Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1997, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1997, Page 12
12 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1997 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stiómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON OG ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON OG ELlN HIRST Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritsýórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasfða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Rlmu- og plötugerö: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins f stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Sjórínn tekur ekki við Lengi tekur sjórinn við, segir máltækið. Það sýnir af- stöðu og hugarfar sem ríkti hér og ríkir að sumu leyti enn. Allt mátti fara í sjóinn, nánast hvaða úrgangur sem var. Þessi afstaða er þó að breytast bæði hjá stjómvöld- um og almenningi. Sjórinn tekur ekki lengur við. Hugarfarsbreyting hefur orðið hjá sveitarfélögum varðandi skolplosun í sjó. Hreinsistöðvar hafa risið á þéttbýlasta svæði landsins. Enn er mikið verk óunnið í þessum efnum víða um land. Vandinn snertir fleiri en stjómvöld. Meðferð úrgangs frá verksmiðjum er óleyst mál. Verkefnið er dýrt en brýnt. Þá gilda strangar reglur um losun olíu og annarra úr- gangsefna ffá skipum, efna sem skaðleg em lífríki sjáv- ar. Þar hafa menn tekið sig á þótt enn séu dæmi um skussa sem ekki láta sér segjast. Frétt um hvarf ónýts 200 tonna stálskips frá Tálkna- firði vakti menn óþyrmilega. Tugir ónýtra skipa, sem tekin hafa verið af skipaskrá, liggja víða um land. Það kostar milljónir að eyða skipi af þessari stærð. Því liggja bátar og skip í skipakirkjugörðum. Þótt enginn vilji vita af þessum úreltu skipum bera eigendur þeirra ábyrgð á þeim og eiga að sjá um förgun á löglegan hátt. Grunur lék á að eigandi skipsins hefði sökkt því í Tálknafirði til þess að komast hjá förgunarkostnaði. Það vakti ugg í umhverfisráðuneytinu þar sem það var talið geta komið af stað skriðu sambærilegra mála. Talið var að aðrir í sömu sporum tækju því fegins hendi að sökkva ónýtum skipum, kæmust þeir upp með það óáreittir. Samkvæmt lögum er óheimilt að farga skipum með því að sökkva þeim. Skipsflökum á hafsbotni fylgir hætta fyr- ir skip auk mengunarhættu. Því ber að taka þau til nið- urrifs á landi og endurvinna það sem nýtanlegt er. Það þurfti varðskip til þess að finna skipsflakið í Tálknafirði. Málið átti að fara leynt. Eftir á segir eigandi skipsins að það hafi sokkið þegar það var í togi. Ætlun- in hafi verið að færa það á land utar í firðinum. Það er líka ólöglegt að skilja skip eftir í fjöru. Það er réttra yf- irvalda að komast að því hver atburðarásin var. Brýnt er að taka á málinu af fullri alvöru. Tálknafjarð- armálið neyðir menn til þess að finna lausnir á vandan- um. Þegar bíða tugir skipa förgunar. Þeim verður að eyða svo sem reglur segja til um en ekki sökkva þeim hér og þar. Stjómvöld leita leiða. Sérstök nefnd íjallar um málið. Hið gefna tilefni ýtir á að niðurstaða fáist sem fyrst. Strax þarf að leggja til lausn vegna skipsflakanna sem þegar bíða niðurrifs. Skipshvarfið í Tálknafirði er ekki einangrað dæmi. Þar er ekki annað sjáanlegt en gripið hafi verið til óynd- isúrræða. Það var dýrt að farga skipinu á löglegan hátt. „Þetta var spumingin um að lifa eða deyja,“ sagði eig- andi skipsins í viðtali. Fleiri í sama vanda kunna að hugsa á þennan hátt. Þau úrræði em skaðleg og ólögleg í senn. Vanda vegna skipa sem þegar em ónýt verður að leysa með þeim hætti að mönnum sé það fært fjárhags- lega. Tálknafjarðardæmið er víti til varnaðar. Að fortíðarvandanum leystum þarf að finna lausn til frambúðar. Meðal athyglisverðra hugmynda sem upp hafa komið er að leggja úreldingargjald, „kirkjugarðs- gjald“, á skip til þess að standa undir kostnaði við að eyða þeim. Mengunardeild Hollustuvemdar ríkisins ber að fylgjast með málum sem þessum. Hún hlýtur að ýta á tillögur um lausn vandans frá nefndinni sem fjallar um málið. Jónas Haraldsson ,Lútherska kirkjan á íslandi deilir mörgum af heföum sínum meö íslensku þjóöinni Varðstaöa um kirkjuhefðir? rökstudd guðfræði sem mörgum finnst þó ef- laust að eigi að ráða þar mestu. Um slíkar hefðir ber kirkjumii að standa vörð. Kirkja án hefða á það á hættu að glata sjálfsmynd sinni og ein- angrast bæði frá um- hverfi sínu og öðrum kirkjum. Lútherska kirkjan á ís- landi deilir mörgum af hefðum sínum með ís- lensku þjóðinni. Þær hafa orðið til á hinni löngu sameiginlegu veg- ferð þjóðcir og kirkju og runnið þeim báðum í merg og bein. Margar „Það er með slíkrí gagnrýninni umræðu um gildi sem þjóðkirkja gagnast þjóð sinni best, en ekki í því að gerast einn allsherjar ís- landsbanki fyrír hefðir.u Kjallarinn Hjalti Hugason prófessor I ár hefur þjóð- kirkjan verið óvenju mikið í sviðsljósinu bæði á jákvæðan og nei- kvæðan hátt. Bisk- upskosningar og - vígsla valda þar miklu. Sem betur fer hefur umræðan þó ekki aðeins snú- ist um biskupinn og embætti hans. Til að mynda fjall- aði deilan um vígsluna í Hall- grímskirkju að verulegu leyti um hlutverk kirkjunn- ar. í því sambandi lögðu ýmsir áherslu á að kirkj- unni bæri öðrum stofhunum fremur að sjá samfélaginu fyrir hefðum og standa vörð um þær. Mikið álitamál Óneitanlega grunar mann að þetta hafi verið mikið fagnaðarerindi í eyrum margra presta og kirkjufólks. Nú var þjóðkirkjunni loks ætlað skil- greint og virðingarvert hlutverk i samfélagi þar sem hún hefur farið halloka um skeið. Hér er þó um mikið álitamál a ræða. Kirkjan á sjáif fjölmargar hefðir sem hún hefur mótast af til lengri eða skemmri tíma. Margar skipta þær ugglaust jafnmiklu máli fyrir starf kirkjunnar og gagnhugsuð og þessara hefða skipta bæði kirkj- una og þjóðina miklu máli enn á okkar dögum. Um slíkar hefðir ber kirkjunni einnig að standa vörð. Gefi hún það hlutverk upp á bát- inn hlýtur hún fyrr eða síðar að fyrirgera samstöðu sinni með þjóðinni, einangrast, missa trúnað þjóðarinnar og e.t.v. glata stöðu sinni sem þjóðkirkja. Vegna þess- ara hefða má líkja kirkjunni við langtímaminni þjóðarinnar. Hún tekur þátt í að varðveita ýmsa mikilvægustu þættina í menning- ararfi þjóðarinnar og skila þeim til komandi kynslóða. Á eigin forsendum íslenska þjóðin á sér svo ýmsar aðrar hefðir sem vissulega hafa skipt hana miklu máli i sögu og jafnvel samtíð en hafa ekki mótað kirkjuna í sama mæli eða verða af öðrum ástæðum ekki taldar til menningararfs hennar. Slíkar hefðir getur þjóðkirkjan ekki tekið að sér að verja, einungis vegna þess að þær eru gamlar, þjóðlegar eða sökum þess að um þær ríki enn einhver samstaða. Taki hún að sér svo almennt varðveisluhlut- verk hættir hún að þjóna sem heil- brigt langtímaminni, en verður þess í stað hemill í höndum íhaldsafla. Slíkt hlutverk mundi ekki síður reynast þjóðkirkjunni hættulegt en þaö að varpa öllum hefðum fyrir róða. T.d. er hætt við að hún glataði samstöðu við fram- sækin öfl í samfélaginu. Um slíkt geymir kirkjusagan raunar fjöl- mörg dæmi. í sambúð sinni við hefðimar - bæði sínar eigin og hefðir þjóðar- innar - verður þjóðkirkjan því ætíð að vera á verði. Hún hlýtur að spyrja um gildi einstakra hefða og leitast við að meta út frá sínum eigin forsendum hvað beri að varðveita og hverju beri að hafna. Það er með slíkri gagnrýninni um- ræðu um gildi sem þjóðkirkja gagnast þjóð sinni best, en ekki í þvi að gerast einn allsherjar ís- landsbanki fyrir hefðir. Hjalti Hugason. Skoðanir annarra Kvótakerfið og réttlætið „Það er alveg ljóst, að þjóðin imir ekki óbreyttu ástandi. Auðvitað var það ekki markmið þeirra, sem stóðu að kvótakerfinu 1984 og breytingum á því 1990 að skapa þá misskiptingu þjóðarauðs, sem hefúr svo mjög sært réttlætiskennd fólks. En kerfið hefur þró- ast á þann veg, að þjóðin mun aldrei una óbreyttu ástandi. Á hinn bóginn fer heldur ekki á milli mála, að raunverulegar sættir nást ekki nema útgerðar- menn telji sig geta búið við þær breytingar, sem óhjákvæmilegt er að gera.“ Úr forystugreinum Mbl. 27. nóv. Vanlíðan í vinnunni „Vanlíðan í vinnunni skilar sér ekki aðeins í minni afköstum og minni áhuga starfsmanna á starf- inu því reikna má með að sá sem kemur illa haldinn heim úr vinnu vegna álags og vanlíðunar sé ekki lík- legur til mikilla afreka í einkalifinu. Slíkt getur svo komið af stað hringrás þar sem það veldur viðkom- andi óánægju að afkasta litlu í frítíma sínum og hann kemur óhress til vinnu daginn eftir.... Oftar en ekki er kapp okkar í vinnunni svo mikið að við leið- um þessi þreytumerki hjá okkur og höldum ótrauð áfram.“ Sjöfn Kjartansdóttir í 47. tbl. Viðskiptablaðsins. Forgangsröðin í heilbrigðis- þjónustu? „Það er vafasamt að refsa fólki fyrir lifhaðarvenj- ur. Fólk kann að líta svo á að um sjálfskaparvíti sé aö ræða, en málið er ekki svo einfalt. Ef þetta fyrir- komulag yrði tekið upp gætum við eins refsað fólki fyrir að stunda ekki líkamsrækt. Þá eru vísbending- ar um að ofneysla á mat og áfengi sé erfðatengd og það styður enn frekar að því að taka ekki upp þá stefnu að fólk greiði fyrir heilbrigðisþjónustu, þótt lífemi þess sé heilsunni óæskilegt.“ Nikulás Sigfússon í Degi 27. nóv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.