, verkstjóri hjá ístaki, búsettur í Garðabæ, kvæntur Svövu Kristins- dóttur og eiga þau þrjú böm; Sig- riður Þormar, húsmóðir í Reykja- vík, en hún á þrjú böm; Sigfríð Þormar, húsmóðir í Reykjavík, gift Jóni Péturssyni og eiga þau þrjú böm; Kristinn Þormar, búsettur í Keflavík, kvæntur Jónu Samúels- dóttur og eiga þau þrjú böm; Guð- rún Helga Þormar, húsmóðir í Noregi. Foreldrar Páls era Garðar Þorm- ar Pálsson, bifreiðarstjóri og starfsmaður Landsvirkjunar, og Ingunn Þormar húsmóðir. Pádl og Angela taka á móti vin- um og vandamönnum í félagsheim- ilinu Hnitbjörgum á Raufarhöfn í kvöld frá kl. 20.30. Páll Þormar Garðarsson. Björg Guðfinns- dóttir - leiðrétting í afmælis- grein um Björgu Guð- finnsdóttur húsfreyju, áttatíu og fimm ára, sem birtist í helgarblaði DV þann 30.8. sl„ féll niður nafn á yngstu dóttur Bjargar. Hún er Ingveldur Ólöf Ragnars- dóttir, f. 6.8. 1948, vistmaöur í Blesugróf og leikari í leikhópnum Perlunni. Þessu er hér með komið á framfæri og viðkomendur beðnir velvirðingar á þessum leiðu mistökum. Björg Guöfinnsdóttir. Hl hamingju með afmælið 4. september 80 ára Sigríður Júlíusdóttir, Stigahlíð 14, Reykjavík. Sigurður Jónsson, Reynistað, Staðarhreppi. Sæunn Jónsdóttir, Hjallabraut 3, Hafnarfirði. 75 ára Pétur Hraunfjörð, verkamaður, skáld, frístundalistamað- ur og kvikmynda- leikari, Gnoðavogi 18, Reykjavík. Hulda Sigurbjörnsdóttir, Skagfiröingabraut 37, Sauðárkróki. 70 ára Gunnar Þorbergsson, Vitastíg 15, Reykjavík. Hannes G. Jónsson, Lyngbrekku 17, Kópavogi. Gunnar Geir Gunnarsson, Klapparstíg 1, Reykjavík. 60 ára Magnea Sigurbergsdóttir, Selparti, Gaulveijabæjarhr. Svanhildur Erla Levy, Haðalandi 17, Reykjavík. Reynir Magnússon, Lerkigrand 4, Akranesi. Lovísa Margrét Marinósdóttir, Miðbraut 11, Seltjamarnesi. 50 ára Ragnhildur Andrésdóttir, húsmóðir og bóndi að Ystu-Görðum í Kolbeinsstaða- hreppi, verður fimmtug sunnudaginn 7.9. nk. Eiginmaður hennar er Ölver Benjamínsson. Þau taka á móti gestum að heimili sínu laugardaginn 6.9. eftir kl. 20.00. Kristján Gunnarsson, Skildinganesi 62, Reykjavík. Daníel Þórarinsson, Sogavegi 156, Reykjavík. Anna Breiðfjörð, Jöldugróf 4, Reykjavík. Friðgeir Hjaltason, Hafsilfri, Raufarhafnarhreppi. Theódóra Ingvarsdóttir, Háholti 17, Keflavík. Guðjón Þorkelsson, Lækjarhvammi 3, Hafnarfirði. 40 ára Bjamþór Haraldur Sverrisson sjómaður, Fjarðarstræti 4, ísafiröi. Gunnar Rúnar Magnússon, Gerðhömrum 15, Reykjavík. Klara Hreggviðsdóttir, Þórisstöðum, Hvalfjarðar- strandarhreppi. Guðmundur Sigfússon, Ártröð 13, EgOsstöðum. Sigríður Björnsdóttir, Birkibergi 22, Hafnarfirði. Tamara Bezoukladnikova, Smiðjuvegi 4 C, Kópavogi Ásbjöm Þ. Björgvinsson, Bröttukinn 10, Hafharfirði. Guðbjörg Ólafsdóttir, Oddsstöðum I, Lundarreykja- dalshreppi. Hreiun Halldórsson, Höföatúni 10, Reykjavík. Ingibjörg Hauksdóttir, Hrísbraut 12, Höfn, Homafirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.