Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1997, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1997, Qupperneq 28
Tvöfaldur i. vinningur lllll kni'jiirdvjj FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FÖSTUDAGUR 28. NÓVEMBER 1997 Hafa gengið í 15 daga íslensku suðurskautsfaramir voru í gærkvöld búnir að ganga um 270 km á Suðurskautslandinu. Þeir hafa verið 15 daga á gangi og undanfarið farið hraðar yfir en í upphafi ferðar. Að meðaltali hafa þeir gengið um 20 km á dag og hver þeirra dregur á eftir sér sleða sem er um 130 kílóa þungur. Þeir hafa haldið áætlun vel og stefna að þvi að koma á sjálfan suðurpólinn 10.-12. janúar nk. -RR Helgarblað DV: Herra ísland og Megas í veglegu helgarblaði DV á morgun eru m.a. viðtöl við Reyni Loga Ólafsson, herra ísland 1997, og Svein Erlingsson, Ljósmyndafyrir- sætu DV. Þeir voru gripnir glóð- volgir að lokinni krýningu á Hótel íslandi í gærkvöld. Opinskátt viðtal er við meistara Megas, rætt er við Oddnýju Sen, sem skrifað hefur athyglisverða bók um ömmu sína og alnöfnu og Auðun Kristinsson, mann ársins hjá Landhelgisgæsl- unni. - Myndasyrpa er frá íslandmótinu í vaxtarrækt og kaflar birtir úr hinni umdeildu bók, Royals, sem fjaliar um bresku konungsfjölskyld- una. Þá er velt upp nýjum flötum á kvótabraski í innlendu fréttaljósi. -sv/bjb Kryddpían Mel B kom til landsins með einkaþotu seint í gærkvöld. Unnusti hennar, Fjölnir Þorgeirsson, tók á móti henni á Kefla- víkurflugvelli. Þau óku síðan brott á glæsilegri Benz-bifreið. Það fór ekkert á milli mála hjá þeim sem sáu parið í gærkvöld að þau eru mjög ástfangin. Mel B var hér á landi í heimsókn hjá Fjölni fyrir nokkrum dögum. Hún er því komin aftur nú en stoppar stutt, í 1-2 daga, enda nóg að gera hjá Kryddpíunum. -ÆMK Kynferð- isbrot gegn 7 ára telpu Fjölskipaður Héraðsdómur Vestur- lands hefur dæmt 65 ára karlmann á Akranesi í þrjátíu daga fangelsi skil- orðsbundið fýTÍr blygðunarsemisbrot gagnvart tæplega átta ára telpu í apríl síðastliðnum. Maðurinn hafði áður hlotið dóma fyrir kynferðisbrot árin 1975 og 1981. Sakbomingurinn hafði lagt í vana sinn að gefa telpunni sælglæti og aðr- ar gjafir. Eftir eina ferð á heimili mannsins sýndi telpan, sem er lýst sem lífsglaðri og glaðlyndri, merki um að henni liði mjög illa. Hún grét mik- ið, kvartaði yfir magaverkjum og hafði greinilega hugann við umræddan mann. Þegar maðurinn var kærður og bamið yfirheyrt kom á daginn að hann hafði afklæðst fyrir framan hana á heimili sínu og þvegið kynfæri sin. Dómurinn taldi ljóst að hann hafði gerst sekur um að hafa sært blygðun- arsemi bamsins. „Misbauð ákærði telpunni freklega með háttsemi sinni“ segir í dómnum. Refsingin var ákvörðuð skilorðsbund- in, m.a. með hliðsjón af því að sálfræð- ingur taldi ólíklegt að háttsemi sakbom- ingsins myndi hafa varanlegar afleið- ingar fyrir sálarheill telpunnar. -Ótt Nýr meirihluti tekur völd í ísaQaröarbæ: Nýr bæjarstjóri vart ur hópi bæjarfulltrúa - ólga vegna nýja meirihlutans Mikil ólga er meðal fólks í ísa- fjarðarbæ vegna uppnámsins í bæjarmálunum. Á borgarafundi í gærkvöld kom fram mikil gagn- rýni á bæjarfulltrúana 6 sem nú hafa myndað nýjan meirihluta inn- an bæjarstjórnar. Það er mat margra að ekki hefði átt að taka Norðurtangamálið af dagskrá án þess að bæjarbúum gæfist kostur á að kynna sér þann möguleika í húsnæðismálum grunnskólans. Hinn nýi bæjarstjórnarmeirihluti á ísafirði, sem ákveðinn var í gær- kvöld, hefur enn ekki tekið ákvörðun um nýjan bæjarstjóra. Samkvæmt heimÚdum DV hefur þó verið ákveðið að hann verði ekki úr röðum bæjarfulltrúa. Nokkur nöfn hafa verið uppi á borðinu í þessum efnum svo sem Haraldur Líndal Haraldsson, sem var bæjarstjóri á ísafirði um ára- bil. Ekki verður hægt að taka ákvörðun um nýjan bæjarstjóra fyrr en í kvöld eða á morgun, því einn bæjarfulltrúa, Smári Haralds- son, er fjarverandi og kemur ekki heim fyrr en í kvöld. Hann vísar einnig á bug öllu tali um valdniðslu á borgurum með því að ýta Norðurtangamálinu út af borðinu áður en fundur veit haldinn með bæjarbúum í gær- kvöldi. „Það var vitað að við vorum á móti þessum áætlunum. Það var farið af stað með það þó svo að helmingur af meirihlutanum væri á móti því, en það var aldrei hlust- að á okkur. Það mátti vita að það myndi brjóta á þessu máli,“ sagði Jónas, og segir að valdniðslan hafi verið á hinn veginn. Kolbrún Halldórsdóttir, hinn bæjarfulltrúi sjáifstæðismanna, sem nú á aðild aö nýjum meiri- hluta, segir að ekki sé neitt aðalat- riði hver sitji í bæjarstjórastóln- um. Hún segist þó viss um að það verði einhver utanaðkomandi þannig að það virðist samstaða innan nýja meirihlutans að leita út fyrir hópinn. -Sól./JSS Veðrið á morgun: Víðast gola eöa kaldi Á morgun verður austlæg átt, víöast gola eða kaldi en stinningskaldi við suðurströnd- ina. Rigning eða súld verður suðaustanlands en annars þurrt. Veöriö í dag er á bls. 37. Húsvísk fjölmiðlun: Viðræður við Póst og síma DV, Akureyri: „Við höfum átt viðræður við Póst og síma og það er einn mögu- leikinn í stöðunni að þeir kaupi fyrirtækið af okkur. Ég er hins vegar ekki farinn að sjá ávísunina enn þá og málið er á viðræðu- stigi,“ segir Friðrik Sigurðsson, einn af eigendum Húsvískrar fjöl- miðlunar. Húsvísk fjölmiðlun hefur rekið örbylgjudreifikerfi á Húsavík í um éitt ár og séð Húsvíkingum fyrir ýmsu sjónvarpsefni á þeim tíma í áskrift. Friðrik segir fyrirtækið hafa gengið ágætlega en áskrifend- ur hefðu þó mátt vera fleiri. „Við getum fariö í samkeppni en finnst líklegra að stærri aðili með meira á bak við sig mundi geta sinnt þessu betur.“ Um það hvort Póstur og sími sé reiöubúinn að borga 20-25 milljón- ir króna fyrir fyrirtækiö segir Friðrik: „Ég get ekki staðfest nein- ar tölur þótt ákveðin tala hafi ver- iö nefnd.“ -gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.