Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1998, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1998, Blaðsíða 32
36 ÞRIÐJUDAGUR. 6 JANÚAR 1998 Bakkabræðraheim- spekin „Dekrið við skuggahlið- arnar stafar af skorti á birtu. Það er bakka- bræðraheim- speki að ætla sér sífellt að bera myrkrið inn á meðferðarstofnan- ir og láta nefndir og stofnanir föndra við málið einar og sér.“ Einar Már Guðmundsson, rit- hfundur, í DV. Ummæli Rangar og óraunsæjar áherslur „Stundum eru settar fram rang- ar og óraunsæjar áherslur eins og ísland vímuefnalaust árið 2002. Margir hafa ekki trú á slíku og þá flaijtar mgður stundum á það.“ Olafur Olafsson landlæknir, í Degi. Ekki einkamál sió- manna og útgeroar- manna „Það er ekki einkamál sjómanna og útvegsmanna hvemig verömyndunar- málin eru leyst, það snýr ekki síður að fiskveiðistjómunarkerfinu í landinu." Bjarni Grímsson fiskimálastjóri, í Degi. Létt verk að vera bankastjóri „Það er léft verk og auvirðilegt að stjóma peningastofnunum, enda velj- ast einatt til þeirra verka afdankaðir pólitíkusar." Siguröur A. Magnússon rithöfundur, í DV. Ekki bara undir áhrifum tónlistar „Ég er ekki bara undir áhrifum tón- listar heldur alls þess sem ber fyrir augu; hegðun litla bróður, hrynj- andin í tali for- eldra minna, rigningin ut- andyra eða til- burðir Michales Jordans i körfu- bolta....“ Oskar Guðjónsson saxófónleikari, í Morgunblaðinu. Konur eru illa inn- rættar „Konurnar í bókinni em iðulega með eindæmum fagrar en oft er ílagð undir fögra skinni. Þú sannfærist... konur era og hafa alltaf verið illa inn- rætttar." Lísa Kristjánsdóttir kvikmynda- gerðarkona, í Morgunblaðinu." Sólin er lang- bjartasta fastastjarna séó frá jörö- inni, hún býr þó ekki yfir mikilli birtu þegar miöaö er viö þær fastastjörnur sem stærstar og bjartastar eru. Flokkun stjarna Þeim stjömum sem synilegar eru beram augum var að fomu skipt í sex flokka eftir birtu. Björtustu stjömumar töldust í 1. flokki en þær daufustu í 6. flokki. Nú á dögum er þessi hugmynd lögð til grundvallar en birtustigin skilgreind með ná- kvæmni eftir mældum ljósstyrk. Blessuð veröldin Fyrsta stigs stjama er sem næst 2,5 sinnum bjartari en annars stigs stjama, sem er aftur 2,5 sinnum bjartari en þriðja stigs stjama o.s.frv. Samræmis vegna hefur oröið að gefa nokkrum björtustu stjömunum mín- usstig. Hærri stigatölur en 6 eru svo notaðar við stjömur sem eru yfirleitt svo daufar að þær sjást aðeins með sjónauka. Aðeins tvær fastastjömur eru í minusflokknum, Sólin og Síríus í Stóra Hundi. Til samanburðar má nefna að 2000 fastastjömur era í flokki fimm. Þegar birtustig er til- greint er ávallt miðað við að stjaman sé beint yfir athugandanum. Heimild: Almanak Hins íslenska Þjóð- vinafélags. Jón Dalbú Hróbjartsson, nýkjörinn prestur við Hallgrímskirkju: Annað umhverfi og kannski nýjar áhersíur „Það er ekki mikil breyting á starfi prests þegar flust er á milli sókna, það er fyrst og fremst annað umhverfi og kannski nýjar áherslur sem blasa við manni," segir Jón Dal- bú Hróbjartsson, prófastur í Reykja- víkurprófastsdæmi vestra, sem mun taka við stöðu sóknarprests í Hall- grímskirkju innan tíðar. Jón hefur lengst af verið sóknar- prestur við Laugarneskirkju: „Ég tók við embætti þar í desember 1976. Ég fór síðan til Gautaborgar og var prestur í þrjú ár, 1994-1997, fyrir ís- lendinga í Gautaborg og Ósló og stofhaði söfnuði þar. Það var mikill áhugi meðal íslendinga í þessum borgum að fá að hafa eigin kirkju og eigið kirkjustarf og í dag eru starf- ræktar öflugar sóknamefndir sem taka á málinu með prestunum sem þjóna og kórar eru starfandi. Sú breyting hefur oröið á að nú er kom- inn prestur í Noregi sem getur betur einbeitt sér að Óslóarsvæöinu og einnig landsbyggðinni þannig að þjónustan við íslendinga verður á stærra svæði en áður.