Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1998, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1998 Fréttir Sturla Þórðarson segist hafa gengið á fund dómsmálaráðherra árið 1991 með Amari Jenssyni: Báðu ráðherra um lausn fyrir Franklín - gegn því að Franklín upplýsti tvö mjög stór flkniefnamál Amar Jensson, þáverandi yfir- maður fikniefnadeildar lögreglunn- ar, og Sturla Þórðarson, þáverandi lögfræðingur deildarinnar, gengu á vordögum 1991 á fund Þorsteins Pálssonar dómsmálaráðherra og lögðu fyrir hann erindi þess efnis að Franklín K. Steiner fengi reynslu- lausn - gegn því að Franklín gæfi upplýsingar um stórfelldan inn- flutning og sölu fikniefna. Sturla Þórðar- son sagði í sam- tali við DV í gær að hann hefði komið tiltölu- lega lítið nálægt þessu máli en hann hefði ásamt Arnari farið til dóms- málaráðherra og borið upp erindi þess efnis að Franklín K. Steiner fengi reynslu- lausn eftir helming afplánunar gæfi hann mikilvægar upplýsingar um fikniefnamisferli ákveðinna aðila sem deildin var þá reyna að hafa hendur í hári: „Ástæðan var sú að eins og Amar Franklín K. Steiner. Sturla Þórðarson. lagði þetta fram, þá bauðst Frank- lín Steiner, sem þá var upplýsinga- aðili hjá Arnari, til að koma hon- um inn í tvö mjög stór mál og veita upplýsingar ef hann fengi reynslulausn," sagði Sturla við DV. Hann segir að ráðherra hafi tekið við munnlegri beiðni þeirra og sagst ætla að hugsa málið. Sturla lagði áherslu á að þeir Amar hefðu ekki komið frekar að málinii og ekki beitt ráðherra neinum þrýstingi enda ekki í aðstöðu til þess. Sturla þvertekur fyrir að þeir hafi verið ávíttir af Böðvari Bragasyni lögreglustjóra fyrir að hafa komið að þessu máli á þennan hátt. Umrædd reynslulausn var veitt þrátt fyrir að Franklín hefði tvívegis gerst uppvís að agabrotum tengdum fikniefnum á meðan á afþlánun stóð - agabrotum sem ein og sér geta komið i veg fyrir reynslulausn. Lög- reglan fór síðan í mikla aðgerð þar sem upplýsingar Franklíns voru hafðar að leiðarljósi. Sú aðgerð bar ekki tilætlaðan árangur. Forsaga máls- ins var sú að í febrúar 1991 fór Franklin K. Steiner fram á reynslulausn eft- ir helming af- plánunar sem fullnustumats- nefnd, undir for- mennsku Jónatans Þórmundssonar, mælti ekki með. Af þeim sökum hafnaði Fangelsismálastofnun beiðni Franklíns. í bréfi, sem Franklín sendi dómsmálaráðherra 9. apríl, „kærir“ hann ákvörðun Fangelsis- málastofnunar. í bréfi, dagsettu 28. júni 1991, óskar dóms- og kirkju- málaráðuneyti eftir því við Fangels- ismálastofnun að mál Franklíns Steiners verði á ný lagt fyrir fulln- ustumatsnefnd. Þorsteinn A. Jóns- son, þáverandi deildarstjóri þeirrar deildar í dómsmálaráðuneytinu, sem sá um fangelsismál, sat þá einnig í fullnustumatsnefnd ásamt Ólafi Ólafssyni landlækni. Þorsteinn er núverandi forstjóri Fangelsismála- stofnunar. Þorsteinn Jónatan Pálsson. Þórmundsson. í bréfi Fangelsismálastofnunar, dagsettu 4. júli 1991, segir að fulln- ustumatsnefnd hafi á fundi sinum þann 28. júní, sama dag og bréf ráðu- neytisins var dagsett, tekið erindi Franklíns fyrir og samþykkt það. Jónatan