Alþýðublaðið - 04.11.1921, Síða 1

Alþýðublaðið - 04.11.1921, Síða 1
O-efið tkt saí ÆlJsýdMiflolilÐDiiam. 1921 Fimtudaginn 3. nóvember. 254 tðlnbl. v.:íj «Á(A«ai Niður með sultinnl Út með togaraná. íslenzka þjóðin á fiskimið svo góð, að þau þekkjast hvergi betri, og aðeins á örfáum stöðum á jörðinni, eru fiskimið, sem eru eins góð og þau íslenzku. ísíenzka þjóðin á ágæt fram- leiðslutæki, þau beztu sem þekkj- ast. til fiskveiða — togára. íslenzka þjóðin á sjómannastétt svo ötula að engin er henni fraraar að vaskieik, þó sjómenn annara þjóða fari víðar um höf. Skaftfellingurinn sem heyjir hrika- legan hildarleik við Ægi, og er í iffsháeka í hvert skifti er hann ítir frá landi, og hvert skitti er hann lendir, Austfirðingurinn sem fer á smábátum svo lángt út á ólgandi hafið að undirlendir hverf- ur í sæ, Norðlendingurinn á litlu þilskipunum f öskrandi norðanhríð og gaddi, Sunnlendingurinn með það ólseiga skáþ, sem þarf til þess að hanga altaf í handfærinu, Véstmannaeyingurinn með sina tryltu sjósókn, og síðasta en ekki sízt togaraliðið — mennirnlr sem altaf ganga að vinnunni méð sama skap og fþróttauiaðurinn við káþpleikiha. Þegar þetta þréht er nú athugað: fiskimiðin, framleiðslutækin og sjómennirnir ötulu, sem ekkert kjósa frckar en hætta lífinu út á hafið til þess að herja þar út auðæfi úr sjávardýpinu handa fs Ienzku þjóðinni, þá verður víst mörgum á að spyrja sjálfa sig: Er nauðsynlegt sð alþýðan í Reykjavík svelti? Og svarið verð ur: Það er algerlega óþarfi, ef að sú fásinna og Ijarstæða ætti sér ekki stað, að iáta togarana vera bundna við iand. Allir vita að landssjóður hefir tapað hundr uðum þúsunda, eða kannske meira en það, á þvf að togararnir hafa verið aðgerðalausir, og að landið í heild sinni hefir bpað miljónum og aftur miijónum á þvf að verka- lýðurinn hefir verið atvinnulaus. Við vifum af hverju tógarnir hafa verið látnir Iiggja við land: Til þess að útgerðarmenn töpúðu ekki cinum 10 eða 20 þús, kr. á hverjum togara. Það er eng- inn að lá útgerðarmönnum neitt. En öllum ætti nú að vera farið að skiljast, og jafnvel útgerðar- mönnum Ifka, áð það er þjóðar- böl, að togararnir eru einstakra manna eign. Útgerðarmenn hljóta að fara að skilja það sjálfir, að þeir eru þröskuldur á gæfubraut þjóðarinnar. Til þess að þeir tapi ekki upphæðum, sem eru tiltöiu- lega íitlar, tapar landið miijónum. Til þess að þeir tapi ekki verður alþýðan að svelta. Til þess að þeir tapi ekki þurfa mæðurnar að vera hnugnar yfir þvf, að börnin þeirra fái ekki nóg að borða. Reykjavfk Iifir á sjónum. Þegar j sjórinn ekki er sótfcur, er’ almenni - verkalýðurinn í Iandi atvinnuiaus. ’ Þegar alniénni verkalýðurihh er atvinnulaus, verða flestir aðrir það Ifka, sem í landi eru, að hálfu cða öllu leyti. Menn hafa ekki ráð á, að láta gera við úrið sitt, við skóna sfna, ekki ráð á, að láta sauma sér föt; og kaupmenn seija ekki varning sinn, nema af tnjög skornum skamti. Það eru því bókstafiega allir sem tapa á þvf, að togararnir gangi ekki, allir aema 'tóir útgerðafméh'n. Og þeg- ar öllu er á botninn hvolft, er það þá nú víst, að þeir (api ekki á þvf líka? En hvernig sem því nú er varið, þá er víst, að hér er á ferðinni pfningarsagan öfug. Hér Kða allir fyrir einn. Allir lfða fyrir útgerðarmanninn. Ekki einungis sjálf alþýðan, heldur einnig milli- stéttin og kaupmennirnir. Brun&tryffgingar á Innbúi og vórum hv«rgí ódýrarf on hj& A. V. Túitnius El m sictpnf úsiau a. hað. SEÍ€£8® Togararnir mega ekki vera að- gerðarlausir lengur. Og það má aídrei koma fyrir aftur, að þeir séu bundnir mánuðum saman við hafnargarðinn til þess, að útgerð- armenn tapi ekki. Og ráðið, til þess áð koma f veg fyrir, að slíkt komi fyrir aftur, er að gera togarana að þjóðareign, Að þjóðnýta þá. Að reka togara- útgerðjna með hag þjóðarinnar fyrir aúgum, en ekki hag fárra einstaklinga — útgerðarmannanna. En hver á að koma þvf í fram- kvæmd, að togararnir verði þjóð- nýttir? Svarið er: Alþýðan. Það er hún sem verður að knýja þetta fram, með góðu eða illu. Það er hún sem fyrst og fremst sveltur — ekki af þvf, að þess sé hin minsta þörf, heldur að eins af þvf að þjóðfélagsfyrirkomulagið er vit- laust, að eins af þvf, að einstakir menn eiga framleiðslutækin, en ekki sjálf þjóðin. Það er þröskuidur á gæfu og framfarabraut þjóðarinnar, að ein- stakir raenn eiga togarana. Niður með þann þröskuldi Og niður með alt sem tálmar á framfara- og gæfubraut okkar Ktlu þjóðar. En fyrst og fremst: Niður með það sem veldur því að börnin sveital Niður með sultinn! Út með togarana! i

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.