Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1997, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1997, Side 10
LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1997 10 viðtal Margrát Helga Jóhannsdóttir leikkona fer á kostum í Hinu Ijúfa lífi: Fann fyrir sigurtilfinningu - segir „konan með stálhjartað" sem hefur náð sár eftir veikindi í sumar „Ég hef enga eina fyrirmynd aö Gógó heldur tek hana úr ýmsum átt- um. Svona drykkjufólk er hávært, með hása og grófa rödd. Mér finnst þetta mjög skemmtilegt hlutverk þó það sé kannski ekki svo fyrirferðar- mikið í handriti. Það eru margir á sviðinu í einu og mikilvægt að halda einbeitingu allan tímann. Góður leikari þarf að geta hlustað á aðra leikara og upplifað aðstæður á sviðinu. Þær geta verið mismun- andi eftir sýningum. Til dæmis á frumsýningu þá braut ég hælinn undir öðrum skónum í dansatriði sem auðvitað var ekki gert ráð fyr- ir. Það endaði auðvitað með því að ég fór úr skónum og áhorfendum kransæð. Tæpt þótti að hún gæti leikið í sýningunni en hún dreif sig áfram af hörku. Segist ekki sjá eftir þeirri ákvörðun i dag og hefur náð fullri heilsu á ný. Spáir ekki í fortíðina Margrét fagnar á þessu ári 30 ára útskriftarafmæli sem leikari en hef- ur verið uppi á sviði meira og minna síðustu 40 ár þar sem hún fór fyrst upp á svið árið 1957 sem áhugaleikari í Mosfellssveit. Margrét segist ekki hafa tölu á þeim hlutverkum sem hún hefur leikið, segist ekki spá mikið í fortíð- ina. Hún safni ekki leikdómum, við- Hvað segja gagnrýnendur? „Margrét Helga Jóhannsdóttir sýndi stórgóðan tragíkómískan leik í hlutverki fyllibyttunnar Gógóar..." Auður Eydal, DV. „Ég nefni sér í lagi þrjá leikendur: Eggert Porleifsson sem sýndi ágxtan leik í þjóninum Gedda, og fallega söng hann tregaljóðið yfir vini sínum. Margréti Helgu Jóhannsdóttur sem hafði afbragðstxkni í hlutverki ofdrykkjukonunnar Gógó og Rósu Guðnýju Þórsdóttur sem tók Ólöfufdstum tökum og gerði persónuna verulega ógeðfellda. “ Gunnar Stefánsson, Degi-Tímanum. „Fremstar íflokki eru Pálína, sem erfrábxr íalla staði sem Harpa Dís, Margrét Helga sem er stórkostleg Gógó og Guðlaug sem er drep- fyndin Halla." Sveinn Haraldsson, Morgunblaðinu. „Margrét Helga Jóhannsdóttir fór á kostum í þakklátu hlutverki Gógóar, fastakúnna og fyllibyttu sem ornarsér við minningar um alla karlmennina sem henni tókst að töfra til sín þegar hún var og hét. “ Halldóra Friðjónsdóttir, Rás 1. fannst þetta drepfyndið. Þetta er ná- kvæmlega það skemmtilega við leik- listina, að leika á augnablikið," seg- ir Margrét Helga Jóhannsdóttir leikkona sem um þessar mundir leikur svo yndislega hina sídrukknu Gógó í Hinu ljúfa lífi í Borgarleikhúsinu. Leikritið var frumsýnt um síð- ustu helgi. Nokkrum dögum áður en æfíngar hófust að nýju á verkinu í byrjun ágúst sl. gekkst hún undir aðgerð. Fór í svokallaða kransæða- víkkun og fékk stálnet í vinstri tölum né neinu öðru sem tilheyri fortíðinni. „Ég var fyrst að koma því í verk í sumar aö horfa á upptöku af Sig- rúnu Ástrósu. Það var mjög skrítið og satt að segja furðaði ég mig á því að sýningin hafi gengið svona lengi,“ segir Margrét