Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1997, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1997, Síða 11
JL>'V MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1997 khenning M Dansandi ljóðlínur Með níundu ljóðabók Sigurðar skálds Pálsson- ar endar þriðja ljóðaþrenna hans. Fyrst komu vegaijóð, þá námuljóð og nú (að öllum líkindum) er lokið línuljóðum. Sigurður hefur beitt þessari aðferð til að þaul- kanna nokkur minni; þannig má með nokkrum rétti segja að i þessari þriðju „línubók" sé spilað á dansandi línur sem sigli inn í vitund lesandans. Dansinn sem fyrsta bók þrennunnar var kennd við kemur þannig ítrekaö fyrir í þeirri þriðju, til að mynda í ávarpi skáldsins til Ijóðagyðjunnar í upphafi flmmta hluta, Mannspil: Jæja þá gamla síunga dansmær! Ekki um að villast Nektardansinn sérgrein þín Hér höfum við setið á þessum dansklúbbi þínum nokkur þúsund ár Alltaf jafn spennt Líkingin er sláandi og óvænt og skáldið lýsir síðan birtuskilum þar sem horfið er inn í rökkrið og aftur til birtunnar. Þetta er einkennandi fyrir mörg ljóða Sigurðar; þar má finna næturljóð, rökkurljóð en einnig ljóð þar sem ofurbirtan flæðir. Og dansinn kemur víða fyrir, til dæmis í þriðja ljóði, Niðri við svörð, þar sem dansmærin tengir himin og jörð. Enda er mikO hreyfmg í þessum ijóðum, það er horft niður í svörðinn, svifið ofar skýjum og dragspilið þanið, það dragspil sem lýst er í ljóð- inu Himnastigi: Löngu síðar skildi ég Að manneskjan er dragspil Emjandi harmonikka Þanin af þrá Milli jarðar og himins Það er leikið á andstæður, ekki að- eins himin og jörð, rökkur og birtu, minningar og gleymsku, eftirsjá og þrá, rætur og rótleysi. Ljóðaflokkur- Bókmenntir Geirlaugur Magnússon inn Þýtt úr þögn sem er annar hluti bókar- innar fjallar til dæmis um folnandi bemskuminn- ingar og lýkur á mjög eftirmixmilegu ijóði um að smala saman íjöllunum sínum gömlu. Og það eru fleiri eftirminnileg ljóð í þessari bók, ekki síst Sæluhús í þriðja hlutanum og prósaljóðið Miðja vega. Mér hefur reyndar lengi fundist Sigurður vera eitt fárra skálda sem ræður við að skapa ljóð úr prósa. í heild má segja að Ljóð- línuspil sé enn einn áfangi í jafnri og þéttri þroskagöngu skálds; skálds sem snemma fann sinn eigin tón sem ekki verður frá honum tek- inn og ekki leikinn eft- ir, skálds sem þorir að vinna úr yrkisefnum sinum og skapar þannig skáldskap sem verður eft- irminnilegur. Þetta er bók sem gleður. Sigurður Pálsson: Ljóðlfnuspil Forlagið 1997 Fjötrar Kópavogsbúar eiga sennilega fallegustu hæð á land- inu. Og undir þessum Fótarfæti Kópavogsbúa stendur listasafn þeirra, Gerðarsafn. Hæðin í helgi sinni, að- koman að húsinu og svo húsið sjálft - allt er þetta eins fallegur rammi utan um metnaðarfullt menningarstarf og hægt er að láta sig dreyma um. í þessu fagra umhverfl voru haldnir tönleikar á mánudagskvöld. Þá lék Halldór Haraldsson píanóleik- ari tvö verk fyrir píanó, bæði mikil að umfangi og inn- taki. Fyrir þaulhugsuðu vali hans urðu verk eftir tvo meistara, Franz Schubert og Johannes Brahms. Sá fyrmefndi fæddist fyrir tvö hundruð árum og sá síðar- nefhdi dó hundrað árum síðar, þannig að báðir tengj- ast þeir tölulega þessu ári sem nú er að líða. En það kemur fleira til. Schubert samdi sónötu sína i B-dúr, op. posth. D960 á síðustu mánuðum ævi sinnar, en hann varð ekki nema rétt rúmlega þrítugur. Brahms hins vegar