Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1997, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1997, Síða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1997 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON OG ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON OG ELÍN HIRST Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sfmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds. Flóttinn til útlanda Straumurinn af landsbyggðinni í þéttbýli suðvesturhomsins heldur áfram. Það er ekki síst unga fólkið sem heldur suður heiðar. En stöðvast straumurinn í Reykjavík? Landamærin dofna sífellt og aukið frelsi gerir ungu fólki auðveldara en áður að slá niður tjöldum sínum á erlendri grund. í Evrópu vex stöðugt eftirspum eftir menntuðu atgervisfólki og menn spyrja ekki lengur um vegabréf heldur menntun og hæ&ii. Helsta áhyggjuefni íslendinga ætti því ekki að vera hvort ungt fólk flytur af landsbyggðinni heldur hvort straumurinn heldur áfram út fyrir landsteinana. Viðhorfskönnun sem Stúdentaráð gerði meðal háskólanema í nóvember gefur því miður ekki tilefni til bjartsýni. Samkvæmt henni telur um helmingur háskólastúdenta líklegt að þeir muni starfa erlendis að námi loknu. Jafnframt kom í ljós að fast að 70% töldu líklegt að þeir tækju starfi erlendis ef þar byðust hærri laun en heima. í þessari eindregnu niðurstöðu felast ótvíræðir váboðar fyrir íslendinga. Ástæðan fyrir þessari sláandi niðurstöðu er ljós. Á síðustu árum hafa orðið breytingar á högum ungs menntafólks sem beinlínis knýr það til að hugsa sig um tvisvar áður en það hafnar starfstilboði erlendis. Samspil námslána, húsnæðiskerfis og jaðarskatta, auk lágra launa menntamanna, gerir ísland að ófýsilegum kosti í þeirra augum. Námslán eru að sönnu á lágum vöxtum en ungt menntafólk þarf eigi að síður að greiða af þeim. Þegar staðgreiðsla skatta var tekin upp á sínum tíma var samhliða felldur niður námsmannafrádráttur sem var ungu menntafólki á heimleið afar mikilvægur. Skattkerfið tekur því ekki lengur sérstakt tillit til námsskuldanna einsog áður. Þetta leiðir til þess að fólk sem er að ljúka námi getur lent í vítahring sem torveldar því mjög að eignast þak yfir höfuðið. í dag reiknast greiðslubyrði af námslánum að fullu inn í mat húsnæðiskerfisins á greiðslugetu ungs fólks. Til að komast gegnum nálarauga kerfisins þarf ungt menntafólk því að hafa hærri laun en jafnaldrar þess sem ekki tóku námslán. Jaðarskattamir gera hins vegar að verkum að fyrir ungt barnafólk er ekki auðvelt að auka ráðstöfunartekjur að verulegu marki. Fyrir vikið lendir ungt fólk sem er að koma heim frá námi í erfiðleikum með að kaupa sér húsnæði. Það sem mun ráða úrslitum um þróunina er því annars vegar launastefnan gagnvart menntamönnum og hins vegar hvaða möguleika ungt fólk mun eiga til að afla sér húsnæðis þegar það kemur heim frá námi. í ljósi niðurstöðunnar úr skoðanakönnun Stúdentaráðs er því einboðið að stjórnvöld verða að grípa til ráðstáfana sem draga úr líkum á því að flótti bresti á unga menntamenn. Þenslan í hagkerfúm heimsins byggist á hugviti og tækninýjungum