Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1997, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1997, Qupperneq 13
FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1997 13 Þjóðkirkjan ein- ræði eða lýðræði? Veröi biskuparnir jafnréttháír má athuga þann möguleika aö skipta land- inu upp í þrjú biskupsdæmi, Reykjavíkur-, Skálholts— og Hólastifti. - Frá Hólum. Kirkjuþing er nýaf- staðið. Aðalumræðuefn- ið að þessu sinni voru tillögur og drög að starfsreglum sam- kvæmt lögum nr. 78/1997 um stöðu, stjórn og starfshætti íslensku þjóðkirkjunnar. Aðalefni þeirra var um val á prestum og reglur um starfsskyldur þeirra. Þar sem þetta mál varðar flesta lands- menn, eins og önnur innri mál kirkjunnar, þykir mér rétt að vekja athygli á þessu hér. Biskup íslands sker úr Tillögurnar sem samþykktar voru komu nokkuð á móts við sjónarmið presta að taka upp ráðningu í stað kosningar. Þær fela í sér að valnefnd veitir um- sögn um þá sem sækja um emb- ætti sóknarprests og prests. Nefnd- in er skipuð viðkomandi vígslu- biskupi, héraðsprófasti og þremur fulltrúum prestakalls. Fulltrúar prestakalls eru kjömir til fjögurra ára á safnaðarfundum eða sameig- inlegum fundi sókna í prestaköll- um, þar sem sóknir eru fleiri en ein. Við ákvörðun í valnefnd telst það samstaða ef enginn hreyfir mótmælum. Hjáseta rýfur ekki samstöðu. Náist ekki full samstaða sker biskup íslands úr. Hér er nánast um ráðningu að ræða en ekki kosningu, en í tillögum kirkjuráðs kom fram að um fá- menniskosningu yrði að ræða. Rétt- ur fulltrúa sókna er hér hins vegar tryggður. Það að viðkomandi vígslu- biskup, héraðspró- fastur og þrír full- trúar prestakalis skipi valnefndina tryggir í senn vald- dreifingu og lýðræðisleg og fagleg vinnubrögð. Eini ókosturinn er að fela síðan aðeins einum manni úr- skurðarvald náist ekki samstaða innan nefndar- innar. Vafasamt er að fela einum manni slíkan úr- skurð. Nær væri að fleiri kæmu þar að máli. Þrjú biskups- dæmi Lausnin er fólgin í tengslum við al- menning, elia er mikil hætta á að lýðræði og mannréttindi verði fót- um troðin, og á það ekkert síður við um þjóðkirkjuna en aðra þætti stjórnsýslunnar. Kirkjuþingið tæki alfarið við yfirstjóm kirkj- unnar, ásamt biskupi og vígslu- biskupum. Að safnaðarmeðlimir kjósi full- trúa prestakalla í valnefndir. Þannig er búið að koma í veg fyr- ir möguleg persónuleg óheilindi, sem menn hafa sagt einkenna sumar prestskosningar, enda færi valið fram á fulltrúum prestakall- anna áður en ljóst er hverjir bjóði sig fram til prestsembættanna. Yfirstjórn kirkjunnar - kirkju- þing sé valið í almennum kosning- um. Lögbundið skyldi að jafn- margir lærðir og leikir verði í kjöri, t.d. 9 lærðir og 9 leikmenn. Valddreifing yrði jöfn milli bisk- upanna þriggja. Kirkjuráð yrði síðan lagt niður. Þingið myndi velja þá embættismenn sem skipa presta. Þá eru komin upp svipuð tengsl milli almennings og emb- ættismanna, sem er í öðrum þátt- um stjómsýslukerfisins. Mjög mikilvægt er að kirkjuþing sjálf- stæðari þjóðkirkju sé valið á lýð- ræðislegan hátt, jafnframt því að kirkjuráð sé lagt niður. Auka verður vægi vígslubisku- panna. Þá kemst á sú valddreifing sem felur í sér fagleg, lýðræðisleg og vönduð vinnubrögð, sem verð- ur gjörvallri kirkju landsins til heilla. Þannig verður hægt á markvissan hátt að vinna að sið- bót og siðvæðingu. Ef biskupamir verða jafnrétthá- ir má athuga þann möguleika að skipta landinu upp í þrjú biskups- dæmi, Reykjavíkur-, Skálholts- og Hólastifti. Loks má geta þess að með vígslu verðandi biskups íslands í Hall- grímskirkju er verið að gera hana beint eða óbeint að hinni eiginlegu kirkju biskups og þar með að dóm- kirkju. Þetta áréttar enn nauðsyn þess að íhuga þann