samdi píanósónötu nr.3 í f-moll, op.5 rétt í þann mimd sem hann var að kveðja sér fyrst hijóðs sem tónskáld, þá um tvítugt. Þess má geta aö það var um sama leyti sem Schumann skrifaði að með Brahms væri kominn til sögunnar fullþroska listamaður sem myndi á grundvelli heföar lyfta list síns tíma í æðra veldi. Og sannspár reyndist hann. En nóg um það. Þó fjóröungur úr öld skilji þessar píanósónötur að í tíma eru þær tengdar sterkum böndum. í báðum er til að mynda að finna vítt svið tilfinninga, mikla snerpu á hraðferð milli hughrifa, sterka klassíska byggingu leystir samhliða djörfung, sveiflu dansins og sterk tengsl við fortíðina, menningararfmn. Bæði bera þau vitni um hin sterku áhrif sem Beethoven hafði á tónskáldin sem upplifðu verk hans. f sónötunum báðum er að finna keim, yfirbragð og meira að segja stundum stef- brot eða mótív sem ættuð eru úr smiðju gamla manns- ins. Tónlist Sigfriður Bjömsdóttir Flutningur þessara verka gerir miklar og fjölbreytt- ar kröfur til flytjenda. Ekki reynir eingöngu ómælt á tækni og lipurð heldur líka markvissa og innblásna túlkun. Flutningur Halldórs er eftirminnilegur fyrir það hversu sannur hann var og þá skipta smávægileg- ir hnökrar engu máli. Það er hrífandi að hlýða á lista- menn leika sem hafa samsamað sig verkinu. Glíma þeirra í flutningi veröur ekki lengrn1 við verkið, tækn- ina eða stílinn, eins og stundum vill verða. Átökin sem áheyrandi verður vitni að eru þau átök sem í verkinu búa. Þau eru andartak leyst úr fjötrum tákn- málsins og fá að hljóma - flytjandinn gefúr þeim bæði llf og lit. Túlkunin verður sönn því flytjandinn og verkið verða eitt. Þannig lék Halldór. Er fagurt líf mögulegt? Guðjón Pedersen leggur mest upp úr ýkjum í úrvinnslu sinni á Bömum sólarinnar með Nemendaleikhúsinu. Persónur verða týpur: Vísindamaður- inn, lokaður í eigin heimi, óham- ingjusama eiginkonan, sjálfúmglaði listamaðurinn, háðfúglinn sem er þó viðkvæmur undir síhlæjandi skrápn- um, umvandarinn, sem auðvitað er geðveikur, smjaðurslegi gróðahyggju- maðurinn, heimska Ijóskan og grófa, einfalda alþýðukonan. Þetta eru aöal- hlutverkin átta sem útskriftarhópur- inn leikur, en auk þeirra er ofbeldis- maðurinn, leikinn af fyrsta árs nem- anum Víkingi Kristjánssyni sem virt- ist ekkert búinn að læra minna en hin. Áherslan á týpumar gerði leikinn bæði auðveldari og erflðari fyrir leik- araefnin. Það er þakklátt að klæða sig í gervi sem maður þarf ekki að þróa eða víkka út en líka erfitt að halda sama tóni út í gegn og getur orðið býsna þreytandi þegar hann er hátt strengdur. Til dæm- is var Edda Björg Eyjólfsdóttir ekki öfúndsverð af að halda vandlætingartóni geöveiku konunnar Lísu sem endaði stundum á veini, en henni tókst þaö prýðilega og ekki henni að kenna þótt per- sónan yrði leiðigjöm. Við erum stödd á heimili Pavéls vísindamanns (Ólafur Darri Ólafsson) í Rússlandi upp úr alda- mótum. Pavél gætir einskis annars en tilrauna sinna þótt úti fyrir geisi bæöi kólera og uppreisn- ir og er dauðfeginn því aö málarinn Dimitri (Guð- Leiklist Silja Aðalsteinsdóttir mundur Ingi Þorvaldsson) skuli sinna konu hans, hinni fögru en leiðu Elénu (Helga Vala Helgadótt- ir). Melanía (Sjöfn Evertsdóttir) telur brautina fría að Pavél úr því kona hans er komin með elsk- huga, en Pavél skilur ekki hennar grænu hosur frekar en bam. Þessi ferhymingur var ágætlega túlkaður, þó að Guðmundur