Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1997, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1997, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1997 Fréttir HvalQ arðargöngin: Hvalfjarðargöngin: Fimm mínútur í gegn DV, Akranesi: Þeir sem eiga leið um Hvalíjörð hagnast á þvi að leiðin milli Akra- ness og Reykjavikur styttist um 60 km og milli Borgamess og Reykja- vikur um 42 kílómetra. Umferð að vetrarlagi og í illviðr- um á öllum árstímum verður ör- uggari. Raunar verður umferðin öruggari þama árið um kring því núverandi vegur fyrir Hvalfjörð er ekki byggður i samræmi við staðla sem gilda fyrir þann umferðar- hraða sem þar er leyfður, 90 km á klukkustund. Það tekur um 5 mínútur að aka gegnum sjálf Hvalijarðargöngin á 70 km hraða á klukkustund. Akstur frá Reykjavík tO Akra- ness tekur um 40 minútur eftir að göngin verða komin í gagnið - ef ekið er á löglegum hámarkshraða. Ferðatiminn styttist um helming þegar leiðin styttist um 60 km. Ferðalag frá Reykjavik til Borg- amess tekur um 70 mínútur gegn- um Hvalfjarðargöng. Ferðaleiðin styttist um 42 km og ferðatíminn um 30 mínútur. -DVÓ 108 km til Reykjavíkur um Hvalfjörð 48 km til Reykjavíkur gegnum göngin DV Akranesi: hús Akraness er sá að vegalengd- in sem ekin er styttist um 60 km. Fyrir Hvalfjörö nú eru 108 km en verða 48 km. Rekstrarkostnaður bílsins minnkar og auk þess kem- ur þetta fram í sparnaði fyrir þá sjúkrastofnun sem flutt er fyrir. Með tilkomu ganganna munu flutningar með þyrlu í flestum til- fellum sparast. Þó geta komið til- vik þar sem þarf að nota þyrl- una,“ sögðu þeir Gísli Björnsson, yfirmaður sjúkraflutningadeildar Sjúkrahúss Akraness og heilsu- gæslustöðvarinnar á Akranesi, og Halldór Hallgrímsson sjúkraflutn- ingamaður í samtali við DV. -DVÓ Þó almenn umferð í gegnum Hvalfjarðargöng verði ekki leyfð fyrr en þau verða opnuö í júlí á næsta ári hefur verið gerð sú und- antekning að bráðaflutningar með sjúkrabílum landleiðina til Reykjavíkur hafa veriö leyfðir. Það er eina imdantekningin. Nýlega fóru sjúkraflutninga- menn frá sjúkraflutningadeild Sjúkrahúss Akraness og heilsu- gæslustöðvar Akraness í sína fyrstu ferð í gegnum göngin með sjúkling í bráðatilviki frá sjúkra- húsinu. Starfsmenn Fossvirkis greiddu þeim leið um vinnusvæð- ið undir firðinum. Síðan hafa sjúkraflutningamenn farið tvisvar mn göngin i bráðatilvik- um. ^ „Aðdragandi að fyrstu ferðinni var sá að við höfðum komið auga á þann möguleika að hægt væri að fara i gegnum göngin í neyðar- tilvikum og stytta þar með tím- ann verulega. Við höfðum sam- band við forráðamenn Fossvirkis og spurðum hvort þessi möguleiki væri fyrir hendi. Þeir tóku því vel. Við skyldum hafa samband þegar þetta kæmi upp. Síðan kom að því að við þurft- um að fara með sjúkling í neyðar- tilviki til Reykjavíkur. Höfðum við þá samband við þá og það var guðvelkomið að fara í gegn. í þessari fyrstu ferð vorum við 40 mínútur að fara frá Sjúkrahúsi Akraness og að Landspítalanum. Þegar við ökum fyrir fjörðinn erum við 75 mínútur. Þetta er því beinn sparnaður í tíma um 35 mínútur og þegar búið verðtir að malbika veginn í göngunum og opna þau reiknum við með að ferðin taki 30 mínútur, þar af 5 mínútur í gegnum göngin, og þá væri sparnaðurinn í tíma kominn í 45 mín. Beinn sparnaður fyrir Sjúkra- Hvalfjarðargöng stytta leið Vegalengd í km. nú verður Reykjavík-Akranes 108 48 Reykjanes-Borgarnes 116 74 Reykjavtk-Blönduós 286 244 