Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1997, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1997, Síða 16
LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1997 3l3"V" i6 kvikmyndir Kevin Reynolds, leikstjóri Waterworld og Hróa hattar: Þróunin slæm í Hollywood Bandaríski leikstjórinn Kevin Reynolds, sem meðal annars hefur leikstýrt stórmyndunum Robin Hood: Prince of Thieves og Water- world, var í stuttri heimsókn hér á landi um síöustu helgi. Kom að eig- in sögn eingöngu sér til skemmtun- ar og hvíldar, en nýbúið er að frum- sýna í Bandaríkjunum nýjustu kvikmynd hans, 187, sem er dramat- ísk sakamálamynd með Samuel L. Jackson í aðalhlutverki. Hefur hún fengið ágætar viðtökur hjá gagn- rýnendum vestanhafs. Helgarblað DV fékk Kevin Reyn- olds í viðtal um feril sinn sem hefur verið viðburöarríkur. Þess má geta að þegar þeir félagar, Kevin Reyn- olds, og aðalstjarna Waterworld, Ke- vin Costner, sem einnig var fram- leiðandi myndarinnar, voru að klippa Waterworld eftir langan og strangan tökutíma þar sem mörg óhöpp komu fyrir eins og frægt er orðið, rak Kevin Costner nafna sinn og félaga en Waterworld er þriðja myndin sem þeir gerðu saman. Ástæðan var sú að þeir voru ekki sammála um áherslur. Reynolds hélt þó leikstjóratitlinum í lokaút- gáfu myndarinnar en er langt í frá sáttur við það hvernig endanleg út- gáfa myndarinnar er eins og síðar kemur fram í viðtalinu, en fyrst var hann spurður um nýjustu kvik- mynd sína, 187: 187 sérstök mynd „187 er fyrir mér sérstök kvik- mynd á mínum ferli. Hún er öðru- vísi en þær myndir sem ég hef gert áður og það var einstaklega góð til- finning að starfa við gerð tiltölulega ódýrrar kvikmyndar miðað við þær ,tvær síðustu sem ég hef leikstýrt. Myndin er spennudrama sem bygg- ir mikið á frammistöðu leikaranna, sem að mínu mati standa sig mjög vel, sérstaklega Samuel L. Jackson, sem leikur mjög erfitt hlutverk sem er ólíkt öUu þvi sem hann hefur leikið áður. Fjallar myndin um kennara í New York sem verður fyr- ir alvarlegri árás frá einum nem- anda sínum. Þegar hann nær sér skiptir hann um skóla en finnur fljótt að umhverfið er jafn fjandsam- legt og áður og fljótt fara að gerast einkennilegir atburðir í kringum hann. Ég vil ekki segja meira um efni kvikmyndarinnar en það er margt sem á eftir að koma áhorf- andanum á óvart. 187 er framleidd af Icon-kvikmyndafyrirtækinu sem er að miklu leyti í eigu Mel Gibsons. í fyrstu var ég ekkert uppveðraður af að gera skóladrama, enda var ný- búið að sýna slíkar myndir, meðal annars Dangerous Minds sem sinnti þessu efni ágætleg. En þegar ég fékk handritið í hendur til yfirlestrar hreifst ég strax enda djúpur og raunsær boðskapur í því. í upp- runalegu handriti var gert ráð fyrir því að hvítur leikari væri í aðal- hlutverkinu en þegar það kom svo siðar í ljós að Samuel L. Jackson hafði áhuga á að leika í myndinni þá var það lítið mál að breyta aðal- persónunni í svartan kennara. Jackson hafði strax mikinn skilning á persónunni og það var einstaklega gefandi að vinna með honum enda lagði hann sig allan fram við leik sinn í hlutverkinu og á hann skilið allt það hrós sem hann hefur fengið fyrir leik sinn í myndinni." Waterworld var erfið lífsreynsla - Waterworld var sú kvikmynd sem þú leikstýrðir á undan 187. Sú mynd er meðal dýrustu kvik- mynda sem gerð hefur verið og mikið gekk á meðan á tökum stóð og ekki síður við lokagerð mynd- arinnar þegar vinaslit urðu milli þín og Kevins Costners sem lét þig hætta við myndina. Ertu sátt- ur við útkomuna? „Nei, alls ekki. Waterworld var mjög erfið