Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1997, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1997, Síða 11
FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1997 enmng u Líf á kostnað annarra Fyrsta bók Sigurjóns Magnússonar er ekki mikil aö vöxtnm, þetta er stutt skáldsaga, ekki nema 120 blaðsíður. Sagan sem hún geymir er hins vegar nokkuð umfangsmeiri en síðufjöldinn gefur til kynna. Hún segir frá atburðum í lífi fólks sem rjúfa að því er virðist áralanga kyrr- stöðu og tíðindaleysi sem ekki er sagt frá nema í endursögn en er þó sífellt nálægt í sögunni og ljær henni aukna spennu. Þetta er spennandi saga og vel uppbyggð lengi framan af, sjónarhomið fylgir persónunum til skiptis, ekki alltaf í samfelldri tímaröð, og endur- tekningar og eyður sem þannig skapast í frásögn- inni gera sitt til að magna upp ansi spennuþrung- ið andrúmsloft umhverfis atburði og fólk sem við fyrstu sýn virðist fremur hversdagslegt. Þetta er einn helsti kostur sögunnar, og fyrir vikið verð- ur óvenju sannfærandi og áhrifamikið þegar þessi uppspennti hversdagur færist úr skorðum. Persónur sögunnar hafa hver á sinn hátt beðið ósigur í lífinu. Næturvörðurinn Jónatan lifir lifi sínu í gegnum aðra, það eina sem gefur því gildi er samneytið við fjölskyldu sem samanstendur af afbrotahneigðri fyllibyttu og foreldrum hans, fársjúkum föður og móður sem virðist fórn- arlamb aðstæðna sinna í sambýli við þá feðga. Þó er engu líkara en að hún sé sá möndull sem at- burðir sögunnar snúast um. Nafn hennar er tákn- rænt, Alma, eða hin nærandi móðir, og kannski má lesa þessa sögu sem tilbrigði við klassískt stef Bókmenntir Jón Yngvi Jóhannsson fjölskyldudramans. Hér keppa menn um hylli móðurinnar, enda hefúr foðurnum ver- ið rutt úr vegi. Á jaðri þessarar fjölskyldu er síðan kúguð vinkona sonarins, Silja. Atvikið sem kemur atburðarás sögunn- ar af stað er ósköp hversdagslegt og lítil- vægt, þó að það komi róti á líf persón- anna og fái óhemju mikið vægi í hugum þeirra. Af þessu atviki leiðir síðan stig- mögnun átaka sem fær að lokum útrás í ofbeldisverki. í kjölfar þess fylgir eins konar frelsun fyrir hluta persón- anna, tortíming fyrir aðrar. í lok sög- unnar rofar til í lífi tveggja af aðalpersónunum, en það kostar líf ann- arra í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Niðurstaða sögunnar er því nokkuð harkaleg. Lagt er upp með persónur sem lifa i gegnum aðra og eru þeim algerlega háð- ar, niðurstaðan er hins vegar sú að lífinu verði ekki lifað nema á kostnað annarra. Eins og gefur að skilja er ekki hlaupið að því að fá lesandann til að kyngja slíkri niðurstöðu. Sagan er að sönnu listilega framreidd og hvort tveggja stíll og bygg- ing unnin af meira öryggi en algengt er með byrjenda- verk. Þrátt fyrir þetta er hún ekki nógu sterk til að fá lesand- ann til að fylgja sér alla leið og taka endalok sögunn- ar gild. Þess vegna er hætt við að endanlega skilji leiðir með samúð og skilningi lesand- ans og persónum sög- unnar. Sigurjón Magnússon: Góða nótt, Silja Bjartur 1997 Odd Nerdrum og Hrafn Einn frægasti og umdeildasti myndlistarmaður Norðurlanda, norski málcirinn Odd Nerdrum, er væntanlegur hingað til lands í dag. Hann vinnur