Ingi þurfi að vanda betur framsögn; eink- um uröu þau vísindahjón skemmti- legar andstæður. Ólaftir Darri nær hámarks kómískum áhrifum með lág- marks tilburðum og sýnir þar góðan þroska. Helga Vala ber sig tignarlega og getur sagt setningar afar eðlilega kvikindislega þegar því er að skipta. Vonbiðil Lísu, Boris, leikur Friðrik Friðriksson og var ótrúlegt hvaö sá maður gat brosað og hlegið endalaust án þess að verða tilgerðarlegur. Linda Ásgeirsdóttir var viðvanings- leg Fíma vinnukona í fyrstu en varö öruggari. Og Agnar Jón Egilssón (ný- kapítalistinn Mísa) hefúr mikið and- lit og minnti í tilburðum á sjálfan Gísla Rúnar. Reyndar er ástæða til að nefna sérstaklega hvað þessi hópur er svip- sterkur; hver einstaklingur með minnisstætt andlit. Ekki er það minnst nauðsyn leikurum. Sviðsmynd Helgu I. Stefánsdóttur var nokkuð sláandi til aö byrja með, dökk og einfóld, en þoldi ekki þriggja tíma setu. Lýsing var líka of spar- söm. En tónlistin var falleg og hæfði vel. Nemendaleikhúsið sýnir í Lindarbæ: Börn sólarinnar eftir Maxim Gorkí Leikmynd: Helga I. Stefánsdóttir Búningar: Ragna Fróðadóttir Lýsing: Lárus Björnsson Tónlist: Einar Örn Jónsson Leikstjóri: Guðjón Pedersen Afmælisrit Grundar Bókaútgáfan Grund hefur gefið út Afmælisrit Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar, Svipmyndir úr 75 ára sögu. Höfundur er séra Guðmundur Óskar Ólafsson. Höfúndur byrjar á að rekja upphafið að stofnun Sam- verjans árið 1914 og lýsa ástandinu í höf- uðborginni um það leyti, með áherslu á kjör aldraðra. Hann segir frá ötulu starfi frumherjanna uns Gamla Grund var vígð 29. október árið 1922. Það var fyrsta elliheimili sinnar tegundar hér á landi, þó að heimili fyrir aldraða tíðkuö- ust í grannlöndunum. Þvi næst rekur höfundur byggingar- og starfssögu Grundar allt fram til þessa árs, og birtir fjölmargar jjósmyndir til skýringar og fróðleiks. Sígildir ljóðleikir Mál og menning hefúr gefið út bókina Sígildir ljóöleikir í þýðingu Helga Hálfdanarsonar, sem nú hefur íslenskað marga helstu ljóðleiki heimsbók- menntanna, meðal annars grísku harmleikina og leikrit Shakespeares. í nýju bókinni eru fimm leikrit í bundnu máli, þeirra elst Lífið er draumur eftir Don Pedro Cald- erón de la Barca (1600-1681), fræg- asta verk þessa fremsta leik- skálds Spán- veija. Pierre Comeille og Jean Racine, tveir af þekktustu höfundum franskra bókmennta, eiga hvor sitt verkið, Ofjarlinn og Fedru. Kardínálar að kvöldverði er eftir Portúgalann Julio Dantas, og loks sætir sérstökum tíðind- um ný þýðing á Pétri Gaut eft- ir Henrik Ibsen. Svona þýðir Helgi fleyg orð Dofrans um muninn á mönn- um og þursum: Nú skaltu heyra t hverju hannfelst: Þar úti, sem Ijósið er himinsins hamur, er heilrceðið: „Maöur, ver sjóifum þér samur!" Hér inni, sem máttugt er myrkrió öll dcegur, er máltœkið:„Þursi, ver sjálfum þér nœgur!" Öldur Pjaxi gefur út Öldur, aðra jjóöabók Eyþórs Rafns Gissur- arsonar. Sú fyrri kom út 1994 og heitir Hvítu ský. Eyþór yrkir minningarljóö um fólk og atvik, ástir og náttúru, og bregöur bæði fyrir sig hátt- bundnum brag og frjálsu formi. Þetta Ijóð heit- ir „Eftirsjá": hve langur tlmi er liðinn heil öld? hverja stund sé ég þig líkt og þú varst líkt og þú ert ég sagði aldrei allt en þú? Umsjón Sílja Aðalsteinsdóttír SÍGILÐIR LJÓÐIEIKIR i wó/fníM Wtíig tíMkmmm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.