lífsreynsla. Þetta var gíf- urlega stórt verkefni og þegar svona stórt verkefni er í gangi og ýmsar tafir verða þá verður fljótt mikill ágreiningur milli stjórnenda. Allir eru að hugsa um sinn hag, eru hræddir um að missa vinnuna og því erfitt að fá ákvarðanir sam- þykktar. í upphafi vorum við með í höndunum mjög gott handrit og fengum allar kostnaðartölur sam- þykktar, aðallega út á styrk Kevins Costners sem leikara. Fljótt komu upp miklir erfiðleikar í gerð sviðs- myndarinnar sem ásamt óveðrum hamlaði að allt gæti gengið sam- kvæmt áætlun. Menn urðu stressað- ir og kostnaðurinn hlóðst upp. Þeg- ar svo er komið er mjög erfitt að starfa að sköpunarverki. Það var þó ekki fyrr en i klippiherberginu sem við Kevin Costner fórum að líta hvor sínum augum á lokafrágang á myndinni og því fór sem fór og ég var látinn fara. Það eru góð atriði í Waterworld og þrátt fyrir hrakspár gekk hún ágætlega en þetta er ekki myndin sem ég vildi gera.“ Talar ekki við Costner - Þú og Kevin Costner voruð fé- lagar og vinir og hafið gert þrjár kvikmyndir saman. Hafið þið jafnað ágreining ykkar? „Nei. Við skildum alveg að skipt- um við gerð Waterworld og höfum ekki talast við síðan.“ - Þú sagðir áðan að það hefði verið ánægjulegt að starfa aftur við frekar ódýra kvikmynd á bandariskan mælikvarða? „Það hefur á undanfómum árum orðið að mínu mati óheillavænleg þróun í gerð kvikmynda í Hollywood. Færri og dýrari kvik- myndir era gerðar árlega og það lít- ur ekki út fyrir breytingar í þeim efnum. Þó verð ég að segja að sum- arið í ár gefur kannski vonir um að breytt verði um stefnu. Stóra mynd- imar hafa margar hverjar gengið illa, fyrir utan að vera afskaplega innantómar, og þegar peningamir skila sér ekki er stutt í breytingar. En ef almenningur flykkist á þessar myndir hversu lélegar sem þær era þá verða engar breytingar. Það er því miður sannleikur í Bandaríkj- unum að fólk fer í bíó til að flýja raunveruleikann og vill ekkert hafa fyrir því að þurfa að hugsa um hlut- ina og er mikil breyting orðin á frá því á sjöunda og áttunda áratugnum en þá tel ég að margar af bestu bandarísku kvikmyndunum hafi verið gerðar. Nú eiga vandaðar og ekki auðmeltar kvikmyndir ekki upp á pallborðið hjá bandarískum áhorfendum. Þetta hefur einnig komið niður á erlendum kvikmynd- um, hversu góðar sem þær eru fá þær ekki dreifmgu í Bandaríkjun- um og enda því á litlum kvikmynda- hátíðum og litlum kvikmyndahús- um í stórborgum sem hafa listræn- an metnað. Þessi þróun gerir mig leiðan því þannig myndir vil ég helst gera. En ég starfa í Hollywood þótt ég búi í Seattle og markaðurinn gerir það ekki mögulegt eins og er að gera slíkar myndir. Ég nálgast það þó með því að gera mynd á borð við 187 sem ég tel bestu kvikmynd sem ég hef gert hingað til.“ Ætlaði að verða lög- fræðingur Kevin Reynolds var ekki einn þeirra sem gekk með það í mag- anum frá barnsaldri að verða kvik- myndaleikstjóri. „Strax í æsku hafði ég gaman af að búa til sögur og segja öðrum þær og í eitt ár stundaði ég nám við leik- listardeild háskólans í San Antonio í Texas en fór síðan að nema lög- fræði og útskrifaðist sem lögfræð- ingur auk þess sem ég tók BA-gráðu i sögu. Ég byrjaði að starfa sem lög- fræðingur en leiddist það ógurlega og hætti störfum og innritaðist í kvikmyndadeild háskólans í Suður- Gerö Waterworld var erfið reynsla fyrir Kevin Reynolds og komu upp ósætti milli hans og aöalleikarans, Kevins Costners. Hann er hér viö tökur á myndinni. Kevin Reynolds með Reykjavíkurtjörn í bakgrunni. DV-mynd Hilmar Þór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.