Þórmundsson, þáverandi formaður fullnustumatsnefndar, hef- ur ekki viljað tjá sig um hvort ný gögn hafi komið fram á þessum tíma eða hvað hafi breytt afstöðu nefndar- innar. Hann vísar í vitnaskýrslur í greinargerð Atla Gíslasonar og sagð- ist ekki geta tjáð sig um málið fyrr en skýrslan hefði verið birt - hann hefði reyndar hvatt til þess að hún yrði birt. Ekki náðist í Þorstein Pálsson dómsmálaráðherra. -sm/Ótt Hluti skýrslu Atla Gíslasonar birtur: Alvarlegar athugasemdir Dóms- og kirkjumálaráðuneytið birti í gær þann kafla úr rannsókn- arskýrslu Atla Gíslasonar sem fjall- ar um skipulag ávana- og fikniefna- deildar lögreglunnar í Reykjavík. t skýrslu Atla koma fram alvar- legar athugasemdir varðandi skipu- lag ávana- og fikniefnadeildar, t.d. að starfslýsingum sé ekki fylgt og sjálfstætt og virkt eftirlit yfirstjóm- ar sé ekki fyrir hendi. Einnig kem- ur fram að óvissa ríki um agavald og boðvald innan deildarinnar og við yfirstjórn. Skráning mála og upplýsinga er alvarlega gagnrýnd og segir í skýrslunni að það sé „afskaplega óaðgengilegt að leita að gögnum þar sem þau eru á ýmsum stöðum, ýmist vistuð undir nafni eða kennitölu eða þá málnúmeri eða ekki skráð skipulega". Meðferð, varsla og eyðing fíkni- efna er einnig gagnrýnd en í skýrslunni segir að þeir sem hafi aðgang að fíkniefnadeild og tækni- deild geti gengið um fikniefna- geymsluna. Ekki er gengið þannig frá fíkniefnum að það sjáist ef átt hefur verið við þau. Ráðuneytið gerði opinbera bráðabirgðaskýrslu Böðvars Bragasonar, lögreglustjóra í Reykjavík, og skýrslu Guðmundar Guðjónssonar yfirlögregluþjóns þar sem skýrsla Atla er gagnrýnd. Einnig voru gerð opinber bréf Atla Gíslasonar með svari við athuga- semdum Guðmundar og þau bréf sem varða birtingu þessa kafla skýrslunnar. -sm Herkastalinn: Slökkti eld með snarræði Eldur kom upp í húsi Hjálpræðis- hersins í Reykjavík um klukkan eitt í nótt. Eldsins varð vart á baðher- bergi og náði íbúi að slökkva hann með snarræði áður en slökkvilið kom á staðinn. Mikill eldsmatur er í húsinu og því mildi að eldurinn fengi ekki að krauma óáreittur. Talið er að kviknað hafi í út frá sí- garettu í ruslafótu. Mikinn reyk lagði um hæðina. -sv Friðrik Friðriksson, kokkur á Freyju RE 38, var glaður í bragði þegar hann hélt á sjó í gærkvöldi. Betra er að hafa nægar bírgðir fyrir mannskapinn en gert var ráð fyrir vikutúr. Verkfallið er að baki. DV-mynd Hilmar Þór Meint brot læknis: Persónu- legur harmleikur „Ég er harmi sleginn yfir þess- um fréttum. Þetta er persónulegur harmleikur. Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að al- menningur geti treyst sínum læknum og fengiö örugga lækna- þjónustu. Við lítum á þetta mjög alvarlegum augum og munum að okkar frumkvæði skoða það bæði í stjórn og siðaneftid læknafélags- ins. Hins vegar vitum við ekki ná- kvæmlega hvaö hér var á ferð- inni,“ sagöi Guðmundur Bjöms- son, formaöur Læknafélags ís- lands, um vaktstjóra á Lækna- vaktinni í Reykjavík sem hefúr viðurkennt að hafa haft samræði við sjúkling í vitjun. Guðmundur sagði að viðkom- andi læknir hefði veriö „flekk- laus“ til