Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1997, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1997, Blaðsíða 49
LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1997 Sýningu Ingu Hlöðversdóttur í Perlunni að Ijúka Landsýn, sýningu Ingu Hlöðversdóttur, sem staðið hefur yflr í Perlunni frá 22. ágúst, lýk- ur á morgun. Stærri verk Ingu eru til sýnis í Vetrargarðinum, jarðhæð Perlunnar, en í kjallara hússins eru sýnd minni verk. Inga sýnir 31 verk í Perlunni, 17 Myndlist stór olíumálverk, 12 smærri olíu- myndir og kassaverk þar sem unnið er með efni úr náttúrunni, eins og skeljar og blóm. Skúli og Hilmar djassa í Tjarnarbíói Annað kvöld munu þeir Skúli Sverrisson og Hilmar Jensson halda tónleika í Tjamarbiói við Tjarnargötu. Á efnisskránni er efni, sem þeir félagar hafa verið að taka upp og hyggjast gefa út. Tónleikarnir verða hljóðritaðir. Skúli er einn þekktasti hljóð- færaleikari íslendinga í djassi og spunatengdri tónlist og hefur leikið um víða veröld, meðal ann- ars með Allan Holdsworth, Kazumi Watanabe, Full Circle, Arto Lindsey og fleirum. Nýverið gaf ástralska plötufyrirtækið Extreme út fyrstu sólóplötu hans, „Seremonie" sem hlotið hefur 'mikið lof gagnrýnenda. Hjá því fyrirtæki hefur hann leikið á þremur öðrum plötum með hljómsveitinni Mo Boma. Skúli starfar og býr í New York þar Tónleikar sem hann vinnur með ýmsum listamönnum og nú seinast lék hann á sólóplötu Chris Speed og plötu hljómsveitarinnar Pachora auk þess sem hann hefur nýlokið við gerð annarrar sólóplötu sinn- ar. Skúli leikur sjaldan á íslandi og því mikill fengur fyrir ís- lenska djassunnendur að berja hann augum. Hilmar hefur verið iðinn við að flytja djass og spunatónlist á íslandi sem og erlendis. Hann hefur meðal annars starfað með Tim Berne, Leo Smith, Greg Bendian, Jim Black og að sjálf- sögðu flestum íslenskum djass- leikurum. Árið 1995 gaf Jazzís út fyrstu sólóplötu hans, Dofinn. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 og aðgangseyrir er 1000 krónur. í dag er gert ráð fyrir hægri vest- lægri átt, skýjuðu að mestu og sums staðar dálítilli súld sunnan og vest- an til en léttskýjuðu á Norðaustur- Veðríð í dag landi og Austfjörðum. Hiti verður á bilinu 6 til 13 stig, hlýjast allra aust- ast. Á höfuðborgarsvæðinu er spáð suðvestangolu, skýjuðu að mestu og smáskúrum yfir daginn. Hiti verður á bilinu 7 til 12 stig. Veðriðkl. 12 W a hádegi í gær: Akureyri alskýjaó 9 Akurnes skýjaö 13 Bergsstaöir rigning 7 Bolungarvík alskýjað 9 Egilsstaöir alskýjaö 10 Keflavíkurflugv. úrkoma í grennd 9 Kirkjubkl. léttskýjaö 12 Raufarhöfn alskýjað 8 Reykjavík skýjaö 9 Stórhöföi léttskýjaö 9 Helsinki skýjað 19 Ósló skýjaö 19 Stokkhólmur rigning 17 Þórshöfn skúr 11 Amsterdam skýjað 21 Barcelona heiöskírt 27 Frankfurt skýjaó 25 Glasgow úrkoma í grennd 15 Hamborg skýjaö 20 London alskýjað 18 Lúxemborg skýjaö 22 Malaga léttskýjaó 26 Mallorca léttskýjaö 28 París skýjaö 20 Nuuk rigning 8 Róm heióskírt 28 Vin hálfskýjaö 26 Winnipeg heiöskírt 16 Veðmálið áfram í vetur Veðmáliö eftir Mark Medoff, sem frumsýnt var í Loftkastalan- um i lok júlí, hefur fengið mikla aðsókn og hlotið frábærar viðtök- ur gagnrýnenda og áhorfenda. Sýningin einkennist af miklum léttleika og húmor og óhætt er að segja að mikið