Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1997, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1997, Side 26
LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1997 26 uhglingar Eins og komfram í DV í gœr flykktust aðdáendur hljómsveitarinn- ar Skunk Anansie aö höfuðstöðvum blaðsins þegar hún lék þar í fyrrakvöld. Hljómsveitin Vínyll hitaði upp og ekki veitti af í kuldan- um. Að stuttum tónleikum loknum sátu Skunkarar fyrir svörum á beinni línu DV. Spjallið var sent beint út á Internetið og nú gefst einnig kostur á að heyra úrdrátt á Símatorgi DV í síma 904-1750. Ljósmyndarar DV, þeir Þorvaldur Örn og Hilmar Þór, voru aö sjálfsögðu á staðnum og festu stemninguna á filmu. Hér á síðunni getur að líta brot af því. hin hliðin Skin og félagar hennar í Skunk fengu aö gjöf vandaöar lopapeysur frá prjóna- konunni Eddý. Peysurnar, sem voru vel þegnar í kuldanum, hafa veriö kenndar viö IRK, spjallrásina á Internetinu, þar sem þær seldust fyrst í gegnum hana. Sýningarhópurinn lce, sem skipaöur er krökkum frá 3-17 ára, hefur sýnt peys- urnar víöa undir stjórn Rósu Ingólfs fjöllistakonu. DV-mynd PÖK Hér á landi hefur Skífan selt hátt í 9 þúsund eintök af plötunni Stoosh. Af því tilefni fengu þau Mark, Cass, Ace og Skin afhentar gullplötur á þaki DV-húss- ins í beinni útsendingu á Stöð 2. Stutt er í aö þau fái platínuplötur fyrir 10 þús- und seld eintök. DV-mynd PÖK Aöalsöngvari Skunk Anansie, Skin, tók lagiö fyrir íslenska aödáendur sína sem þustu upp á þak DV-hússins. Par flutti hún m.a. All I Want við mikinn fögnuö. DV-mynd PÖK Fjölmargir aödáendur hljómsveitarinnar létu sig hafa þaö í kuldanum aö bíöa í góðan klukkutíma eftir átrúnaðargoöunum fyrir utan DV-húsiö þar til aö beinni línu lauk. DV-mynd Hilmar Pór Pegar Skin gægöist út um gluggann vildu allir fá aö snerta hönd hennar eins og sjá má. DV-mynd PÖK Anansie á DV Kjartan Guðjónsson, Veðmálsleikari með meiru: Skemmtilegast á bílasölum Kjartan Guöjónsson leikari sýn- ir hina hliðina á sér að þessu sinni. Hann leikur' sem kunnugt er eitt fjögurra aðalhlutverkanna í Veðmálinu sem Leikfélag íslands sýnir í Loftkastalanum við góða aðsókn. Leikur þar Ron Stevens, efnilegan ungan vísindamann. Kjartan hefur fengið mikið lof gagnrýnenda fyrir leik sinn. Hann er einnig hjá Leikfélagi Reykjavík- ur og er um þessar mundir að æfa eitt af hlutverkunum i Galdrakarl- inum í Oz sem frumsýndur verður í næsta mánuði. Hann hefur áður getið sér gott orð fyrir leik í Stone Free og Konur skelfa. -bjb Fullt nafn: Kjartan Guðjónsson. Fæðingardagur og ár: 2. febrúar 1965. Maki: Svava Ingimarsdóttir. Börn: Ég á þriggja ára fósturson sem heitir Steinar. Bifreið: Audi 100 CD, árg. ’87. Starf: Leikari. Laun: Mjög góð ef skatturinn tæki ekki svona mikið. Hefur þú unnið í happdrætti eða lottói? Nei. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Fara á bílasölur. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Fara á bUasölur á veturna og það er snjór á öUum rúðunum. Uppáhaldsmatur: Makkarónu- grautur. Uppáhaldsdrykkur: Kaffl. Hvaða íþróttamaður stendur fremstur í dag? Tiger Woods. Uppáhaldstfmarit: Premier. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð, fyrir utan maka? Það er alveg sama hverju ég svaraði, ég yrði aUtaf í vondum málum. Ertu hlynntur eða andvígur rík- isstjóminni? Hlynntur. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Kenneth Branagh. Uppáhaldsleikari: Ámi Pétur Guðjónsson, Baltasar Kormákur og ég. Uppáhaldsleikkona: Mamma, þó hún hafi aldrei stigið á sviö. Uppáhaldssöngvari: David Bowie. Uppáhaldsstjómmálamaður: Svavar Gestsson. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Garfield. Uppáhaldssjónvarpsefni: Fréttir og fréttatengt efni. Uppáhaldsmatsölustaður/veit- ingahús: Enginn sérstakur. Hvaða bók langar þig mest að lesa? The Rise and FaU of the Third Rich. Hver útvarpsrásanna finnst þér Kjartan Guöjónsson leikari ásamt félögum sínum í Veömáljnu. DV-mynd Hilmar Þór best? Bylgjan. Uppáhaldsútvarpsmaður: Steinn Ármann. Hverja sjónvarpsstöðina horfir þú mest á? Stöð 2. Uppáhaldssj ónvarpsmaður: Gísli Rúnar Jónsson. Uppáhaldsskemmtistaður/krá: Enginn. Uppáhaldsfélag í íþróttum? Arsenal og Fram. Stefnir þú að einhverju sér- stöku 1 framtíðinni? Já. Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Ég fór til Ítalíu og Frakklands í því stutta fríi sem ég fékk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.