Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1997, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1997, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1997 X w stuttar fréttir Motzfeldt í forystuna Jonathan Motzfeldt tekur við formennsku grænlensku heima- stjórnarinnar af Lars-Emil Jo- hansen sem ætlar að snúa sér að öðrum verkefnum síðar í mán- uðinum. Óhæfir til vinnu Um fimmtíu þúsund manns, eða fjórðungur atvinnuleysingja í Danmörku, eru talin óhæf til vinnu. Týndar sprengjur Alexander Lebed, fyrrum þjóðarörygg- isráðgjafi Jeltsíns Rússlandsfor- seta, segir að meira en 100 litlar kjam- orkusprengj- ur rússneska hersins séu týndar. Hver um sig getur grandað 100 þúsund manns. Frekari mótmæli Grænfriðungar boða frekari mótmæli gegn aukinni olíu- vinnslu í Alaska. Banaslys á leikvangi Að minnsta kosti 36 fórust og meira en 100 slösuðust þegar fár- viðri jafnaöi íþróttaleikvang í Paragvæ við jörðu á fimmtu- dagskvöld. Þurrt í Los Angeles Úrkoma hefur ekki verið mæl- anleg í Los Angeles frá því 17. febrúar. Sjötíu ára gamalt þurrkamet hefur þar með verið slegið. Kosið í Bosníu Alþjóðlegir sáttasemjarar sögðu í gær að bæjar- og sveitar- stjórnarkosningar í Bosníu færu fram í næstu viku, þrátt fyrir hótanir Serba um að sniðganga þær. Neita aðstoð Frönsk stjórnvöld höfnuðu í gær beiðni stjómar Kómoreyja um aðstoð við að kveða niður uppreisn á eyjunni Anjouan. Löggur rannsakaðar Saksóknari í Króatiu hefur fyrirskipað rannsókn á fjórum fyrram löggum sem sagðir eru hafa myrt óbreytta Serba í upp- hafi borgarastríðsins í landinu. ÓL til Aþenu 2004 Sumarólympíuleikamir árið 2004 verða haldnir í Aþenu á Grikklandi. Alþjóöa ólympíu- nefndin tilkynnti það í gær. Stokkhólmur, Buenos Aires, Höfðaborg og Róm sóttu líka um. Moskva á afmæli Moskva á 850 ára afmæli um þessar mundir og era þar mikil veisluhöld. Reuter Elísabet Englandsdrottning: Dáði og virti Díönu prinsessu Elísabet Englandsdrottning fór lofsamlegum orðum um Díönu prinsessu í sjónvarpsávarpi til bresku þjóðarinnar í gær og kallaði hana „óvenjulega og hæfileikaríka" manneskju. Hún hvatti Breta til að sameinast í sorg og virðingu. Drottning sagði í ávarpinu, sem var sýnt beint, að enginn sem hefði þekkt prinsessuna mundi gleyma henni. „Ég vona að á morgun getum við öll, hvar sem við erum niður komin, sameinast í að tjá sorg okkar yfir að missa Díönu og þakklæti okkar fyr- ir líf hennar sem var allt of stutt. Þetta er tækifæri til að sýna um- heiminum bresku þjóðina samein- aða í sorg og virðingu," sagði drottning. Drottning var í svörtum kjól og með perlufesti um hálsinn. Hún sagði: „Það sem ég segi við ykkur sem drottning og amma segi ég af öllu hjarta. í fyrsta lagi langar mig til að votta Díönu virðingu mína. Hún var óvenjuleg og hæfileikarík mann- eskja. Hún glataði aldrei hæfileik- anum til að brosa og hlæja og veita öðram uppörvun með hlýju sinni og gæsku, hvort sem blés með eða á móti. Ég dáði hana og virti fyrir at- orku hennar og trúmennsku hennar við aðra, einkum þó tryggð hennar við synina tvo,“ sagði Elísabet. Drottningin, Filipus drottningar- maður, Karl ríkisarfi og synirnir tveir, Vilhjálmur og Harrý, komu til Lundúna i gær frá Skotlandi og blönduðu geði við syrgjendur fyrir utan Kensingtonhöll. Útför Díönu verður gerð frá West- minster Abbey nú fyrir hádegi og er búist við milljónum manna á götum bresku höfuðborgarinnar. Jarðsett verður á ættaróðali Spencer fjöl- skyldunnar í Althorp. Reuter yTHÍ k T''mmú/m*i wm i - i liyg Vilhjálmur prins leggur blómvönd til minningar um móöur sína, Díönu prinsessu, fyrir utan Kensingtonhöll í Lundúnum. Talið er ein milljón blómvanda hafi veriö lagöir fyrir utan bústaöi konungsfjölskyldunnar til minningar um Díönu. Karl ríkisarfi og synir hans og Díönu blönduöu geöi viö almenning í gær. Símamynd Reuter Dodi orti ástarljóð og lét grafa á silfurskjöld Dodi A1 Fayed orti ástarljóð til Díönu prinsessu, lét grafa það á silf- urskjöld og laumaði þvi undir kodd- ann hennar í íbúðinni sinni í París. Faðir hans, Mohammed A1 Fayed, viU nú að skjöldurinn fari í