Reykjavík-Stykkishólmur 215 173 Reykjavík-Akureyri 431 389 Sjúkraflutningar í neyðartilvikum Gfsli Björnsson og Halldór Hallgrímsson við sjúkrabílinn í göngunum norðanmegin. DV-mynd Daníel Dagfari Hvað var sagt og hvað var ekki sagt? Einhver órói hefur gert vart við sig í Neytendasamtökunum. Ekki það að neytendur hafi látið illa, neytendur láta aldrei illa nema þegar Neytendasamtökin segja þeim að láta illa. Nei, óróinn stafar af því að Neytendasamtökin hafa verið að segja upp manni fyrir norðan, sem ku hafa verið of áhugasamur um neytendamál. Það gengur ekki í virðulegum samtök- um ef menn taka starf sitt of hátið- lega og þess vegna var maðurinn rekinn. Neytendasamtökin eru vönd að virðingu sinni. Hjá Neytendasamtökunum hefm- Jóhannes Gunnarsson verið allt í öllu, bæði formaður og fram- kvæmdastjóri, þannig að formað- urinn sagði framkvæmdastjóran- um fyrir verkum og framkvæmda- stjórinn sagði formanninum síðan frá því hvað framkvæmdastjórinn hefði gert. Þetta var prýðilegt fyrirkomulag í sjálfu sér en af því neytendamál eru margbrotin og sitt sýnist hverj- um, var ákveðiö að aðskilja for- manninn frá framkvæmdastjóran- um og framkvæmdastjórann frá formanninum og skipta Jóhannesi upp. ir að hann hafi sagt, en á móti get- ur Drífa heldur ekki sannað að Jón hafi sagt hvað hann átti að hafa sagt, og auk þess eru vitni að því að Drífa sagði það sem hún segist nú alls ekki hafa sagt. Hvemig svo sem það var sagt. Ekki fer á milli mála að þetta er stórt mál fyrir Neytendasamtökin, vegna þess að þau gæta hagsmuna neytenda bæði í orði og á borði og dregur úr trúverðugleika samtak- anna, ef þau geta ekki einu sinni komið sér saman um það hver seg- ir hvað og við hvem og hvemig það var sagt, né heldur ber þeim saman um hvað sagt var, þegar fólk segist ekki hafa sagt það sem það sagði. Að því leyti er þetta óheppiiegt ástand að hafa formanninn sér og framkvæmdastjórann sér, þegar formaðurinn veit ekki hvað fram- kvæmdastjórinn segir og öfugt og spumingin er hvort ekki eigi að taka upp gamla fyrirkomulagið og láta einn og sama manninn vera hvort tvegga og varaformann um leið. Þaö afstýrir misskilningi á borð við þann sem nú er að grafa undan Neytendasamtökunum sem em svo vönd að virðingu sinni. Dagfari Varaformaðurinn, Jón Magnússon, hafði samband við Drífu Sigfúsdóttur og spurði hana hvort hún vildi taka að sér að vera formaður. Og af því Drífa hélt að formað- urinn væri sama og framkvæmdastjóri hélt hún auðvitað að Jón væri að biðja sig um að vera bæði for- maður og fram- kvæmdastjóri. Jón segir að þetta sé ekki rétt og þó hann geti ekki sannað hvað hann sagði við Drífu, sem sagði að Jón hefði sagt allt annað við sig en Jón segist hafa sagt við Drífu, segir Jón engu að siður að Drífa fari með rangt mál. Það sem flækir mál- ið er að Drífa segist aldrei hafa sagt aö Jón hafi sagt það sem Jón segir að Drífa hafi sagt hvað hann hafi sagt. Hins vegar er því haldið fram að fjömtíu manna fundur hafi heyrt hvað Drífa sagði um það sem Jón hafi sagt, eða ætti að hafa sagt og þess vegna getur Drífa ekki sagt að hún hafi ekki sagt það sem hún sagði, því það eru vitni að því að hún hafi sagt það, sem Jón hef- ur nú mótmælt að hafa sagt við Drífu þegar hann sagði við Drífu aö henni stæði til boða að vera for- maður. Hér stendur orð á móti orði. Jón getur auðvitað ekki sannað að hann hafi ekki sagt hvað Drífa seg-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.