“ Jón Dalbú, sem kom heim í sum- ar, segir að starfinu úti hafi fylgt mikil ferðalög: „Ég hafði til að mynda á síðasta ári helgihald í Stokkhólmi og Lundi og fór líka til Bergen, þar sem ég hélt jóla- messu, þannig að þetta voru stund- um langar ferðir. Eftir að ég fór heim tók ég aftur til við störf í Laugameskirkju, eftir þriggja ára leyfí. Eftir 21 árs starf við sömu sókn hafði ég svo löngun til að breyta til og það hentar ákaflega vel fyrir mig sem prófast að starfa í Hallgrímskirkju þar sem skrifstofa embættisins er. Ég vil samt taka það fram að ég er afskaplega ánægð- ur með þann tíma sem ég starfaði í Laugarnesprestakalli og vil þakka fyrir það góða viðmót sem ég fékk þar. í gegnum starf mitt eignaðist ég góða vini sem ég hef átt gott sam- starf við og bý að þessum vinskap þegar ég hef störf í Haligrímskirkju." Þegar Jón Dalbú var inntur eftir áhugamálum sagði hann starf sitt vera áhuga- mál sitt að stór- um hluta: „Þegar maður starfar i stórum söfnuðum verður starfið stór hluti lífs manns en annað áhugamál mitt er tónlist: „Ég hef alltaf haft mikinn tónlistaráhuga, spila sjálfur á pí- anó og orgel og nýt þess að hlusta á góða tónlist. Eins hef ég alltaf haft gaman af að ferðast og vera úti í náttúrunni." Eiginkona Jóns Dalbús er Inga Þóra Geirlaugsdóttir sérkennari og eiga þau íjögur börn: „Elstir eru Árni Geir og Ingibjartur sem báðir eru giftir og fluttir að heiman. í heimahúsum eru enn dæturnar Heiðrún Ólöf og Margrét." -HK Jón Dalbú Hróbjartsson. Maður dagsins Myndgátan Netfiskur Myndgátan hér aö ofan lýsir nafnorði. Stjörnukisi leikur ásamt Grace í Hinu húsinu í dag. Stjörnukisi og Grace Svissneska hljómsveitin Grace hefur dvalið hér á landi um áramót- in. Er það hljómsveitin Stjömukisi Tónleikar sem fékk sveitina í heimsókn. Hafa hljómsveitirnar skemmt á tvennum tónleikum og era lokatónleikamir í kvöld í Hinu húsinu. Jólafrí á enda Kvenfólkið í handboltanum og körfuboltanum hefur leik á morgun eftir langt jólafrí. í körfuboltanum verður einn leik- ur í 1. deild kvenna, KR leikur íþróttir gegn ÍS í Hagaskólanum. Keppni hjá körlum í Úrvalsdeildinni hefst siðan á fimmtudagskvöld. í handboltanum er einnig leikið í 1. deild kvenna og eru fjórir leik- ir á dagskrá. Þar er einnig leikið í 1. deild karla og má því kannski með sanni segja að handbolta- kvöld verði í íþróttum hér heima annað kvöld. Bridge Reykjavíkurmótið í sveitakeppni hófst síðastliðna helgi og þátttaka er i dræmara lagi. Aðeins 18 sveitir skráðu sig til leiks og spilað er í ein- um riðli, 10 spila leikir og allir við alla. Þegar þessar línur voru ritaðar var sveit Roche með góða forystu að loknum 6 umferðum með 131 stig. Sveitir Amar Arnþórssonar og ís- lensku útflutningsmiðstöðvarinnar voru jafnar í öðm sæti meö 101 stig en Eurocard í fjórða sæti með 100 stig. Sveit Roche vann leik sinn við sveit Stillingar 25-5 í þriðju umferð og græddi meðal annars vel á þessu spili. Á öðm borðanna enduðu dálkahöfundur og Helgi Sigurðsson í 5 spöðum dobluðum. Guðmundur Sveinsson og Valur Sigurðsson í sveit Stillingar létu ekki stunguna í tígli fram hjá sér fara og fengu 3 slagi í vörninni. Á hinu borðinu í leiknum var mikil sagnbarátta sem endaði með því að Jón Þorvarðar- son varð sagnhafi í 6 hjörtum dobluðum: ♦ 97 * ÁKG1073 ♦ D64 4 102 4 ÁKD1042 V 5 ♦ ÁKG75 4 9 4 865 * D84 4 - 4 AKDG854 Austur átti útspilið í þessum samningi og þurfti að velja á milli spaða- og tígulútspils. Illu heilli fyr- ir sveit Stillingar var valið tígulút- spil og sagnhafi renndi heim öllum slögunum, 6 á hjarta og 7 á lauf. Sveit Roche græddi því 18 impa á spilinu en hefði getað tapað 7 imp- um, ef austur hittir á spaða út. ísak Öm Sigurðsson 4 G3 962 ♦ 109832 4 763

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.