Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1997, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1997 Spurningin Ætlaröu aö fylgjast meö fegurðarsamkeppni karla? Erla Dögg Guðmundsdóttir nemi: Já, mér finnst þessi keppni mjög sniðug. Edda Elísabet Magnúsdóttir nemi: Ef ég hef tök á, þeir eru nátt- úrlega rosalega sætir. Heiðrún Harpa Marteinsdóttir: Það geri ég örugglega. Stefán Friðriksson nemi: Já, það finnst mér sennilegt. Gauti Friðriksson nemi: Nei, ég reikna ekki með því. Ég get ekki sagt ég hafi áhuga á þessari keppni. Héðinn Haraldsson nemi: Að sjálf- sögðu. Þetta eru algjörir eðal-gæjar. Lesendur Smáskattalausn í stað stóreignaskatta Smáskattalausnin kemur m.a. fram í verðhækkunum hjá þjónustustofnun- um hins opinbera. Girnnar Gunnarsson skrifar: Það má segja að almenningi svíði ekki lengur undan svipuhöggum hins opinbera hvað skattheimtu snertir. Fólk tekur þegjandi við þess- um höggum og borgar þegjandi en hugsar stjórnmálamönnum allra flokka þegjandi þörfina. Það nýjasta í skattheimtu hins opinbera er eins konar smáskattalausn, sem á að duga í þetta skiptið. Hækkun á þjón- ustu opinberra aðila, svo sem sýslu- manns- og lögreglustjóraembætta. - Þannig á að hækka verð á vegabréf- um, skráningargjöldum og vottorð- um hvers konar. Stóreignaskattar hækka hins vegar ekki. Fuflyrða má að sá kurr sem hefur skapast um það hvort setja eigi á auðlindagjald eða veiðileyfagjald, er fyrst og fremst til kominn vegna þess að fólki ofbýður þau ólög sem gilda í dag um að eigendur kvóta geti hirt á þurru fjármuni Sem skipta tugum milljóna án þess að koma nálægt út- gerð sjálfir. Fáum dettur í hug að þeir sem mest hafa komið nálægt út- gerð og stunda hana af fullum krafti i dag eigi að hætta og láta hana eftir einhverjum sem stundum er kaflað „þjóðin“. Almenningur myndi aldrei stunda útgerð að neinu marki. En það er þetta með skattheimt- una og réttlætið. Það er eins og rík- isvaldinu komi aldrei annað í hug en ný og ný skattheimta af almenningi þegar hala þarf meiri peninga inn i rikiskassann til að standa undir vel- ferðarkerfinu. Hvað hefúr t.d. orðið um loforðin, samþykktirnar og stefnumótanirnar um að afnema tekjuskattinn? Síðastliðna þrjá ára- tugi hefur þessi sjáifsagða og réttláta framkvæmd verið uppi á borði stjórnmálaflokka. Aðallega Sjálf- stæðisflokks. Það hefur hins vegar ekki verið tekið svo mikið sem eitt skref í þá átt. Það er ekki hægt að telja það skattalækkun þótt eitt eða tvö prós- ent séu gefin eftir af tekjuskattinum nú og eigi að lækka í áfóngum á næstu ármn. Á móti koma tiflögur um skattahækkanir í formi smá- skammtaskatttöku eins og nú er til umræðu. Þetta er ekki tfl að auka tiltrú fólks á framtíðinni hér á landi. Nefndarmenn til vandræða í kerfinu Benedikt Sigurðsson skrifar: Það er orðið á aflra vitorði að nefndaskipun hins opinbera er löngu orðin að miklu meini í þjóðfé- laginu. Nefndir eru kostnaðarsamar og því dýrt tæki ríkisins til að koma málum áleiðis. Nefndir hafa þó alltaf verið eftirsóttar innan kerfis- ins og þeir sem í þeim sitja þykja hólpnir þar sem setan gefur góðar aukatekjur. Það er almælt, að emb- ættismenn 1 kerfinu séu þaulsætnir í nefndum og illt að losa um þá eða víkja burt. Gamlir embættismenn, jafnvel komnir á eftirlaun, sem hafa setið í nefndum á vegum hins opin- bera hafa líka reynst erfiðir viður- eignar því þeir telja sig ekki þurfa að víkja fyrir yngri mönnum sem betur væru að nefndarlaunum komnir en hinir eldri. Nefndar- menn eru því til verulegra vand- ræða í kerfinu. Það er þó ekki hægt að verja það ef gamlir embættis- menn eru svo þaulsetnir í nefndum hins opinbera að yfirmenn í hinu opinbera kerfi, jafnvel ráðherrar, þora ekki að hrófla við hinum öldnu eldklerkum sem hafa ráðið því sem þeir vildu ráða á meðan þeir voru í fullu starfi. Þeir eiga að sjá sóma sinn í því að gefa eftir sæti sín ótil- neyddir. Óþarfa framkvæmdir í gatnaþrengingum - umferöin líður fyrir ofvirkni Unnið að þrengingu Hofsvallagötu í Reykjavík. Friðjón skrifar: Ég tel mig tala fyrir munn flestra þeirra sem þurfa að nota gatnakerfi höfuðborgaritinar þegar ég fordæmi látlausar framkvæmdir síðustu ára- tugi og felast í þrengingum helstu ökuleiða með ýmsum hætti. Langt er síðan menn hafa gefist upp á að gagnrýna svokallaðar „eyjar“, oftast graseyjar sem eru látnar skipta akreinum. Þessar eyjar eru til einskis gagns eða augnayndis, því þama er venjulega búið að spóla mold úr grasinu yfir akreinina við hliðina. Þess vegna aka bílar hér moldugir upp á glugga eftir að hafa ekið meðfram graseyjum þessum. Nýjasta uppátækið er að skipta sem flestum götum borgarinnar, ýmist með mjóum steinræmum eða heflum. Allra síðasta uppátækið má berja augum á Hofsvaflagötunni þar sem verktakar hamast við að rífa upp miðjuna á götunni og setja þar steinhnullunga eða heflur. Allt tfl að mjókka götima og gera hana hættulegri fyrir ökumenn. Hvers vegna er ekki nægilegt að strikamerkja göt- una með hvítri ræmu líkt og gert er víðast hvar í heiminum þar sem umferðármenning hefur best þróast? Þriðja dæmið um skiptingu umferðar- æða í borginni er svo gamla lagið úr sveit- inni: girðingin. íslend- ingar hafa löngum lit- ið til girðinga sem lausnar á vanda gegn ágengni. Nú hefur þetta fyrirbæri flust til höfuðborgarinnar! Vandaðar netgirðingar eru komnar meðfram mestallri Hringbrautinni, og víðar má sjá tilburði til svipaðra fram- kvæmda. Hverja er verið aö vemda? Ungbörn eða vifluráfandi sauðfé úr nágrannabyggðunum? - Nú er mál að hætta þessum allsend- is óþarfa gatnaþrengingum í borg- inni og leyfa breidd gatna að halda sér, því þessi ofvirkni er farin að há umferðinni verulega. DV íbúðir á vegum borgarinnar Þór skrifar: Hvaða vit er í því fyrir Reykja- víkurborg að hafa á sínum snær- um íbúðir fyrir þann hóp manna sem (ég tala nú bara beint út) kallast undirmálsfólk? Fólk sem ekki borgar neina skatta og hef- ur ekki vfljað taka hvaða störf- um sem því býðst eins og öllum almenningi. Ég er ekki á móti því að við styðjum þá sem í raun þurfa á okkar samhjálp að halda, t.d. fólk sem er veikt eða er að koma inn í samfélagið eftir harða útreið á einhverju sviði. En að borgin sé að leigja full- frísku fólki, sem getur unnið og er í vinnu, ibúðir á hlægilega niðursettu verði er engan veginn réttlætanlegt. Burt meö sjó- mannaafsláttinn Magnús Jónsson hringdi: Hinn svokallaði sjómannaaf- sláttur, þ.e. skattaafsláttur til handa sjómönnum og skattaleg fríöindi þeirra t.d. í formi vinnu- fatnaðar, fæðispeninga o.fl. ætti ekki að þekkjast. Nú er svo kom- ið að sjómenn geta vart samið um kjör sin átölulaust vegna þess að sjómönnum er sífellt núið um nasir að þeir hafi nú sjómannaafslátt og annað í þeim dúr. Ég tel að þessi skattaafslátt- ur til handa sjómönnum sé þeim meiri þrándur í götu en flest annað. Burt með sjómannaaf- sláttinn nú þegar. íþróttir og áfengi Stefanfa hringdi: Hvað ætlar íþróttahreyfingin að gera endanlega varðandi ásókn í auglýsingar og auglýs- ingaskilti með áfengum drykkj- um á kappleikjum? Finnst henni það vera réttlætismál að taka við þessum auglýsingum vegna pen- inganna sem inn koma vegna þeirra? Mér fmnst að íþrótta- hreyfingin ætti aö fordæma allar slíkar auglýsingar og hafha þeim öllum nú þegar. Framlag til ósk- arsverðlauna? Gunnar Jónsson skrifar: Ég las í Mbl. fyrir stuttu að farið hafði fram kosning um ís- lenska bíómynd sem framlag okkar til óskarsverðlauna í ár. - Ekki veit ég hvernig kosningin mifli hinna tveggja mynda, Perl- ur og svín og Blossa fór fram, en eftir að hafa séð þær báðar frnnst mér útkoman furðuleg. Án þess að lasta myndina Blossa stendur hún, að mínu mati, Perl- um og svínum langt að baki. Það væri fróðlegt að heyra um hvemig svona atkvæðagreiðsla fer fram. Ég tel að eitthvað óeðli- legt búi hér að baki, en jafhframt nauðsynlegt að við sendum okk- ar bestu myndir til sýningar er- lendis. Veiðiskylda er rétta leiðin Kristófer hringdi: Ég tek undir skoðun Guðjóns Á. Kristjánssonar, forseta Far- manna- og fiskimannasambands íslands, um að komið verði á veiðiskyldu þannig að gert verði að skyldu að fiskiskipin veiði sjálf þær heimildir sem þau hafa sem aflaheimild. Hinir sem ekki veiddu þá úthlutun sem þeir fá, misstu frá sér visst hlutfall af hinum óveidda afla. Það er ljóst orðið að grípa verður til ein- hverra bráðabirgðaákvæða um aflaheimildir, því landsmenn eru á suðupunkti út af óréttlæti því sem felst í kvótaheimildum til þeirra sem alls enga útgerð stunda. Það óréttlæti er við það að sprengja þjóðina í tvo gagn- stæða hópa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.