sem það hefur alið af sér. Það er slegist um þá sem búa að góðri menntun á sviði tækni og vísinda. í því ljósi er sérstakt áhyggjuefni að 80% verkfræðinema og ríflega 60% nema í raunvísindum telja líklegt að þeir muni snúa til starfa erlendis. Þetta er fólkið sem ísland þarfnast svo sárlega á næstu árum. Ef við töpum af blóma kynslóðanna til útlanda erum við að tapa af sóknarfærum inn í nýja öld. Við verðum því að bjóða æsku landsins upp á sambærileg skilyrði til að lifa bærilegu lífi og henni stendur til boða erlendis. Annars töpum við af okkar eigin framtíð. Össur Skarphéðinsson „Útilokaö er fyrir eigendur, væntanlega kaupendur eöa aöra aö sjá eftir hvaöa reglum stæröirnar eru reiknaöar ...“ segir Stefán m.a. í greininni. Fermetrar og fermetrar? þúsund íbúðir. Birt stærð er einungis skráð fyrir brot af þeim og flestar íbúð- imar hcifa enn gömlu stærðina. Fólk sem fær upplýsingar úr skránum er þess vegna í fullkominni óvissu um það hvort Qatarmál íbúðar sé reiknað eftir nýsettu reglunum eða hinum eldri. Framvegis munu tvær ólíkar stærðir verða skráðar í fast- eignaskrá. Annars vegar birt stærð og hins vegar það flatar- „í fasteignaskrá eru hátt í 100 þúsund íbúðir. Birt stærð er ein- ungis skráð fyrir brot af þeim og flestar íbúðirnar hafa enn gömlu stærðina Kjallarinn Stefán Ingólfsson verkfræöingur Óvissa um stærð íbúða vex með nýsettum reglum. í stað einfold- unar bætist enn ein stærðin við. í fasteignaskrá standa nú ólíkir fer- metrar, gamlar stærðir og nýjar, hlið við hlið án skýringa. Auð- kenna verður fermetratölur. Eru þær „birt stærð“ eða flatarmál sem reiknað var frá 1965 til 1994? Lög um fjöleignarhús hafa ekki gert stærðarmælingar skýrari fyr- ir eigendur heldur flóknari. Tilraun til samræmingar í reglugerð um eignaskiptayfir- lýsingar er að finna skilgreiningu á fermetratölu til að lýsa stærð íbúða. Hún er nefnd „birt stærð" og mælir flatarmál íbúða út fyrir útveggi og í miðja milliveggi. Sérgeymslur utan íbúða eru reiknaðar með og innbyggðir bíl- skúrar og hliðstætt rými en gólf- flötur undir 1,80 metrum og stiga- göt dregin frá. Þessa flatarstærð skal skrá í allar eignaskiptayfir- lýsingar. Þeim er þinglýst svo „birt stærð“ á nú að vera áreiðan- leg heimild um stærð íbúða. Stærðin er ekki tölvuskráð hjá sýslumönnum svo fólk þarf að fá ljósrit af frumgögnunum. Fyrirhugað er þó að skrá fer- metratöluna í fasteignaskrá svo allir hafi greiðan aðgang að henni. í þessum tilgangi er Fasteignamati ríkisins sent eintak af öllum eignaskiptayfirlýsingum. Embætt- ismennirnir telja að fasteignaskrá- in verði fljótlega áreiðanleg heim- ild um íbúðastærðir. Það er þó með öOu óvíst. Stofnunin heftir ekki enn ábyrgst að réttar stærðir fari án dráttar inn á fasteignaskrá. Verra er þó aö hin nýja stærð er ekki auðkennd sérstaklega. Henni verður því ruglað saman við þær stærðir sem áður hafa verið færð- ar. í fasteignaskrá eru hátt í 100 mál sem reiknað var áður. Sam- ræmi næst fyrst þegar flatarmál allra íbúða á landinu hefur verið endurreiknað. Það mun taka ára- tugi. Þangað tO verður að auð- kenna flatarmálsstærðir með greinilegum