Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1997, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1997, Blaðsíða 50
58 !yndbönd LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1997 PÆ i it !i Keanu Reeves er ein heitasta stjarnan vestanhafs núna. Hann hefur leikið í fjölda góðra kvik- mynda og hefur verið frekar vandlátur i hlutverkavali, með undantekningum þó. Hánn er í hjarta sínu sviðsleik- * ari og hefur meðal annars hlotið lof fyrir frammistöðu sína sem Hamlet. Þá hefur leikur hans á köflum þótt vera á svipuðu plani og tilþrif ódauðlegra stjarna eins og James Dean. Rokkuð barnapía Þegar Alice Cooper var í Toronto um miðjan áttunda ára- tuginn að taka upp plötuna „Alice Cooper Goes to Hell“ bjó Keanu á efstu hæð í stóru húsi frá Viktor- íutímabilinu gegnt hljóðverinu. Cooper segist muna eftir sætum litlum dökkhærðum krakka sem hékk klukkustundum saman í hljóðverinu. „Hann var ágæt- % iskrakki, mjög rólegur og yfirveg- aður,“ segir hann. „ Hann hafði gaman af háværri tónlist," Hann hlær: „Hver sem lét Alice Cooper og fullt af tónlistarmönnum passa krakkann sinn meðan hann sat i hljóðveri allan daginn og þambaði kók og úðaði í sig sælgæti hlýtur að hafa verið hæfilega ruglaður." Keanu hefur ekki sagt skilið við rokkið því þegar hann er ekki að leika er hann yfirleitt á flækingi með hljómsveit sinni „Dogstar" þar sem hann spilar á bassa. Eftir að hafa farið frá Kín- versk/Hawai-ættuðum föður Ke- anu þegar hann var tveggja ára var ensk móðir hans, sem bjó til búninga á skemmtikrafta, gift leikstjóra að nafni Paul Aaron. Hálfgerður Hamlet Umboðsmaður hans til langs tíma var Erwin Stoff sem hitti hann í fyrsta skipti þrettán ára. „Hann var frábær krakki, til í hvað sem er. Hann elskaði íþrótt- ir, sérstaklega hokkí.“ Annar maður, sem þekkir hann frá fornu fari, er Robert Mark sem skrifaði kvikmyndahandritið fyrir „A Walk in the Clouds." „Hann var eins og núna, mjög kurteis, þægilegur og með eins konar sterkar innbyggðar gáfur. Þetta voru gáfur sem hann notaði ekki í skóla heldur í leik sínum sem hann helgaði sig snemma, undir áhrifum frá Aaron.“ „Ég ákvað mig eiginlega þegar ég var fimmtán ára,“ segir Keanu. „Það kom svipur á mömmu: Leik- ari? En svo sagði hún að ég mætti jafnvel full- komnunar á sér. Það er ekki nóg með að hann kunni Frammistaða hans sem Hamlet í \ Winnipeg, Manitoba, var samkvæmt The Sunday Times betri en mjög góð fyrir kvik- myndastjörnu, hafði ákveð inn blæ snilldar eða Keanu leikur jafnt í hasarmyndum sem alvarlegri hlutverk. ber, hetjan á alltaf einhvern dul- inn galla, veikan blett, og síðast en ekki síst síst hefur hann fram- andi fallegt útlit. Úr blöndunni verður hreint gull þegar kemur að því að leika í hasarmyndum. Hann staðfesti þennan hæfileika svo með leik sínum í myndinni Speed þremur árum seinna. Nú er myndin Speed 2 til sýn- inga í bíóhúsum landsmanna og enginn er Keanu-inn í henni. Að margra mati var fyrri myndin lítið annað en hann. Ein af flopp-mynd- um Keanu var Johnny Mnemonic. skóli ólafs gauks Innritun er hafin og fer fram í skólanum, Síðumúla 17, daglega kl. 14-17, sími 588-3730, fax 588-3731. Eftirtalin námskeið eru í boði á haustönn, en nánari upplýsingar er að fá í skólanum á innritunartíma eða í ítarlegum bæklingi um skólann, sem við sendum þeim sem þess óska, hvert á iand sem er: LETTUR UNDIRLEIKUR 1. FORÞREP FULLORÐINNA Byrjendakennsla, undirstaða, léttur undirleikur við alþekkt lög. 2. FORÞREP UNGLINGA Byrjendakennsla, sama og Forþrep fullorðinna. 3. Ll'TIÐ forþrep Byrjendakennsla fyrir börn að 10 ára aldri. 