Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1997, Qupperneq 9
ÞRIÐJUDAGUR 30. SEPTEMBER 1997
9
Utlönd
Emma Bonino handtekin í Kabúl:
Varö hrædd við
vopnaða lögreglu
Jacques Santer, forseti fram-
kvæmdastjórnar Evrópusambands-
ins, ESB, kvaðst í gær harma aö
Emma Bonino, sem fer með mann-
réttindamál framkvæmdastjómar-
innar, skyldi vera handtekin í Kab-
úl í Afganistan i gærmorgun. Áður
hafði talsmaður framkvæmdastjóm-
arinnar greint frá því að Bonino
hefði borist afsökun frá stjóm Tale-
bana í Afganistan vegna handtök-
unnar.
Vopnaðir lögreglumenn handtóku
í gærmorgun Bonino og 18 manna
fylgdarlið hennar þar sem þau vora
í heimsókn á sjúkrahúsi. Var hin-
um handteknu gefið að sök að hafa
tekiö myndir af konum en það er
bannað samkvæmt reglugerðum
Talebana.
Bonino tjáði fréttamönnum að
hún hefði orðið hrædd þar sem lög-
reglumennimir hefðu verið vopnað-
ir og beint Kalashnikovrifflum að
þeim. Að sögn Bonino gaf handtak-
Emma Bonino heldur aftur til
Afganistan t dag. Símamynd Reuter.
an henni innsýn í hvað almenning-
ur í Afganistan þarf að ganga í
gegnum daglega. Talebanar hafa
lokað skólum fyrir stúlkur og bann-
að konum að starfa utan heimilis.
Konur mega ekki fara út úr húsi án
þess að vera með blæju.
Talsmaður Bonino sagði að frétta-
mönnunum, sem hefðu verið í fylgd
með henni, hefði verið ókunnugt
um bann við myndatökum. Þeir
hefðu hætt að taka myndir um leið
og þeir voru beðnir um það.
Eftir að Bonino hafði verið sleppt
hélt hún á fund aðstoðarutanríkis-
ráðherra Afganistans, Stanakzai,
sem bað hana afsökunar.
Bonino kvaðst ekki hafa í hyggju
að hætta fjárhagsaðstoð við
Afganistan vegna handtökunnar.
Hún hélt til Pakistan í gærdag en
heldur aftur til norðurhluta
Afganistan I dag þar sem hún mun
heimsækja bæ sem er á valdi stjóm-
arandstæðinga .Reuter
Bill Gates, forstjóri Microsoft-hugbúnaðarfyrirtækisins og ríkasti maður Bandaríkjanna, að minnsta kosti, er loksins
fluttur inn í glæsivillu sína í úthverfi Seattle í Washingtonfylki. Húsið, sem er mörg þúsund fermetrar aö stærð, var
sjö ár í smíðum. Þar ætlar Gates að búa ásamt konu sinni og einu barni. í húsinu er m.a. 20 sæta kvikmyndasalur
og 30 bíla bílskúr. Fjölskyldan ætlar aðallega að halda til í 20 herbergja hluta hússins. Símamynd Reuter
Rannsóknin á banaslysi Díönu prinsessu:
Hraðakstri og áfengi
fremur um að kenna
Franska lögreglan segir að svo
virðist sem hraðakstur og áfengis-
neysla hafi fremur valdið umferðar-
slysinu sem Díana prinsessa lét líf-
ið í en ljósmyndaramir sem vora að
elta bílinn hennar.
Rannsóknaraðilar hafa þó ekki
enn útilokað að annar bíll hafi átt
þátt í slysinu hinn 31. ágúst þegar
Mercedes-hifreið Díönu rakst á
steinsteyptan stólpa í veggöngum í
París.
„í þessu slysi koma við sögu tvær
helstu ástæður umferðarslysa í
Frakklandi, áfengi og hraði,“ sagði
heimildarmaður sem þekkir vel til
rannsóknarinnar en vildi ekki láta
nafns síns getið.
Rannsókncirdómararnir sem
stjóma rannsókninni á banaslysinu
fyrirskipuðu í gær að farið skyldi
með klessta Mercedes-bifreiðina á
slysstaðinn í gærkvöldi til að hægt
væri að rannsaka hvernig slysið
átti sér staö.
Hervé Stéphan rannsóknardóm-
£uri var í göngunum undir Alma-
torgi í fimm klukkustundir, ásamt
tugum embættismcmna og rann-
sóknarmanna. Þar könnuðu þeir
hvemig undið bílflakið kemur heim
og saman við vísbendingar sem þeg-
ar hefur verið safnað.
Stéphcm fór af slysstaðnum um
klukkan eitt eftir miðnætti að stað-
artíma. Hann ræddi ekki við frétta-
menn sem var haldið frá rannsókn-
inni.
