Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1998, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1998, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1998 Menmng Lífið kannað í Koben Nú eru þeir félagar og vinir Ormur og Ranúr aftur mættir á svið Þjóðleikhúss, því að eftir Gauragang kemur Meiri gauragangur. Þeir eru orðnir svolitið eldri en enn þá fullir af forvitni og ótrúlegum uppátækjum. Spum- ingin er bara sú hvort þeim tekst að komast af í hörðum heimi stórborgarinnar, því að í „dejl- ige Kobenhavn" bíða bæði hættur og freisting- ar í skúmaskotum og skuggastrætum. Leiklist Auður Eydal Ólafur Haukur Símonarson er að venju næmur á litróf tilverunnar og skapar marglita mannlífsflóru í Meiri gauragangi. Þar er á ferðinni margur misjafn sauður en sem betur fer álpast drengimir fljótlega inn á heimilis- lega hverfiskrá þar sem þeir eignast vini í raun. Karakteramir em skrautlegir og allt yfir- bragð sýningarinnar kraftmikið. Þegar upp er staðið ristir verkið kannski ekki ýkja djúpt, en kunnáttusamleg úrvinnsla og góður leikur ger- ir sýninguna að hinni bestu kvöldskemmtan. í sviðsmynd Gretars Reynissonar rúmast Samverustund í minnmgu Halldórs Laxness Á morgun klukkan sjö síðdegis efna listamenn til samvemstundar í minningu Halldórs Laxness á Ingólfstorgi í miðbæ Reykjavfkur. Þar verður flutt hálftíma dag- skrá í tali og tónum úr verkum Halldórs; lesin verða ljóð og brot úr sögum og sung- in kvæöi eftir hann. Sams konar dagskrá verður á Akureyri á sama tima. Bandalag íslenskra listamanna og Rithöf- undasamband íslands bjóða öllum sem heiðra vilja minningu hins látna höfuð- skálds að koma og taka þátt í samveru- stundinni. Umhverfið er óvenjulegt. Hálfbyggt guðshús, þar sem gráir steinveggir og naktir innviðir blasa við. Ljós og myrkur kallast á. Fjöldi log- andi kerta brýtur birtunni leið inn i skuggana og fljótandi blúnduefni mýkir hvassar linur steinveggjanna. Útfærsla umhverfisins kallast á við hveija línu í Heilögum syndurum, nýju leikriti eftir Guðrúnu Ásmundsdóttur, sem sýnt er í Graf- arvogskirkju. Þó að umfjöllunarefnið sé alvar- legt og oft sársaukafullt er verkið alls ekki dimmt eða dapurlegt, það er gantast og brugð- ið á leik þó að dauðinn bíði handan við horn- ið. En æðasláttur verksins liggur í heitri trúar- sannfæringu, sem gefur hin hinstu rök og létt- ir þyngstu byrðarnar. Tilvitnanir i Biblíuna og hliðstæður við frásagnir hennar gefa leikrit- inu dýpri merkingu og lykil að boðskap þess. Guðrún leggur persónunum til lipran texta, en verkið rúmar ekki mikla djúpköfun í sálar- líf eða sögu persónanna, þannig að flestar þeirra verða fremur svipmyndir en karakt- erar. Þar er þó undantekning. Sjúkraliðinn Einn skaut sig í fótinn með hundabyssu. Baldur Trausti Hreinsson í hlut- verki Ormars og meðvitundarlaus Ranúr í barnavagninum. DV-mynd ÞÖK margar skemmtilegar lausnir og tilvísanir til Legó-landsins góða. Búningar Filippíu Elís- dóttur ríma vel við innihaldið, óvenjulega vel valdir og hannaðir og ekkert hallærislegt við þá eins og stundum vill verða þegar sýna á fólk í „venjulegum" fötum. Upphafsatriðið er hrein gersemi og notkun hringsviðsins vel út- færð. Ekki má heldur gleyma tónlistinni því að í verkinu bresta allir í söng þegar mikið liggur við og þá heyrast mörg áheyrileg frum- samin lög við texta sem segja það sem segja þarf. Og eins og Ólafi Hauki er lagið kemur hann ákveðnum