möguleika vandlega að skipta landinu í þrjú biskupsdæmi, þar sem dómkirkj- an í Reykjavík væri þar með dóm- kirkja allrar þjóðarinnar, en Hall- grímskirkja yrði dómkirkja Rey kj a víkurbiskups. Ólafur Þórisson Kjallarinn Ólafur Þórisson cand. theol. „Lausnin er fólgin í tengslum við almenning, eíla er mikil hætta á að lýðræði og mannréttindi verði fótum troðin, og á það ekkert síður við um þjóðkirkjuna en aðra þætti stjórnsýslunnar. " Hvað er FAAS? FAAS er félag áhugafólks og að- standenda alzheimerssjúklinga og annarra minnissjúkra. Félagið var stofnað árið 1985. Það hefur að markmiði sínu að gæta hagsmuna skjólstæðinga sinna, efla sam- vinnu og samheldni aðstandenda, m.a. með fræðslufundum og út- gáfustarfsemi, og auka skilning stjómvalda, heilbrigðisstétta og al- mennings á þeim vandamálum sem sjúklingar og aðstandendur þeirra eiga við að etja. Alzheimerssamtökin eru lands- samtök. Tiltöiulega algengur sjúkdómur Alzheimerssjúkdómurinn og aðrir minnissjúkdómar hafa verið nefndir elliglöp eða heilabilun (de- mentia). Aðaleinkennið er hægt vaxandi minnisleysi, einkum er varðar skammtímaminni, og því er jafnframt oft talað um minnis- sjúkdóma. Alzheimer er tiltölulega algeng- ur sjúkdómur, sem einkum leggst á eldra fólk, en dæmi eru um að fólk á fimmtugs- og sextugsaldri fái þennan sjúkdóm. Nákvæmar upplýsingar um tíðni sjúkdómsins hér á landi liggja ekki fyrir en talið er að 1300 til 1800 manns, 65 ára og eldri, þjáist af alzheimers- sjúkdómnum. Flestir alzheimerssjúklingcir og aðrir minnissjúkir búa í heima- húsum og njóta umönnunar maka, barna og annarra aðstandenda. Aðstandendur og fjölskylda sjúk- lings eiga oft erfitt með að stand- ast það mikla álag sem fylgir því að annast minnissjúkan einstak- ling. Þó má segja að með þekkingu á gangi sjúkdómsins og einkenn- um sé oft hægt að draga úr eða koma í veg fyrir kvíða, óöryggi og örvæntingu aðstandenda. Karen í viðjum alzheimer Félagið hefur milligöngu um lán á tímaritsgrein- um, bókum og myndböndum er fjalla um alzhei- mer og aðra minnissjúkdóma. FAAS hefur gefið út bæklinginn „Umönnun fólks sem þjáist af heilabilun" og stóð að útgáfu bókarinnar „Þegar á reynir". Á næstu dögur mun koma út bókin „Karen - í viðjum alzheimer", en félagið sendur að útgáfu hennar. „Þetta er saga af lækninum Karen Sofie Mörstad og baráttu hennar við alzheimerssjúkdóminn. Bókin er tilraun til að lýsa þjáningunni frá sjónarhóli manneskju sem haldin er sjúk- dómnum og jafnframt viðbrögðum hennar nánustu við því hvern- ig hún smám saman á nokkrum árum hverfur þeim sjónum.“ Þannig byrjar höfundur bókar- innar, Helje Solberg. Þessi bók var gefin út í Noregi 1996 og vakti mikla athygli þar. Jón Snædal öldrunarlæknir skrifar formála að bók- inni og í bókarlok er viðtal við Knut Enge- dal prófessor, einn fremsta sérfræðing Norðmanna um alzheimerssjúkdóminn. Það er von okkar hjá FAAS að þessi áhrifamikla saga auðveldi mörgum að fást við vandann sem við er að glíma. Því meira sem vit- að er um sjúkdómsferlið og við hverju má búast, þeim mun betur standa sjúklingar og aðstandendur þeirra að vígi til að láta sjúkdóm- inn ekki buga sig. Reglulegir fræöslufundir Félagið býður aðstandendum minnissjúkra, sem eru með sína heima og komast lítið frá, heima- stuðning. Alzheimerssamtökin hafa fólk á sínum vegum með reynslu og þekkingu á minnissjúk- dómum sem er til- búið að leysa að- standendur af, á heimili viðkom- andi, um lengri eða skemmri tíma. Reglulegir fræðslu- fundir eru hjá FAAS yfir vetrarmánuðina og er hægt að fá upplýsingar um þá í síma 587-8388 og 898- 5819. Þar er jafn- framt hægt að skrá þátttöku í félagið og nálgast minningar- kort þess. Bréfsimi félagsins er 587-8333. Eins og fram kom í