við heildarútlit kvik- myndarinnar Myrkrahöfðinginn eftir Hrafn Gunnlaugsson, málar altaristöflur og útfærir allt sem við- kemur prentlist og myndefni, og um helgina verða honum sýndir stað- imir þar sem kvikmyndin verður tekin. Odd Nerdrum er þó ekki ókunn- ugur íslandi. Hann hefur komið hingað nokkrum sinnum og sækir hugmyndir að verkum sínum oft í íslenskt yrkisefni og umhverfi. Hann hefur líka lýst því yfir í fjöl- miðlum að kvikmyndir Hraftis hafi verið honum listrænn innblástur. Odd hefur verið umdeildur í heima- landinu allt frá fyrstu sýningunni sem hann hélt þar fyrir 30 árum eða þegar hann var um tvítugt. Hann kærir sig kollóttan um stefnur og strauma í samtímanum, dáir Rembrandt og beitir tækni hans á nútímaefnivið; til dæmis málaði hann meðlimi hryðjuverkasamtak- anna Baader-Meinhof í dæmigerð- um stíl pislarvottamálverka Rembrandts. Oft málar hann ör- kumla menn eða likamshluta á ber- angri, einkennilega nístandi í ein- manaleik sínum. Verk hans hafa fariö misjafnlega í landa hans sem hafa gefið honum ýmis viðumefni, kallað hann undra- barn, spjátrung, gúrú og svikara, allt eftir andrúmsloftinu í listinni. Stíll hans ætti að henta kvikmynd Hrafns vel því hún gerist á svipuð- um tíma og Rembrandt var uppi og er innblásin af Pislasögu síra Jóns Magnússonar. Á myndinni er Odd sjálfur fyrir framan málverk sitt „Maður með hestshaus“. Af systmnum gleði og sorg Fráskilin, tveggja bama móðir á fertugsaldri, Guðrún að naflii, ákveður að skilja brokkgenga fortíð eftir heima á íslandi og sigla. Hún ekur gamla lúna bilnum sinum inn í mag- ann á Laxfossi, kveður gamla lífið og heilsar því nýja. t gamla lífmu skilur konan eftir þrjú úr sér gengin ást- arsambönd, í því nýja býr nýtt, ferskt samband við hressan og sprækan Dana. Þreyta og blankheit einstæðu móðurinnar heyra nú sögunni til, í vændum er ríkidæmi og allsnægtir. Daninn er ástríðufull- ur Casanóva af ríkri ætt og á nóg af seðlum svo konan þarf ekkert að vinna. Hún getur bara dúllað sér áhyggjulaus heilu og hálfu dagana og notið lífsins í botn. Þannig er söguþráðm-inn í grófúm dráttum í nýjustu skáldsögu Þórunnar Valdimarsdóttur, Alveg nóg. Sett upp á áðumefndan máta virkar þetta ósköp þunnt, minnir á margþvælda ástarsögu- formúlu þar sem hrjáð og ósjálfstæð kven- persóna lendir í alls kyns hremmingum en fínnur prinsinn að lokum og lifir hamingjusöm það sem eftir er. En í meðförum Þórunnar er þetta ekki alveg svona einfalt. í fyrsta lagi er kvenpersónan hennar hvorki hrjáð né ósjálfstæð, hún fer sín- ar eigin leiðir og er ekki hrædd við að taka áhættu í lífinu. í öðm lagi á bygging sögunnar og frásagnarmáti lítið skylt við hina hefðbundnu ást- arsögu þar sem fátt kemur lesand- anum á óvart. í þriðja lagi má benda á að þegar draumaprinsin- um í formúlusögunni hefur loks- ins tekist að hremma hjarta konunnar getur ekkert brugðið skugga á sambandið. í Alveg nóg em efasemdimar stöðug- ur fylginautur Guðrúnar og spumingin um hvort þetta nýja líf sé ekki of gott til að vera satt svifur yfír vötn- unum alveg frá byrjun. í Guðrúnu býr undarlegur grunur. Torkennileg og óþægileg vátilfinning vex stig af stigi og þá tilfmningu fær lesandinn beint í æð ... Alveg nóg er