fjör hafi leikiö um Loftkastalann frá frumsýningu verksins. Ljóst er að Veðmáliö mun ganga áfram í vetur enda effc- irspurn eftir miðum mjög mikil. Miðnætursýningar hafa hlotið sér- staka athygli. Drag-keppni á Nelly's Café Seinni undanúr- slit í drag- keppn- inni, sem hófst síðastliðinn laug- ardagj verða á Nelly’s Café í kvöld. Þar er keppt um besta di-ag- klæðnaðinn og sviðsfram- Drag-keppni komu. Keppnin veröur háö á hefst klukkan 22 Nelly’s Café í og verður spenn- kvöld. andi að sjá hvort Ur Veðmálinu. drottningarnar slái þeim við sem sköruðu fram úr fyrra kvöldið. Úr- slitakvöldið verður 13. september. Formaður dómnefndar er Hörður Torfason, tónlistarmaður og leik- stjóri. Kynnir er Jón Gnarr. Skemmtanir Sálin á Hátel Islandi Sálin hans Jóns míns kemur fram í síðasta sinn í sumar á Bylgjuballi á Hótel íslandi í kvöld. Þetta er fyrsti stórdansleikur vetr- arins eða síðasti stórdansleikur sumarsins. Einnig spila Land og synir og Pétur Kristjánsson í Pops verður sérstakur heiðursgestur. Miðaverð 989 krónur. Búðir í kvöld verður afmæliskvöld- verður og sérstök dagskrá á Hótel Búðum í tilefni 50 ára afmælis hót- elsins. Radíusbræður skemmta gestum og hljómsveitirnar Súkkat og Puntstráin leika. Veislustjóri verður Steinn Ármann Magnússon. Sjálfboðalíð. Myndgátan hér að ofan lýsir lýsingarorði. dag sonn 5 Leðurblökumaöurinn í fullum her- klæðum. Leður- blöku- maðurinn • og Robin í Kringlubíói og Bíóhöllinni er verið að sýna myndina Leður- blökumanninn og Robin. Þetta er fjórða myndin um Leðurblöku- manninn góðkunna. Ný glæpaalda hefur skollið á Gothamborg, heimaborg Leður-^ ; blökumannsins. Hann verður að bregðast skjótt við og koma út úr : fylgsni sinu á nýja og endurbætta ofurkagganum sínum. Leður- : blökumaðurinn (George Clooney) er ekki einn á ferð því félagi hans í þessari baráttu gegn glæpum er ofurdrengurinn Robin (Chris O’Donnell) sem þeysist um á þrumumótorhjólinu sínu, Rauð- fugli. Kvikmyndir Rúsínan í pylsuendanum er Leðurblökustúlkan sem leikin er af Aliciu Silverstone. Saman mynda þau öflugt tríó sem berste- með kjafti og klóm gegn glæpa- hyski Gothámborgar. í farar- broddi glæpagengisins eru þau herra Frosti (Amold Schwarzen- egger) og glæpakvendið Poison Ivy (Uma Thurman). Nýjar myndir: Háskólabíó: Bean Laugarásbíó: The Shadow Con- spiracy Kringlubíó: Face/Off Saga-bíó: Tveir á nippinu Bíóhöllin: Face/Off Bíóborgin: Face/Off Regnboginn: Bean Stjörnubíó: Blossi Gengið Almennt gengi LÍ 05. 09. 1997 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollqenqi Dollar 72,110 72,470 71,810 Pund 114,360 114,940 116,580 Kan. dollar 52,120 52,440 51,360 Dönsk kr. 10,4410 10,4960 10,8940 Norsk kr 9,6590 9,7120 10,1310 Sænsk kr. 9,2030 9,2530 9,2080 Fi. mark 13,2910 13,3700 13,8070 Fra. franki 11,8100 11,8770 12,3030 Belg.franki 1,9240 1,9356 2,0108 * Sviss. franki 48,1700 48,4300 48,7600 Holl. gyllini 35,2800 35,4900 36,8800 Pýskt mark 39,7500 39,9500 41,4700 ít. líra 0,040760 0,04102 0,04181 Aust. sch. 5,6460 5,6810 5,8940 Port. escudo 0,3917 0,3941 0,4138 Spá. peseti 0,4710 0,4740 0,4921 Jap. yen 0,595500 0,59910 0,56680 írskt pund 106,340 107,000 110,700 SDR 96,890000 97,47000 97,97000 ECU 78,0100 78,4800 80,9400 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.