þessa. „Almenningur hef- ur hingað til boriö traust til lækna,“ sagði Guðmundur. „Hing- að til hefúr ekkert breytt því. En ég lít á þetta sem einstakan at- burð. Við munum gripa til þeirra aögerða sem á þarf að halda þegar þar að kemur - vísa viðkomandi úr félaginu eöa leggja til að hann missi lækningaleyfi. Hins vegar er engiim sekur fyrir en sekt sann- ast,“ sagði Guömundur. -Ótt Stuttar fréttir i>v Ríkiö tapar skattamáli Héraðsdómur Reykjavíkur hef- ur dæmt úrskurð yfirskattaneftid- ar um aukaálagningu skatta á Mylluna-Brauö hf. ógildan. At- hugasemdir skattstjóra við framtal fyrft-tækisins hafi borist of seint. RÚV sagði frá. Byggðastofnun selur Byggðastofnun hefúr selt ofan af sér stóran hluta húsnæðis síns við Engjateig til Veröbréfaþings ís- lands fyrir 55 mifijónir króna. Sr. Pálmi á R-lista Dagur segir að rætt sé um meðal forystu- manna R-list- ans i Reykjavik að fá sr. Pálma Matthíasson í 9. sætið á list- anum. Þá sé einnig rætt um Wöndu Sigurgeirsdóttur landsliðs- þjálfara í sama samhengi. Verðhjöðnun Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,2% frá því sem hún var í janúar. Munar þar mest um 4,5% verðlækkun á fótum vegna út- salna, 1,8% lækkun á bens- íni.Verðbólga á íslandi nam 2,1%. Of há gjöld Ólafúr Ólaísson land- læknir segir við Dag að stjómvöld verði að fara að endurskoða þjónustugjöld heilsugæsl- unnar. Svo sé komið að fimmta hver kona og tíundi hver karl hef- ur frestað eða hætt við að leita læknis. Barátta um lyfin Lyfiafyrirtækið Pharmaco hefur keypt hlut í Lyfiaverslmi Islands, helsta keppinauti sínum hér á landi, og er nú stærsti einstaki hluthafmn og á 7,5% hluta. Stöð 2 sagði frá. Árás frá Keflavík Bandaríkjamenn gerðu áætlanir um kjamorkuárás á Sovétríkin á árum kalda stríðsins. Árásina átti að gera frá Keflavíkurflugvelli. Þetta kemur ffarn í skjölum Johns Glenns, þingmanns og geimfara í Bandaríkjunum, ffá 1951, sem fúndust nýlega, að sögn Stöðvar 2. Stóru hagsmunirnir Stórum fyrirtækjablokkum eins og SH og ÍS hættir til að bera fyrir borð hagsmuni einstakra hluthafa sinna fyrir heildina. Þetta kom ffam í máli forsfióra Talnakönnun- ar á viðskiptaþingi í gær, að sögn Stöðvar 2. Sameinaöir A-flokkar A-flokkamir eiga aðild að sam- . eiginlegum framboðslistum i flest- um stærstu sveitarfélögum lands- ins til sveitasfiómarkosnmganna í vor þar sem minnst 70% þjóðarinn- ar búa. Stöð 2 sagði ffá. Kvóti á veröbréfaþing Jón Kjart- ansson, bóndi á Stóra-Kroppi, leggur til í Morgunblaðinu að mjólkur- kvóti verði sett- ur á markaö á Verðbréfaþingi íslands i stað þess að stofna sér- stakan kvótamarkað eins og gert er ráð fyrir í nýjum búvörusamn- ingi. Gamlir brunabílar Sjónvarpið segir að 60% ís- lenskra slökkvibíia séu fombílar samkvæmt skilgreiningu FombUa- klúbbsins. Elsti slökkvibíllinn sé tæplega sjötugur. Rúpían rís Rúpian, gjaldmiðill Indónesíu, hækkaði í verði gagnvart dollar í nótt um 5,88%. Flestir aðrir gjald- miðlar féUu hins vegar og ringitið í Malasíu þó mest, 3,69%. Pesinn á Fihppseyjum féU um 1,79% og kór- eska vonnið um 1,66%. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.