Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1997, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1997, Side 11
FIMMTUDAGUR 27. NÓVEMBER 1997 njenmng Sorgin djúp og blá og ástin Kona að nálgast fertugt fær ban- vænan sjúkdóm. Þegar hún sér hvert stefhir yfírgefur hún elskhuga sinn og flýr af landi brott til að heyja dauða- stríðið í einrúmi. Bókin er hugrenn- ingar hennar þenn- an lokaspöl, fyrstu persónu Msögn þar sem farið er fram og aftur í tima og les- andi raðar smátt og smátt saman brot- um úr stormasömu lifi hennar. Ástin er hér leið- arstef en tengist mjög hugleiðingum um kynhlutverk og sagan miðlar ör- væntingunni sem því er samfara að valda því ekki, að uppfylla ekki kröfúr samfélagsins í því efni. Þessi kona hef- ur hvorki staðið sig sem meyja né móðir. Vegna sjúkdómsins er hún nú úr leik sem kynferðisvera. í lífi henn- ar eru tveir andstæðir pólar, móðir hennar, sem var fordæmd fyrir losta- fullt lífemi, og amman, sem hún ólst upp hjá og var strangtrúuð og siða- vönd og vopnuð þunglamalegum þjóð- sagnaarfinum. Konan heitir Diljá, skírð í höfuðið á per- sónu í Vefaranum mikla frá Kasmír eft- ir Halldór Laxness. Sagan öðlast sér- staka merkingarvídd með vísunum til þeirrar bókar. Því er ekki að neita að innri ein- ræðan verður nokk- uð þrúgandi þegar líður á söguna. Þegar Diljá skriftar undir lokin fyrir grísk-or- þódox-presti og fær syndaaflausn er ekki laust við að lesanda flnnist hann vera í svipuðum sporum og klerkur og hann fer að þrá aðrar raddir. Engu að síður er bókin listavel skrif- uö. Höfundur hefúr gott vald á hinum brotakennda frá- sagnarmáta, stíliinn er fjölskrúðugur, bæði kraftmikill, ástríðuþrunginn og ljóðrænn og lætur engan ósnortinn. Friðrika Benónýs: IMema ástin. Skáldsaga Fróði 1997 Bókmenntir Ámi Óskarsson Nýtt efni frá framsæknu deildinni Hilmar Jensson gitarleikari, Ósk- ar Guðjónsson tenór- og sópransax- ófónisti, Eyþór Gunnarsson píanisti og Matthias Hemstock trommuleik- ari voru á Jómfrúnni á föstudags- kvöldið og fluttu frumsamin lög eft- ir þá Hilmar og Ósk- ar. Hilmar og Matthí- as hafa iðulega boðið áheyrendum upp á ný- stárlega hluti, og þeir leika með Óskari á nýrri plötu hans ásamt Skúla Sverris- syni bassaleikara. Eyþór hefur meira gert af því að leika hefð- bundnari stíltegundir djassins, þótt hann hafi komið við á flestum stöð- um í djasslandi. Reyndar var tón- listin sem þeir fluttu formfastari en hefði mátt búast við, til dæmis var púlsinn iðulega til staðar. Oft var spunnið yfir endurteknar línur, og sumir kaflar minntu á það sem frumherjinn Ornette Coleman lét frá sér fara á sjöunda áratugnum. Þeir hófu leikinn á lagi eftir Hilmar sem hann nefnir „Kerfil“, langt í flutningi og spannaði stóran hluta tilfinningalitrófsins. Eitt stutt lag eftir Óskar fylgdi með fram að hléi, „Insambú“, glettið lag í 7/8, og Óskar sagði nafnið samsett úr orð- unum Indónesía, samba og Búlgar- ia, sem gefúr hugmynd um uppsprettur þessa litla lags. Eftir stutt hlé fluttu þeir svo fjögur lög til viðbótar, þrjú eftir Hilmar og eitt frá Óskari. Ef miðað er við plötu Hilmars, Dofinn, þá var tónlist hans nú ekki eins ágeng og meira var af hljómum og hryn en á plötunni. Hinn frjálsi spuni var þó í fyrirrúmi og fannst mér eftirtektarvert hvað flutningur allur var vel slípaður, t.d. voru kaflaskil öll vel og áreynslulaust framkvæmd. Ég hef enn ekki haft tækifæri til að hlusta á Far, nýkomna plötu Óskars, en á von á því að tónlist hans þar sé áþekk þeirri ágætu tónlist sem gest- ir Jómfrúrinnar fengu að hlýða á þetta kvöld. Djass Ársæll Másson 11 Síðustu ár hefur skátahreyfingin selt sígræn eðaltré, í hœsta gœðaflokki og prýða þau nú mörg hundruð íslensk heimili. 10 ára ábyrgð i* Eldtraust i* 10 stærðir, 90 - 370 cm i* Þarfekki að vökva t* Stálfótur fylgir i* íslenskar leiðbeiningar i* Ekkert barr að ryksuga i* Traustur söluaðili i* Truflar ekki stofublómin t* Skynsamleg fjárfesting WtttlÍf•] :'i MIi é.’tf BANDALAG ÍSLENSKRA SKÁTA GRUnDIG ST70700 Sjónvarpsmiðstððin Umbobsmenn um land allt: VESIURLAND: Hljómsýn, Atianesi. Kaupfélag Borgfirflinga, Borgarnesi. Blómsturvellir. Heliissandi. Guðni Hallgrimsson. Grundarfirfli.VESTFIBBIR: Bafbúð Jónasar Þórs. Patreksfirði. Póllinn. Isafirði. NORBUHLAND: Kf Steingrimsfjarðar, Hólmavík. KF V-Húnvetnínga. Hvammstanga. Kf Húnvetninga, Blönduósi. Skagfirðingabóð. Sauðárkróki. KEA, Oalvik. Bókval, Akureyri. Ljósgjafinn. Akureyri. flryggi. Húsavik. Kf Þingeyinga, Húsavík. Urð, Baufarhöfn. AUSTUHLAND: KF Héraðsbúa. Egilsstöðum. Verslunin Vik, Neskaupsstað. Kauptún. Vopnafirði. If Vopnfirðinga. Vopnafirði. Kf Héraðsbúa. Seyðisfirði. lumbræflur. Seyðisfirði.Kf Faskrúðsfjarðar. fáskrúðsfirði. KASK. Djúpavogi. KASK, Höfn Hornalirði. SUBURLAND: Hafmagnsverkstæði KR, Hvnlsvelli. Moslell. Hellu Heimsrækni, Selfossi. KÁ, Selfossi. Bás, Pprlákshpfn. Brimnes, Vestmannaeyjum. HEYKJANES: Ralborg, Grindavik. Haflagnavinnust. Sig. Ingvarssonar, Garði. Hafmætli, Halnarfirði. GÆÐI • 28" Black Line D myndlampi • Sjálfvirk stöðvaleitun • 2x15 watta Nicam Stereo magnari • Tvö Scart-tengi • Textavarp með íslenskum stöfum • RCA tengi framan á tækinu • Valmyndakerfi • Fjarstýring fsláttur Gouda 26% í kftóapakkningum á tilboði í næstu verslun kostaði áður 740 kr. kostar núna 592 kr. r \m sparar 1 ■ á kíló ú úíWvDbllLPwjÚ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.