hætti. Ruglingur vex Nú þegar koma fyrir í fasteigna- skrá dæmi um jafnstórar íbúðir sem þó eru skráðar með ólíkt flat- armál. TO skýringar má nefna tvær raðhúsalengjur, alveg eins, fimm hús, þrjár hæðir hvert. Grunnflötur hæða er 60 m2 og stigagöt eru 6,0 m2. Fyrir aðra lengjuna hefur verið gerð eigna- skiptayfirlýsing. Birt stærð hvers húss, 165,0 m2, stendur í fasteignaskrá. Engin eignaskiptayfirlýsing hefúr verið gerð fyrir hina lengjuna. Húsin í henni eru i fasteigna- skrá talin 180,0 m2. Mismunurinn er 9%. Ástæða stærðarmun- arins eru aðaOega stigagötin í húsunum. Síðustu 30 árin hafa þau verið reiknuð með í flatarmálinu en nú er þeim sleppt. í fasteignaskrá, sölu- skrám fasteignasala, tilkynningarseðlum um nýtt fasteignamat og álagningarseðlum fasteignagjalda standa fermetratöl- umar án skýringa. ÚtOokað er fyrir eigendur, væntan- lega kaupendur eða aðra að sjá eftir hvaða reglum stærðirnar eru reiknaðar. Svipuð dæmi koma upp í sambýlishúsum. Sérgeymslur utan íbúða eru víða í kjöOurum, risum og undir útitröppum. Frá 1965 hefur flatarmál þeirra ekki verið reiknað með flatarmáli íbúða. Nú er það breytt og íbúðfrn- ar stækka í skránum. Stærðar- skráningin hefur áhrif á fjárhæð fasteignamats og þar með skatta. íbúðarhúsnæði er metið árlega tO verðs í tölvu. Gólfflötur íbúðar hefúr áhrif á matsverð. íbúð sem talin er 165 m2 er verðminni í tölvumati en sú sem telst 180 m2. Fasteignasalar byggja einnig á skráðum stærðum við verðmat. Það hefur áhrif á veðmöt og sölu- verð. Stefán Ingólfsson Skoðanir annarra Stökk að Evrópu- sambandinu? „Með gfldistöku samningsins um Evrópskt efna- hagssvæði öðlaðist ísland rétt tU þátttöku í fjölmörg- um samstarfsáætlunum Evrópusambandsins á þessu sviði. Óhætt er að segja að þar með hafi íslendingar tekið stærra stökk inn í alþjóðlegt mennta-, vísinda- og rannsóknarsamstarf en eUa hefði orðið. Vegna að- Udar íslands að rammaáætlun Evrópusambandsins um rannsóknir og þróun hefur fé tU rannsókna og þróunar hér á landi aukizt verulega." Úr forystugreinum Mbl. 25. nóv. Vígsluræða nýs biskups „Mér féU ræðan að mörgu leyti vel í geð. Að minnsta kosti kvað við annan tón en hjá fráfarandi biskupi, að þvi leyti, að Karl hvatti tU þess að fólkið í landinu sýndi hvert öðru umhyggju- og miskunn- semi. Hér heyrðist trúarlegur tónn, en ekki þetta veraldlega fjas sem einkennt hefur yffrstjóm kirkj- unnar á síðustu misserum." Sr. Flóki Kristinsson, í Degi 25. nóv. Loddaraskapur hjá Jóhönnu? „Seðlabanki íslands gegnir mikUvægu hlutverki í íslensku efnahagslífi ... Utanferðir starfsmanna bankans em ekki skemmtiferðir heldur vinnuferðir og ábyrgð þeirra í þessum ferðum er mikU og að sama skapi álagið sem þeim fylgir ... Ef þaö er tU- gangur Jóhönnu Sigurðardóttur að beita sér fyrir breytingum á reglum um utanferðir bankastjóra Seðlabankans og að gera starfskjör almennt „sýni- legri" þá verður að ætlast tU þess að hún beiti sér um leið fyrir hinu sama hjá Alþingi og öðrum opin- berum stofnunum. Annað væri loddaraskapur." Ingimundur Friðriksson, í Mbl. 25. nóv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.