að mínu mati besta bók Þórunn- ar til þessa. Hún hefur stundum verið gagnrýnd fyrir að teygja lopann en hér er hvert orð á sín- um stað. í eina skiptið sem örlar á helst til mik- illi málgleði þjónar það tilgangi - þegar Guðrún fer á flótta inn í draumalandið til að forðast sann- leikann; stílbragð sem gerir lesandann næstum æran af spenningi! Bókmenntir Sigríður Albertsdóttir Eitt aðalþema bókarinnar era hugleiðingar um orsök og afleiðingu og þá staðreynd að það sem maður sendir frá sér kemur aftur til manns á endanum. Bæði það vonda og góða. Inn í þær hugleiðingar fléttast aðrar sárari um sorgina, sektina og sakleysið sem stinga í hjartað. En hér er líka mikil gleði og magnaðar ástríður sem Þór- unn kemur til skila í glæsilegri og krafhnikilli konu og fallegum, vönduðum og ljóðrænum texta. Þórunn Valdimarsdóttir: Alveg nóg Forlagið 1997 -------* Spor eftir göngu- mann | Sérstök kynning verður á í morgun á bókinni Spor eftir j göngumann - í slóð Hjartar á Tjöm eftir Ingibjörgu og Þórar- in Hjartarbörn. Þar verður les- ið úr bókinni milli þess sem Tjamarkvartettinn syngur, en hann skipa tveir synir Hjartar i og konur þeirra. „Pabbi var byrjaður að rita 1 æviminningar sínar en haföi í einkum skrifað um rætumar, 1 ættir sínar, þegar hann veikt- ;; ist,“ sagði Ingibjörg í stuttu spjalli við DV. „Þá sá hann að hann myndi ekki ljúka bókinni svo að við systkinin not- uðum síðustu mánuðina til að taka viðtal við hann um | ævi hans. En þetta er allt I önnur bók en hann hefði skrif- að sjálfur. Uppistaðan er úr dagbókum hans og bréfum sem hann skrifaði foreldrum sínum meðan hann var erlendis í námi, við látum texta hans lifa ; sjálfan sem mest en tengjum á milli. Þetta er óheföbundin ævi- f saga og óvenjuleg nálgun því í forgrunni em tvö síðustu árin í lífí hans. En þó að hann liggi i banaleguna meðan hann segir í frá er tónninn í bókinni léttur.“ Það er útgefandinn Skjald- | borg sem stendur fyrir kynn- ingunni kl. 15 á kaffihúsinu í Súfistanum, Laugavegi 18, annarri hæð. Frambjóðandinn Heimildarmynd Ólafs Rögn- valdssonar og Skafta Guð- ! mundssonar um kesningabar- í áttu Guðrúnar Pétursdóttur í forsetakosning- unum 1996, Frambjóðand- inn, verður sýnd í Norræna húsinu á morg- un, laugardag, í kl. 13. Á eftir verða sýndar verðlauna- myndirnar frá Nordisk 1 Panorama-hátíöinni í Helsinki í f október: Vision Man eftir Willi- am Long sem gerist í Thule á | Grænlandi og Svensk roulette f eftir Jan Troell sem er um ; spilafíkn. ; Þeir sem sóttu sjó- ; inn Skjaldborg hefur gefið út bókina Sjávarniður og sunnan- j rok með viðtölum við fimm val- inkunna sjósóknara, Kristján f Þorláksson, skipstjóra og hvala- skyttu, Andrés Gunnarsson, vél- stjóra og uppfinn- ingamann, Guð- mund Þorleifs- son stýrimann, Helga Jakobs- son skipstjóra og Guðmund Halldórsson skipstjóra. Yfirleitt er ferill sjó- ; manna viðburðaríkari en flestra annarra starfsstétta og | þetta em hressir viðmælendur | sem segja hispurslaust frá lit- 5 riku og fjölbreyttu lífshlaupi. | Þeir hafa allir lagt sitt lóð á vogarskálina, hver með sínum hætti, á leið þjóðarinnar til aukinna ffamfara. Jón Kr. Gunnarsson skráði. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.