Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1997, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 06.09.1997, Blaðsíða 56
>■*( s -f -1 (I FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Alla laurja'j wm p a 0:2® 1 kyölil Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum alian sólarhringinn. 550 5555 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1997 Kofi Annan, framkvæmdastjóri SÞ, hlýö- ir á Ragnar Arnalds, fyrsta varaforseta Alþingis, lýsa skipulagi og störfum þingsins. DV-mynd Hilmar Þór Heimsókn Kofi Annan: Dagskráin úr skorðum Dagskrá opinberrar heimsóknar Kofa Annans, framkvæmdastjóra SÞ, gekk nokkuð úr skorðum í gær vegna hins alvarlega ástandsí löndunum fyr- ir botni Miðjarðarhafsins. Komu hans í Alþingishúsið og fundi með utanrík- ismálanefhd seinkaði því um tæpan hálftíma. Kofi Annan kom í Alþingishúsið skömmu fyrir kl. 11.30 í gær en áður höfðu sérsveitarmenn lögreglu farið um húsið hátt og lágt með leitarhund sem þjálfaður er til leitar að sprengi- efni og vopnum. Það var Ragnar Amalds, fyrsti vara- forseti Alþingis, sem tók á móta fram- kvæmdastjóranum í anddyri Alþingis- hússins og gekk með honum upp í þingsalinn þar sem hann lýsti húsa- kynnum, störfum og sögu þingsins í stuttu máli og framkvæmdastjórinn ritaði nafh sitt í gestabók Alþingis. Að því loknu hófst fundurinn méð utan- ríkismálanefhd. Þeir Kofi Annan og Haildór Ás- grímsson hittust að alþingisheimsókn- inni lokinni á Hótel Holti og áttu há- degisverðarfund. Heimsókninni lauk í morgun. -SÁ Op^J Bimoií ■Þýskt ebalmerki tílheimar ehf. svarhöfba 2a Sími:525 9000 ÆTLI KOFI HAFI NOKKU0 FARIÐ ÚR SKORÐUM? Niðurstööur ríkissaksóknara vegna ásakana Mannlífs: Logreglumenn sagðir saklausir af afbrotum í samskiptum við Franklín Steiner Ríkissaksóknari segir lögreglu- menn ávana- og fíkniefnadeildar saklausa af ásökunum Mannlífs um að þeir hafi framið brot í opinberu starfi eða eftir atvikum gerst brot- legir við refsilög i samskiptum sfn- um við fíkniefnasalann Franklin Steiner. Þetta kemur fram í niðurstöðum ríkissaksóknara á lögreglurannsókn Atla Gíslasonar, setts rannsóknar- lögreglustjóra. Rannsóknin beindist einkum að lögreglufulltrúunum Arnari Jenssyni og Birni Halldórs- syni. Þeim var, ásamt 29 núverandi og fyrrverandi lögreglumönnum, svo og 8 yfirmönnum lögreglunnar, öllum ákveðin réttarstaða grunaðra manna. Ekki ástæða til ákæru í niðurstöðum ríkissaksóknara kemur fram að í málum, tengdum Amari og Bimi, sé ekki talin ástæða til ákærugerðar á hendur þeim né öðrum lögreglumönnum. Um Furugrundarmálið, þar sem frumgögn rannsóknarinnar týndust og hafa aldrei fundist, segir orðrétt í niðurstöðum ríkissaksóknara: „Amar Jensson lögreglufulltrúi var erlendis u.þ.b. er málið var full- rannsakað. Sá sem færði kæru- skrána kveðst hafa gengið frá mál- inu og sent það lögreglufulltrúan- um. Arnar þvertekur fyrir að hafa lagt málið upp og kveðst ekki hafa hugmynd um hvað af frumritum þess hafi orðið og segist engar skýr- ingar hafa á því að sakbomingar í málinu hafi ekki hlotið refsingu. Hann segir það kristaltært að hann hafi ekki stungið þessu máli undan. Vísar hann í þessu sambandi til starfslýsingar en samkvæmt henni sé það i verkahring deildarlögfræð- ings að taka ákvörðun um framhald máls að rannsókn lokinni. Ekki verður af rannsóknargögnum ráðið hver hafi orðið afdrif málsins." í málum varðandi byssuleyfi og reynslulausn Franklíns segir rík- issaksóknari að fjarri fari að um refsi- verða háttsemi hafi verið að ræða. Meðal rannsóknargagna var skrá yfir greiðslu fyrir upplýsingar og nema þær 342.300 krónum. Ríkis- saksóknari telur ekki ástæðu til að fjalla frekar um þetta atriði. Rikissaksóknari gerir þá athuga- semd við rannsóknina að ekki skyldi hafa farið fram könnun á ásökunum Mannlifs svo ljóst væri hvort rökstuddur grunur væri fyrir hendi áður en yfirmönnum lögregl- unnar í ReyKjavík og starfsmönnum ávana- og fíkniefhadeildar var veitt réttarstaða sakaðra manna. -RR Jarðarför Díönu: Ortröð DV í London: Karl Bretaprins og synirnir Vilhjálmur og Harrý virða fyrir sér blómahafið fyrir utan Kensingtonhöll til minningar um Diönu prinsessu. Útför Díönu verður gerð frá Westminster Abbey í dag. Búist er við milljónum manna á götum Lundúna þegar lífylgdin fer frá Kensingtonhöll til kirkjunnar. Símamynd Reuter Mikill Qöldi manna var saman kominn framan við Buckinghamhöll í London í gær. Mjög bar á gremju, ýmist í garð ríkisstjórnar, fjölmiðla eða konungsfjölskyldunnar. Mikið bar á fólki úr verkalýðsstétt við Buckinghamhöll í gær og augljóst að Díana var prinsessa alþýðunnar. Af samtölum blaðamanns DV við fólk kom fram að mörgum þótti einkenni- legt hve prinsarnir voru brosandi og yfirvegaðir við athöfnina, einkum þó Vilhjálmur, sá eldri. Aðrir skýrðu það með því að þeir hefðu fengið svo mikla þjálfun í opinberri framkomu að þeir bæru harm sinn í hljóði. Ræða drottningar vakti blendnar tilfmningar. Mörgum fannst hún faÞ leg en ýmsir efuðust um að hún kæmi frá hjartanu. Kvíðafull eftirvænting ríkir fyrír jarðarför Diönu í dag. Gert er ráð fyrir algjörri örtröð á götum úti og að samgöngukerfið lamist. Hafa margir tjaldað framan við Westmiri- sterhöllina. -kbb Upplýsingar frá Veðurstofu isianos Sunnudagur Mánudagur Veðrið á sunnudag og mánudag: Fer kólnandi Á sunnudag er gert ráð fyrir hvassri suðvestanátt meö rigningu víða um land, einkum sunnan- og vestanlands. Hiti verður á bilinu 8 til 15 stig, hlýjast austanlands. Á mánudag er spáð norðan- og norðvestanátt, hvassri austanlands en heldur hægari um vestanvert landið. Slydda eða rigning verður en snjó- koma til fjalla norðan- og norðaustanlands en skýjað með köflum sunn- an- og vestanlands. Hiti verður á bilinu 2 til 11 stig að deginum en víða næturfrost. Veðrið í dag er á bls. 57. * * / /
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.