Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1997, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1997, Qupperneq 9
FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1997 9 Utlönd Ritt Bjerregaard í vandræðum: Fréttabréfið fullt af villum Ritt Bjerregaard, umhverfis- málastjóra Evrópusambandsins, og skrifstofu hennar í Brussel varö heldur betur á í messunni á dögun- um þegar hún sendi fréttabréf um loftslagsráðstefhuna i Kyoto í Jap- an til fjölmiðla og annarra sem málið varða í Evrópu. Fréttabréfið er allt morandi í viilum. „Það er sérstaklega ergilegt og ber að harma að einhver á skrif- stofu hennar geri ekki greinar- mun á ósonlaginu og gróðurhúsa- áhrifunum,“ segir loftslagssér- fræðingurinn Taijei Haaland hjá Grænfriðungum í viðtali við danska blaðið Politiken. í fréttabréfinu upplýsir Ritt að helstu stjómmálamenn heimsins muni í næstu viku koma saman á loftslagsráðstefnunni í Kyoto til að „ræða hvemig við komum í veg fyrir að ósonlagið verði fyrir frekari skaða vegna mengunar af völdum efna sem brjóta niður ósonlagið". Það var þetta orðalag sem fór fyrir brjóstið á umhverfis- vemdarsinnum. Á loftslagsráðstefnunni 1. til 10. desember verður rætt um að draga úr losun svokallaðra gróð- urhúsalofttegunda, svo sem koldí- oxíðs og metangass, sem grunur leikur á að valdi hækkandi hita- stigi á jörðinni. Ekki stendur hins vegar til að ræða um efni sem skaða ósonlagið á ráðstefnunni í Kyoto. Viktorfa, eiginkona Spencers jarls, á leið frá dómstól f Höfðaborg. Sfmamynd Reuter Spencer býður milljónir Spencer jarl, bróðir Díönu prinsessu, hefúr boðið Viktoríu eiginkonu sinni um 58 milljónir íslenskra króna við skilnaðinn til viðbótar mánaðarlegum greiðslum upp á 300 þúsund krónur þar til hún deyr eða giftist á ný. Talskona jarlsins greindi fréttamönnum ffá upphæðinni í Höfðaborg í Suður-Afríku í gær. Dómsyfirvöld þar hafa enn ekki tekið ákvörðun um hvort skiinaðarmálið kemur fyrir rétt í London eins og Viktoría hefur farið fram á. Spencer hefúr hætt við að reyna að fá dómstóla til að banna dagblöðum að birta í smáatriðum frásagnir úr dómsal þar sem vitnaleiðslur fara fram vegna skilnaðarmálsins. Blöðin höfðu hótað að fara með málið fyrir hæstarétt. Sagt var frá því í fréttum fyrr í vikunni að fram hefði komið að jarlinn hefði verið með tólf konum á meðan Viktoría lá á sjúkrahúsi. 2 áleggst. hvítlauksbrauó eða franskar +hvitlauksolía QQ 7777 3 áleggst. hvitlauksbraiió eóa franskar +Tortillas flögur og Salsa sósa 1*$ 3 áleggst. hvitlauksbrauó eóa franskar +Tortilías flögur og Salsa sósa 1QSe KRAKKAR! MUNIÐ EFTIR OKKUR Att TANNIOGTÚPA Öll Lionsdagatöl eru merkt: Þeim fylgir límmiði með Tanna og Túpu og tannkremstúpa UONS Allur hagnaður rennur til líknarmála. Tilboð baðherbergissett! Kr. 23.000,- stgr. Salerni með stút í vegg eða gólf. Hörð seta og festingar fylgja. Ath. Öll hreinlætistæki hjá okkur eru framleidd hjá sama aðila sem tryggir sama litatón á salerni, salernissetu, handlaug og baðkari. Forðist ósamstæða litatóna! VERSLUN FYRIR ALLA ! V® Fellsmúla Sími 588 7332 OPIÐ: Mánud. - föstud. kl. 9-18, laugard. kl. 10-14 vsrm-mm.í EUROCARD raögreiöslur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.