4. FORÞREP II Beint framhald Forþreps eða Forþreps 3 - meiri undirleikur, einkum „plokk" o.m.fl. 5. FORÞREP III Beint framhald Forþreps eða Forþreps 2, dægurlög undanfarinna 20-30 ára, byrjun á þvergripum o.m.fl. j 6. BÍTLATÍMINN A Eitt af Forþrepunum. Aðeins leikin lög frá bítlatímabilinu, t.d. lög Bítlanna sjálfra, Rolling Stones, vinsæl íslensk lög o.fl. 7. TÓMSTUNDAGÍTAR Byrjendakennsla (sama og Forþrep fullorðinna, en styttra) fyrir 16 ára og eldri í samvinnu við Tómstundaskólann. HEFÐBUNDINN GÍTARLEIKUR 8. FYRSTA ÞREP Undirstöðuatriöi nótnalesturs fyrir byrjendur lærð með því að leika léttar laglinur á gítarinn o.m.fl. Forstig tónfræði. Próf. 9. ANNAÐ ÞREP Framhald fyrsta þreps, leikin þekkt smálög eftir nótum, framhald tónfræði- og tónheyrnarkennslu. Próf. 10. ÞRIÐJA ÞREP Beint framhald Annars þreps. Verkefnin þyngjast smátt og smátt. Framhald tónfræði- og tónheyrnarkennslu. Próf. 11. FJÓRÐA ÞREP Beint framhald þriðja þreps. Bæði smálög og hefðbundið gltarkennsluefni eftir þekkt tónskáld. Tónfræði, tónheyrn. Tekur tvær annir. Próf. 12. FIMMTA ÞREP Beint framhald Fjórða þreps. Leikiö námsefni veröur fjölbreyttara. Tónfræði, tónheyrn. Tekur tvær annir. Próf. HÆGT AÐ FA LEIGÐA HEIMAGÍTARA KR. 1500 Á ÖNN Sendum vandaöan upplýsingabækling ONNUR NÁMSKEIÐ 13. JAZZ-POPP I Þvergrip, hljómauppbygging, tónstigar, hljómsveitarleikur o.m.fl. Nótnakunnátta áskilin. 14. JAZZ-POPP II / III Spuni, tónstigar, hljómfræði, nótnalestur, tónsmíö, útsetning o.m.fl. 15. TÓNSMÍÐAR I / II Byrjunarkennsla á hagnýtum atriðum varðandi tónsmíðar. Einhver undirstaða er nauðsynleg. 16. TÓNFRÆÐI-TÓNHEYRN l/ll Innifalin í námi. 17. TÓNFRÆÐI-TÓNHEYRN FYRIR ÁHUGAFÓLK Fyrir þá, sem langar að kynna sér hið einfalda en fullkomna kerfi nótnanna til þess m.a. að geta sungið eða leikið eftir nótum. 18. KASSETTUNÁMSKEIÐ Námskeið fyrir byrjendur á tveim kassettum og bók, tilvalið fyrir þá, sem vegna búsetu eða af öðrum ástæðum geta ekki sótt tíma í skólanum en langar að kynnast gítarnum. Sent í póstkröfu. © 588-3730 INNRITUN DAGLEGA KL. 14-17 r»- 1 Speed festi hann í sessi sem eftirsóttan leikara þótt hann hafi verið á móti henni í byrjun. Shakespeare vel og geti leikið heldur er sjálfsagt erfitt að finna jafnmikinn Hamlet, allt til þeirrar staðreyndar að hann ólst upp föð- urlaus. Nýr Dean Það mætti segja að Keanu hefði fleiri hliðar á sér en flest okkar. Hann er bæði sterklegur og kvenlegur, ákveð- inn og reikandi, skarpur og . aulalegur og svo mætti lengi telja. Margir kom- i ast í kvikmynd- ir út á snefil af hæfileikum, sæmilegt útlit eða bara þrautseigju. En annað veifið kemur stjarna, nýr James Dean, sem hefur svo mikla útgeislun og töfra að áhorfendur dragast að og týnast í hringiðu kraftmikils leiks hennar. Keanu hefur allt þetta en að auki hefur hann hæfileika sem heimurinn sá fyrst í Point Break árið 1991. Það er hæfileikinn til að leika menn sem hika ekki, að leika and-Hamleta. Líkamsbygg- ing hans spilar með honum á öld hasarmynda auk þess sem hann er örlítið viðkvæmur eins og vera Skip fara hægt Fáar ákvarðanir leikara upp á siðkastið hafa vakið jafn mikla at- hygli og þegar Keanu ákvað að hafna 11 milljón dala tilboði um að leika í Speed 2 og bregða sér aftur i hlutverk flotta árásarliðsforingjans sem bjargaði rútufarþegun- um og endaði ofan á Söndru Bullock, glað- ur í bragði og örlít- ið undrandi. Með ' þvi að neita að gera sama hlut- inn aftur, að þessu sinni á skipi, lét hann hrikta í stoðum Hollywood sem aldrei fyrr. Hann tók í staðinn hlut- verki á móti A1 Pacino í Devil’s Advocate, sem var borgað umtalsvert minna fyrir, og smáhlutverki í ódýrri mynd sem heitir The Last Time I Committed Suicide sem yrði „Síð- ast þegar ég framdi sjálfsmorð“ á ástkæra ylhýra. Um ástæður þessa segir hann: „Mér fannst bara að ef ég tæki þessu hlutverki væru allar líkur á ég kæmi ekki aftur upp úr vatn- inu,“ en sú varð einmitt raunin með myndina vestanhafs. , Fara skip ekki annars frekar hægt?“ -sf Keanu hefur ekki sagt skilið við rokkið því þegar hann er ekki að leika er hann yfirleitt á flœkingi með hljómsveit sinni „Dogstar“ þar sem hann spilar á bassa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.