boðskap til skila í gegnum sögu per- sónanna og án þess að prédika. Örlögin eru ekkert fyrirfram gefin og þeir sem dansa á ystu nöf eiga alltaf á hættu að falla í hyldýpið. Baldur Trausti Hreinsson og Bergur Þór Ingólfsson leika vinina Orm og Ranúr. í sem skemmstu máli sagt tekst þeim báðum einkar vel að túlka taktana og strákarnir (skemmtilega ólík- ir þó samtaka séu) eru þarna lifandi komnir. Mikil breiðfylk- ing þrumuleikara er þarna saman komin og nægir að nefna Örn Áma- son, mikilúðlegan skúrk, Magnús Ragnarsson götu- prest, Jóhann Sig- urðarson tröllauk- inn, Litla-Jens kráareiganda og Sigrúnu Eddu Björnsdóttur, hjartahlýja Nóru dóttur hans. Sig- rún Waage nær góðum tökum á hlutverki Línu sem verður eitur- lyfjum að bráð og Helgi Björnsson lék og söng sig inn í hjörtu áhorfenda í hlutverki Hunda- Hans. Selma Björnsdóttir sýndi enn einu sinni stjömutakta í hlutverki gellu á skemmtistað. Þóhallur Sigurðsson hefur trausta yfirsýn yfir leikara, sem eru sniðnir í hlutverkin (eða hlutverkin handa þeim) svo og alla útfærslu, og sýningin spriklar af lífi. Þjóðleikhúsið sýnir á Stóra sviði: Meiri gauragangur Höfundur: Ólafur Haukur Símonarson Tónlist: Jón Ólafsson og Ólafur Haukur Sím- onarson Hljóðstjórn: Sigurður Bjóla Dansar: Ástrós Gunnarsdóttir Lýsing: Björn B. Guðmundsson Búningar: Filippía I. Elísdóttir Leikmynd: Gretar Reynisson Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson Þröstur Leó Gunnarsson og Ólafur Guömundsson í hlutverkum sínum í Heilögum syndurum. DV-mynd Pjetur ... mun miskunn veitast Mille Torin verður ein eftirminnilegasta per- sóna verksins, hugljúf í breyskleika sínum, heil og sönn manneskja og líknsamur engill í biðsal dauðans. Marta Nordal túlkar Mille á einstaklega léttum og mannlegum nótum, en tekst um leið að sýna þá eðlislægu góðvild, sem þessi stúlka er svo rík af. Hún er hinn raunverulegi dýrlingur verksins. Aðalpersónan, séra Jardin, hefur starfað um árabil með söfnuði brottfluttra Svía, sem sest hafa að í Sviss. í þeim skinhelga og yfirborðs- kennda hópi er ekki mikið rúm fyrir skilning eða samlíðan, þegar hinn dáði prestur upplýs- ir að hann sé hommi og helsjúkur af alnæmi. Þröstur Leó Gunnarsson er heilsteyptur í skilningsríkri túlkun á persónunni. Séra Jar- din hefur að vísu meiri áhrif i verkinu með nærveru sinni og tilvist almennt heldur en beinum afskiptum af málefnum manna. Hann er fallinn maður, píslarvottur, og verkar eins og efnahvati á þá sem í kringum hann eru. Vinir og ættingjar heimsækja hann og létta á þjökuðum hjörtum. Einn þeirra er ástvinurinn Olaf, sem Ólafur Guðmundsson leikur. Honum tókst best upp þegar hann túlkaði örvæntingu imga mannsins undir lokin, en fram að því vantaði meiri festu og hljómbotn í leikinn. Margrét Ákadóttir, Guðrún Ásmundsdóttir og Edda Þórarinsdóttir leika tvö hlutverk hver og ferst það vel. Margrét kemur með töluverða kómík inn í verkið sem snobbaða hjúkrunar- konan frú Carlson og Edda fer afar smekklega með hlutverk Rósar. Leiklist Auður Eyrial Guðrún Ásmundsdóttir leikur móður prestsins og þekkir persónuna auðvitað sem höfundur út og inn. Hún túlkar sársaukann vel og í lokaatriðinu sér maður bókstaflega hvemig skelin brotnar og aflausn fæst. Til- viljanakenndar sveiflurnar á milli hinnar ísköldu og fjarlægu konu, sem læsir sig inni i ósýnilegu búri, til hinnar mjúku og hlýju móður voru hins vegar ekki alltaf sannfær- andi fyrir