gröfina með Díönu í dag. Það var talsmaður A1 Fayeds sem skýrði fréttamönnum í gær frá gjöf- unum sem þau Díana og Dodi skipt- ust á skömmu fyrir andlátið. Auk þess sýndi hann myndir sem teknar vora af öryggismyndavélum Ritz Þessi mynd af Díönu var tekin af öryggismyndavél Ritz hótelsins. hótelsins skömmu áður en þau lögðu upp í hinstu ökuferðina. Aðeins nokkrum klukkustundum fyrir bílslysið gaf Dodi Díönu dýr- indis hring. Díana hafði áður gefið Dodi vindlaskera úr gulli sem á var letrað: „Með ástarkveðjum frá Díönu“. Einnig gaf hún honum ermahnappa sem faðir hennar, Spencer jarl, hafði gefið henni. „Við fáum aldrei að vita hvað hringurinn táknaði," sagði talsmað- urinn, Michael Cole. Reuter Vörubíl- stjórar í vanda Danskir flutningabílstjórar á ferð í Suður- og Austur-Evrópu, sem verða vitni að umferðarslysum eða stansa þar sem slys hafa orðið til að veita slösuðum aðstoð, lenda oftar en ekki í vanda. Þeir eru þá gerðir meðsekir í slysunum og dregnir inn í langvarandi málaferli og jafnvel fangelsaðir. Ástæða þess að reynt er að koma sökum á dönsku bílstjórana er sú að danskir flutningabílar og -bílstjórar eru mjög vel tryggðir og tryggin- gamar ætíð í fuöu gildi, gagnstætt því sem raunin er um fjölmörg far- artæki í umferðinni á þessum slóð- um. Af þessum sökum sjá þeir sem i slysum lenda hagnaðarvon í góð- um tryggingum Dananna. -SÁ Kauphallir og vöruverð erlendis Ní?w York London 8200 DowJone/\ 8000 m ftseioo — 4800 /b00 ,. ' rm í 7200 4600 4400 7000 4200 6S00 _ 7622,42 J ' J Á S 4870.2 J J Á S 350 325 300 275 250 */t j j 327,0 Á S 2500 . 2000 , 1500 S 1000 $/t j j 1580 Á S Frankfurt 4500 DAX-40 4000 3500 3000 3989,96 J J Á S Bensin 95 okt. fB Bensín 98 okt. 21000 20500 20000 19500 19000 Nikkel |g j 18500 18000 17974,3 J J A S ;j Hong Kong Hráolía 25 £ 151 $/ 18,13 tunnaj J Á S ÍHl Norskir sjó- menn reknir af fiskimiðunum DV, Ósló: Norski íslandsvinurinn og sjómannaleiðtoginn Oddmund Bye er æfur eftir að fréttist að hefja ætti olíuvinnslu í Barents- hafi. Það er ríkisfyrirtækið Norsk Hydro sem ætlar á næsta ári að byrja að dæla upp olíu á svokölluðum Fugleyjarmiðum, norður af Tromsö. Fiskveiðar verða þá bannaðar á svæðinu og það veldur Oddmundi mestri gremju að hann og aörir sjó- menn voru ekki látnir vita. „Ég skfl ekki hvemig rnenn- imir geta hugsað sér að loka miðunum án þess að spyrja kóng eða prest," segir Odd- mund. Bye er vel studdur af nátt- úraverndarmönnum sem segja að olíuvinnsla á norðurslóðum hafi mikla hættu í fór með sér og að slys þar hafi alvarlegri af- leiðingar en annars staðar á jörðinni. -GK Móöir Teresa lést á Indiandi í gær. Símamynd Reuter Móðir Teresa lést úr hjarta- slagi í gær Móðir Teresa lést úr hjartaslagi í aðalstöðvum trúar- hreyfingar sinnar á Indlandi í gær. Hún var 87 ára. Á Móðir Teresa, sem gekk und- ir nafninu „EngiU göturæsis- ins“ helgaði líf sitt aðstoð við fátæka og minnimáttar og fékk : fyrir það friðarverðlaun nóbels Á árið 1979. Norsku þiiigkosningarnar: Bitist um fylg- ið til hægri DV.Ósló: KjeU Magne Bondevik fermd- í ist fyrir 36 árum. Hann gengur enn í femiingarfótunum og hár- *: greiðslan er enn sú sama. Þetta er stíU sem hrífur æ fleiri kjós- endur á hægri væng norksra stjórnmála og svo er komið að / „fermingardrengurinn" og leið- I togi Kristilega þjóðarflokksins | er að ná Carli I. Hagen að vin- 1 sældum. Kristilegi þjóðarflokkurinn og Framfaraflokkurinn bítast nú hart um fylgið tfl hægri við miðju. Þeir sem tapa eru Hægri S flokkurinn og Miðflokkurinn. Á vinstri vængnum styrkir Verkamannaflokkurinn jafnt I og þétt stööu sína og kosninga- jj spár gærdagsins gerðu ráð fyrir að Verkamannaflokkurinn I haldi öUum 67 þingsætum sín- um og að kristilegir og Fram- S faraflokksmenn vinni 12 tU 14 í", sæti hvorir um sig. Verði þetta niðurstaða þing- kosninganna 15. september sit- ur minnihlutastjórn Verka- mannaflokksins áft-am við völd. TU að feUa stjómina þurfa sjö flokkar að koma sér á einn eða annan hátt saman um að taka við stjómartaumunum og það gerist varla. -GK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.