Tugir lögregluþjóna héldu for-
vitnum vegfarendum einnig í skefj-
um á meðan sérfræðingar tóku ljós-
myndir og gerðu alls kyns mæling-
ar. Embættismenn segja að Bretum
og Frökkum miöi áleiðis í rannsókn
sinni á slysinu. Reuter
Kinnock vill
refsa fullum
ökumönnum
Neil Kinnock, yflrmaður sam-
göngumála í framkvæmdastjóm
Evrópusambandsins, ætlar aö
gera enn eina tilraun til að fá
samþykktar
nýjar og harð-
ari takmark-
anir við ölv-
unarakstri.
Aðildarriki
ESB höfnuðu
tillögu fram-
kvæmda-
stjómarinnar
árið 1988 um
að hámarksáfengismagn í blóði
bílstjóra mætti aðeins vera 0,5
grömm í lítra. Þá vora ríkin á
því að hvert þeirra um sig ættu
aö ákveða hvaða reglur þau
settu um akstur undir áhrifum
áfengis.
Kinnock vonar hins vegar að
andrúmsloftið hafl breyst nægi-
lega mikið til að fá stjómvöld í
löndunum til að fallast á sam-
ræmdar reglur innan ESB.
Þriðju hver hjón
í ESB skilja
Nærri þriðja hvert hjónaband
í löndum Evrópusambandsins
mun enda með skilnaði ef svo
heldur fram sem horflr. Þetta
kemur fram í skýrslu sem var
birt í gær.
Ellefu prósent hjónabanda í
löndum Evrópu enduöu með
skilnaði áriö 1970 en sú tala var
komin í 30 prósent árið 1995.
Þá kemur það einnig fram í
skýrslu hagstofú ESB að þegnar
aðildarlandanna era ekki eins
duglegir við að gifta sig og áður
var.
Aðgerða gegn
gróðurhúsa-
áhrifum er þörf
Náttúravemdarsamtökin
World Wide Fund for Nature
(WWF) hvöttu ríkisstjórnir og
iðnrekendur í gær til að grípa
þegar í stað til aðgerða gegn
gróðurhúsaáhrifunum. Að öðr-
um kosti væri stórslys yfirvof-
andi.
í skýrslu sem samtökin hafa
sent frá sér kemur fram aö með-
alhiti á yfirborði jarðar hafl stig-
ið mikið að undanfómu.
„Hlýjustu fimm árin frá því
mælingar hófur um heim allan á
miðri 19. öld hafa öll komið á
þessum áratug og 1995 það
hlýjasta til þessa,“ segja forráða-
menn WWF.
í nýrri skoðanakönnun sem
gerö var í Bandaríkjunum kem-
ur fram að nærri þrír af hverj-
um fjórum Bandaríkjamönnum
telja að hitastig hafi hækkaö eða
muni fara hækkandi og flestir
líta á það sem alvarlega ógn.
Liani skrifar
endurminningar
með hjartanu
Dimitra Liani, ekkja Andreas-
ar Papandreous, fyrrum forsæt-
isráðherra Grikklands, baðst í
gær afsökunar á hæfileikaleysi
sínu sem rit-
höfúndar þeg-
ar hún kynnti
ástríðu-
þrangnar end-
urminningar
um líf sitt með
Papandreou.
„Ég er eng-
inn rithöfund-
ur, hvað þá ævisöguritari. Þessi
bók er aðeins skrifuð með hjart-
anu, hún er játning sálarmnar,"
segir í bókinni.
Endurminningabók konunnar
sem Grikkir kölluðu Mimi fjall-
ar um ástina, samsæriskenning-
ar, hneykslismál, hamingjuna og
fleira á bersöglan hátt. Reuter
Ecojet
Bleksprautuhylki
og áfyllingar
• Apple, Canon,
• Epson og
• Hewlet Packard
prentara.
• ISO-9002 aæSavottun
á framleiöslu.
Mjög hagstætt verð.
j. nsTvniDssoN hf.
Shipholti 33 105 Reykjovík Slmi 533 3535
skrifstofutækjum
Ljósritunarvél
SHARP Z810
• 8 eintök á mínútu
• Fast frumritaborS
• Stækkun - minnkun 70%-141%
• 250 blaða framhlaSinn
pappírsbakki
• Ljósmyndastilling
• Tóner sparnaðarstilling
84.900;- k
Ljósritunarvélar verb frá 39.900,-
Sjóðvél
SHARP ER-A150
Fjórir vöruflokkar, stækkanlegt
Þrjú sjálfvirk virSisaukaskatts-
þrep
Hreyfanlegur skjár/turn fyrir
viSskiptavini
Sérstaklega fyrirferðalítil sjóSvél
26.900,s-r'm/vsk
9.890,-
Strimlareiknivélar verb frá 3.590,-