áhorfandann. Skrautfjöðrin í hópi leikara var Karl Guð- mundsson sem var algjör perla í hlutverki Jensens þjóns og túlkaði hr. Ekland af inn- sæi. Það ætti að vera skyldumæting hjá leik- listarskólanemmn og ungum leikurum á þessa sýningu til þess að heyra snilldarmeð- ferð Karls á texta. Magnús Geir Þórðarson leikstjóri heldur vel utan um framvinduna, Sýningin er dæmi um vel heppnaða samvinnu eldri og yngri ár- ganga leikhúsfólks og sýnir að hvorir tveggja geta ýmislegt af hinum lært. Leiksýning í Grafarvogskirkju: Heilagir syndarar eftir Guðrúnu Ásmundsdóttur Leikmynd og búningar: Helga Rún Pálsdóttir Lýsing: Pétur Orri Þórðarson Leikstjórn: Magnús Geir Þórðarson Ásta Valdimarsdóttir - treystir undir- stööur norrænnar samvinnu. DV-mynd E.ÓI. Barnahellirinn Fyrir rétt rúmu ári var formlega opnað sérstakt húsnæði handa börnum í Norræna húsinu á vegum bókasafns- ins þar. Það er í kjallara hússins og er gengt ofan í það úr safninu. Haldin var samkeppni um nafn á húsnæðinu og fimm ára drengur, Kristinn Ágúst Þórsson, bar sigur úr býtum úr henni. Hans tillaga var að kalla það Barna- hellinn. í fyrra var um 500 leikskólabömum boðið í Barnahellinn til að horfa á brúðuleikhús frá íslandi og öðrum Norðurlöndum. Nú stendur yfir kynn- ingarherferð fyrir Barnahellinn í tO- efni af því að Norræna ráðherranefnd- in veitti bókasafni Norræna hússins í Reykjavík sérstakan styrk til að kaupa vandað norrænt barnaefni á mynd- böndum. Þegar leikskólabömin koma í heimsókn núna er þeim ekki bara sýnt húsið heldur fá þau líka að horfa á myndbönd. „í hellinum er líka mikið úrval af bókum,“ segir Ásta Valdimarsdóttir sem er umsjónarmaður þessa verkefn- is, „og við eigum talsvert af geisladisk- um með barnaefni - auk myndband- anna. Gott úrval af norrænu barnaefni í ýmiss konar formi sem börn geta skoðað á staðnum og fengið lánað.“ Kannski eru það einmitt persónur úr harnabókum og barnabíó sem mynda undirstöðu norrænnar samvinnu og skilnings milli þjóðanna. íslendingar hafa verið duglegir að þýða norrænt bamaefni og öll þekkjum við hetjur Astrid Lindgren, Línu, Emil, Ronju, Ljónshjarta og félaga, og líka persónur annarra höfunda, Múmínálfana, Einar Áskel, Óla Alexander, Buster og marg- ar margar fleiri. „Við höfðum samhand við leikskól- ana í fyrra eða þeir við okkur og þess- ar heimsóknir gengu mjög vel,“ segir Ásta. „Kynningin fer fram á íslensku, en ílestar brúðuleiksýningarnar þá og myndböndin núna eru á Norðurlanda- málum. Auðvitað þarf að segja börnun- um frá efninu fyrir fram, en svo taka þau prýðisvel á móti sýningunum. Tungumálin virðast ekki vefjast mikið fyrir þeim.“ Þegar bömin koma í heimsóknina gengur Ásta fyrst með þeim um húsið og segir þeim frá því. Svo sýnir hún þeimi á korti hvar þau eiga heima og hvert hún ætlar að fara með þau þann daginn - og tengir landið við barna- bókapersónur sem þau þekkja þaðan. „Við emm að treysta norrænt sam- starf framtiðarinnar," segir Ásta. „Þetta er spennandi verkefni og ég er bjartsýn á það. Norræna húsið er lif- andi staður - þar er alltaf eitthvað að gerast." Foreldrar em velkomnir með börn sín í Bamahellinn á hverjum degi, en kynningin fyrir leikskóla er bara á föstudögum. Hún verður miðuð við eitt land í einu og verður byrjað á Sviþjóð á morgun. Þá verður sýnd teiknimynd um sterkasta bangsa í heimi: „Eldgosið og drekinn sísvangi". Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.