af mikilli hóg- værð þegar hún rifjar upp það hlut- verk hennar sem líklega er efst í huga fólks. Fyrir sex árum lék hún einleikinn í Borgarleikhúsinu fyrir fullu húsi og fékk frábæra dóma. Sýningin fór einnig víða um land og Margrét Helga fagnar 30 ára útskriftarafmæli sem leikari á þessu ári en hefur ustu 40 ár. var alls sýnd 119 sinnum. Enda við- urkennir Margrét að Sigrún Ástrós sé sennilega það hlutverk sem sé henni hvað kærast frá löngum ferli á leiksviði, í sjónvarpi og kvik- „Viö í Borgarleikhúsinu höfum veriö mér í þær deilur sem hafa staðiö um undir grimmri smásjá, og á köflum mjög óvæginni. Ég hef ekki viljað blanda rekstur hússins. Því fjaörafoki þarf aö linna,“ segir Margrét m.a. í viötalinu. myndum. Uppáhaldshöfundur Mar- grétar er Halldór Laxness og þær persónur hans sem hún hefur túlk- að, m.a. Úa í Kristnihaldinu, Ugla í Atómstöðinni, Gæja Kaldan í Straumrofi, Sigurlína í Sölku Völku og fleiri. Margrét virðist líka hafa tekið ástfóstri við nýjasta hlutverkið, hana Gógó. Margrét er meira og minna allan timann á sviðinu í hlutverki sídrykkjukonunnar. Hún segist ekki eiga margt sameiginlegt með henni Gógó, a.m.k. ekki hvað áfengisdrykkju varðar! í skemmtilegum hópi Hún segist ekki í langan tíma hafa unnið með jafn skemmtilegum hópi og í kringum Hið ljúfa líf. Leik- arar, leikstjóri, höfundur, danshöf- undur, tónlistarmenn og aðrir hafi átt frábæra samvinnu. Þetta hljóti að skila sér til áhorfenda. „Við í Borgarleikhúsinu höfum verið undir grimmri smásjá, og á köflum mjög óvæginni. Ég hef ekki viljað blanda mér í þær deilur sem hafa staðið um rekstur hússins. Því fjaðrafoki þarf að linna. Enda er ég engin fortíðarkona og nenni ekki að velta mér upp úr því sem liðið er. Vinnuandinn í húsinu hefur lika stórbatnað og er bara mjög góður í dag. Það þarf bara að koma til meira fjármagn. Allir eru að bera okkur saman við Þjóðleikhúsið en þar á milli er hrópandi ósamræmi veriö á leiksviöinu meira og minna síö- DV-myndir E.ÓI. hvað fjármagn varðar,“ segir Mar- grét en vill ekki fara nánar út í „krísuumræðu" um leikfélagið og Borgarleikhúsið. Það sé ekki sinn stíll. Ánægð að hafa ekki hætt við Víkjum okkur hins vegar aftur að Hinu ljúfa lífi. Hún segir leikhópinn hafa sýnt sér mikinn skilning og stutt sig óspart. „Leikarar eiga auðvitað ekkert að vera veikir nema í sumarfríum," segir Margrét og gerir grín að öllu saman. Segir annað ekki hægt! Frumsýningin gekk glimrandi vel en Margrét viðurkennir að hafa ver- ið þreytt þegar hún kom heim um kvöldið. Ánægjan hafi þó yfirstigið þreytuna. Hún hafi viljað vera út- hvíld til að mæta í brúðkaup vin- konu sinnar, Hönnu Maríu Karls- dóttur, daginn eftir. „Ég fann fyrir sigurtilfinningu. Var svo ánægð með að hafa ekki hætt við. Það var mér mikilvægt að fá meira krefjandi hlutverk, hef ekki fengið svo bitastæð hlutverk að glíma við að undanfornu. Svo er ég núna að æfa skemmtilegt hlutverk, ljótu nomina í Galdrakarlinum í Oz. Flýg reyndar ekki um á kústi heldur ek um á reiðhjóli. Þarf að fara að rifja upp gamla hjólatakta,” segir Margrét og skellihlær. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.