fjölmiðlum lands- ins 19. nóvember sl. gaf Pétur Símonar- son, ævintýra- og hugvitsmaður, Alzheimerssamtökunum húseign sína að Austurbrún í Reykjavík til minningar um konu sina, Fríðu Ólafsdóttur ljósmyndara. Ósk Pét- urs var að húsið gæti nýst félaginu og skjólstæðingum þess sem best. Húsið þarfnast mikils viðhalds áður en nokkur starfsemi getur hafist þar og er það von félagsins að fyrirtæki, félagasamtök og hið opinbera sjái sér fært að styðja Álzheimerssamtökin í þvi að gera húsið upp og hefja starfsemi í því fyrir minnissjúka sem fyrst. Ávís- anareikningur FAAS er í Spron við Skólavörðustíg og er nr. 8841. Öll framlög eru vel þegin. Guðrún K. Þórsdóttir „Nákvæmar upplýsingar um tíðni sjúkdómsins hér á landi liggja ekki fyrir, en talið er að 1300 til 1800 manns, 65 ára og eldri, þjá- ist af alzheimerssjúkdómnum." Kjallarinn Guörún K. Þórsdóttir framkvæmdastjóri FAAS Með og á móti A enska að vera fyrsta tungumál í grunnskólum? Magnús S. Magn- ússon, forstöðu- maöur Rannsóknar- stofu um mannlegt atferli, HÍ. Sjálfsagt „Spumingin er harla sérís- lensk og nýlenduleg því að á ís- landi, sem á Grænlandi og í Fær- eyjum (sem em jú enn danskar nýlendur), liggur alltaf sama (hálf-danska) spurningin að baki: Ætti heldur að kenna dönsku sem fyrsta er- lenda tungu- málið? Já, líka á undan öllum öðrum út- breiddustu tungumálum Evrópu, Vest- urlanda og ver- aldarinnar, s.s. spænsku, frönsku og þýsku. Annars staðar á Norðurlöndunum (sem hjá flestum ekki enskumælandi þjóð- um) þykir sjálfsagt að enska sé fyrsta erlenda tungumálið enda langútbreiddasta tungumál ver- aldar og enskukennsla hefst þar miklu fyrr en á íslandi eða víö 7 ára aldur. Þýska og franska eru gjaman skylduíög frá þrettán ára aldri á Norðurlöndum, en t.d. Svíar leggja á ensku jafnmikla áherslu og á móðurmál sitt og telja góða enskukunnáttu for- sendu þess að starfa í heimi nú- tímans. Er það ábyrg stefha þjóð- ar hverrar móðurmál er bundið við fámenna eyju í Norður- Atlandshafi að skylda öll sín ungmenni til að læra annað nær útbreiðslulaust tungumál? Menn- ing og helstu tungumál eigin heimsálfu eru samtímis vanrækt og þykja því óskaplega útlensk. Meiri einangrun og heimsótti eru árangurinn." Misskilningur „Enska er alls staðar í um- hverfinu. Börn og unglingar verða fyrir stöðugu áreiti frá ensku og læra hana meira og minna af sjálfu sér. Þess vegna er engin þörf á að hefja formlegan enskulærdóm snemma á skólaferlinum, auk þess sem það er alger misskilningur að alþjóðavæð- ing sé sama og enskuvæðing. Áreiti frá Norðurlandamálum er hins vegar sáralítið og ef nem- endum er á annað borð ætlað að læra eitthvert þeirra sér til gagns ber nauðsyn til að hefja námið snemma til þess að áreitið frá tungumálinu sé stöðugt og langvarandi. Þannig læra menn erlend tungumál. Ég held hins vegar að það sé fúll þörf á að poppa hressilega upp dönsku- kennsluna i mörgum grunnskól- um og efla verulega hæfni kenn- ara til þess að kenna það tungu- mál. Þaö er réttur íslenskra skólanema að fá góða kennslu í dönsku eða öðru Norðurlanda- máli til þess að opna þeim greiða leið að norrænum menningar- heimi. Fyrir því eru ekki aðeins söguleg rök, við tilheyrum sam- félagi Norðurlanda, þær þjóðir eru okkur skyldastar að hugsun- cirhætti og i viðhorfum til tilver- unnar, þangað sækjum við þær viðmiðanir sem okkur er tamast að nota. Til viðbótar kemur svo sú harðpraktíska forsenda að enn er það svo að flestir þeir sem sækja nám eða vinnu til útlanda fara til Norðurlandanna. Og að lokum: Hver yrði geðheilsa þjóð- arsálarinnar án áhrifa frá dönsk- um húmor?“ -JSS Gunnlaugur Ást- geirsson, íslensku- kennari Mennta- skólans viö Hamra- hlíft

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.